Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 28
ERLENT 28 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Múslimskur þingmaður mætir á fund kínverska þingsins ásamt þing- mönnum úr hemum. Fjármálaráðherra Kína, Xiang Huaicheng, til- kynnti á fundinum í gær að útgjöld til varnarmála yrðu aukin um 12,7% miðað við áætluð útgjöld liðins árs. Kínverski herinn hefur í hótunum við Taivana fyrir forsetakosningarnar Segir milljónir hermanna í viðbragðsstöðu Peking. AFP. ^ KÍNVERSKI herinn jók í gær þrýst- inginn á kjósendur á Taívan og varaði við því að milljónir hermanna væru undir það búnar að ráðast á eyjuna ef Taívanar lýstu yfir sjálfstæði eftir forsetakosningamar 18. þessa mán- aðar. Málgagn kínverska hersins réð taívönskum kjósendum sérstaklega frá því að kjósa Chen Shu-bian, sem hefur hvatt til þess að Taívan stefiii að sjálfstæði. Chen hefur þó mildað afstöðu sína að undaníomu og sagt að hann vilji viðræður við stjómvöld í Kína og hyggist ekki lýsa yfir sjálf- stæði Taívans verði hann kjörinn næsti forseti landsins. Dagblaðið sagði í harðorðri for- ystugrein að herinn væri hlynntur fiiðsamlegri sameiningu Kína og Taívans en varaði við stríði ef Taívan- ar héldu áfram að tefja fyrir viðræð- um um sameiningu. „Milljónir kín- verskra hermanna em í viðbragðs- stöðu og tilbúnar til bardaga og láta það aldrei viðgangast að tilraunir til að kljúfa Kína beri árangur," sagði blaðið. „Við verðum að benda skýrt og skorinort á að sjálfstæði Taívans merkir stríð.“ Hermálasérfræðingar í Peking og víðar sögðu þó að ekkert benti til þess að kínverski herinn væri í viðbragðs- stöðu vegna deilunnar um Taívan. „Þetta em aðeins sýndarhótanir, að svo stöddu að minnsta kosti,“ sagði Robert Kariol, ritstjóri Jane’s De- fence Weekly. Æðsti hershöfðingi Kína, Zhang Wannian, varaði Taívana einnig við stríði ef aðskilnaðarsinnar fæm með sigur af hólmi í forsetakosningunum og Jiang Zemin forseti sagði í ræðu á laugardag að Kínveijar myndu grípa til „harkalegra aðgerða" ef Taívanar féllust ekki á að hefja viðræður um sameiningu. Herútgjöld aukin um 12,7% Arlegur fundur kínverska þingsins var settur á sunnudag og Xiang Hua- icheng fjármálaráðherra kynnti í gær drög stjómarinnar að fjárlögum þessa árs þar sem fram kom að út- gjöldin til vamarmála yrðu aukin um 12,7% miðað við áætluð útgjöld síð- asta árs. Ráðherrann sagði að herút- gjöldin yrðu um 120,5 milljarðar júana, um 1.044 milljarðar króna, en samkvæmt fjárlögum síðasta árs áttu þau að vera 104,65 milljarðar júana, 907 milljarðar króna. Talið er þó nán- ast öraggt að útgjöldin til vamarmála hafi verið mun meiri á síðasta ári en gert var ráð fyrir í fjárlögunum. Hermálasérfræðingar telja að út- gjöldin til vamarmála séu í reynd þrisvar til fjóram sinnum hærri en sú tala sem nefnd er í fjárlögunum þar sem hún nái aðeins yfir launa- og rekstrarkostnað hersins en ekki liði eins og vopnakaup, rannsóknir og eftirlaun fyrrverandi hermanna. ,Aukin herútgjöld era skýr skila- boð til Taívana fyrir forsetakosning- amar þótt þau tengist í raun ekki deilunni um Taívan," sagði vestrænn hermálasérfræðingur í Peking. Blair-hjómn fá sett lögbann á breskt sunnudagsblað Endurminningar barnfostrunnar breyttust í martröð London. Morgunblaðid. FORSÆTISRÁÐHERRAHJÓN- IN bresku, Tony og Cherie Blair, og The Mail on Sunday takast nú á fyr- ir dómstólum í máli, sem forsætis- ráðherrafrúin hefur höfðað til stað- festingar á lögbanni, sem hún fékk sett á birtingu blaðsins á endur- minningum fyrrverandi barnfóstra þeirra hjóna. I yfirlýsingu á sunnu- dagsvöld sagði Tony Blair að hann myndi láta einskis ófreistað til að tryggja bömum sínum það einkalíf, sem þau ættu fullan rétt á, hvað sem starfi hans liði. The Mail on Sunday segist hafa fellt niður kafla um börn forsætisráðhemahjónanna í því, sem birtist í fyrstu útgáfum blaðs- ins og lögbannið náði til og því snúist málið ekki um börn, heldur prentfrelsi. Rosalind Mark var barnfóstra hjá Blair-hjónunum 1994-98. Hún skrif- aði undir samning um þagmælsku, sem einnig nær til endurminninga, en settist engu að síður niður, þegar hún var hætt hjá þeim, og skrifaði bókarhandrit um vera sína með Blair-fjölskyldunni. Mark reyndi að fá útgefanda að bókinni og átti í samningum við Jonathan Harris, sem hún sendi handrit upp á 180 þúsund orð á 451 síðu. Hann hafði samband við valinn hóp bókaútgef- enda en handritið þótti ekki nógu krassandi lesning og samningur milli hans og Rosalind Mark datt upp fyrir 24. febrúar sl. Hvemig The Mail on Sunday komst yfir ein- tak af handritinu er ekki ljóst. Hún segist ekki hafa afhent blaðinu handritið og ekki gefið Harris heim- ild til þess að fá neitt úr því birt. The Mail on Sunday segir að blaðið hafi verið í nær stöðugu sambandi við Rosalind Mark á föstudag og laug- ardag, hún hafi rætt opinskátt um efni bókar sinnar, sem hún væri að reyna að finna útgefanda að og hún hafi setið fyrir á ljósmyndum og að auki fengið blaðinu myndir af sér með Blair-fjölskyldunni. Þá hafi hún boðið blaðinu að birta kafla úr væntanlegri bók sinni. Og pressan fór í gang Bæði Rosalind og The Mail on Sunday höfðu samband við Alastair Campell, blaðafulltrúa forsætisráð- herrans, á laugardag, sem segist hafa fengið þá mynd af atburðunum, að blaðið ætlaði bara að birta frá- AP Rosalind Mark, fyrrverandi bamfóstra Blair-hjónanna. sögn af því að Rosalind Mark hefði skrifað bók um tíma sinn í þjónustu Blair-hjónanna. Hann skýrði for- sætisráðherranum frá þessu í sím- tali síðdegis og var það það fyrsta, sem Tony Blair frétti af skrifum bamfóstrannar fyrrverandi. Camp- ell sagði svo í síðara samtali við blaðið, að Blair-hjónin litu á Rosa- lind Mark sem manneskju, sem þau gætu treyst hundrað prósent. Þar með fór prentvélin af stað. Um hálftíuleytið á laugardags- kvöld fékk Alastair Campell eintak- ið sitt af The Mail on Sunday og seg- ir hann, að sér hafi heldur betur bragðið, þegar hann sá fjölskyldu- mál Blair-fjölskyldunnar kynnt á forsíðu blaðsins og útdrætti úr handriti Rosalind Mark. Hann brá við hart, vakti Cherie Blair og þau settust á rökstóla með forsætisráð- herranum, sem var staddur í kjör- dæmi sínu, Sedgefield, og útkoman varð sú að freista þess að fá sett lögbann á birtingu blaðsins. Það lögbann fékkst klukkan kortér í tvö um nóttina og klukkan tvö var prentvélin stöðvuð, en þá var meira en hálf önnur milljón eintaka farin í dreifingu. Á nýrri forsíðu var svo tilkynnt að Blair-hjónin hefðu bann- að frásögn barnfóstrannar. Brennt barn forðast eldinn Tony Blair segist í yfirlýsingu sinni viðurkenna rétt fjölmiðla til þess að fylgjast með sér starfsins vegna. En hann segist ekki bara vera forsætisráðherra, heldur og faðir og eiginmaður og þau hjónin séu á einu máli um það, hversu óvenjulegt sem þeirra líf sem for- sætisráðherrahjóna sé, þá muni þau tryggja börnum sínum eins eðlilegt uppeldi og frekast er mögulegt. Friðhelgi einkalífs þeirra sé þeim foreldranum heilagt og þau muni berjast með kjafti og klóm fyrir því. Um bamfóstruna segir forsætisráð- herrann, að hann hafi rætt við hana, hún sé góður vinur fjölskyldunnar og hún sé miður sín yfir þessu öllu saman. Hann segist þess fullviss, að hún hafi ekkert illt meint og honum þyki leitt að horfa upp á hrekkleysi hennar misnotað af öðram. Rosalind Mark hefur lýst því hversu leitt henni þyki þetta mál. Hún hafi aldrei ætlað að skaða Blairfjölskylduna og aldrei birta eitt eða neitt án hennar samþykkis. Reyndar hafi hún ekkert nema gott eitt um fjölskylduna að segja og væntanleg ritlaun hafi hún ætlað að gefa til góðgerðarmála. í gærmorg- un vildi hún ekkert segja annað en þetta: Eg hef ekkert við fjölmiðla að segja. Brennt barn forðast eldinn. Hún kennir Jonathan Harris um að koma handritinu í hendur The Mail on Sunday, en hann harðneitar því. Upplýst er, að fleiri en Johanthan Harris fengu eintök af bókarhand- ritinu. The Mail on Sunday segir, að ef forsætisráðherrann eigi í útistöð- um við einhvern, þá hljóti það að vera Rosalind Mark, sem þvert ofan í samkomulag þar um skrifaði end- urminningar sínar og reyndi að fá þær gefnar út á bók án vitundar Blair-hjónanna. Og þegar það ekki tókst hafi blaðið tekið upp þráðinn með vitund hennar og vilja. Forsætisráðherrahjónin brezku eiga þrjú börn og það fjórða á leið- inni. Þau hafa sagt, að reyni skozk blöð að birta frásögn barnfóstrunn- ar muni þau stefna þeim fyrir skozka dómstóla á sömu forsendum og þau reka mál sitt gegn The Mail on Sunday fyrir enskum. Stálvaskar Intra stálvaskarnir fást í mörgum stærðum og gerðum. Þessi vaskur ber nafnið Eurora og hefur hlotið. margvíslegar viðurkenningar fyrir frábæra hönnun. WLL__& 111 BJlíft..—Jn TCnGI a---iiiig~inii— Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089 Átök milli forystumanna breska Verkamannaflokksins í Lundúnum Livingstone vikið úr flokknum London. Morgunblaðið. KEN Livingstone, þingmaður Verkamannaflokksins, hefur til- kynnt að hann bjóði sig fram til embættis borgarstjóra Lundúna á eigin vegum í kosningunum 4. maí og skilur nú í milli hans og flokks, sem hann hefur verið félagi í á fjórða áratug og sagði eitt sinn um, að hann myndi aldrei fara úr nema láréttur í kistu. f gærkvöldi var svo tilkynnt að Livingstone hefði verið vikið úr Verkamannaflokkn- um um stundar sakir. Framboð hans á vafalaust eftir að valda miklum umbrotum í flokknum, en bæði Tony Blair for- www.fenger.is Netverslun sætisráðherra og Frank Dobson, sem formlega hefur verið útnefnd- ur borgarstjóraframbjóðandi Verkamannaflokksins, sögðu í gær gott að ákvörðun Livingstones lægi fyrir; nú væri hægt að hefja bar- áttuna fyrir ajvöru. Steve Norris, frambjóðandi íhaldsflokksins, kvað þessa atburðarás sýna að almættið væri íhaldsmönnum hliðhollt. Ken Livingstone hefur haldið öllum í herkví síðan úrslit í kosn- ingum Verkamannaflokksins lágu fyrir en þar tapaði hann með naumindum fyrir Frank Dobson, þrátt fyrir að hafa fengið fylgi 74 þúsund kjósenda á móti 24 þúsund- um Dobsons. Livingstone sagði strax þegar úrslitin lágu fyrir að kosningafyrirkomulag flokksins væri ólýðræðislegt og sigur Dobs- ons fenginn með þeim hætti að hann ætti að víkja fyrir sér sem frambjóðandi flokksins. Síðan þá hefur hann sagzt vera að heyra hljóðið í Lundúnabúum en allir aðrir hafa beðið eftir því að heyra hann tilkynna ákvörðun sína. Á meðan hefur meirihluti skoðana- kannana hvatt hann til sérfram- boðs, allt að 61%, og spár um úrslit verið honum mjög í hag. Livingstone tilkynnti framboð sitt í grein í The Evening Standai-d í gær og segist hafa orðið að velja á milli flokksins, sem honum sé hjartfólginn, og þess að berjast fyrir lýðræðislegum rétti Lund- únabúa. Hann segir framboð sitt til þess fallið að tryggja Lundúnabú- um valddreifingu á borði, en ekki bara í orði. Hann ætlar ekki að stofna stjórnmálasamtök, heldur hvetur fólk til þess að vera um kyrrt í Verkamannaflokknum og berjast innan hans að sameiginleg- um baráttumálum. Tímasetning Livingstones var vel valin, því í gærmorgun ýtti Frank Dobson kosningabaráttu sinni úr vör með pompi og prakt, að því er hann ætlaði. En líkt og orð hans hafa undanfarið staðið í skugganum af þögn Livingstones, þá varði hann tímanum í gærmorg- un ekki til þess að kynna stefnumál sín, heldur til þess að svara spurn- ingum um sérframboð Ken Liv- ingstones. Dobson var samt hinn kokhraustasti, sagði Livingstone nú ekki lengur geta falið málefna- fátækt sína fyrir Lundúnabúum og sjálfur myndi hann afhjúpa það litla, sem Livingstone hefði fram að færa, sem hreina og beina hættu fyrir hinn almenna Lund- únabúa. Og Tony Blair bætti um betur og lýsti Ken Livingstone sem skelfingu fyrir London.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.