Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 29 LISTIR Morgunblaðið/Jim Smart Listamenn úr Ævintýrakliibbnum voru með söng- og dansatriði á opnuninni. Myndlistarsýning Ævintýraklúbbsins Eftirlits- og öryggiskerfi fyrir heimili, stofnanir og fyrirtæki ^ J&b'' Mjög hagstætt veról Einar Farestueit & Co. hf. Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900 www.ef.is Fjölbreytt úrval af eftirlitsmyndavélum til inni- og útinotkunar, skjáir í lit eða sv/hv og myndbandstæki, sem taka upp allt að 960 klst. Bjóðum ennfemur úrval innbrota-, öryggis- og brunaviðvörunarkerfa. Veitum tæknilega ráðgjöf við val og uppsetningu! BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra opnaði mynd- listarsýningu á verkum listamanna í Ævintýraklúbbn- um sl. föstudag í Nýkaupi í Kringlunni. Um er að ræða sölusýningu og mun andvirði listaverkanna renna til húsakaupa fyrir Ævintýraklúbbinn. Á sýningunni eru 36 myndir eftir jafnmarga listamenn. Ævintýraklúbburinn starfrækir félagsstarf fyrir þroskahefta, einhverft og fjölfatlað fólk. Áhrifalaus innheimta SJOJVVARP Sunnudagsleikhnsið FREKARI INNHEIMTA Höfundur: Benóný Ægisson. Leikarar: Nanna Kristín Magnús- dóttir, Halldór Gylfason, Björn Ingi Hilmarsson. Leikstjóri: Jón Egill Bergþórsson Leikmynd: Ólafur Engilberts. Tónlist: Þórólfur Eiríksson. Stjórn upptöku: Kristín Erna Arn- ardóttir. BENÓNÝ leggur upp með klisju sem hann ætlar sér greinilega að snúa útúr og hafa endaskipti á. Handrukkari ryðst inn hjá nýríku pari og vill fá greidda skuld vegna jeppans sem ekki hefur verið borg- að af. Ef þessi söguþráður væri sam- kvæmt klisju væri handrukkarinn heilalaust vöðvabúnt, parið eftir at- vikum álitlegt en þó væri nauðsyn- legt að gera annað þeirra hjartfólg- ið áhorfandanum; samúðina verður að staðsetja einhvers staðar, bjóða dyr að ganga inn í verkið. Hér er það handrukkarinn sem óvænt verður álitlegasta persónan, afskaplega meðvitaður um hlutverk sitt, vel máli farinn, ágætlega að sér um flesta hluti, skarpskyggn á brotalamir þjóðfélagsins, og fyrir sakir mannkosta sinna réttlætir nánast fráleitan starfa sinn. Parið er litlaust og texti þeirra beggja er paródískt bergmál af svo mörgum ámóta og vissulega skilar það sér en ekki á þeim kómísku nótum sem höfundurinn hlýtur að ætla því. Kómedían er þunglamaleg og of- skýrð og fellur í sömu gryfju og misheppnaðir brandarakarlar gera gjaman; að byrja að útskýra fyndn- ina þegar enginn hlær. Útskýringaáráttan hefur smitað sér yfir á leikstjórann sem á góða byrjun þar sem persónur er kynnt- ar til sögunnar í krafti eigna sinna og þeirra hluta sem safnað er í kringum sig. Bílarnir þrír eru eins konar táknmyndir eigendanna. Þetta er allt í lagi þar til hand- rukkarinn Bergþór útskýrir hvers vegna ekki er hægt að taka bílinn af Sigurjóni. Þá blasir við að betra hefði verið að sýna okkur aldrei bíl- inn heldur höfða til ímyndunarafls- ins. Hið sama á við þegar Alda hefur loks orð á því sem blasir við og er undirstaða hinnar kómísku hugsun- ar verksins; hversu vel máli farinn Bergþór er. Um leið og það hefur verið sagt og hann sjálfur bætt við sjálfsævisögulegri skýringu er botninn dottinn úr verkinu. Hugsanlega hefði þetta verk náð sér betur á strik ef því hefði verið gefin örlítið meira absúrd umgjörð, ef veruleikinn hefði fengið dálítið kantaðra snið en hér var gert. Handritið virðist a.m.k. bjóða upp á slíka meðferð fremur en svo flata óinnblásna túlkun sem raun bar vitni. Hér hefði reyndari leikstjóri hiklaust átt um að véla, sem hefði betur gert sér grein fyrir hvers konar höfundur Benóný er og á hverju húmor hans byggist. Þó er ekki við leikstjórann einan að sak- ast, því greinilegt er að verkið má fremur flokkast sem stílæfing að nokkru leyti en fullskapað leikrit. Því má setja spurningarmerki við þá ákvörðun að hleypa því í fram- leiðslu og enn og aftur gera al- varlega athugasemd við hversu miklu virðist ábótavant við forvinnu handrita hinnar svokölluðu inn- lendu dagskrárdeildar Sjón- varpsins. Það var því að vonum að leikar- arnir þrír ættu í nokkrum vandræð- um með að koma þessum absúrd aðstæðum fyrir í svo raunsæisleg- um ramma sem lagt var upp með. Halldór Gylfason var einna verst heima í hlutverki sínu og þó Hall- dór hafi sýnt og sannað að hann er afbragðs góður gamanleikari þá lá þetta hlutverk ekki marflatt fyrir honum. Nanna Kristín átti einnig í nokkrum erfiðleikum með sitt hlut- verk, ekki að það kæmi að sök en önnur nálgun að verkinu í heild hefði hugsanlega leyst vanda henn- ar. Björn Ingi lék af innlifun hinn ofbeldishneigða Bergþór og verður ekki við hann sakast þó hugmyndin að baki persónunni hafi ekki gengið fyllilega upp. Hávar Sigurjónsson ------------------ V atnslitamy nd- ir á Mflanó í KAFFI Mflanó, Faxafeni 11, stendur nú yfir 11. sýning Sigur- björns Eldons Logasonar. A sýning- unni eru vatnslitamyndir. pTúns essur* Notér þú slcóstærð 40-41 f Ef svo er færðu AIRWáLK götuskó fyrir eina krónu Vertu ekki lengi að hugsa því við eigum aðeins i 00 pör! Nvcr kaupand! fær i mesta íagí 2 pör PERSÓNULEG SÉRVERSLUN í ÚTIVIST Sterkir og nlýir fóiðraöir kuidagalla ísianak framleiösla íyrtiriáionskt vefturfar. Hlýjar úlpur, sérharinaöar fyrir isjenskt ý": teöiH’far. - '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.