Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 49 SKOÐUN húsið, en slíkt var fjarri öllum þeim sem ég þekkti í Sósíalista; flokknum." Og síðar segir: „I fyrstu gerðum við ekki annað en að bíða þögul eftir svari við kröf- unni um þjóðaratkvæði, sem auð- vitað var hafnað, en allt, sem við létum frá okkur heyra þarna, var þó ekki annað en við hrópuðum öll í kór: Þjóðaratkvæði, upp aftur og aftur. Bráðlega fóru hinsvegar unglingar þeir að láta til sín taka sem voru komnir til að fá að gera hasar í lögreglunni (skemmtun sem hafði verið tíðkuð mörg und- anfarin ár á gamlárskvöld sérstak- lega). Varðliðið, sem stóð undir þinghúsveggnum, var að sjálf- sögðu næg ögrun fyrir strákahóp- inn. Byrjuðu þeir fyrst að kasta eggjum í glugga hússins og í liðið fyrir framan húsið. Litlu seinna byrjuðu þeir að kasta grjóti. Eng- an lögregluþjón sá ég gera minnstu tilraun í þá átt að hafa hemil á þeim. En ýmsir úr hópi fólksins, sem komið var þarna til að mótmæla, reyndu að stilla strákana. Man ég vel eftir Jóni Rafnssyni, sem talinn var með rauðustu kommúnistum, að hann æddi um flötina aftan við gang- stéttina og reyndi að fá stráka til að hætta að kasta grjóti og kvað þetta til ills eins. Hitt veit ég líka að örfáir fulltíða menn létu aðfarir stráklinganna verða sér fordæmi til að fara sjálfir að kasta grjóti, ungir og fljótráðir menn milli tví- tugs og þrítugs. Það var sannarlega annað en til hafði verið ætlast, þegar rúður Al- þingishússins tóku að brotna und- an grjótkasti? Jón Óskar getur því næst um það að Stefán Ögmunds- son hafi tilkynnt í hátalara að þingmenn sósíalista væru fangar í húsinu, og hafi það verið mistúlk- un hans í hita leiksins á frétt sem komið hafði frá einum þingmanni flokksins inni í húsinu. Við þetta æstust þeir sem köstuðu grjóti. „En skyndilega urðu þeir at- burðir sem ég hefði varla getað trúað, ef ég hefði ekki verið þarna sjálfur. Dyr Alþingishússins opn- uðust og ég sá hóp lögreglumanna æða út úr húsinu, en á hæla þeim ruddist hópur af borgaraklæddum mönnum sem voru með hjálma á höfði og vopnaðir kylfum og ég sá þá hefja kylfurnar hátt til höggs um leið og þeir þustu yfir götuna og að mannfjöldanum sem stóð á gangstéttinni. Ég gat ekki annað séð en að þessir menn væru óðir af bardagafýsn. Og þetta varð með svo skjótum hætti að engin leið var fyrir þá sem næstir voru göt- unni að forða sér. Ég var svo heppinn að vera í öftustu röð og flýtti mér að taka til fótanna út á Austurvöll eins og flestir aðrir gerðu. Ekki var fólkið aðvarað í hátalara eða beðið að rýma svæðið áður en árásirnar á það hófust. Leiddi af sjálfu sér að fólkið sem fremst stóð og gat ekkert flúið hlaut að bera af sér höggin, enda hljóp mörgum kapp í kinn við að sjá vopnaða menn, sem ekki voru í lögreglunni, geysast fram til að lemja vopnlausa borgara." Árið 1976 kom út bókin 30. mars 1949 eftir Pál Heiðar Jónsson og Bald- ur Guðlaugsson. Ég get ekki betur séð en að frásagnir manna í þeirri bók staðfesti frásögn Jóns Óskars í öllum meginatriðum. Þar kemur fram að forystumenn sósíalista höfðu lagt á það áherslu að mót- mælin ættu að vera friðsamleg, og ekkert bendir til þess að þeir hafi skipulagt neina árás á Alþingis- húsið, en því var mjög haldið fram af fylgismönnum NATO. Þeir sem hins vegar voru skipulagðir og söfnuðu liði, það voru sjálfstæðis- menn. Lið það er þeir höfðu safnað skiptist í tvennt: allmargir stilltu sér upp fyrir framan Alþingishúsið til að mynda e.k. varnarvegg, en aðrir voru gerðir að varaliði lög- reglunnar, vopnaðir kylfum, og látnir bíða inni í Alþingishúsinu þangað til þeim var skipað að ráð- ast á mannfjöldann, eins og lýst var hér að framan. Lögreglan var ekki höfð með í ráðum þegar stjórnarflokkarnir skoruðu á „frið- sama borgara" að mæta á Austur- völl til að tryggja vinnufrið Al- þingis, og töldu lögreglumenn að þetta hefði verið til ills eins. Sama má segja um útrás varaliðsins, flestir sem rætt er við í bókinni eru þeirrar skoðunar að hún hafi ekki gert nokkurt gagn, en verkað eins og olía á eld. Virðast flestir á einu máli um þetta, hvar í flokki sem menn standa. Og frásagnir í bókinni staðfesta það einnig að fólkið var ekki ekki aðvarað áður en lögreglan og varaliðið geystust fram, og ekki heldur áður en tára- gasinu var varpað. Hátalarakerfí lögreglunnar var nefnilega í ólagi. Þegar staðreyndirnar eru skoð- aðar verður því heldur fátt til að styðja þá svart-hvítu söguskoðun sem fram kemur í orðum Björns Jóhannssonar um „átök íslenskra lýðræðissinna og kommúnista og áhangenda þeirra“. Að minnsta kosti held ég að fáir mundu nú á dögum kalla það lýðræðislegar að- gerðir að vopna ungliða eins stjórnmálaflokks sem varalið lög- reglu í tilteknu máli, eða hvað ætli sjálfstæðismönnum hefði fundist um það ef vinstri stjórn hefði verið að samþykkja óvinsælt frumvarp, og ungliðar úr Æskulýðsfylking- unni ráðist út úr Alþingishúsinu með kylfur á lofti? Ætli það hefði ekki minnt þá á herlögreglu kommúnistaríkja? Mig langaði því að vara menn við þeirri skekktu mynd sem dregin er upp af at- burðunum með því að segja aðeins hálfan sannleikann. Raunar hélt ég að þessi hlutdræga söguskoðun væri á undanhaldi, en því miður virðist eima eftir af henni enn. Og síst af öllu getur slík umfjöllun tal- ist í ætt við hina hlutlausu og vís- indalegu sagnfræði sem við ætl- umst til að kennd sé í skólum landsins. Höfundur er dagskrárgerðarmaður. Fjárfestar athugið! Öll almenn verðbréfaviðskipti með skráð og óskráð verðbréf. yáVerðbréfamiðlunin AflVlClY hf-Verðbréf Löggilt óháð fyrirtæki í verðbréfaþjónustu • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Suðurlandsbraut 46 • Sími: 568 10 20 Handlaugartæki Parma m. lyftitappa. Tilboð kr. 3.1217. Án tyftitappa tilboð kr. 2.668- Huber prima baðtæki með hitastilli og brunaöryggi. Tilboð kr. 8.980. laugartæki Neve 238. Tilboð kr. Huber príma baðtæki með hitastiili og brunaöryggi Tilboð kr. 8.980. Eldhústæki Eldluistæki Nevc 236. Eldhústæki Parma m Neve 234. Tilboð kr. 4.543. Tilboð kr. 2.799. ^ Tilboð 6.359. VATNSVIRKINN ehf ÁrnM 21-108 Rcykjavik, sími: 533 2020, brcfsími 533 2022 eldorado GtLKOllii fclcS", baumr V2 kg AUSTURSTRÆTI • BAR0NSSTIG *SELJAVEGI • GLÆSIBÆ • GRIMSBÆ SELÁSBRAUT • LANGARIMA • ENGIHJALLA • HJALLABREKKU • SETBERGI HF LAUGALÆK • LAGMULA • ARNARBAKKA • SP0RH0MRUM FIRÐI HF • H0LTI HF • STYKKISHÓLMI • KAUPANGI AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.