Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR s Islenskur fjárhund- ur valinn sá besti Islenski fjárhundurinn Freyja bar af öðrum hundum á alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfé- lags Islands, sem fram fór um helgina. Tæplega 270 hundar voru þar leiddir fyrir dómara og þegar upp var staðið heillaði Freyja þá mest og sigraði. Þetta er í fyrsta skipti sem Freyja, fædd árið 1998, kemur fram á hundasýningu. Eigandinn, Anna Dóra Markúsdóttir, sýndi tíkina og fórst það vel úr hendi en þær komu úr sveitinni og slógu í gegn, að sögn Emilíu Sig- ursteinsdóttur sýningarstjóra. Freyja hlaut á sýningunni sitt fyrsta íslenska meistarastig, fyrsta alþjóðlega meistarastigið kom einnig og hún var valin besti hundur sýningarinnar. Til þess að verða Islandsmeistari þarf þrjú fslandsmeistarastig og til að geta talist alþjóðlegur meistari þarf fjögur slík. ÍSklU Úl Morgunblaðið/Jón Svavarsson Tíkin Freyja var valin besti hundur alþjóðlegrar hundasýningar Hundaræktarfélags Islands sem haldin var um helgina. Hér er Freyja ásamt eiganda sínum Önnu Dóru Markúsdóttur. Rútubflsljóra bjargað fyrir snarræði lögreglumanns „Hefði ábyggi- lega kafnað“ Ljósmynd/Már Guðmundsson Bifreið alelda á bifreiðastæði BIFREIÐ er talin ónýt eftir bruna á bifreiðastæði við Flétturima í Graf- arvogi þegar kviknaði í bifreiðinni aðfaranótt mánudags Við eldsvoð- ann urðu einnig skemmdir á hlið nærliggjandi bifreiðar. Þegar Slökkvilið Reykjavíkur kom á vett- vang var bifreiðin alelda en greið- lega gekk að slökkva eldinn. Elds- upptök voru ókunn í gær. HEITA má víst að Helgi Gunnars- son, lögreglumaður úr Grundarfirði, hafi bjargað lífi rútubílstjórans Hilm- ars Helgasonar á laugardaginn þegar Hilmar lenti í þeirri ótrúlegu reynslu að fá heilan jeppa ofan á sig í ofsaroki í Kolgrafafirði á Vesturlandi. Málsatvik voru þau að Hilmar var ásamt sex farþegum sínum auk ann- ars bílstjóra á leið inn fjörðinn í stilltu veðri þegar feikna vindhviða kom eins og hendi væri veifað og velti rútunni á hliðina. Lögreglan kom skömmu síð- ar og vann með Hilmari að því næstu stundina að koma farþegum rútunnar á aðvífandi bifreiðir til að flytja þá áíram. Heldur fór að draga til tíðinda þegar til stóð að koma síðasta farþeg- anum á jeppa sem átti leið hjá. Sagði Hilmar þá við Helga lögreglumann að best væri að hinkra uns yfirstandandi vindhviða liði hjá. „Ég gekk að jepp- anum og ætlaði að segja ökumannin- um að hann skyldi færa jeppann þannig að vindurinn kæmi ekki á hlið- ina, því annars hlyti hann að fjúka,“ sagði Hilmar. „Það skipti engum togum að þá kom roka sem feykti jeppanum yfir mig. Sílsinn lenti á brjóstkassanum á mér og síðan fauk jeppinn áfram og hafnaði á þakinu. Skömmu síðar kom björgunarsveitarbíll og flutti mig undir læknishendur á Grundarfirði.“ Hilmar þrýstist ofan í snjóinn undir þunga jeppans og hefur það líklega orðið honum til lífs að undirlagið skyldi vera mjúkt. Hann er talsvert marinn eftir atvikið og við læknis- skoðun reyndust nokkur rifbein hafa brotnað en að öðru leyti slapp Hilmar við alvarleg meiðsli. Engu síður átti hann mjög erfitt með andardrátt strax eftir að jeppinn lenti á honum. Helgi lögi'eglumaður áttaði sig þó fljótt og kom honum til hjálpar. „Ég náði ekki andanum fyrr en Helgi tók undir herðamar á mér og ég hefði ábyggilega kafnað ef hann hefði ekki vitað hvað hann átti að gera,“ sagði Hilmar, sem er rétt rúmlega sextug- ur að aldri og á að baki rúmlega 40 ára feril undir stýri. Skömmu eftir að jeppinn hafnaði á þakinu eftir að hafa oltið ofan á Hilm- ar kom enn ein vindhviðan og feykti jeppanum upp þannig að hann hafn- aði loks á hjólunum. Samninganefndir Fióabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins hittast í dag Samkomulag um nær öll at- riði nema launin SAMKOMULAG er um ílest atriði nýs kjarasamnings milli Flóabanda- lagsins og Samtaka atvinnulífsins, önnur en launaliðinn. Halldór Björnsson, formaður Eflingar, seg- ist ekki útiloka að á samningafundi í dag komi í ljós, hvort samningar takast án beinna afskipta ríkissátta- semjara. Samninganefndir Flóabandalags- ins og SA sátu á fundi föstudag, laugardag og sunnudag. I gær voru haldnir tveir fundir þar sem farið var yfir kjör og réttindi blaðbera, en Flóabandalagið hefur krafist þess að gerður verði sérkjarasamningur um kjör þeirra. Halldór sagði að samkomulag hefði tekist um helgina um breyt- ingar á veikindarétti launþega. Breytingarnar miða að því að auka réttindi launþega sem flytja sig á milli vinnustaða, bæta stöðu lang- veikra launþega og auka rétt for- eldra til að vera heima hjá veikum börnum. Áður hafði tekist sam- komulag um starfsmenntamál og líf- eyrismál. Halldór sagði að búið væri að ná samkomulagi um meginatriði ákvæðis um tryggingar, en endan- legt orðalag lægi ekki fyrir. Ákvæðið gerir ráð fyrir tengingu við almenna launaþróun, en einnig er minnst á verðlag. Á sunnudaginn lögðu vinnuveit- endur fram tillögur um launabreyt- ingar í samningi til þriggja ára. Halldór sagði að þær fælu í sér tals- vert minni hækkanir en Flóabanda- lagið hefði krafist. Samninganefnd- irnar myndu ræða áfram um launabreytingar í dag. Á fundinum ætti að koma í ljós hvort grundvöll- ur væri fyrir því að menn næðu sam- an um launin. Almennt hefðu þessar samningaviðræður gengið vel, en ef ekkert þokaðist með launaliðinn gæti komið til þess að samninga- nefnd Flóabandalagsins yrði að vísa kjaradeilunni til sáttasemjara. Flóabandalagið getur ekki boðað verkfall nema að hafa áður vísað deilunni til sáttasemjara, eins og önnur félög í Verkamannasamband- inu gerðu í síðasta mánuði. Ari Edvald, framkvæmdastjóri SA, sagðist vera sammála því mati Halldórs, að samkomulag væri um flesta þætti nýs samnings ef launin væru undanskilin. Hann tók fram að það samkomulag byggðist á því að samkomulag næðist einnig um laun- in. Hann kvaðst ekki treysta sér til að spá fyrir um hvort niðurstaða fengist á samningafundi í dag. Enn væri talsvert bil á milli samnings- aðila. Samninganefndir VMSÍ og Sam- taka atvinnulífsins hittust á stuttum fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Fundurinn var tíðindalaus að sögn Björns Grétar Sveinssonar, for- manns VMSI og sagði hann að ekki væri grundvöllur til viðræðna að óbreyttum forsendum. Nýr fundur hefði ekki verið boðaður. Það væri í höndum ríkissáttasemjara að meta hvenær tilefni væri til að boða fund. Sátu föst á Möðrudals- öræfum TUTTUGU og þremur vai' bjargað úr fjórum bílum eftir að þeir festust á Þrívörðuhálsi á Möðrudalsöræfum í fyrra- kvöld. Björgunarsveitarmenn af Jökuldal og frá Egilsstöðum lögðu af stað til hjálpar fólkinu um klukkan 20 á tveimur jepp- um og snjóbíll lagði af stað klukkutíma síðar. Ferð björgunarsveitanna gekk fremur hægt þar sem stöðugt kófaði inn á bílana. Voru þeir komnir með fólkið að Skjöldólfsstöðum um klukkan hálffimm í gærmorgun, og gisti fólkið þar. I hópnum var meðal annars skíðafólk frá Akureyri og Olafsfirði á heimleið af móti í Oddsskarði. Einng var þar á ferð björg- unarsveitarmaður af Jökuldal á heimleið frá Akureyri og stjórnaði hann björgunarað- gerðum á vettvangi. Bílarnir fjórir sem festust voru allir skildir eftir á Möðru- dalsöræfum. Fjármála- ráðherra Milljón verð- mætari í Af- ríkii en hér GEIR H. Haarde fjármálaráð- herra segir að sú ákvörðun rík- isstjórnarinnar að leggja eina milljón til hjálparstarfs í Mos- ambík hafi byggst á tillögu frá utanríkisráðherra. Ekki náðist í utanríkisráðherra í gær, en hann er staddur í Rússlandi. Geir sagði að þessi upphæð væri sambærileg við það sem ríkisstjómin hefði veitt til hjálparstarfs þegar neyðar- ástand hefði skapast. Hann sagði að þótt okkur þætti þetta ekki há upphæð yrðu menn að hafa í huga að hægt væri að gera miklu meira fyrir eina milljón í Afríku en hér á landi. Játaði að hafa rænt pítsusendil ÁTJÁN ára piltur hefur viður- kennt við yfirheyrslur hjá lög- reglunni í Reykjavík að hafa ráðist á pítsusendil í Álftamýri sl. föstudagskvöld, tekið af hon- um pítsuna og eitt þúsund kr. í peningum. Nokkur ungmenni höfðu ver- ið í samkvæmi í húsinu og hafði eitt þeirra pantað pítsuna. I stað þess að greiða fyrir hana brá eitt þeirra á það ráð að taka hana af sendlinum með valdi. Ræninginn var handtekinn nokkru síðar og viðurkenndi hann verknaðinn. Sendilinn sakaði ekki. Kviknaði í út frá kerti FJÓRIR voru fluttir á Sjúkra- hús Reykjavíkur vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kviknaði í húsi við Sogaveg á laugardagskvöld. Eldsupptök vora þau að sprittkerti sem stóð á sjónvar- pstæki brann niður með þeim afleiðingum að kviknaði í sjón- varpinu og nokkrar skemmdir hlutust af sökum reyks. Þegar Slökkvilið Reykjavík- ur kom á vettvang hafði þegar tekist að slökkva eldinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.