Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐ JUDAGÚR 7. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gríðar- legur léttir að sjá sleðann EGGERT Guðmundsson úr björgunarsveitinni í Arborg var í hópnum sem kom að Guð- mundi Skúlasyni uppi á Lang- jökli. Hann segist vera geysi- lega ánægður með árangurinn. „Við komum að honum á þeirri leið sem hann hafði ætlað að fara með félaga sínum. Hann hefur haft vit á því að stoppa fljótlega eftir að hafa villst, grafa sig niður og halda kyrru fyrir. Enda er það eina vitið og hefur sennilega bjargað hon- um,“ segir Eggert. Asamt Egg- erti í leitarhópi voru félagar hans úr Árborg og leitarmenn úr Kópavogi. Eggert segir að björgunar- sveitarhópurinn hafi gist í slysavarnaskýlinu í Sæluvík og lagt af stað þaðan um sexleytið í gærmorgun. „Okkur var út- hlutað skika sem var 1 x 14 kíló- metrar að flatarmáli og slædd- um hann. Við höfðum farið fjórar ferðir og vorum búnir að kemba nánast allt svæðið þegar við fundum Guðmund,“ segir Eggert. Auðvelt að sjá sleðann Að sögn Eggerts var ekki erfitt að sjá sleðann, sem stóð hálfur upp úr snjónum. Veðrið var með skaplegu móti, eða að minnsta kosti betra en það hafði verið dagana áður. „Það var svolítill skafrenningur og þyrla Landhelgisgæslunnar átti erfitt með að lenda, en reyndar hefði hún varla þurft að lenda, Guðmundur var það vel á sig kominn.“ Var sjálfum mjög kalt Guðmundur var í ótrúlega góðu ásigkomulagi, að sögn Eggerts. „Við vorum ekki vongóðir um að finna lifandi mann eftir tveggja sólarhringa vist uppi á Langjökli í fimmtán stiga frosti og brjáluðu veðri. Okkur var sjálfum mjög kalt, þrátt fyrir að vera í hlýjum göllum og með hita í stýris- handföngum," segir Eggert, „það var gríðarlegur léttir að sjá sleðann og fmna manninn á lífi.“ Guðmundur Skúlason varð viðskila við félaga sinn á Langjökli, grof sig í fönn og beið rólegur í tvo sólarhringa eftir björgun Betra að spara sig og eiga eitthvað inni Vélsleðamaðurinn sem leitað var að á Langjökli frá því á laugardag fannst í gær heill á húfí. Gróf hann sig í fönn og hafðist þar við í tvo sólarhringa. Þar hafði hann nóg að sýsla við að halda sér þurrum og snjóhúsinu í lagi. Hann heyrði umferð ann- að slagið og beið rólegur björgunar. Helgi Bjarnason ræddi við Guðmund Skúlason heim kominn. GUÐMUNDUR Skúla- son, 41 árs verkamaður á Lambastöðum á Mýrum, og ferðafélagi hans voru á leiðinni frá Hveravöllum í Húsafell um miðjan dag á laugardag þegar þeir urðu viðskila á miðjum Langjökli. Guðmundur hafði ekið á undan en fé- lagi hans var að taka við forystunni þegar þegar þeir misstu sjónar hvor á öðrum, enda skyggni orð- ið mjög lítið, varla nema metri að sögn Guðmun- dar. „Ég var orðinn á eftir og þá kom í ljós að mig vantaði leiðina inn í stað- setningartækið. A meðan ég var að setja hana inn fór sleðinn að hiksta, taka snjó inn á sig og hreinlega gekk ekki í þessu færi. Þá var sjálfstoppað,“ sagði Guðmundur í samtali við blaðamann á heimili sínu á Lambastöðum síðdegis í gær eftir að þyrla Land- helgisgæslunnar hafði skilað honum þangað. Síminn virkaði ekki Morgunblaðið/Pálmi Másson Leitin á Langjökli fór lengi fram við afar erfiðar aðstæður. Ekki fór að birta til fyrr en í gær. „Það var bara að taka upp skóflu og grafa sig niður,“ sagði Guðmundur um við- brögð sín við þessum aðstæðum. Tók það nokkra stund því skóflan var lítil og léleg. Sagði Guðmundur að það yrði sitt fyrsta verk að fá sér stærri skóflu á sleðann. Hann var með NMT-farsíma sem hægt er að tengja við loftnet á vélsleðanum en hann virkaði ekki. Sagði Guðmundur að eitthvað hefði verið að símanum eða Morgunblaðið/Golli Guðmundur Skúlason segir að góður snjósleðagalli og ullarföt hafi verið mikið þarfaþing í tveggja sólar- hringa bið í snjóhúsi og illviðri á Langjökli. Þjónusta númer eitt! Til sölu BMW 316i nýskráður Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-18 12.05.1998, 4 dyra, 5 gíra, laugardagar kl. 12-16 1600 vél, ekinn 24,000. Ásett [ ■ ■■ verð 2,190,000, m-tech, 16 D I AoSIUlq UEIcl tommu álfelgum, BMW- græjur DILMrlllU ÍILlVLv tölvustýrð miðstöð. Nánari upplýsingar hjá Bíla- þingi Heklu, sími 569 5500. AIvwe-r e-ÍH' í noh)?uM bflvrnl Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500 www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is loftnetinu en auk þess hefði hann verið í geil í jöklinum sem lítið sam- band næðist við. „Það hjálpaðist allt að, eins og yfirleitt þegar eitthvað byrjai' að fara úrskeiðis," sagði Guð- mundur. Veðrið var afar slæmt á Langjökli, skafrenningur og skyggni lítið eða ekkert. Guðmundur kom sér fyrir í hol- unni og sagði að við hefði tekið vinna við að halda henni við. Moka út snjó og halda góðu öndunargati. Sagðist Guðmundur ekki hafa haft tækifæri til að grafa göng heldur hafi öndun- aropið verið beint upp. Því hafi alltaf hrunið niður snjór þegar hann var að kíkja upp þegar heyrðist til flugvéla, bíla eða snjósleða, eða þegar hann var að laga opið. Því hafi verið nóg að sýsla. Guðmundur varð var við umferð strax að morgni sunnudagsins. Þá fór snjóbíll hjá, um 200 metrum í burtu. Þá stóð þannig á að Guðmund- ur var að moka og varð þó ekki var við bílinn fyrr en hann var kominn á móts við hann. Tókst honum að koma vélsleðanum í gang þannig að hann rétt hökti en ljósin tendruðust þó, en mennimir í snjóbílnum voru komnir það langt að þeir sáu ekki ljósið. Eitt prins póló varð að duga Leið honum vel í holu sinni. Sagð- ist Guðmundur aldrei hafa verið hræddur og liðið bærilega einum í holunni þótt vissulega hefði verið skemmtilegra að vera ekki einn. Kvaðst hann hafa verið viss um að sér yrði bjargað en gert sér grein fyrir að hann gæti þurft að bíða eftir að birti til. Þá myndu flug- vélar öugglega sjá sleð- ann því skafið hefði frá honum og hann staðið upp úr snjónum allan tímann. Þá leið honum betur að vita að hann gæti komið vélsleðanum í gang ef á þyrfti að halda. Hins veg- ar mat hann aðstæður þannig að ekki borgaði sig að reyna of mikið á sig, heldur væri betra að taka því rólega, spara sig og eiga eitthvað inni. Hann var allan tímann með vélsleðahjálminn og í þykkum vélsleðagalla. Hann blotnaði við það að kíkja upp úr holunni og moka. Fyrst var hann í venjulegum bol undir og sagði að það hefði tekið óþægilega langan tíma að þurrka hann. Tók hann því áþað ráð að vera bara í ullarfötum innan undir gallanum og sagði að það hefði verið allt annað líf. Hægt hefði verið að þurrka gallann á stuttum tíma með því að fara upp í vindinn. Snjósleðagallinn hefði verið mikið þarfaþing. Einna verst þótti honum matar- leysið. Hann var einungis með eitt prins póló-súkkulaðistykki. Hann skipti því niður í fimm hluta og fór svo sparlega með að hann átti enn einn bitann eftir þegar honum var bjargað, enda sagðist hann hafa ver- ið farinn að reikna með að fá ekki hjálp fyrr en á mánudagskvöld eða aðfaranótt þriðjudags. Fagnaðarfundir Guðmundur heyrði alltaf umferð, bíla, vélsleða og ekki síður flugvéla, enda taldi hann að áætlunarleiðin norður í land lægi þama yfir. Um klukkan þrjú á mánudag sá hann nokkra björgunarsveitarmenn keyra vélsleða samsíða og fínkemba svæð- ið. Var hann þá uppi við að laga opið og láta vindinn þurrka gallann en þurfti ekki að hafa fyrir að láta vita af sér, því björgunarmennirnir höfðu séð vélsleðann. Leitarmenn urðu frekar hissa á að sjá Guðmund svo vel á sig kominn. Leitarstjórn beindi tveimur snjóbíl- um til hans og þyrla Landhelgis- gæslunnar, sem var við leit yfir jökl- inum, lenti og fékk Guðmundur þar aðhlynningu. Hann sagðist hafa séð að ekkert þýddi fyrir sig að biðja um leyfi til að keyra sleðann niður og því þegið far með þyrlunni. Flugmenn- imir hefðu verið að tala um að fara með hann í Húsafell eða til Reykja- víkur en hann sagðist hafa beðið þá um að skilja sig frekar eftir heima á Lambastöðum, enda vissi hann að þeir fara oft þar yfir á leið sinni til Reykjavíkur. Þar urðu fagnaðar- fundir, enda hafði fjölskylda hans, meðal annars foreldrar hans, Skúli Jónsson og Anna Baldvinsdóttir, fyrrverandi bændur á Lambastöð- um, beðið í tvo sólarhringa milli von- ar og ótta eftir fréttum af afdrifum hans. Á Lambastöðum biðu einnig systur hans og mágur, sem var ferðafélagi hans á Langjökli, og fleiri úr fjölskyldunni. Fram kom að þau höfðu ekki vitað við hverju væri að búast, hvort mögulegt væri að lifa af svona langan tíma á jökli. Það urðu því miklir fagnaðai'fundir þegar Guðmundur komst heim. Heim kom- inn veitti hann fjölmiðlum viðtöl og vinir og aðstandendur hringdu. Guð- mundur og mágur hans vildu koma á framfæri bestu þökkum til björgun- arsveitarmanna fyrir það mikla starf sem þeir inntu af hendi við leitina og lögðu sig jafnvel í sumum tilvikum í lífshættu. Hægt í tvo daga Guðmundur þykir hafa staðið hár- rétt að málum eftir að hann komst í vandræði. Sjálfur sagðist hann ætla að láta laga símann og tryggja að loftnetið yrði rétt tengt næst þegar lagt yrði í hann á vélsleðanum. Það hefði verið ákveðið kæruleysi að hafa fjarskiptatækin ekki í lagi og afar bagalegt að geta ekki látið vita af sér. Hins vegar hefði ekki þýtt að ör- vænta vegna þess. Hann sagði að þessi reynsla og reynsla fleiri manna að undanfömu sýndi að vel væri hægt að komast af í tvo sólarhringa við þessar aðstæður, ef menn stæðu rétt að málum. í því sambandi lagði hann mesta áherslu á að grafa sig fljótt í fónn og spara kraftana sem allra mest. Þeir mágarnir fóru á föstudag á vélsleðum sínum frá Húsafelli yfir ■Langjökul og í kaffi á Hveravöllum, eins og þeir gera oft. Þeir voru orðnir þreyttir á föstudagskvöldið og ákváðu að gista þar um nóttina vegna þess að þeir höfðu mann sem gat leyst þá af í fjósinu. Á laugardeg- inum var leiðinlegt veður en þeir ákváðu þó að reyna að komast yfir. Eitthvert skyggni var til að byrja með en þegar þeir komu að Þursa- borgum brast hann á með blindþreif- andi byl og þeir urðu viðskila. Mágur Guðmundar fór stystu leið niður, sagðist hafa hugsað um það eitt að halda sleðanum gangandi og koma sér í bílinn til að geta látið vita af þeim en þó vonað allan tímann að Guðmundur kæmist þangað, jafnvel á undan sér. Þegar það gerðist ekki var fljótlega farið að huga að leit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.