Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Með tertu- spaða að vopni Morgunblaðið/Kristján Krákan, refurinn og hænan þjarma að Gosa. Brúðulist LEIKLIST Leíkfélag I! 1 önriiióss FRUMSÝNING Höfundur: Hjörleifur Hjartarson. Leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson. Föstudagur, 4. mars 2000. FRUMSÝNING á Skugga-Sveini er rétt að bresta á þegar áhorfendur ganga í salinn. Leikendur eru ýmist spenntir eða kvíðnir, rólegir eða stjarfir. Allt eftir reynslu og upplagi. Leikstjórinn er ungur leiklistarnemi að sunnan, uppteknari af sjálfum sér en Skugga-Sveini og sumir leikend- anna hafa hugann íremur við gleð- skapinn sem tekur við að frumsýn- ingu lokinni en sýningunni sjálfri. Leikendur Skugga-Sveins eru þversnið af bæjarfélaginu; yflrlög- regluþjónninn, bæjarfulltrúinn, skólastjórinn, sjómaðurinn, einstæð móðir og svo hinir og þessir sem ekki eru nánar skilgreindir en hafa greini- lega sínu hlutverki að gegna. Leikurinn um Skugga-Svein hefst á sviðinu en við erum enn að tjalda- baki og fylgjumst með því sem gerist meðal leikendanna milli þess sem þeir bregða sér inn á svið til að púa í skeggið, hrista atgeir eða syngja dúett. Yfir öllu þessu vakir sýningar- stjórinn sem fær alla til að skjálfa á beinunum ef ekki er rétt að öllu stað- ið. Þetta er í stórum dráttum um- gjörðin að leikriti Hjörleifs Hjartar- sonar Frumsýningu sem Blönduós- ingar frumsýndu á föstudagskvöldið var. Hin eiginlega atburðarás verks- ins snýst þó ekki um Skugga-Svein heldur lauslæti skólastjórafrúarinnar Sigurlaugar Beck, sem einnig er bæj- arfulltrúinn og hefur haldið við yfír- lögregluþjóninn sem einnig er hand- boltastjama bæjarins. Smugusjó- maðurinn Krummi sem hlaupið hefur í skarðið sem brunavörður er einnig yfir sig hrifinn af Katli skræk, þ.e.a.s. leikkonunni Helgu og Skugga- Sveinn, skólastjórinn Kjartan Beck, hefur mestar áhyggjur af því að at- geirinn gleymdist í jeppanum og er á leiðinni norður á Sauðárkrók. Fyrir vikið verður hann að berjast með tertuspaða fram að hléi. Sminkan, Elsa, hefur skiljanlega mestar áhyggjur af því að myndbands- upptaka af henni í innilegum ástarleik í hraðbanka bæjarins hefur komist í umferð og Grasa-Gudda, Sveinn, er dottinn í það í öðrum þætti. Hjörleifur samdi Frumsýningu fyrir Leikfélag Dalvíkur og þar var allt hermt upp á heimamenn. Hér hef- ur sama bragði verið beitt og greini- legt að áhorfendur kunnu vel að meta tilvísanir í nafngreinda menn þótt allt væri gamanið að sjálfsögðu græsku- laust. Þannig verðui- Frumsýningin að frumsýningu Leikfélags Blöndu- óss á Skugga-Sveini og fær á sig skemmtilega aukinn raunveruleika- blæ íyrir vikið. Leikritið er samið í nokkuð stórkarlalegum stíl og per- sónur misjafnlega skýrar. Sumar ekki annað en lausleg riss, aðrar rista dýpra. Yflrbragð sýningarinnar er fremur losaralegt af hendi leikstjór- ans og hefði hann mátt einbeita sér betur að framsögn einstakra leikenda ásamt því að samræma hraða atrið- anna. Virtist sem leikendur settu sjálfir taktinn og fóru á köflum fram- úr sjálfum sér. Ekki var heldur ljóst hvaða tilgangi dansspor á milli þátta áttu að gegna öðrum en þeim að vitna um reynslu leikstjórans úr öðrum leiksýningum og óskyldum. Stór hópur leikendakemur að sýn- ingunni og greinilegt er að leiklistar- áhuginn er mikill á Blönduósi. Mér var tjáð að þarna væru margir ungir leikendur að stíga sín lyrstu skref á leiksviði og tókst það bærilega enda nutu þeir stuðnings hinna sem reynd- ari eru. Reynslan er þó tvíbent vopn og hefði leikstjórinn átt að hafa hemil á senuþjófum og samstilla kraftana eih'tið betur. Egill Pálsson í hlutverki Krumma stóð sig vel og sýndi að í honum býr efni í gamanleikara. Val- týr Kári Finnsson gerði einnig vel í hlutverid yfirlögi-egluþjónsins og persóna hans var reyndar sú eina sem fékk útreið af hálfu höfundar og var ekki laust við hann ætti nokkra samúð skilda í lokin þrátt fyrir merkilegheit- in. Þá á Jófríður Jónsdóttir hrós skilið fyrir frammistöðu sína í hlutverki sminkunnar Elsu sem er heillegasta persónan í verkinu af hálfu höfundar- ins. Jófríður skilaði henni vel. Hér er kröftug og fjörug sýning á ferðinni sem - þegar allt er saman- dregið - stendur undir því áliti eins sýningargesta í lok frumsýningar að vera „skemmtileg kvöldstund." Hávar Sigurjónsson LEIKLIST Tíii fi ngu r og Le i k- íélag Akurcyrar GOSI Leikbrúðusýning eftir Helgu Arn- alds byggð á sögn C. Collody. Leik- stjóri: Þórhallur Sigurðsson. Brúðugerð: Helga Arnalds, Tómas Ponzí, Þórarinn Blöndal og Hall- mundur Kristinsson. Leikbrúðu- sfjórnendur: Helga Arnalds, Herdís Jónsdóttir og Þórarinn Blöndal. Lýsing: Ingvar Björnsson. Hljóð- mynd og tónlistarsfjórn: Kristján Edelstein. Samkomuhúsið á Akureyri 4. mars SÖGUNA af spýtustráknum Gosa þekkja vafalaust mörg íslensk börn í einhverju formi; ef ekki af bók þá kannski sem teiknimynd - en þær hafa nokkrar verið gerðar í gegnum tíðina. Helga Arnalds byggir sýningu sína á sögunni af Gosa, fremur lauslega þó því þótt hún noti hluta af söguþræði þess- arar vinsælu barnasögu er það fremur brúðuleikhúsið sjálft, list þess og möguleikar sem þessi sýn- ing snýst um. Og ekki skal ég lasta það, söguna þekkja flestir áhorf- endur nógu vel fyrir (eða þá for- eldrarnir sem geta fyllt upp í eyð- urnar), en fæstir þekkja þeir brúðuleikhús og möguleika þess svo nokkru nemi - og fara því margs vísari út af sýningunni. Gestur minn á frumsýningu, Kristján Torfi, 8 ára, var heillaður af því sem fyrir augu bar. Athuga- semdir hans um aðferðir, tækni og blekkingu augans voru fjölmargar meðan á sýningu stóð og virtist sú hlið sýningarinnar meira áhuga- vekjandi en söguefnið (enda þekkti hann það vel fyrir). Sérstakan áhuga vakti neðansjávaratriðið, enda listilega vel útfært hjá Helgu og aðstoðarmönnum hennar. Um sviðið synda marglitir fiskar kringum Gosa sem fleygt hefur verið í sjóinn af fulltrúum hinna illu afla. Stærðarinnar hvalur syndir að lokum inn eftir sviðinu og gleypir Gosa - og næsta atriði gerist í maga hvalsins. Fiskarnir og hvalurinn, sem Tómas Ponzí á heiðurinn af, voru listilega vel gerðar brúður og reyndar má það sama segja um aðalstjörnuna: Gosa sjálfan. Horaður, langleggj- aður og nefmjór fór hann fumlaust um sviðið undir öruggri hand- leiðslu skapara síns, Helgu, og margvíslegt samspil brúðu og ljóss og skugga vakti aðdáun áhorfenda. Helga Arnalds hefur áður sýnt frábæra útsjónarsemi í brúðusköp- un sinni og nægir þar að minna á snúrustaurinn í Ketils sögu flat- nefs sem Helga hefur víða sýnt við mikla lukku. Yfirleitt hefur um- gjörð sýninga Helgu verið einfald- ari og smærri í sniðum en hér um ræðir, enda sjaldnast sem sviðið hefur verið svið atvinnuleikhúss albúið þeim tækjum og tólum sem slíku húsi heyrir til. Helga, leik- stjóri hennar, Þórhallur Sigurðs- son, og aðstoðarmenn þeirra nýta sér hina ýmsu möguleika sem þetta gefur. Auk áðurnefndrar neðansjávarsenu má nefna skemmtilegan skuggaleik af tjöld- um beggja vegna sviðs og á bak- sviði. Þá var upphafsatriðið þar sem Gosi hreyfir sig einsamall baðaður ljósum einstaklega fallega útfært. Ingvar Björnsson sem hannar lýsingu sýningarinnar á sérstakt lof skilið. Þetta mun vera fyrsta fullburða leikbrúðusýning sem sýnd er hjá Leikfélagi Akureyrar og nýtur LA þar samstarfsins við Tíu fingur, leikhús Helgu Arnalds, sem aftur nýtur góðs af samstarfinu því hér er um að ræða brúðulist sem þarfnast fleiri fingra en tíu. Þau Herdís Jónsdóttir og Þórarinn Blöndal stjórna brúðum (og leika brúður) ásamt Helgu og ferst hvoru tveggja vel úr hendi. Hér virðist vera um að ræða hið far- sælasta samstarf, a.m.k. er hér um fallega sýningu að ræða sem ætti að vekja áhuga flestra meðal áhorfenda, á hvaða aldri sem er. En það er leikformið sjálft og möguleikar þess sem hér á vinn- inginn fram yfir söguefnið, ég er ekki viss um að neinn ákveðinn boðskapur skili sér í gegnum leik- inn - enda er slíkt algjört auka- atriði þegar maður má hafa sig all- an við að njóta þess sem fyrir augu ber. Soffía Auður Birgisd.óttir Menningarmálanefnd Reykjavíkur úthlutar styrkium til listamanna fyrir árið 2000 Rúmar 28 millj- ónir til 64 aðila LISTASAFN Sigurjóns Ólafssonar, Félag Nýlistasafnsins og Caput-hópurinn hlutu hæstu styrkina þegar menningarmálanefnd Reykjavíkur úthlutaði styrkjum fyrir árið 2000 á Kjarvalsstöðum á laugardag. Hæsti styrkurinn, til Listasafns Sigur- jóns, er að upphæð 2,7 milljónir króna, Ný- listasafnið hlýtur 2,5 milljónir og Caput 2 milljónir. Alls bárust 167 umsóknir um styrki fyrir árið 2000 og var samtals sótt um 218 millj- ónir en til ráðstöfunar voru rúmar 28 millj- ónir. Menningarmálanefnd samþykkti að úthluta styrkjum til 64 aðila og nema styrk- irnir allt frá 50 þúsund krónum til 2,7 milljóna. Leikfélag íslands og Möguleikhúsið fá milljón hvort Hæstu styrkina í flokki leiklistar hlutu Leikfélag íslands og Möguleikhúsið, eina milljón króna hvort. Sjálfstæðu leikhúsin, BAAL, fengu 750.000, Eggleikhúsið fékk 600.000, Draumasmiðjan 400.000, Kaffileik- húsið í Hlaðvarpanum 400.000, og Hugleik- ur 400.000. Styrk að upphæð 200.000 hver hlutu Halaleikhópurinn, Leikbrúðuland og Leikhópurinn Perlan. Hæsta styrkinn í flokki tónlistar hlaut sem áður sagði Caput- hópurinn, 2 milljónir. Kammersveit Reykja- víkur fékk 1,3 milljónir, Islensk tónverka- miðstöð 400.000, Lúðrasveitin Svanur 400.000, Kvennakór Reykjavíkur 400.000 og Kammermúsíkklúbburinn 350.000. Eftir- taldir hlutu 300.000 kr.: Blásarasveit Reykjavíkur, Camerarctica, Erkitíð, Lúðra- sveit Reykjavíkur, Lúðrasveit verkalýðsins, Mótettukór Hallgrímskirkju, Schola Cant- orum, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Söngsveitin Fílharmónía, Tónmenntakenn- arafélag íslands, Tónskáldafélag íslands og Bjarki Sveinbjörnsson til birtingar tónlist- arhandrita á Netinu. 250.000 kr. renna til tónlistarhátíðarinnar Norðurljósa sem Mus- ica Antiqua stendur að. Eftirtaldir hlutu 200.000: Borgarkórinn, Camilla Söderberg og Contrasti-hópurinn, Félag íslenskra tónlistarmanna, Gradualekór Langholts- kirkju, Guitar Islancio, Poulenc-hópurinn, Skagfirska söngsveitin, Ung Nordisk Musik og Ingvi Þór Kormáksson. Listvinafélag Hallgi-fmskirkju og Múlinn jazzklúbbur hlutu hvort sinn styrkinn að upphæð kr. 150.000. Tónlistarhópurinn Atonal Future hlaut 100.000 og eftirtaldir fengu styrki að upphæð 50.000: Laufey Sigurðardóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Auður Haf- steinsdóttir, Pétur Jónasson og Þórunn Guðmundsdóttir. í flokki myndlistar runnu hæstu styrk- irnir til Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, 2,7 milljónir, og Nýlistasafnsins, 2,5 millj- ónir. Magnús Pálsson fékk 800.000, Mynd- höggvarafélagið í Reykjavík 700.000, Finna B. Steinsson 640.000, Gallerí Ingólfsstræti 8 600.000, íslensk grafík 400.000 og Lista- safn ASÍ 400.000. Eftirtaldir hlutu 200.000 kr. styrki: Gjörningaklúbburinn, Hlynur Helgason/Þóroddur Bjarnason og Galleri- @hlemmur.is. Einn styrkur veittur á sviði danslistar Einn styrkur var veittur á sviði danslist- ar, 300.000 kr. til Félags íslenskra listdans- ara. Á sviði fræða var ennfremur veittur einn styrkur, 750.000 kr., til Collegium Musicum. Þá fékk Marisa N. Arason 200.000 kr. til að halda ljósmyndasýningu. Tveir styrkir voru veittir vegna kvikmynda- gerðar; 380.000 kr. til ILM, móts ungra kvikmyndagerðarmanna, og 600.000 til Kvikmyndafélags íslands ehf. vegna Stutt- myndadaga í Reykjavík. Loks hlutu Menn- ingarsamtök ungs fólks, MUF, 250.000 kr. vegna Listahátíðar ungs fólks árið 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.