Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Landhelgisgæslan Enn órói við Heklu MÆLAR sýndu enn óróa við Heklu í gær. Ragnar Stefánsson, jarð- skjálftafræðingur á Veðurstofunni, sagði óróann gefa til kynna að enn væri hraunstreymi niður hlíðar fjallsins. Hann hefði þó minnkað síðustu sólarhringa. Ragnar sagði gosið ekki vera áberandi. „Scnnilcga er það ekki tiiþrifamikið að sjá úr fjarlægð. Engu að síður streymir hraunið niður fjallið," sagði hann. Karl Grönvold hjá Norrænu eld- fjallasi öðinni sagði að í fyrradag hefði hætt að sjást glóð í hraun- rennslinu. „Gosið virðist vera í and- arslitrunum," sagði Karl í samtali við Morgunblaðið í gær. Norðurpólsfarinn Bettina Aller meiddist á fæti Danski leiðangurinn misheppnaðist DANSKI norðurpólsleiðangurinn fékk snöggan endi í gær þegar Bett- ina Aller játaði sig sigraða úti á ísn- um eftir viku baráttu. Hún meiddi sig á fæti á göngu sinni er þar með úr leik. Ferð hennar hefur engu að síður verið viðburðarík enda lenti hún tvisvar í návígi við hvítabjörn, síðast á föstudag þegar björn nálgaðist hana ítrekað. Daginn áður hafði hún neyðst til að skjóta hvítabjöm í nauðvörn, en í síðara skiptið tókst henni að fæla björninn frá með við- vörunarskotum. Þegar björninn kom að Bettinu skaut hún fyrst einu viðvörunarskoti sem dugði til þess að björninn hörf- aði, en þó ekki lengra en bakvið næsta ísruðning. Björninn hóf síðan eftirforina á nýjan ieik skömmu síð- ar og skaut þá Bettina öðru viðvör- unarskoti sem dugði til að stökkva biminum á flótta og lét hann ekki sjá sig meir. Að hennar sögn var björninn mun stærri en sá sem hún banaði á fimmtudag. Tveir hvítabirnir hafa nú verið skotnir af tveimur leiðöngram á norðurpólinn. í síðustu viku skutu Svíarnir Ole Skinnarmo og Göran Kropp einn björn, sem hvarf særður út í buskann og hefur að öllum lík- indum drepist, og þá skaut Bettina einn björn á fimmtudag eins og áður sagði. Skiptar skoðanir um hvítabjarnadráp í Svíþjóð era skiptar skoðanir um hvítabjarnadrápin. Sú spuming hef- ur t.d. verið iögð fyrir lesendur sænska dagblaðsins Aftonbladet á vefsíðu blaðsins, hvort Svíamir Skinnarmo og Kropp ættu að sæta ákæru fyrir að skjóta björninn. Dálkahöfundur blaðsins, Jan Guill- ou, telur þá vera veiðiþjófa og bendir á að í gildi séu reglur um friðun hvítabjarna. 55% þeirra sem hafa tekið afstöðu í málinu vilja að Svíarn- ir sæti ákæru en 45% styðja norður- pólsfarana. Dálkahöfundinum hefur verið svarað fullum hálsi af blaðakonunni Christinu Lindberg sem segir hann ekki þess umkominn að dæma þá Skinnarmo og Kropp. Af íslenska leiðangrinum er það hinsvegar að segja að þeir Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason leggja af stað út á ísinn næstkom- andi föstudag, en síðustu dagana hafa þeir verið við æfingar á Iqualuit á Baffins-eyju. Þeir áætla að komast á norðurpólinn á 60 dögum og hafa matarbirgðir til 66 daga. Líkur til að þeir lendi í návígi við hvítabjörn era ekki miklar, enda leggja þeir af stað frá Kanada en ekki Síberíu eins og Bettina og Svíarnir. „Við höfum verið í Iqualuit síðan 2. mars og stundað stífar æfingar og prófað útbúnaðinn með góðum árangri,11 sagði Haraldur í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Þeir Ingþór hafa sofið úti í hörkugaddi í æfingaskyni og reynt sleða sína full- hlaðna í erfíðum ísraðningum og fleira. „Það er mjög gott til þess að vita að allur búnaður sé í lagi og ferð- in leggst mjög vel í okkur enda erum við í góðu formi. Ef veðrið helst skaplegt höldum við síðan út á ísinn á föstudag." Hart tekist á í umræðum um fjárreiður stjórnmálaflokka Forsætisráðherra sak- aði þingmenn Sam- fylkingar um hræsni DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sakaði þingmenn Samfylkingar um hræsni og tvöfalt siðgæði í umræðu sem fram fór á Alþingi í gær um frumvarp til laga um starfsemi og fjárreiður stjómmálaflokka. Hélt hann því fram að Öryrkjabandalagið hefði eytt milljónum króna úr sjóðum öryrkja í auglýsingar fyrir síðustu al- þingiskosningar í þágu Samfylking- arinnar. Ummæli forsætisráðherra vöktu hörð viðbrögð stjómarand- stæðinga og var hann sakaður um að hafa farið með dylgjur. Þetta er í sjötta sinn sem Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylk- ingar, mælir fyrir framvarpi til laga um starfsemi og fjárreiður stjóm- málaflokka en framvarpið hefur fram að þessu ekki hlotið afgreiðslu þings- ins. Sagði hún að í framvarpinu væri lagt til að settur yrði lagarammi um starfsemi allra stjómmálaflokka og jafnframt að stjómmálasamtök yrðu gerð framtalsskyld, en slík ákvæði miðuðu að því að gera fjármál stjóm- málaflokka opin og sýnÖeg, enda væri leynd í þeim efnum einungis til þess fallin að auka tortryggni almennings í garð stjómmálasamtaka. Jóhanna vísaði tii nefndar sem for- sætisráðherra skipaði 1993 til að gera tillögur að reglum um fjárhagslegan stuðning við stjórnmálaflokka en komst að þeirri niðurstöðu að gera ekkert í málinu. Taldi Jóhanna þetta fráleitt og vísaði máli sínu til stuðn- ings m.a. í nýleg fjármálahneyksli Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, sem hún taldi hafa fært mönnum heim sanninn um nauðsyn þess að reglur giltu um fjárreiður stjómmálaflokka. Málflutningur Jóhönnu hlaut ágætan hljómgrann hjá þingmönnum stjómarandstöðunnar og m.a. lýstu bæði Margrét Sverrisdóttir, þing- maður Frjálslynda flokksins, og Ög- mundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sig hlynnt meginhugmynd framvarpsins. Davíð Oddsson forsætisráðherra var hins vegar á öðra máli. Hann sagði merkilegt að nota ætti atburð- ina í Þýskalandi sem rök fyrir því að setja reglur um fjárreiður stjóm- málaflokka enda væri staðreyndin sú að þar í landi væra mjög sterkar reglur um þessa hluti, og þær ekki að- eins í lögum heldur í stjórnarskrá landsins. Það væri því ekki regluleys- ið sem hefði leitt til spillingar þar heldur sú staðreynd að reynt hefði að fara á svig við reglurnar. Fjárstyrkur íslenskrar erfða- greiningar í brennidepli Davíð gerði fjármál Samfylkingai- að umtalsefni og sagði að svo virtist sem þar á bæ hefði verið eytt um 70 milljónum króna í kosningabaráttuna á síðasta ári, eða um 70 til 80% meira en Sjálfstæðisflokkurinn hefði eytt. ALÞINGI Sagði hann að afar fróðlegt yrði að heyra hvemig Samfylkingin hefði fjármagnað þessa baráttu. I fréttum hefði verið greint frá því að Islensk erfðagreining hefði styrkt Samíylk- inguna um eina milljón króna og velti Davíð fyrir sér hvort það gæti talist siðlegt af þingmönnum Samfylkingar að ráðast ítrekað að fyrirtækinu úr ræðustóli á Alþingi, í því skyni að reyna að koma því á kné, en fara síðan fram á svo stóran styrk frá því. Davíð benti á að þrír af sex fulltrú- um í þeim nefnd, sem skipuð var til að móta tillögur um fjárhagslegan stuðning við stjórnmálaflokka, hefðu komið úr þeim flokkum sem nú skipa Samfylkinguna. Því væri furðulegt að halda því fram að fulltrúar stjómar- flokkanna hefðu beitt kúgunum til að tryggja óbreytt ástand í þessum efn- um. Sagði forsætisráðherra að Sam- fylking og Vinstrihreyfingin gætu vel birt sína reikninga og til þess þyrftu flokkamir enga lagaheimild. „Það yrði fróðleg lesning það,“ sagði Davíð. „En það munu þeir ekki gera af því að þeir meina ekki nógu mikið með því sem þeir era að segja hér.“ Síðan sagði Davíð: „Mér fannst einkar ógeðfellt í síðustu kosninga- baráttu hvernig peningar öryrkja, milljónh’ króna af peningum samtaka öryrkja, vora notaðir til að birta áróð- ursauglýsingar augljóslega tengdar Samfylkingunni. Ef maður tryði á það að þessir þingmenn væra virki- lega þess sinnis að hafa heiðarleika í þessum málum þá hefðu þeir for- dæmt auglýsingar af því tagi, að taka fjármuni Öryrkjabandalagsins og nota þá blygðunarlaust í kosninga- baráttu eins og þama var gert.“ Mikil rekistefna í þingsal Forsætisráðherra hvarf á brott úr þinghúsinu að lokinni ræðu sinni og gerði Jóhanna Sigurðardóttir athuga- semd við fjarvera hans er hún tók aft- ur til máls við umræðuna. Sagði hún forsætisráðherra nefnilega verða að standa skil á þeim dylgjum sem hann hefði viðhaft um Öryrkjabandalagið og sanna mál sitt í þeim efnum. Fór hún fram á að umræðu um málið yrði frestað, þ.e. að henni lyki ekki fyrr en forsætisráðherra hefði gert þetta. Gerði hún jafnframt að umtalsefni þau orð Davíðs að menn færa í kring- um reglur um fjárreiður stjómmála- flokka, ef slíkar reglur yrðu settar, og velti því fyrir sér hvort ekki ætti þá að setja skattalög af því að menn reyndu gjarnan að fara í kringum þau. Jóhanna sagði Davíð hafa haldið því fram að kosningabarátta Sjálf- stæðisflokksins hefði kostað 70-80% minna en kosningabarátta Samfylk- ingarinnar en hann gæti auðvitað ekki sannað þetta nema með því að birta bókhald Sjálfstæðisflokksins. Spurði hún jafnframt hvort Davíð gæti fullyrt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði aldrei fengið framlög frá Is- lenskri erfðagreiningu. Að lokinni ræðu Jóhönnu varð mik- il rekistefna í þingsal þegar kom í ljós að þingforseti hugðist ekki verða við beiðni hennar um að fresta umræðu um málið. Taldi forseti ekki ástæðu til þess þar sem hér væri einungis um fyrstu umræðu um málið að ræða og það kæmi þess vegna aftur á dagskrá þingsins. Jóhanna benti hins vegar á að málið hefði fram að þessu ávallt sofnað í nefnd í meðföram þingsins og ummæli forsætisráðherra við um- ræðuna hefðu bent til að stjórnar- flokkamir tryggðu að svo yrði einnig nú. Þess vegna væri afar mikilvægt að málinu yrði frestað svo forsætis- ráðherra gæti rökstutt þær dylgjur sem hann hefði á borð borið. Tóku fjölmargir þingmenn stjórnai’and- stöðunnar eindregið undir þessa ósk Jóhönnu og varð það úr, að afloknum sérstökum fundi forsætisnefndar þingsins, að verða við beiðninni. Nýr þing- maður GUÐJÓN Sigurjónsson, hér- aðsdómslögmaður og varaþing- maður Samfylkingar í Suður- landskjördæmi, tók í gær sæti á Alþingi í fyrsta skipti í fjar- vera Lúðvíks Bergvinssonar alþingismanns. Þar sem Guð- jón hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi undirritaði hann drengskaparheit að stjórnar- skrá við upphaf þingfundar í gær. Alþingi Dagskrá FUNDUR hefst í Alþingi í dag kl. 13.30. Eftirfarandi mál eru þar á dagskrá: 1. Skipan nefndar um sveigjanleg starfslok, frh. fyrri umræðu (atkvgr.) 2. Hætta af völdum bensín- og olíuflutninga um Reykjanesbraut, frh. fyrri umræðu (atkvgr.) 3. Náttúrufræðistofnun íslands og náttúrustofur, frh. 1. umræðu (atkvgr.) 4. Starfsréttindi tannsmiða, 1. umræða. 5. Vörumerki, 1. umræða. 6. Álbræðsla á Grundartanga, 1. umræða. 7. Almenn hegningarlög (vitnavernd, barnaklám o.fl.), 1. umræða. 8. Almenn hegningarlög (barnaklám), 1. umræða. 9. Hjúskaparlög (ellilífeyrisréttindi), 1. umræða. 10. Meðferð einkamála, 1. umræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.