Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 25 Snjóflóð og fannfergi EINN maður lést er snjóflóð féll á starfsmannaíbúðir við hótel í bænum Riksgránsen í Norður-Svíþjóð snemma í gær- morgun. Lentu þrjár mann- eskjur í flóðinu en tvær komust lífs af. Mjög illviðrasamt hefur verið í N-Svíþjóð og fannfergi mikið og svo er einnig í Norður- Noregi. Þar hafa um 70 vegir verið lokaðir og eru nokkur hundruð manna einangruð af þeim sökum. Er snjódýptin sums staðar allt að fjórir metr- ar. Þunglyndi hrjáir konur MEIRIHLUTI kvenna hefur átt við einhvers konar þung- lyndi að stríða og nærri helm- ingi þeirra hefur flogið í hug að stytta sér aldur. Kemur þetta fram í breskri könnun. Af 1.000 konum, sem spurðar voru, kvaðst 41% hafa tekið þung- lyndislyf og 17% höfðu leitað sér hjálpar. Meðal óánægjuefn- anna eru stirð sambúð og al- gengt er, að konum líði illa á vinnustað. Þá eru fjárhags- áhyggjur algengar. Kristilegir höfða mál KRISTILEGIR demókratar í Þýskalandi höfðuðu í gær mál og vilja fá hrundið þeirri ákvörðun þingsins að sekta ílokkinn um 1,5 milljarða ísl. kr. fyrir að hafa falsað reikningana fyrir 1998. Var þar aðallega um að ræða leynireikninga á veg- um flokksdeildarinnar f Hessen en flokkurinn telur, að hann eigi ekki allur að gjalda þess. Flokkurinn má samt eiga von á sektum fyrir reikninga annarra ára og fyrir að hafa tekið við ólöglegum framlögum. Zhírínovskí má fara fram ÁFRÝJUNARRÉTTUR í Rússlandi úrskurðaði í gær, að Vladímír Zhírínovskí fengi að bjóða sig fram í forsetakosn- ingunum síðar í þessum mán- uði. Áður hafði yfirkjörstjórn meinað honum það vegna þess, að hann hafði ekki talið fram allar sínar eigur. Unnt er að áfrýja þessum úrskurði til hæstaréttar. Zhírínovskí láðist að telja fram íbúð, sem hann á í Moskvu, en hann hélt því fram, að sú yfirsjón hefði aðeins verið smávægileg þar sem hún væri innan við 1% af eignum hans. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Vladímír Pútín, settur forseti, um 50% fylgi meðal kjósenda en Zhírínovskí með vel innan við 10%. Minna fylgi RÍKISSTJÓRN í Austurríki, sem jafnaðarmenn og græn- ingjar stæðu að, nyti næstum sama fylgis meðal kjósenda og núverandi samsteypustjórn Þjóðarflokksins og Frelsis- flokks Jörg Haiders. Kemur þetta fram í skoðanakönnun um fylgi flokkanna. Samkvæmt henni fengi Þjóðarflokkurinn 23% atkvæða ef nú væri kosið en hann fékk tæplega 27% í kosningunum í október. Þá minnkar fylgið við Frelsis- flokkinn Úr27%í25%. Olíuleit við strend- ur Grænlands Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EFTIR árangurslausa oh'uleit íyrir ströndum Grænlands fyrir 25 árum verður olíuleitar nú aftur freistað þar í sumar. Leitað verður á hafsvæði 150 km vestur af Nuuk á vesturströnd Grænlands. Það er leitarskipið West Navion frá norska olíufélaginu Stat- oil, sem annast leitina. Ef ekkert finnst að þessu sinni mun vísast hða á löngu áður en aftur verður leitað seg- ir ífréttBerlingske Tidende. í þetta skipti eru það fjögur félög, sem taka sig saman um leit, Phihps Petroleum, DONG og Nunaoil auk Statoil. Svæðið sem kannað verður kallast Fylla-banki. Leitin hefur verið undirbúin í mörg ár. Meðal annars hefur skip dönsku landhelgisgæsl- unnar gert nákvæmt kort af botnin- um. Þær athuganir benda til að allar aðstæður séu fyrir hendi til að undir botninum sé gas og fljótandi vökvi, sem gæti verið olía. Þótt gas sé unnið í Norðursjónum þá væri ekki arðbært að nýta jarðgas á þessum slóðum, ef ekkert annað er þama að finna, því of langt væri að flytja það til hugsanlegra notenda. Ef gasið er hins vegar blandað bútan og própan er hægt að breyta því í fljót- andi efni, sem auðvelt væri að flytja. Það áhugaverðasta er þó ef þama finnst nýtanleg olía. Svæðið sem leit- að verður á nú er á stærð við stærsta norska ohusvæðið. Skipið, sem notað verður við boran- ir í sumar er nýtt, risastórt skip í eigu Statoil og fleiri aðila. Sem stendur er verið að leggja síðustu hönd á útbún- að skipsins í Stafangri, en skipið var smíðað í Kóreu. Um er að ræða 253 metra langt og 42 metra breytt skip, sem búið er fullkomnustu tækjum til borana við erfiðar aðstæður. Áður en það heldur til Grænlands verður skip- ið reynt við norðlægar aðstæður og látið bora við Norður-Noreg. Hafdýpið þar sem borað verður er um 1.200 metrar, en alls getur borinn farið niður á um 3.000 metra dýpi. Kostnaður við að halda skipinu úti í einn dag er um hálf milljón banda- íákjadala. Ein bomn kostar um 250 milljónir bandaríkjadala. Ef fyrsta bomn gefur jákvæða niðurstöðu hafa fyrirtækin fjögur skuldbundið sig til að bora aðra holu. Grænlendingar spenntir Á Grænlandi er borananna beðið með mikilli eftirvæntingu. Þegar hef- ur verið gerður samningur milli heimastjórnarinnar og dönsku stjórn- arinnar um skiptingu ágóðans ef þaraa finnst oha. Samkvæmt honum á hagnaður upp að 500 milljónum danskra króna að skiptast jafnt milli dönsku stjómarinnar og heimastjóm- arinnar, en skipting á hagnaði um- fram þessa upphæð er ófrágengin. notodo Dilct Bílaland B&L er ein stærsta bílasala landsins með notaða bíla af öllum stærðum og gerð- um. Bílaland er í nýja B&L húsinu við Grjótháls 1 (rétt ofan við Select við Vesturlandsveg) Honda Civic Si. Nýskr. 09.1997, 100 cc, 3 dyra, 5 gíra, dökkgrænn, kinn 44 þ., sumardekk á álfelgum, góóar græjur. Ford Fiesta Flair. Nýskr. 22.09.1999, 1300 cc, 4 dyra, 5 gíra, dökkblár, ekinn 6 þ. Veró 1.290 í>; Daewoo Lanos S VSK. Nýskr. 31.11.1999, 1500 cc, ^ 3 dyra, 5 gíra, dökkblár, ekinn 3 þ. Hyundai Accent Glsi. Nýskr. 27.10.1995. 1500 cc,4 dyra, sjálfskiptur,^g»MttMMtfMj blár, ekinn 53 þ. MMC Pajero Turbo Diesel Intercooler. Nýskr. 23.06.1998, 2500 cc, 3 dyra, 5 gíra, blár, ekinn 24 þ. VWVentoGli. Nýskr. 12.12.1995, árgeró 1996, 1800 cc, 4 dyra, sjálfskiptur, silfurgrár, ekinn 51 þ. BMW 316i. Nýskr. 22.11.1991, árgeró 1992, 1600 cc, 4 dyra, ttÉgfe 5 gíra, vínrauóur, ekinn 98 þ. MMC Lancer GLXI. Nýskr. 14.05.1993, 1600 cc, 4 dyra, sjálfskiptur, . v w rauður, ekinn 98 þ.. Hyundai Sonata Glsi. Nýskr. 15.11.1996, árgerð 1997, jíK 2000 cc,4 dyra, 5 gíra, Bfak^vínrauóur, ekinn 45 þ. Renault Clio RN. Nýskr. 13.06.1997, 1200 cc, 5 dyra, 5 gíra, rauóur, ekinn 23 þ. Hyundai Elantra Wagon GT. Nýskr. 02.05.1996, 1800 cc, 2 dyra, sjálfskiptuj silfurgrár, ekinn 75 þ. ýjj Hyundai Coupé 1.6. Nýskr. 05.09.1997, 2000 cc, 2 dyra, 5 gíra, rauður, ekinn 52 þ. Renault Laguna RT. Nýskr. 16.05.1997, 2000 cc, . 5 dyra, sjálfskiptur, grár, ekinn 37 þ. Grjöthálsi 1. sírrii 575 1230 Veré 1.430 þ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.