Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 20
■T *T * O r.O.^O 0'7 » » f /-JTY''T f ryr tj ^T/lr* 20 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Össur hf. kaupir bandaríska stoðtækjafyrirtækið Flex-Foot Inc. Kaupverðið 5,3 milljarðar króna ÖSSUR hf. hefur undirritað samn- ing um kaup á öllum hlutabréfum bandaríska stoðtækjafyrirtækisins Flex-Foot, Inc. sem. staðsett er í Orange-sýslu í Kaliforníu. Kaup- verð er 72 milljónir dollara eða um 5.256 milljónir króna, en kaupin eru háð skilyrðum um að samning- urinn standist lög og reglugerðir í Bandaríkjunum. Saman verða fyr- irtækin annar stærsti framleið- andi stoðtækjalausna á heims- markaði, segir í fréttatilkynningu frá Össuri. Flex-Foot sérfræðingar í gerviökklum „Kaupin á þessu fyrirtæki eru mjög stórt skref í átt til þess að geta boðið heildarlausn á sviði stoðtækja. Það er ákaflega mikil- vægt fyrir fyrirtæki sem ætla að vera framarlega í þessum iðnaði að stækka, geta boðið upp á heild- arlausnir og vera með dreifikerfí sem spannar nánast allan heiminn. Það er nauðsynlegt til að fyrirtæk- ið geti staðist samkeppni og tekið þátt í þróun í þessum iðnaði," seg- ir Jón Sigurðsson, forstjóri Össur- ar hf. í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður um hvort gæta muni samlegðaráhrifa við kaupin segir hann að svo muni verða, auk þess sem fyrirtækin falli mjög vel hvort að öðru. „Flex-Foot eru sérfræðingar í gerviökklum og eru langfremstir á því sviði í heiminum. Við erum fremstir á sviði hulsa og hulsu- tækni. Við höfum á að skipa mjög góðu dreifikerfi í Evrópu og vor- um að byrja að byggja upp sölu- kerfi í Bandaríkjunum, en göngum beint inn í sölu- og dreifikerfi Flex-Foot þar í landi.“ Velta Flex-Foot nam á síðasta ári um 2 milljörðum króna og var hagnaður félagsins um 230 millj- ónir króna, en hagnaður fyrir af- skriftir (EBITDA) var 416 millj- ónir króna. Fyrirtækið hefur verið í mjög örum vexti og jókst veltan um 28,5% á milli áranna 1998 og 1999. Frá árinu 1984 hafa tekjur félagsins aukist um 30% á ári og hagnaður fyrir skatta aukist um 28% á ári, segir í fréttatilkynningu frá Össuri hf. Flex-Foot var stofnað árið 1982 af Van L. Phillips. Fyrirtækið ræður yfir 29 einkaleyfum í meira en 20 löndum. Flex-Foot á í þró- unarsamstarfi við MIT-háskólann um þróun gervihnjáliða sem styðj- ast við gervigreind, og er þess að vænta að sú samvinna skili sér í markaðssetningu nýrrar vöru seinna á árinu. Stærsta fjárfesting íslenskra aðila í erlendu fyrirtæki Árið 1998 nam heildarfjárfest- ing Islendinga í atvinnustarfsemi erlendis 5,0 milljörðum, sam- kvæmt grein Stefáns Arnarsonar í ársfjórðungsriti Seðlabanka Is- lands, Pening-dmálum, í febrúar árið 2000. Fjárfesting íslendinga mun hafa verið svipuð árið 1999, og því er ijóst að kaupin á Flex- Foot eru stærsta einstaka fjárfest- ing íslenskra aðila í atvinnustarf- semi erlendis. Fjárfesting Össurar mun að sögn Jóns Sigurðssonar fara fram í gegnum dótturfyrir- tæki Össurar í Delaware 1 Banda- íTkjunum. Greitt er fyrir kaupin með reiðufé, og eru kaupin fjármögnuð með lausafé fyrirtækisins sjálfs, langtímaláni og hlutafjárútboði. Ráðgjafar Össurar við kaupin voru Atlantica Associates Incorp- orated, en Kaupþing fjárfestingar- banki annast fjármögnunina og síðar hlutafjárútboð. Um hugsan- lega skráningu Össurar hf. á bandarískum hlutabréfamarkaði segir Jón að ekki sé hægt að úti- loka að slíkt gerist í framtíðinni, en segir að þessi kaup á Flex-Foot tengist því ekki á neinn hátt. Hann segir að fyrirtækin verði áfram rekin sem sjálfstæðar einingar. Hagnaður Skeljungs 495 milljónir króna 0A Skeljungur hf./A Úr reikningum ársins 1999 \ 3 Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Afskriftir Fjármunaliðir Skattar 9.834 9.012 311 82 180 8.359 7.776 293 -92 66 +18% +16% +6% +173% Hagnaður af reglulegri starfsemi Aðrar tekjur og gjöld Áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga 413 82 2 133 110 -9 +211% -25% Hagnaður ársins 495 242 +105% Efnahagsreikningur 3i.des.: 1999 1998 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 7.910 6.568 +20% Eigið fé 3.709 3.094 +20% Skuldir og hlutdeild minnihl. 4.201 3.474 +21% Skuldir og eigið fé samtals 7.910 6.568 +20% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 — Breyting Arðsemi eigin fjár 15,7% 8,5% Eiginfjárhlutfall 46,9% 47,1 % Veltufjárhlutfall 1,13 1,73 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 841 503 +67% FBA kaupir hlut í dönskum netbanka HAGNAÐUR Skeljungs hf. nam 495 milljónum króna eftir skatta árið 1999 en var 242 milljónir króna árið áður, að því er fram kemur í tilkynningu frá Skeljungi. Aukningin er 105% á milli ára. Hagnaður af reglulegri starfsemi Skeljungs hf. á síðasta ári nam 413 milljónum króna eftir skatta og jókst um 211% frá fyrra ári þegar hann nam 133 milljónum króna. Eldsneytissala félagsins jókst um 31% á liðnu ári og er áætluð markaðshlutdeild Skeljungs á elds- neytismarkaði tæplega 36% á síð- asta ári og jókst úr 30% á fyrra ári. Heildarsala Skeljungs á eldsneyti á síðasta ári nam liðlega 323 milljón- um lítra, en árið 1998 voru 247 mil- ljónir lítra seldar. Samningur um eldsneytisviðskipti við Flugleiðir hf. sem gerður var á árinu vegur þyngst í aukningunni, að því er fram kemur í tilkynningu. Sala á öðrum vörum en fljótandi eldsneyti jókst um 17,6% á milli áranna 1998 og 1999 og var verðmæti hennar 2.099 milljónir króna á síðasta ári. Heildarskuldir hækkuðu um 21% Heildarskuldir Skeljungs hækk- uðu um 727 milljónir á árinu, eða um 21%, og námu 4.201 milljón króna í árslok, samanborið við 3.473 milljónir króna árið áður. Eigið fé Skeljungs hf. var 3.709 milljónir króna í árslok 1999, miðað við 3.094 milljónir króna í lok árs 1998. Bókfært verð heildareigna félagsins í árslok var 7.910 milljón- ir króna og þar af var bókfært verð hlutabréfa á hlutabréfamarkaði 1.074 milljónir króna. Markaðsvirði þeirra var á sama tíma talið 2.234 milljónir króna, eða 1.160 milljónir umfram bókfært verð. Fjárfesting- ar Skeljungs í varanlegum rekstr- arfjármunum námu 298 milljónum króna árið 1999 og fjárfestingar í eignarhlutum í öðrum félögum námu 354 milljónum og jukust úr 182 milljónum króna árið áður. „Við teljum þetta bærilega nið- urstöðu," segir Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs hf. „Sérstak- lega held ég að okkur hafi tekist vel til í kostnaðarstýringu." Krist- inn bendir á mikla breytingu í fjár- munatekjum og -gjöldum, en sá lið- ur var neikvæður um 92 milljónir árið 1998 en jákvæður um 82 mil- Ijónir á síðasta ári. „Þar eru stöð- ugleiki og styrk efnahagsstjórn í fjármálum ríkisins á síðustu árum að skila sér, þar sem auðveldara er að stýra fjármálum fyrirtækja í slíku umhverfi," segir Kristinn. Aðspurður um skuldaaukningu Skeljungs hf. segir Kristinn að hún skýrist fyrst og fremst af mikilli hækkun á birgðaverði á olíu. „Hver farmur hefur hækkað um tugi ef ekki hundruð milljóna. Skeljungur hefur greitt niður langtímaskuldir en skammtímaskuldirnar hafa auk- ist.“ Svipuð afkoma í ár Gert er ráð fyrir að rekstur og afkoma Skeljungs hf. verði með svipuðu móti á árinu 2000 og á síð- asta ári, að því er fram kemur í til- kynningu. Hagræðingarstarfi því sem hófst árið 1998 verður haldið áfram, en ytri skilyrði munu hins vegar ráða miklu um afkomu fé- lagsins, að því er segir í tilkynn- ingu. „Ef áframhaldandi stöðug- leiki ríkir og kjarasamningar ganga eins og vonir standa til, er ekkert sem bendir til annars en að við getum haldið áfram á svipaðri braut,“ segir Kristinn. Svana Huld Linnet hjá Búnaðar- bankanúm verðbréfum segir að af- koma Skeljungs hafl staðið undir væntingum markaðarins þrátt fyr- ir miklar hækkanir undanfarið. Þetta hafi sést á því að gengi hluta- bréfa félagsins hækkaði um 7% í gær. „Efnahagur Skeljungs hf. er mjög sterkur, eiginfjárhlutfall er 47% og það verður áhugavert að sjá hvort stjórn félagsins greiðir út aukinn arð til hluthafa eða fer í út- víkkun á starfseminni,“ segir Svana Huld. „Félagið hefur aukið hlutdeild sína í sölu fljótandi eldsneytis auk þess sem aukning annarrar vöru- sölu, t.d. í Select-verslununum, hefur verið töluverð. Fjármagnsl- iðir komu vel út og bætt framlegð hefur aukið arðsemi eigin fjár. Eins og önnur félög er Skeljungur með virka fjármagnsstýringu og hefur nýtt sér hagstæð skilyrði á markaðnum," segir Svana Huld. „Hagnaður Skeljungs tvöfaldast á milli ára, sjóðstreymið er mjög sterkt og veltufé frá rekstri eykst um 67%. Markaðsverðmæti deilt með veltufé frá rekstri er innan við 10, sem er ekki algengt hérlendis. Þetta ásamt lítilli fjárfestingarþörf gerir Skeljung að áhugaverðum fj árfestingarkosti. “ Gengið hækkaði um 7% í gær Heildarhlutafé Skeljungs hf. er 755,4 milljónir króna og eru hlut- hafar alls 591. Stærsti hluthafi er olíufélagið Shell Petroleum Co. með 17,16% og því næst Burðarás hf. með 13,03%. Gengi hlutabréfa í Skeljungi hf. hækkaði um 7% á Verðbréfaþingi íslands í gær. Lokagengið var 10,70 og heildarviðskipti með bréf Skeljungs í gær námu tæpum 11,4 milljónum. FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins hf. hefur gengið frá kaupum á rúmlega 25% hlut í nýju dönsku fyrirtæki sem mun hefja við- skiptabankaþjónustu á Netinu síðar á þessu ári. Kaupverð hlutarins er um 390 milljónir króna. Svanbjöm Thoroddsen, fram- kvæmdastjóri einkabankaþjónustu FBA, segir að félagið sé stærsti ein- staki hluthafinn í þessum nýja banka og jafnframt eini bankinn í hópi hlut- hafa. „Stjórnendur nýja bankans eru á meðal hluthafa hans, en þeir hafa all- ir langa reynslu af stjórnun og ráð- gjöf í bankaheiminum á Norðurlönd- um. Aðrir hluthafar em, auk FBA, danskir fjárfestingarsjóðir og enskt fjárfestingarfyrirtæki." Nýi bankinn mun, að sögn Svan- björns, bjóða bankaþjónustu á Net- inu, en mun ekki byggja upp hefð- bundið útibúanet. I fyrstu verður almenningi í Danmörku boðin þjón- usta bankans. Svanbjörn segir að bankinn fari af stað með sterkan efnahag, en ráðast verði hver stærð hans verður. í bígerð er að starfsem- FRÉTT um sammna MeritaNord- banken og Unidanmark kom ekki á óvart, en það kom á óvart að það gerðist nú, þar sem engar fréttir höfðu komið um að viðræður bank- anna væm svo langt komnar. Sam- mninn er hluti af viðleitni Merita- Nordbanken að skapa norrænan stórbanka. Nú vantar aðeins kaup á bönkum í Noregi og á íslandi til að bankinn hafi komið sér fyrir á öllum Norðurlöndunum. Stjórnir beggja bankanna hafa þegar samþykkt samranann og einn- ig sænska stjómin. Sænska ríkið á 26 prósent í Nordic Baltic Holding, eignarhaldsfélagi MeritaNordbank- en, og mun eiga 18 prósent í nýju samsteypunni. Velta nýja bankans verður um 1.500 milljarðar sænskra króna á ári og starfsmenn 33 þúsund. Tilkynnt hefur verið að 800 manns verði sagt upp á næstu þremur árum. MeritaNordbanken hefur í marga mánuði átt í viðræðum við norska banka, en mætt andstöðu norsku stjómarinnar. Á blaðamannafundi bankanna í Kaupmannahöfn í gær kom fram að in hefjist um mitt þetta ár. Fjárfestingin í danska bankanum er liður í þeirri stefnu FBA að hefja viðskiptabankastarfsemi svo og þeirri áherslu FBA að styrkja grann tekjumyndunar bankans víðar en á íslandi. Danski bankinn er að þróa starfsemi sem er með svipuðum hætti og sú bankaþjónusta sem við hjá FBA ætlum að bjóða upp á í gegnum okkar netbanka. Náið sam- starf á sviði tækni- og markaðsmála verður því á milli bankanna tveggja,“ segir Svanbjörn. Hann bætir við að viðskiptabankastarfsemi FBA sé fyrst og fremst hugsuð sem banka- þjónusta fyrir einstaklinga á Netinu. Eins og áður hefur komið fram gerði FBA samning í janúar um kaup á enska einkabankanum R. Raphael & Sons. Á aðalfundi FBA í lok febr- úarmánaðar var samþykktum bank- ans breytt þannig að starfsemi hans geti jafnframt náð til bankaþjónustu við einstaklinga. I framhaldi af því hefur bankinn sent umsókn til við- skiptaráðuneytisins um breytingu á starfsleyfi bankans í samræmi við hina fyrirhuguðu starfsemi. það væri alþjóðavæðingin og sam- rani stóríyrirtækja, sem kallaði á æ stærri banka og þá samrana á því sviði. Samlegðaráhrifin eiga að nást á þremur áram. Peter Straarap bankastjóri Den Danske Bank, stærsta danska bank- ans og formaður Finansrádet, ráðs danskra fjármálastofnana, segir samranann ekki hafa mikil áhrif á danska markaðnum, en hins vegar muni samkeppnin á norræna banka- og fjármálamarkaðnum harðna. Um ástæður samranans er lögð áhersla á það af hálfu stjórnendanna að vaxandi þýðing Netsins, tenging þess við farsíma og netverslun krefj- ist aukinna fjárfestinga á þessu sviði. Bent er á að samraninn sé heppileg- ur til að mæta vaxandi samkeppni á sameinuðum markaði Evrópu, sam- keppni með tilkomu evrannar og vegna aukins frjálsræðis á lána- og fjármálamörkuðum. Almenn for- senda samrana í bankageiranum eru æ stærri stórfyrirtæki, sem krefjast æ stærri banka með æ meira lánsfé til ráðstöfunar og sú ástæða á einnig við í þessu tilfelli. Samruni MeritaNordbanken og Unidanmark Stærsti norræni bankinn verður til Kaupmannahöfn. MorgTinblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.