Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ I, SVEINN BJÖRNSSON + Sveinn Björnsson fæddist í Reykja- vík 23. júlí 1926. Hann lést á Land- spítalanum 28. febr- úar siðastliðinn. For- eldrar hans voru Björn Benediktsson netagerðarmeistari, f. 29.4. 1890 í Akur- húsum í Garði, d. 18.3. 1957, og kona hans Þórunn Hall- dórsdóttir, f. 12.5. 1889 í Kotmúla í Fljótshlíð, d. 30.5. 1967. Systir Sveins er Sigríöur, f. 5.7. 1922. Sveinn kvæntist 2. ágúst 1952 eftirlifandi eiginkonu sinni, Helgu Gröndal, f. 20.2.1930. Börn þeirra eru: 1) Halldóra skrifstofu- maður f. 2.6. 1953, maki hennar er Birgir Karlsson húsgagna- bólstrari og eiga þau þrjú börn, Helgu Maríu, Svein og Tinnu. 2) Þórunn f. 7.10. 1955, maki hennar er Magnús Guðmundsson mat- vælaverkfræðingur og eiga þau þrjú börn, Hildigunni, Sunnu og Guðmund. 3) Björn viðskipta- fræðingur f. 13.2. 1961, maki hans er Aldis Ingvarsdóttir sjúkraliði og eiga þau þrjá syni, Svein, Ragnar og Helga. 4) Benedikt fjármálastjóri f. 14.6. 1965, maki hans er Unnur Melsted banka- starfsmaður og eiga þau einn son, Björn. 5) Helga kennari f. 14.6. 1965, maki Óskar Eyþórsson stýrimaður og eiga þau tvo syni, Benedikt og Eyþór. Sveinn varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946. Hann lauk prófi í iðnaðarverk- fræði frá Illinois Institute of Techno- logy í Chicago 1951. Hann var verkfræð- ingur hjá Netaverks- miðju Björns Bene- diktssonar 1951 til 1953. Þá hóf hann störf hjá Iönaðar- málastofnun Islands og varð forstjóri þar 1955. Hann gegndi starfi forstjóra stofnunarinnar, sem síðar varð Iðntækni- stofnun Islands, um 28 ára skeið. Árin 1983-1995 var hann forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur. Hann var varaborgarfulltrúi 1970-1983 og sat í ýmsum ráðum og nefnd- um á vegum borgarinnar. Hann var einn af stofnendum Stjórnun- arfélags Islands og formaður BHM 1962-66. Hann var í stjórn og framkvæmdanefnd Rann- sóknarráðs ríkisins 1965-1979, þar af formaður 1972-75. Hann var i stjórn Verkfræðingafélags íslands 1971-73 og forseti Rotaryklúbbs Reykjavíkur-Aust- urbæjar 1975-76. Hann sat í fjölda sljórnskipaðra nefnda, einkum á sviði iðnaðarmála. Síð- ustu árin var hann í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og sat í ritnefnd, byggingarnefnd og hagnefnd þess félags. Einnig var hann i stjórn Landssambands eldri borgara þar til á síðasta ári. Utför Sveins fer fram frá Bústaðakirkju í dag, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku afi. Nú ertu horfinn á braut. Það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Margar hugs- anir hafa bærst í huga okkar fyrstu dagana eftir lát þitt og það er alveg sama hvað við hugsum um þig, alltaf er það glaðlegt og hlýtt í hjarta okkar. Þegar við vorum lítil varst þú afi okk- ar í Grundó og enginn kom í þinn stað. Alltaf gátum við leitað til þín og tókst þú okkur með opnum örmum. Við minnumst þess þegar við komum í heimsókn í Grundarlandið að þú sast við skrifborðið inni á kontor og varst að sýsla við eitthvað, tókst okkur í fangið, kysstir okkur, knúsaðir og bauðst okkur velkomin. Oft fengum við að sofa hjá þér og ömmu um helg- ar og iðuiega komstu, pakkaðir okkur ■y inn í sængina og kysstir okkur góða nótt. Sundferðirnar með þér um helg- ar eru okkur ofarlega í minni og aldrei sviku þær okkur. Á sumrin í góða veðrinu fórstu með okkur út í garð, lékst við okkur eða við fylgdumst með þér slá garðinn, hjálpuðum þér svo að raka saman grasið upp í hjólbörumar fengum við að sitja ofan á út í móa til að losa. Gaman þótti þér að segja sög- ur frá þínum yngri árum og hlustuð- um við ávallt með athygli á þig. Já, þessar stundir sem við áttum með þér voru alltaf fróðlegar og skemmtileg- ar. Skammir fengum við aldrei að heyra en ef eitthvað hefði betur mátt fara þá sagðirðu, „æjæj, hvaða kjána- skapur er þetta“ og var það allt og sumt. En nú ertu farinn og minning- unum um þig munum við aldrei gleyma. Elsku afi, við viljum kveðja þig í síðasta sinn. Guð varðveiti þig. Helga María, Sveinn og Tinna. 4 Elsku afi. Nú ertu dáinn og þó að við vitum ekki alveg hvemig það er að deyja þá vitum við að við eigum ekki eftir að hitta þig aftur heima hjá ykk- ur ömmu á Skúlagötunni og það finnst okkur leiðinlegt. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur og lést okkur heyra í hvert einasta skipti sem við komum í bæinn hvað þér þætti vænt um okkur og hvað þér þætti gaman að sjá okkur. Við vitum að þú ferð upp til Guðs og mamma sagði okkur að þér liði vel núna en við söknum þín samt því okkur þótti líka mjög vænt um þig. Við vitum að það verður áfram gott að koma til ömmu þó þú verðir ekki þar, því amma er alltaf svo góð við okkur og við vitum að henni finnst gaman að fá okkur í heimsókn. Við hugsum fallega til þín. Benedikt og Eyþór. Deyrfé, deyjafrændur, deyrsjál&riðsama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (UrHávamálum.) Ég átti frábæran frænda, sem nú er allur. Langar mig nú að minnast hans í örfáum orðum. Margt gott á ég Sveini að þakka, ekki síst hvað hann studdi við bak mitt á námsárum mín- um. Ætíð var hann tilbúinn að setjast niður með mér og gera hinar flókn- ustu stærðfræði- og eðlisfræðiþrautir auðskiljanlegar. Ekki þótti mér svo lítið vænt um, þegar hann hringdi er ég kom heim úr erfiðum prófum til að heyra hvemig hefði gengið. Ávallt var notalegt að sækja Svein heim, þar sem gestrisni og gleði voru í fyrirrúmi á stóru heimili hans. Guð styrki fjölskyldu Sveins á þessum erf- iðu tímamótum og blessi minningu hans. Þín frænka Þórunn. Við andlát Sveins Bjömssonar varð mér hugsað til þess, að til em þeir menn, sem skilja eftir sig slíkt skarð, að ekki verður fyllt. Sveinn var einn af þeim. Með Sveini er genginn mætur maður, góður drengur og sannur vin- ur og félagi. Sveinn var tveimur ámm á undan mér í Menntaskólanum í Reykjavík. Þar kynntist ég honum h'tið. Það var helst við taflborðið að við mættumst. Ári eftir stúdentspróf hélt Sveinn ásamt Bimi heitnum Sveinbjörnssyni til náms við Illinois Institute of Technology í Chicago. Þangað hélt ég til náms ári síðar ásamt Runólfi Þórð- arsyni og Þorbimi Karlssyni. Þar hóf- ust okkar góðu kynni, sem héldust sterk og fölskvalaus alla ævi Sveins. Þetta samfélag fimm ungra íslend- inga við tækniháskólann í Chicago varð náið og gott.Við bundumst vin- áttuböndum, sem aldrei hafa brostið. Sveinn átti stóran þátt í því. Þar urð- um við Sveinn góðir vinir. Við tefldum mikið, ekki síst veturinn, sem við Is- lendingarnir bjuggum saman í húsi, sem við leigðum. Sveinn var einhver sá þægilegast maður, sem ég hef teflt við. Ekki eru skíðaferðimar okkar síður eftirminnilegar. Þannig mætti lengi telja. Árin í Chicago væm efni í heilt rit. Sveinn var ætíð hrókur alls fagnaðar og ekki síður traustur og sarmur. Ég veit að ég mæh fyrir munn okk- ar þriggja, sem eftir lifum, þegar ég þakka Sveini góðu árin í Chicago. Hin góðu kynni héldust eftm að heim kom. Við hittumst iðulega, átt- um margar ánægjustundir, ýmist á okkar heimilum eða í efth-minnilegum veiðiferðum. Ekki síst minnumst við Runólfur frábærs spilafélaga. I hartnær 40 ár höfum við spilað bridge hvem vetur. Við spilafélagarnir minn- umst með mikilli ánægju þessara mörgu ára. Fyrir þau emm við þakk- látir og kveðjum Svein með söknuði. En kynni okkar Sveins vom meira en leikur. Eftir endurskipulagningu Rannsóknarráðs ríkisins árið 1965 tók Sveinn sæti í ráðinu og sat þar til ársins 1979. Hann var jafnframt í framkvæmdastjóm ráðsins og um skeið formaður þess. Þessi ár var ég íramkvæmdastjóri Rannsóknarráðs. Okkar samstarf varð því mikið einnig á þessum vettvangi. Það var mér mik- ils virði að hafa Svein mér við hlið. Sveinn var sérstaklega hugmyndarík- ur og ráðhollur maður enda vel menntaður og með mikla reynslu ekki síst á sviði iðnaðar og nýsköpunar. Fyrir um það bil tveimur og hálfu ári greindist Sveinn með alvarlegan sjúkdóm, sem, eins og hann sagði sjálf- ur, gat ekki lokið nema á einn veg. Sveinn tók þeim örlögum af æðruleysi og karlmennsku svo aðdáanlegt var. Hann bar höfuðið hátt íram á hinstu stundu þótt jafnt og þétt af honum drægi. Hann var enn sá sami góði og glaði félaginn, þegar við spiluðum síð- ast þremur vikum fyrir andlátið. Ég hygg þó, að Sveinn hafi orðið hvíldinni feginn. Guð blessi hann. Við Edda vottum eiginkonu Sveins, Helgu Gröndal, börnum þeirra og fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Jafnframt flyt ég samúðarkveðju frá spilafélögum og vinunum frá Chicago. Steingrímur Hermannsson. Fátt er ungum manni jafn hollt í upphafi starfsferils síns og að fá góð- an leiðbeinanda en ég átti því láni að fagna að hafa Svein Bjömsson, fram- kvæmdastjóra Iðnaðarmálastofnun- ar, í því hlutverki er ég réðst tU stofn- unarinnar árið 1961. Stofnunin var ekki margmenn en verkefnin áhuga- verð og beindust að nýbreytni í fyrir- tækjarekstri. Upphaf stofnunarinnar mátti rekja til þess að einn þáttur Marshall-aðstoðarinnar svokallaðrar, er Vestur-Evrópa naut írá Bandaríkj- unum, var í mynd sérfræðiaðstoðar í fyrirtækjareksri. Sérfræðingar, flestir frá Bandaríkjunum, komu í fyrirlestra- ferðir og til námskeiðahalds til kynn- ingar á nýjungum. Sveinn var einstak- lega vel tU þess fallinn að beina þessum straumum í rétta átt bæði sökum menntunar sinnar sem iðnaðarverk- fræðingur frá Bandaríkjunum og mannkosta sinna í samskiptum. Þegar verkefnum á vegum Marshall-aðstoð- arinnar lauk tóku við verkefni sem áttu sér upphaf innanlands. Sveinn lagði mikið kapp á að efla fræðslu í vinnur- annsóknum og útbreiða notkun þeirra sem nútímalegrar aðferðar í rekstrar- hagræðingu og stjómun í samráði við samtök vinnuveitenda og launþega en stjóm stofnunarinnar var skipuð full- trúum þeirra. Sveinn beitti sér fyrir umfangsmiklu námskeiðahaldi í hag- ræðingartækni og vom á sjöunda ára- tugnum útskrifaðir hátt á annan tug nemenda er hlutu starfsheitið hagræð- ingur. Þeir em nú margir í störfum sér- fræðinga og yfirmanna í atvinnulíf- inu. Síðar vora þessar aðferðir við rekstrarhagræðingu teknar inn í hefðbundið tækni - og viðskiptanám. Þá stóð Sveinn fyrir því að viðsemj- endur á vinnumarkaði gerðu með sér samkomulag um beitingu vinnurann- sókna til að auðvelda hagræðingu og að koma á afkastakvetjandi launa- kerfum. Kerfisbundið starfsmat fyrir vinnustaði með fjölbreyttum störfum var einnig eitt af áhugamálum Sveins. Hann veitti aðstoð við að koma því á í Áburðarverksmiðjunni og Sements- verksmiðjunni og kynning hans leiddi til þess að því var beitt við ákvarðanir um launahlutföll hjá ríkinu. Þá var það fyrir áhuga Sveins og framsýni að Verkstjórnarfræðslan, vandað fjög- urra vikna námskeiðahald fyrir verk- stjóra í aðferðum hagræðingar og stjórnunar, var hún tekin upp árið 1963. Var það fyrsta kerfisbundna fræðsla á landinu fyrir stjórnendur og hefur staðist vel tímans tönn. Nýjar áherslur komu upp í starfi stofnunarinnar er nafni hennar var breytt í Iðnþróunarstofnun og síðar Iðntæknistofnun og reyndist Sveinn sinna hinum nýju verkefnum af sama áhuga og sömu alúð og endranær. Sveinn var einn af stofnendum Stjórnunarfélags íslands enda í beinu framhaldi af áhuga hans á bættum fyrirtækjarekstri og stjómarmaður um árabil. Samstarfið var það náið að skrifstofur félagsins vom í húsakynn- um Iðnaðarmálastofnunarinnar og samgangur mikill. Þegar litið er til baka má segja að Sveinn hafi með kynningu sinni á vinnurannsóknum og hagræðingu tekið við þar sem Guðmundur Finn- bogason hætti um 1930 að útbreiða það sem hann kallaði vinnuvísindi vegna daufra undirtekta landa sinna. Sá var munurinn að í þetta sinn tókst atrennan, atvinnulífið vai- móttæki- legt fyrir þessum aðferðum. Þeir sem lenda í því að kynna nýj- ungar erlendis frá em fyrr en varir komnir í orðasmíð. Svo var með Svein og samstarfsmenn hans. Reyndar gaf nafnið á stofnun hans, Iðnaðarmála- stofnun strax til kynna slíkan vanda því að hliðstæðar stofnanir í öðram Evrópulöndum vom kenndar við „produktivitet". Hin lipra þýðing, framleiðni, kom ekki fram fyrr en síð- ar og þá í tímariti stofnunarinnar, Iðnaðarmálum, sem Sveinn stýrði og notaði til kynningar á nýmælunum. Af öðmm íslenskum nýyrðum sem nú em á hvers manns vöram og sáu þar fyrst dagsins ljós má nefna hagræð- ingarhugtakið sjálft svo og framlegð sem nú fer mikið fyrir í fréttum af fyr- irtækjum. Orðið stjómun sem sumum þótti í upphafi fordildarlegt fannst hins veg- ar í orðabók Blöndals og af því dustað rykið. Það var vissulega frumkvöðulsandi er ríkti á þessum tíma á Iðnaðarmála- stofnuninni undir forystu Sveins og markmiðið að vinna atvinnulífi og hagkerfi vel. Hann þekkti vel innviði þess og áhrifamenn og gat því ausið úr bmnni reynslu sinnar fyrir nýlið- ann. Það sem var þó mest um vert var að sjá hve gáfur Sveins og skapgerð nutu sín vel í hinu margþætta upp- byggingarstarfi hans. Honum lét vel að afla sér tengsla og viðhalda þeim. Gagnvart starfsfólki og samstarfs- mönnum var hann einlægur, alúðleg- ur og góðviljaður. Það er ekki fyrr en að kveðjustund er komið og litið er til baka að maður gerir sér fyllilega grein fyrir því hve áhrif Sveins vom sterk og jákvæð á þau málefni er hann kom að og þá einstaklinga er með honum störfuðu. Hann skilur eft- ir sig gott ævistarf, einnig á fleiri svið- um en hér er frá greint. A því sviði þar sem leiðir okkar lágu saman hvílir mikil bii-ta. Eiginkonu hans, Helgu Gröndal, og fjölskyldu sendum við hjónin okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Minningin um góðan dreng mun lifa. Þórir Einarsson. Nú er genginn einn af fmmkvöðl- um okkar að bættri framleiðni í ís- lensku atvinnulífi. Sveinn Björnsson var einn af fyrstu menntuðu íslensku iðnaðarverkfræðingunum enda var honum ævinlega mjög umhugað um bætta stjórnun, skipulagningu og framfarir í atvinnulífinu. Eftir að hann lauk iðnaðarverkfræðiprófi frá I I T í Chicago í Bandaríkjunum árið 1951 hóf Sveinn feril sinn sem verk- fræðingur í verksmiðju föður síns árið 1951, en frá 1955 var starfsvettvangur hans stjómun, lengst af hjá Iðntækni- stofnun íslands og forvemm hennar Iðnþróunarstofnun og Iðnaðarmála- stofnun. Hann veitti þessum stofnun- um forstöðu, sem framkvæmdastjóri og forstjóri fram til ársins 1983. Frá 1983 var Sveinn forstjóri Strætis- vagna Reykjavíkur. Menntun Sveins og hæfileikar gáfu tilefni til að hann nyti sín í þessum störfum. Sveinn sat í fjölda nefnda og ráða innanlands og sem fulltrúi íslands er- lendis. Sveinn var einn af stofnendum Stjórnunarfélags Islands og sat í stjórn þar um árabil. Sveinn fjallaði um margvísleg mál- efni á ferli sínum, vinnurannsóknir, rannsóknastarfsemi, stöðlun, bygg- ingamálefni, menntun í atvinnulífinu, fiskiðnskóla, þróun verkfræðikennslu innan Háskóla íslands, auk umfjöll- unar um einstakar atvinnugreinar, s.s. veiðarfæraiðnað, ullai’- og prjón- lesiðnað og m.fl. Síðar á starfsferlin- um lagði hann gmnn að rannsókna-og þróunarstarfsemi, m.a. á sviði efnis- fræði og efnaferla. Eins og sjá má af þessari stuttu upptalningu vora hon- um hugleikin málefni iðnaðar, stjóm- unar, hagræðingar og bættrar fram- leiðni. Sveinn var auk þess virkur í borgarmálefnum, var varaborgarfull- trúi, sat í stjórn veitustofnana, um- ferðamefnd, stjórn strætisvagna o.fl. Einnig sinnti hann margvíslegum fé- lagsstörfum. Iðnaðarmálastofnun var sett á stofn til að verða íslenskum iðnaði lyftistöng til framfara. Sveinn var einn af þremur verkfræðingum sem var ráðinn til stofnunarinnar í upp- hafi. Megin áhersla var á framleiðni í iðnaði og við vöradreifingu. Náið sam- starf var í upphafi við framleiðnistofn- anir í Evrópu og ekki síst við s.k. tækniaðstoð Bandaríkjastjómar. Kom Sveinn á nánu samstarfi við hlið- stæðar stofnanir bæði vestan hafs og austan og er hægt að fullyrða að ís- lenskt atvinnulíf naut góðs af þessum samskiptum, þar sem nýrri þekkingu og reynslu erlendis frá var komið á framfæri hér á landi, með kvikmynd- um, fyrirlestmm og ekki síst í rituðu máli, en Sveinn var aíkastamikill við að skrifa, m.a. í tímaritið Iðnaðarmál. Sveinn var því í forsvari fyrir fram- leiðni- og þróunarstofnun frá því upp úr stríði, eða frá þeim tíma sem við Is- lendingar komumst til bjargálna í stríðinu, en úr því var lögð mikil áhersla á að byggja hér upp nútíma samfélag og lögð áhersla á tækniþró- un og aukna framleiðni. Nýir og breyttir framleiðsluhættir, fjölda- framleiðsla, þróun á nýjum fram- leiðsluaðferðum, þar sem góð mennt- un til hugar og handa skipti miklu. Uppvaxandi kynslóð gerir sér oft ekki grein fyrir hversu örar framfarir hafa átt sér stað hér á landi og að íslenskt samfélag tók miklum framfömm á nokkram áratugum, sem tók aðrar þjóðir mun lengri tíma. Á þessum tíma hefur hefur íslenskt samfélag breyst mikið og okkur hefur tekist að koma á samfélagi í fremstu röð í heiminum. Við eigum því frumkvöðl- um, meðal annars í verkfræðinga- stétt, mikið að þakka. Sveinn var á sínu sviði einn þessara framkvöðla sem vom óþreytandi við að láta gott af sér leiða, með því að miðla þekk- ingu og reynslu við uppbyggingu nýrrar atvinnustarfsemi. Undirritaður hóf störf hjá Iðntækn- istofnun stuttu áður en Sveinn lét af störfum þar og átti ekki því láni að fagna að kynnast honum náið, en starfsfólki sem vann með honum og undir hans stjóm ber saman um að hann hafi verið góður yfirmaður sem sýndi hlýju og tillitssemi í hvívetna. Eiginleikar hans komu sér vel í því starfi sem hann kaus sér. Aðlögunar- hæfni, glaðværð, góð athygli og næmni fyiir því sem til framfara horfði nýttist vel í því starfi sem hann gegndi. Hann stýrði starfseminni þannig að hún þjónaði umhverfinu sem best og svar- aði kalli breyttra tíma. Við starfsmenn Iðntæknistofnunar sendum eiginkonu, bömum, tengda- bömum og barnabörnum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar Islands. Við andlát Sveins Bjömssonar myndast vandfyllt skarð í vinahópinn sem á sér nálægt hálfrar aldar sögu. Sú saga er raunar nokkm lengri, ef með er talin samveran í Miðbæjar- skólanum en þar voram við Sveinn í sama árganginum, hann í hinum róm- aða C-bekk en ég í B-bekknum. Það var því nokkur styrkur að vita af þess- um góða félaga þegai- ég giftist Sig- ríði Theodóra, æskuvinkonu Helgu konu Sveins. Árafjöldinn og þessi samvera allan þennan tíma hefir orðið til þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.