Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Melaskóli sigrar l.d4 Rf6 2.Rf3 g6 3.Bg5 Bg7 SKAK Reykjavfk ÍSLANDSMÓT BARNASKÓLASVEITA 14. feb. - 1. mars 2000 A-SVEIT Mela- skóla sigraði af miklu öryggi á íslandsmóti barnaskólasveita, sem fram fór um helgina. Sveitin hlaut 34 vinn- inga af 36 mögulegum. Hún verður því full- trúi íslands á Norður- landamótinu í skóla- ^skák sem fram fer í Noregi næsta haust. Sigur Melaskóla kom fáum á óvart, enda eru þeir Norðurlanda- meistarar í þessum al- dursflokki. Lokastað- an á mótinu varð þessi: 1. Melaskóli-A 2. Kársnesskóli 3. Ölduselsskóli 4. Rimaskóli-A 5. Lundarskóli-B 6. Digranesskóli 7. Melaskóli-B 8. Lundarskóli-A 9. Artúnsskóli ^O. ísaksskóli 11. Álftanesskóli-A o.s.frv. Alls tóku 25 sveitir þátt í mótinu frá 14 skólum. Bestum árangri á fyrsta borði náði Dagur Arngrímsson, Mela- skóla, en hann sigraði alla 9 and- stæðinga sína. A öðru borði náði Hilmar Þorsteinsson, Meiaskóla, bestum árangi-i hlaut 8V4 v. af 9 mögulegum. Arangur einstakra manna í efstu þremur sveitunum var sem hér segir: Melaskóli Dagur Arngrímsson 9 v. af 9 Hilmar Þorsteinsson 8V2 v. af 9 Viðar Berndsen 714 v. af 9 Víkingur Fjalar Eiríksson 5 v. af 5 Aron Ingi Oskarsson 4 v. af 4 Kársnesskóli Stefán Ingi Arnarson 714 v. af 9 Sölvi Guðmundsson 6 v. af 9 Margrét Jóna Gestsdóttir 7 v. af 9 Stefán Bjðrn Gunnarsson 7 v. af 9 Ölduselsskóli Hjörtur Ingvi Jóhannsson 5 v. af 9 Benedikt Örn Bjarnason 714 v. af 9 Hafliði Hafliðason 614 v. af 9 Vilhjálmur Atlason H/2V. af 5 Stefán Möller 14 v. Arnþór Sigurðsson 1 v. af 2. Meistaramót Hellis Meistaramóti Hellis í ár lauk fyr- ir skömmu með sigri alþjóðlega meistarans Sævars Bjarnasonar. Sigur hans á mótinu var einkar glæsilegur þar sem hann fékk fullt hús vinninga eða 7 vinninga af jafn mörgum mögulegum. Hann varð þó ekki meistari félagsins þar sem hann er félagi í Taflféiagi Garða- bæjar, en Davíð Kjartansson varð þess í stað þess heiðurs aðnjótandi, en hann lenti í öðru sæti með 5!/2 vinning. Eins og flestir vita hefur Sævar verið í fjölda ára í fylkingarbrjósti íslenskra skákmanna. Skákstyrk- ieiki hans felst í góðum stöðuskiln- ingi, seiglu og sálfræðilegri innsýn. Hinsvegar hefur hann verið afar mistækur að undanförnu. Á einu móti getur hann blómstrað eins og blóm í haga, en í öðru virðist sem töluverður fölvi hafi færst yfír það. Árangur hans á skákmótum síðustu mánuði staðfestir þetta þar sem eftir frábæran sigur á Guðmundar Arasonar mótinu í desember gekk allt á afturfótunum hjá honum í Skákþingi Reykjavíkur í janúar og svo nú í febrúar nær hann- full- omnu skori í Meistaramóti Hellis. Eftirfarandi skák er að mörgu leyti dæmigerð fyrir Sævar þegar hann er í góðu formi. Hann velur skynsamlegar áætlanir, setur menn sína á ákjósanlega reiti og þjarmar síðan hægt og sígandi að andstæðingnum. Hvítt: Davíð Kjartansson Svart: Sævar Bjarnason 4.e3 Kraftmeira framhald er 4.Rbd2 sem gefur þá færi á e2-e4 framrás- inni. 4.. .d6 5.Rbd2 h6 6.Bxf6 6.Bh4 virðist eðlilegra. 6.. .Bxf6 7.c3 Rc6!? 8.Bb5 Bd7 9.Dc2 a6 10.Bxc6 Bxc6 11.0-0-0 Bg7 12.e4 b5 13.Hhel?! Hvítur gaf eftir biskupapar sitt vænt- anlega til þess að hraða liðskipan sinni. Slík strategía krefst nákvæmni því ef ekki fylgja i kjölfarið kraft- miklar aðgerðir mun andstæðingurinn standa betur, sérstak- lega þegar baráttan fer fram á báðum vængjum borðsins. Þess vegna hefði 13.h4 verið betri til að þvinga svartan að gefa eftir g5 reitinn með h6-h5. Eftir slíkt er staðan ekki ljós, en í grundvallaratriðum á hvít- ur að keppast við að halda stöðunni lokaðri. 13.. .0.0 14.g4?! Bd7 15.h3 e5 16.Dd3?! De7 17.Rfl Hfd8 18.Re3 c6 19.Kbl Df6! 20.De2 a5 21.Hd2? Fram að þessu hafði hvítur leikið alimörgum ónákvæmum leikjum sem einkenndust af því að honum var óljóst hvað hann vildi gera. Textaleikurinn breytir málum hins- vegar á enn verri veg þar sem í kjölfar hans opnast staðan. Nauð- synlegt var að leika 21.d5 með þeirri von að staðan haldist lokuð. 21...b4! 22.dxe5 dxe5 23.cxb4 axb4 24.Hedl Be6 25.b3 Hxd2 26.Rxd2 De7 27.Rdc4 Hd8 28.Kc2 Hd4! Svartur stendur töluvert betur, en eftir næsta leik hvíts styrkist staða hans enn frekar. 29.Hxd4?! Betra var 29.Í3. 29...exd4 30.Rdl f5! 31.f3 fxe4 32.Dxe4 Df6 33.Rdb2 Bd5 34.De8+ Kh7 35.Rd3 Dxf3 36.De7 Be4 og hvítur gafst upp. Kramnik og Kasparov efstir í Linares Sex umferðum er nú lokið á skákmótinu í Linares. Þeir Kramn- ik og Kasparov virðast ætla að berjast um efsta sætið á mótinu og eru með eins vinnings forystu, hafa báðir hlotið 4 vinninga. Öllum skák- um sjöttu umferðar lauk með jafn- tefli eftir spennandi baráttu. Stað- an á mótinu er nú þessi: 1.-2. Kramnik, Kasparov 4 v. 3. Leko 3 v. 4. -5. Khalifman, Shirov 2!4 v. 6. Anand 2 v. Skákmót á næstunni 7.3. TR. Stofnanir og fyrirt. 9.3. TG. Skákþing Garðabæjar Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson Dagur Arngrímsson Dagur Arngrímsson 34 v. 2714 v. 22!4 v. 2114 v. 21 v. 2014 v. 1914 v. 19 v. 19 v. 1814 v. 1814 v. ÍDAG VELVAKAMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Nafnbirtingar á sjónvarpsskjánum JÓHANNES hafði sam- band við Velvakanda og vildi koma á framfæri óánægju sinni með nafn- birtingar á sjónvarpsskján- um. Þegar tekin eru viðtöl við fólk er nafninu rétt brugðið upp á skjáinn og hverfur jafn harðan aftur. Það er alveg sama hvort þetta er hjá Ríkissjónvarp- inu eða Stöð 2. Sagði hann að þetta væri sérstaklega slæmt fyrir eldra fólk, það næði ekki að lesa nafnið á skjánum. Vildi hann benda báðum sjónvarpsstöðvun- um á að taka þetta til skoð- unar. Snjómokstur á reiðstígum SNJÓMOKSTUR á reið- stígum Reykjavíkurborgar er alveg hræðiiegur. Það er alltaf mokað göngumegin en ekki á reiðstígunum. Fyrir stuttu síðan fór ég á hestbak ásamt vinkonu minni og þurftum við að halda okkur á göngustíg. Hjólreiðamaður kom á móti okkur á fullri ferð. Við hægðum á okkur og fórum alveg út í kant. Hesturinn minn fældist og ég datt af baki og hesturinn yfir mig. Hjólreiðamaðurinn athUg- aði ekki einu sinni hvort allt væri í iagi. Mig langar til að kvarta yfir þessu ástandi, það er gjörsamlega ófært. Bryndís Slysagildra fyrir börn FYRIR nokkrum vikum var reistur 3ja hæða stál vinnupallur við gaflinn á Teigaseli 9-11. Síðan hefur enginn verið að vinna þar. Óvita börn nota pallinn til leikja og býður það hætt- unni heim. Á pallinn hefur safnast mikill snjór og hálka og hafa börnin ítrek- að verið að príla í honum. Spurningin er hvort verk- takarnir geti ekki gengið betur frá pallinum. Kristján Hvar er dúkurinn minn? í SÍÐUSTU viku október- mánaðar voru tveir dúkar settir í þvott hjá Þvottahús- inu Fönn. Þegar þeir voru sóttir kom í ljós, að annan dúkinn vantaði í pakkann. Dúkurinn, sem hefur lík- lega lent annars staðar, er hvítur lérefts-kaffidúkur, saumaður í léreft úr hveiti- poka á tímum erfiðleika á Islandi og er ísaumaður með appelsínugulu garni, og er hann frá árinu 1944 og mikið uppáhald, þar sem hann er erfðagripur. Dúk- urinn hefur ekki skilað sér í þvottahúsið ennþá, en það er einlæg von mín að fólk sem átti þvott á þessum tíma hjá Fönn athugi hvort hann gæti hafa lent hjá því og skili honum vinsamlega þangað eða láti mig vita beint í síma 553-629. Valborg Fóstbræður ÞÁTTURINN Fóstbræð- ur, sem er nýbyrjaður aftur á Stöð 2, er alveg hundleið- inlegur og ekkert fyndinn. Eg er alveg yfir mig hneyksluð á þessari vit- leysu. Þetta eru ekki brandarar, alla vega finnst mér og mínu heimilisfólki- þessi þáttur alveg mega missa sig úr dagskrá Stöðv- ar2. Valborg Böðvarsd. Þakklæti til verslunar- innar Nóatúns GUÐRÚN vildi koma á framfæri þakklæti til stúlku, sem vinnur i fisk- borðinu hjá Nóatúni í Hamraborg. Stúlkan veitti henni einstaklega góða þjónustu og fiskborðið hjá þeim er alveg frábært. Haf- ið kærar þakkir íyrir. Ópakkaður harðfískur SÍÐAN verslunin Sval- barði á Framnesvegi lagð- ist niður virðist illt í efni fyrir kröfuharðar harðfisk- ætur í Reykjavík. I Kola- portinu selja allmargir harðfisk, en allir búa um hann í plasti. Fæst nokkurs staðar hér syðra nýbarinn harðfiskur (vitaskuld með roði), sem ekki hefur verið búið um í plasti? Björn S. Stefánsson Þakkir MIG langar til að þakka Víkverja fyrir gagnrýni á siðspillandi auglýsingar, sem birtust í Morgunblað- inu laugardaginn 26. febr- úar sl. Einnig vil ég þakka ritstjóra Morgunblaðsins fyrir Ljóðabrotin. Lesandi Tapað/fundið Gleraugu og lyklar fundust GLERAUGU og lyklar fundust milli sundlaugar- innar og bókasafnsins á Seltjarnarnesi laugardag- inn 26. febrúar sl. Upplýs- ingar hjá Eh'nu í síma 561- 1713. Gleraugu fundust GLERAUGU í gullum- gjörð fundust á lóðinni við Suðurhóla 14. Upplýsingar gefur Einar í síma 557- 7653. Blá taska týndist BLÁ taska með píanónót- um og seðlaveski týndist líklega í miðbænum sl. fijstudag. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 551-2911. Fundarlaun. Grár frakki týndist GRÁR, stuttur frakki týnd- ist aðfaranótt sunnudags- kvölds á Café Viktor. Finn- andi vinsamlegast hringið í síma 895-7740. Dýrahald Fress óskar eftir heimili HEIMILI óskast fyrir 7 mánaða geldan eyrna- merktan fresskött. Upplýs- ingar í síma 692-3794. Köttur í óskilum á Álftanesi SVARTUR köttur er í óskilum á Álftanesi. Hann er með ól, líklega ungur högni, og haltur á öðrum fæti. Hann er mjög stygg- ur. Þeir sem kannast við þennan köttur eru vinsam- lega beðnir að hafa sam- band í síma 565-1831. SKÁK Umsjún Ilelgí Áss Grctarsson Þessi staða kom upp í hollensku deildakeppninni á milli þeirra Van De Mortel, hvítt, (2.403) og Leon Konings (2.255). 43. Hxh4+! og svartur gafst upp þar sem hann tapar miklu liði eftir 43. - gxh4 44. Bxe3+. Hvítur á leik. Víkverji skrifar... Víkverji dagsins fer oft með strætisvagni milli heimilis og vinnustaðar. Það er góður og hag- kvæmur ferðamáti og í raun hefur Víkverji samviskubit yfir því að fara ekki alltaf með vagninum. Auðvitað tekur ferðin heldur lengri tíma en með einkabíl og strætisvagninn bíð- ur ekki þótt maður sé seinn fyrir. Á móti kemur að ferðin er fyrirhafn- arlaus og yfírleitt algerlega áreitis- laus því fólk er ekki þekkt fyrir það að ónáða ferðafélaga í strætó með masi. Fólk situr í eigin heimi og get- ur hugsað sitt ráð og undirbúið dag- inn, nú eða kvöldið, án þess að eiga á hættu að gleyma sér og keyra aft- an á næsta bíl. Því er stundum haldið fram að eingöngu furðufuglar og þeir sem ekki hafa efni á því að kaupa bíl ferðist með strætó. Víkverji kannast ekki við þessa lýsingu, vill að minnsta kosti ekki viðurkenna það opinberlega að vera furðufugl. Þótt ungt fólk sé áberandi í hópi ferðafé- laga í úthverfíð sem hann býr í er þar einnig þversnið af fólkinu í borginni. Að vísu hefur aldrei sést borgarfulltrúi í þessum strætis- vagni enda telja þeir sig sjálfsagt ekki þurfa að kynnast af eigin raun þjónustunni sem þeir bjóða borgur- unum upp á. Mamma hlustar alltaf á ömurlega stöð, Gull 909,“ heyrðist stúlka á barnaskólaaldri segja við vinkonur sínar í sætinu fyrir framan Víkverja. Mömmur vinkvennannanna hlust- uðu á Rás 2 og Bylgjuna, jafn ömur- legar stöðvar. Og allar voru þær jafn pirraðar á því að mömmurnar hefðu ekki smekk fyrir FM 957. Víkveiji er þokkalega upp alinn og leggur ekki í vana sinn að hlusta á tal óviðkomandi fólks. Af einhverj- um ástæðum sperrti hann eyrun eins og hundur í þessu tilviki. Lík- lega af því að hann sá ýmis atvik úr lífi sínu og sinnar fjölskyldu í lýsing- um telpnanna. Þær lýstu því með til- þrifum hversu ömurlegar þessar út- varpsstöðvar eru og sneru út úr nöfnum þeirra og stefjum. Víkverji komst aftur í eigin heim um leið og skvaldrið í stúlkunum rann saman við umferðarhljóðin og ískrið í vagn- inum. Heima hefur hann heyrt sama sönginn og sjálfur stendur hann sig stundum að jafn litlu umburðarlyndi og mömmur stúlknanna ef X-ið eða Radio eru of hátt stilltar í eldhúsinu eða bílnum. Það er allt annað mál með Gull 909, enda þægilegt að hlusta á hana, svo ekki sé talað um þátt Gests Einars Jónssonar, Með grátt í vöngum, á Rás 2 síðdegis á laugardögum. Ekki verður hjá því komist að hlusta stundum á stöðvarnar sem ungmennin hafa alltaf stillt á og Vík- verji viðurkennir það að hann hefur orðið lúmskt gaman af Tvíhöfða. Hann hefði þó miklu frekar viljað fá heila útvarpsstöð undir Gest Einar og er þeirri hugmynd hér með komið á framfæri við útvarpsfélögin. xxx Frétt Morgunblaðsins um að fréttavefur Bæjarins besta á ísafirði hefði fengið yfír 100 þúsund heimsóknir á fyrstu sjö vikunum sem hann starfaði vakti athygli Víkverja. Þótt vefurinn sé vel heppnaður og haldið úti af metnaði má telja þessa aðsókn með miklum ólíkindum í Ijósi þess að á Vestfjörðum eru aðeins búsett 3% þjóðarinnar. Þetta á sér sínar eðlilegu skýringar, að mati aðstandenda vefjarins, að því er fram kemur í frétt á vefnum sjáfum: Eftir því sem Vestfirðingum á Vestfjörð- um fækkar fjölgar Vestfirðingum syðra og raunar í flestum heimshom- um! Þetta kemur heim og saman við kenningar um að þakklátustu lesend- ur staðbundins fréttaefnis í dagblöð- unum sé einmitt fólk frá viðkomandi stað sem búsett er annars staðar á landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.