Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 5/3 -11/3 ► UM 150 björgunarsveit- armenn og aðrir sjálfboða- liðar tóku þátt í leit að Guð- mundi Skúlasyni bónda sem varð viðskila við fé- laga sinn á Langjökli um- siðustu helgi er þeir hugð- ust aka á vélsleðum sínum yfir jökulinn. Guðmundur fannst heill á húfi eftir nær tveggja sólarhringa leit og dvöl þann tíma grafinn í fönn á jöklinum. ► GRUNNAR var lagður að alþjóðlegu vísindaráði líftæknifyrirtækisins Urð- ur, Verðandi, Skuld, UVS, á tveggja daga fundi full- trúa fyrirtækisins með nokkrum erlendum sér- fræðingum í Washington- borg um sl. helgi. I erlenda hópnum er m.a. læknirinn Leroy Hood sem er þekkt- ur á sviði líftækni. ► ÖSSUR Skarphéðinsson alþingismaður hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Samfylkingar- innar sem verður gerður að formlegum stjórnmála- flokki í byrjun maí. Alþing- ismennirnir Guðmundur Árni Stefánsson og Jó- hanna Sigurðardóttur hafa lýst því yfír að þau muni ekki gefa kost á sér. ► HAFNARSTJÓRN Reykjavíkur hefur sam- þykkt tillögu um afmörkun Ióðar fyrir byggingu tón- listar- og ráðstefnuhúss og hótels við Austurbakka Reykjavíkurhafnar. Borg- arstjóri segir að gera megi ráð fyrir að hluti hagnaðar af sölu borgarinnar á hlut sinum í Landsvirkjun renni til byggingar tónlistarhúss. deCODE býður út hlutafé LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ de- CODE genetics Inc., móðurfélag ís- lenskrar erfðagreiningar, sótti í vikunni um skráningu á hlutabréíúm félagsins á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. Aætlað er að bjóða út hlutafé fyrir 200 milljónir Bandaifkja- dala. Lyfjaívrirtækið, Hoffman La Roche, er stærsti hluthafinn í deCODE genetics meðl3,4% hlut. Kári Stefáns- son, forstjóri íslenskrar erfðagreining- ar, á næststærsta hlutinn, eða 9,6%. Samningar milli atvinnurekenda og Flóabandalagsins SAMKOMULAG tókst aðfaranótt fimmtudags mOli samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Flóabanda- lagsins, sem myndað er af Verka- mannasambandinu og félögum verka- fólks á höfuðborgarsvæðinu, um megininntak kjarasamnings. Samning- urinn gildir tO haustsins 2003 frá 1. mars sl. og miðar að því að gera kjara- samning sem felur í sér árlegar launa- breytingar, auk þess sem sérstök áhersla er lögð á hækkun lægstu launa upp í 91.000 kr. Persónuafsláttur hækki RÍKISSTJÓRNIN mun á næstunni leggja fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt verður tO að persónuafsláttur hækki um 2,5% hinn 1. aprfl, 3% 1. jan- úar á næsta ári, um 3% 1. janúar 2002 og um 2,25% 1. janúar 2003. Áætlað er að 1,2 mflljarðar króna fari í að mæta þessum hækkunum á ári. Þá ætlar stjómin að beita sér fyrir því að tekju- tenging bamabóta minnki og tekju- skerðingarmörk hækki. Slagurinn á milli Bush og Gore ÞEIR Bill Bradley og John McCain hafa helst úr lestinni í forkosningabar- áttu bandarísku stjórnmálaflokkanna og því er ljóst, að George W. Bush, rík- isstjóri í Texas, verður frambjóðandi repúblikana í forsetakosningunum í haust og A1 Gore varaforseti fram- bjóðandi demókrata. Unnu þeir afger- andi sigur í forkosningahrinunni sl. þriðjudag en þá var kosið í mörgum ríkjum og þar á meðal þeim fjölmenn- ustu. Bradley lýsti strax yfir stuðningi við Gore en McCain hefur ekki tekið af skarið um stuðning sinn við Bush. Hann lýsti því raunar ekki yfir, að hann væri hættur, heldur hefði hann dregið sig í hlé en myndi áfram vinna að framgangi helstu stefnumála sinna. Almennt er spáð jafnri og harðri bar- áttu milli þeirra Bush og Gores og munu þeir leggja mikla áherslu á að tryggja sér stuðning miðjumanna og þeirra áháðu kjósenda, sem mest og best studdu þá McCain og Bradley. Norska stjórnin fallin KJELL Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, baðst lausnar fyrir sig og stjórn sína á fimmtudag en þá hafði stjórnarandstaðan fellt tillögu stjómarinnar um, að engar breytingar yrðu gerðar á lögum um umhverfis- mál. Snýst deilan um byggingu gas- orkuvera en stjórnin er andvíg henni vegna mengunar frá þeim. Stjórnar- andstaðan, einkum þingmenn Verka- mannaflokks og Hægriflokks, vilja hins vegar slaka á mengunarlögunum og benda á, að með gasorkuverunum losnuðu Norðmenn við að kaupa raf- orku, sem framleidd er í kolakyntum orkuverum erlendis. Því sé í raun ver- ið að draga úr mengun í Evrópu. Bondevik afhenti Haraldi konungi lausnarbeiðni sína á föstudag og þá var Jens Stoltenberg, varaformanni Verkamannaflokksins, falin stjómar- myndun. ► DANSKA stjömin hefur ákveðið að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu um aðild Dana að Evrópska mynt- bandalaginu og á hún að fara fram 28. september nk. Kvaðst Poul Nyrup Rasmussen forsætisráð- herra vona, að aðildin yrði samþykkt en samkvæmt siðustu skoðanakönnunum er 51% Dana hlynnt aðild en 35% andvíg. ► ÍSRAELAR og Palest- ínumenn hafa ákveðið að setjast aftur að samn- ingaborði í Washington síðar í mánuðinum og er stefnt að því að ljúka við- ræðunum með undirritun endanlegs friðarsamnings í september ► HJÁLPARSTARF í Mósambík er komið í nokk- uð fastar skorður en ennþá líða tugþúsundir manna skort. Verða margir að velja um að deyja úr þorsta eða drekka flóðvatnið, sem er hættulega mengað. Vegna þess hafa sjúkdóm- ar eins og kólera og malar- ía verið að breiðast út. Síð- ustu daga hefur rignt mikið og því er óljóst hve- nær hörmungunum linnir. ► KEN Livingstone hefur ákveðið að bjóða sig fram í borgarstjórakosningunum í London sem óháðan en hann varð undir í kosning- um innan Verkamanna- flokksins. Beið hann lægri hlut fyrir Frank Dobson en nýtur augljóslega mikillar hylli borgarbúa. Sam- kvæmt skoðanakönnun sl. þriðjudag fengi hann nú 68% atkvæða en Dobson aðeins 13%. FRÉTTIR INNA/Andrius Petrulevici Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sat kvöldverð í boði Landsbergis, þingforseta litháíska þjóðþingsins, á föstudagskvöld. Með honum á myndinni eru, frá vinstri, Janis Straume, forseti þjóðþings Lettlands, Vytautas Landsbergis og Toomas Savi, forseti eistneska þjóðþingsins. ^ opinberri heim- sókn í Litháen HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, sat á föstudagskvöld kvöldverð í boði Vytautas Landsbergis, forseta þjóð- þings Litháens, en þar í landi er Hall- dór í opinberri heimsókn ásamt þing- forsetum þjóðþinga Eistlands og Lettlands. Halldór Blöndal sagði í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun að fyrr um daginn hefðu þingforsetarnir ver- ið heiðursgestir á sérstökum þing- fundi í þjóðþingi Litháens, sem helg- aður var því að tíu ár eru síðan þingið lýsti yfir sjálfstæði Litháens. Að lokn- um þingfundi var að sögn Halldórs haldin afar hátíðleg athöfn íyrir utan þinghúsið og sagði Halldór að þar hefði hann hlýtt á áhrifamikla frásögn aldraðrar konu sem hefði verið í fangabúðum ásamt manni sínum. „Mér er reyndar sagt að þett sé reynsla sem allar fjölskyldur í Lithá- en hafi kynnst," segir Halldór Blönd- al. Bjargað úr sjónum MAÐUR féll fyrir borð á bátnum Austurborg GK-91 um miðjan dag á föstudag. Að sögn lögreglu í Keflavík urðu engin vitni að atburðinum, sem átti sér stað úti á sjó. Félagar manns- ins hentu til hans björgunarhring og hélt hann meðvitund allan tímann. Maðurinn var ekki lengi í sjónum. Að björguninni lokinni var bátnum stefnt rakleiðis til Sandgerðis og lenti hann þar síðdegis á föstudag. ------------------ Innbrot í fé- lagsmiðstöð BROTIST var inn í húsnæði félags- miðstöðvarinnar Músík og mótor í Hafnarfirði á föstudagskvöldið. Hús- næðið sem brotist var inn í er ætlað hljómsveitum til æfinga. Ólafur Óla- son, umsjónarmaður hjá félagsmið- stöðinni, segir atvikið hvimleitt. „Þjófurinn, eða þjófarnir, komust inn með því að spenna upp gluggann á baðherberginu. Inni voru allar hurðir brotnar upp,“ segir hann. Fimm herbergi í húsinu eru ætluð til hljómsveitaræfinga og hafa að geyma tól og tælá sveitanna, en ekki lá fyrir í gær hvort eða hversu miklu hefði verið stolið. ------»-M------ Pitsubfl stolið á Akureyri FLATBÖKUSENDILL skildi bfl sinn eftir í gangi fyrir utan skemmti- staðinn Klúbb 13 á Akureyri í fyrri- nótt og var bílnum stolið. Bifreiðin fannst yfirgefin seinna um nóttina, annars staðar í bænum. Morgunblaðið/Jim Smart Elísabet Proppé tekur við rukkunarheftum í áskriftardeild Morgun- blaðsins á fóstudag. Breyt- ingar á inn- héimtu MORGUNBLAÐIÐ er hætt að inn- heimta áskriftargjöld með aðstoð blaðbera. Síðastliðinn föstudag skiluðu blaðberar áskriftargjöld- um í síðasta skipti. Þess í stað geta áskrifendur nú valið um að greiða áskriftina að Morgunblað- inu með greiðslukorti eða bein- greiðslu. Þannig verður innheimt- an einfaldari og þægilegri fyrir áskrifendur. Fjölmargir áskrifendur hafa þegar breytt greiðsluformi í greiðslukort eða beingreiðslu enda losna þeir algjörlega við gluggapóst eða biðröð í banka öfugt við greiðlsuform eins og gíróseðil. Vegna fyrirspurna frá áskrif- endum sem Iáta í ljós áhyggjur yf- ir öryggi beingreiðslufyrirkomu- lagsins vill áskriftardeild Morgun- blaðsins taka fram að ávallt kemur fram á reikningsyfirliti nafn eða kennitala þess sem skuldfærir reikninginn. Áskrif- andi fylgist með sínu reikningsyf- irliti og getur gert athugasemd ef eitthvað er ekki samkvæmt hans samþykki. Áskrifendur geta með einu sím- tali í síma 800 6122 breytt greiðsluforminu í greiðslukort eða beingreiðslu. Eyðublað sem auðveldar útfyllingu nauðsynlegra upplýsinga var sent áskrifendum fyrir mánaðamótin. Þessa dagana er starfsfólk áskriftardeildar að hringja út til að fá þessar upp- lýsingar hjá áskrifendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.