Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Einka- væðing í Alberta „I nokkra áratugi hefur hvað eftir ann- að komið í Ijós, íýmsum löndum, að heilbrigðisþjónusta sem rekin er í hagn- aðarskyni af einkaaðilum ersíðri en heilsugæsla, sem ekki er rekin í hagnað- arskyni, á vegum hins opinbera. “ Úr skýrslu Parkland-stofnunarinnar í Kanada vegna fýrirhugaórar einkavæöingar í heilbrigöisþjónustu í Alberta. Einkarekin heilbrigð- isþjónusta, sem skila á hagnaði, er yfirleitt dýrari en heilbrigðisþjónusta á vegum hins opinbera; gæði einkarekinnar heilbrigðisþjónustu eru yfirleitt minni en opinberrar, eða valkostirnir fæm; einkarekin þjónusta dregur úr jöfnuði, að- gengi og sanngirni og eykur kostnað við aðliggjandi þætti í op- inberri heilbrigðisþjónustu. Þetta eru VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson helstu niður- stöður rann- sóknar sem unmn var a vegum Parkland-stofnunarinnar í Háskólanum í Alberta-fylki í Kan- ada í tilefni af fyrirhuguðum breytingum fylkisstjórnarinnar á heilbrigðiskerfinu. I þarsíðustu viku lagði stjómin fram lagafrum- varp sem heimilar heilbrigðisyfir- völdum í fylkinu að kaupa þjón- ustu einkarekinna sjúkrastofnana við stærri aðgerðir sem krefjast meira en stuttrar komu sjúklings á stofnunina. I útdrætti úr skýrslu um niður- stöðumar segir meðal annars að rannsóknin sé byggð á gögnum víða að, til dæmis á fyrri rann- sóknum og skýrslum um áhrif einkareksturs í hagnaðarskyni á heilsugæslu. Verði fyrirætlanir fylkisstjórnarinnar að veraleika muni í raun skapast tveggja þrepa heilbrigðiskerfi þar sem efnameiri sjúklingar komist fyrr að þjónustu í krafti peninga. Fylkisstjórinn, Ralph Klein, hefur harðneitað því að þetta sé ætlunin með lagafram- varpinu. Einungis standi til að spara og auka hagkvæmni. I skýrslu Parkland-stofnunar- innar segir að sterkustu vísbend- ingarnar um óhagkvæmni einka- rekinnar heilbrigðisþjónustu komi frá Bandaríkjunum, en þar sé rek- in umfangsmesta hagnaðarheilsu- gæsla í heiminum. Vitnað er í þrennar heimildir um áralangar rannsóknir. í læknaritinu The NewEngland Joumal oí'Medicine sagði í fyrra að í marga áratugi hefði engin vísindaleg rannsókn (það er að segja rannsókn sem metin er af óháðum vísindamönn- um áður en hún er birt) sýnt fram á að sjúkrahús, sem rekin væra í hagnaðarskyni, væra hagkvæmari í rekstri en önnur sjúkrahús. Læknisfræðistofnun Banda- rísku vísindaakademíunnar komst að því 1986 að athuganir á sjúkra- húsarekstri hafi ekki leitt í Ijós neinar vísbendingar sem renni stoðum undir þá útbreiddu skoð- un, að „stofnanir í eigu fjárfesta" séu ódýrari í rekstri eða skilvirk- ari en aðrar. Með einni undan- tekningu hafi þvert á móti hið gagnstæða komið í ljós. Þá segir í skýrslu Parkland- stofnunarinnar að neikvæð áhrif markaðsafla á heilsugæslu séu einnig augljós í öðram löndum, allt frá Bretlandi til Singapore. Þetta sé í samræmi við lögmál markaðs- hagfræðinnar: „Hagfræðingar segja oft að heilsugæsla sé dæmi um óvirkni á markaði, það er að segja, að reglurnar um framboð, eftirspurn og verðmyndun virki ekki - og geti sennilega ekki virk- að - með venjulegum hætti.“ Því hefur oft verið haldið fram í umræðu um einkavæðingu í heil- brigðiskerfinu, bæði í Alberta og á íslandi, að ef þeir sem efni hafi á fái að kaupa sér þjónustu annars staðar en hjá opinberam aðilum muni það koma öllum til góða því þá muni biðlistar styttast. Þetta virðist blasa við og vera einföld ályktun. En viti menn, þessu hafna höfundar skýrslu Parkland- stofnunarinnar. Rök þeirra era þessi: Opinber heilsugæsla er skilvirkari en einkarekin og sé litið á peninga- hliðina muni skilvirkasta kerfið leiða til stystu biðlistanna. Verði fjárveitingar til einkarekinna stofnana auknar muni það í raun lengja listana, ef þessar fjárveit- ingar hefðu getað farið til opin- berra stofnana, þar eð verið sé að skipta út skilvirkum framkvæmd- araðila fyrir óskilvirkari aðila. Ennfremur er bent á að einka- reknar heilbrigðisstofnanir séu að sumu leyti í verri aðstöðu en opin- berar. Til dæmis geri fjárfestar yfirleitt ráð fyrir 15% hagnaði á ársgrundvelli, framkvæmda- stjórnir þurfi að sinna öðram verkefnum en rekstri sjúkrastofn- unar, og töluverður tími og kostn- aður fari í samskipti við fjárfesta, markaðssetningu og annað, sem krefjist dýrrar sérfræðiþekking- ar. Þá segir í skýrslunni að verði fyrirætlanir fylkisstjómarinnar í Alberta að veraleika muni biðlist- ar að öllum líkindum lengjast, kostnaður aukast og almenningur verða verr settur en ef þjónustan, sem um ræðir, sé veitt af sjúkra- húsum í eigu hins opinbera. Þeir sem komi til með að hagnast á þessu séu þeir sem fjárfesta í sjúkrastofnunum sem reknar verði í hagnaðarskyni, fremur en sjúklingar, skattgreiðendur og all- ur almenningur. Klein hefur hvað eftir annað bragðist ókvæða við gagnrýni á fyrirætlanimar, og segir þær hafa verið rangtúlkaðar og affluttar. Hefur hann talað um að stofna „sannleikshersveitir" fulltrúa sinna sem fara eigi um fylkið og leiðrétta rangtúlkanir og áróður. Gagnrýnendum þótti þetta orða- lag minna heldur óþyrmilega á „sannleikslögregluna“ í skáldsögu Orwells, 1984, enda hefur Klein ekki haft mikið orð á þessu aftur. Útdráttinn úr skýrslu Park- land-stofnunarinnar er að finna á heimasíðu hennar, www.ualberta,- ca/parkland. RAGNA ARADÓTTIR + Ragna Aradóttir fæddist í Reykja- vík 31.5. 1922. Hún lést á Borgarspítalan- um í Reykjavík 4. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Kristjana Þorláksdótt- ir frá Winnipeg í Kan- ada, f. 30. 8. 1898, d. 1971, og Ari Eyjólfs- son, f. 17.2. 1892, d. 26.9. 1953. Þau skildu. Alsystkini Rögnu voru: Anna María, Sirnes, f. 8.11. 1919, d. 5.10. 1995, búsett í Haugesund í Noregi; Guðný, f. 2.9. 1920, d. 19. 9. 1995, búsett í Reykjavík; Þorlákur, f. 25.4. 1925, d. 1935. Hálfbræður Rögnu eru: Guðmundur Arason, f. 25.6. 1938, búsettur í Reykjavík. Jósef Sigurðsson, f. 21.8. 1922, d. 24.4. 1999, og Jón Sigurðsson, f. 16.3. 1927, búsettur í Reykjavík. Fyrri maður Rögnu var Jón Einarsson útgerðarmaður á Raufarhöfn f. 8.2. 1923, d. 22.7. 1979. Þau slitu samvistum. Dóttir þeirra; Kristjana Jónsdóttir hár- greiðslumeistari, f. 12.4. 1943, búsett í Oceanside í Kaliforníu og á hún þrjú börn. Þau eru Jón Olafsson, Reykjavík; Ragna Rób- ertsdóttir og Jessica Dinse, Oceanside, Kaliforníu. Seinni maður Rögnu var Leif- ur Einarsson, vörubflstjóri í Reykjavík, f. í Vík í Mýrdal 2.5. 1925, d. 18.1. 1992. Börn þeirra eru: 1) Ari Leifsson, fram- kvæmdastjóri, f. 11.10. 1945, maki Þuríður Lárusdótt- ir, bankastarfsmað- ur, f. 5.12. 1946, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru: Lárus Róbert Ara- son, Reykjavík; Leifur Einar Ara- son, Reykjavík; Ragna María Ara- dóttir, Bologna, Ítalíu, og Guðlaug Birna Aradóttir, Reykjavík. 2) Guðgeir Leifsson, fasteignasali, Þýskalandi, f. 25.9. 1951. Börn: Steinar Þór Guðgeirsson, Reykjavík; Guðbrandur Viðar Guðgeirsson, Reykjavík; og Mar- ín Lára Guðgeirsdóttir, Þýska- landi. 3) Kristinn Ingi Leifsson, sölustjóri, f. 16.3. 1957, maki Ósk Þórðardóttir, tannlæknir, f. 27.6. 1957, búsett í Reykjavík. Dóttir þeirra er Hrönn Kristinsdóttir, Reykjavík. Barnabarnabörnin eru 12. Ragna sinnti verslunarstörfum í Reykjavík um árabil og vann síðan í u.þ.b. 20 ár á Hótel Loft- leiðum. Hún var virkur félagi í Félagi starfsfólks veitingahúsa. títför Rögnu fer fram frá Bú- staðakirkju á morgun, mánudag- inn 13. mars, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma mín. Nú ertu farin frá okkur fyrir fullt og allt, frá þess- um stað sem er tímabundinn dvalar- staður okkar allra. Mikill er söknuð- ur okkar sem eftir eram en í sorg okkar vitum við, að þú ert komin á góðan stað þar sem þú verður umvaf- in ástúð pabba og ástvina þinna. Heimili þitt var ávallt opið fjöl- skyldu þinni og vinum og kemur upp í huga manns fjöldi góðra stunda sem við áttum á heimili okkar með þeim. Við eram innilega þakklát fyrii- þann tíma sem við fengum að dvelja saman og njóta ástúðar þinnar og hlýju. Þú varst svo gjafmild og ávallt reiðubúin að hjálpa þeim sem minna máttu sín í þessum heimi. í tuttugu ár greiddir þú götu barna sem áttu um sárt að binda í Indlandi og með framlagi þínu tókst að mennta og fæða tvö böm sem annars hefðu aldrei átt möguleika á mannsæmandi lífi. Svona varst þú. Minningar okkar um þig era bjart- ar og gleðilegar. Þú varst svo sjálf- stæð, samviskusöm og iðin, féll aldrei verk úr hendi. Við minnumst þess þegar við voram lítil og þú varst heima með okkur, þá vora heimilis- tekjurnar drýgðar með því að strekkja gardínur fyrir aðra. Seinna er þú fórst út á vinnumarkaðinn, fengu eiginleikar þlnir enn betur að njóta sín. Þú leystir þau störf sem þér voru falin af alúð og eljusemi. Fyrst var það í Markaðnum og Eros, síðan á Hótel Loftleiðum. Þú byrjaðir snemma að ferðast, þegar þú fórst með Kristjönu ömmu til Winnipeg að heimsækja afa þinn og ömmu og dvaldir þar í rúmt ár. Þetta var á þeim áram sem ferðalög vora ekki daglegt brauð og þautóku mápuð eða meira. A seinni áram ferðaðist þú um hálfan heiminn. Fórst með Nonna frænda um þver og endilöng Banda- ríkin í áætlunarrútum. Það þurfti kjark til þess. Þær voru einnig ófáar ferðir þínar og pabba til Krístjönu systur í Amer- íku og er þín sárt saknað þar. Þær era líka Ijúfar minningarnar um ferðirnar á sumrin þegar við fór- um í Múlakot og heimsóttum Lára frænku og Ólaf, eða í Mýrdalinn. En nú er komið að leiðai-lokum í þessum heimi og lífsneisti þinn slokknaður. Nú hittist þið systurnar ásamt Þorláki bróður ykkar sem dó svo ungur og Signu okkar sem yftrgaf okkur allt of snemma. Blessuð sé minning þín. Þinn sonur, Ari. Elsku amma. Þegar við lítum til baka kemur það helst í huga okkar hve gott það var að koma heim til þín og hversu hlýlega þú tókst á móti okkur. Ymsir smáhlutir búa sterkt í minningu okkar eins og t.d. það að þegar við komum heim til þín mátt- um við alltaf gera hluti sem vora stranglega bannaðir heima eins og t.d borða nammi og cocoa puffs. Manstu líka þegar við fóram alltaf með þér í sund á Hótel Loftleiðir og við voram svo hræddar við fískana á botninum að við neituðum að sleppa þér, samt vildum við alltaf fara þang- að aftur því þetta var jú spennandi og svo gerði það ekki sundferðina Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. verri að á eftir var alltaf farið í kaffi- teríuna og borðaðar franskar. Elsku amma, við minnumst þín sem manneskju sem var alltaf að reyna að gera allt fyrir alla, þú hafðir alltaf nóg fyrir stafni, þú varst alltaf á ferðinni og við nutum líka góðs af því, þú tókst okkur oft með á skíði og líka til útlanda. Við sjáum að dýrð á djúpið slær þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær ogfaðmijörðinaalla. Svo djúp er þögnin við þína sæng að þar heyrast englar tala og einn þeirra blakar bleikum væng svo bijóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt svo blakti síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumar nótt og svanur á bláan voginn. (DavíðSt.) Elsku amma, við söknum þín. Guð blessi þig í nýjum heimkynn- um ljóss og friðar. Guðlaug Birna og Ragna María. Elskuleg amma mín, þessi orð era skrifuð með miklum trega og sökn- uði. Þegar ég sit hérna að hugsa um ömmu mína sækja á mig þúsundir minninga um samverustundir okkar, stundir sem hafa gefið mér svo mikið í lífinu. Amma hafði einstakt lag á því að láta fólki líða vel hjá sér. Eg man þegar ég var lítill drengur og kom í Hólmgarðinn til ömmu, þá vissi ég alltaf að þar yi-ði hún til að taka á móti mér. I Hólmgarði átti ég yndis- legar stundir með ömmu og afa. Það var alltaf hægt að ganga að „kókó- puffsinu" vísu í endaskápnum. Við krakkarnir vissum alltaf hvert átti að leita. Þetta var alveg lýsandi fyrir ömmu, hún sá alltaf fyrir því að við krakkarnir fengum það sem við vild- um og lagði hún sig sérstaklega fram við það. Amma var einstaklega dríf- andi og dugleg manneskja. Frá upp- vaxtarárum mín man ég ekki eftir henni nema vinnandi ef ekki í sinni daglegu vinnu þá við hin ýmsu verk- efni sem hún tók að sér. Þó amma ætti vinnuvakt stóð það ekki í vegi fyrir því að hún byði mér að koma og gista hjá sér. Og þau vora mörg skiptin sem amma fór snemma að sofa því hún þurfti að fara til vinnu um nóttina, þá fékk ég að vaka með afa og horfa á sjónvarpið. Daginn eftir labbaði ég til hennar í vinnuna og leyfði hún mér að vera hjá sér all- an daginn í vinnunni. Hún lét það ekkert á sig fá þó svo að það væri nóg að gera hjá henni í vinnunni og ég væri að þvælast fyrir henni. Hún var svo mikill snillingur í því að láta fólki líða vel í kringum sig. Seinna meir komum við vinirnir til hennar til þess að horfa á fótbolta. Hún hafði svo gaman að því að fá okkur og var hún vel inn í því hvaða lið áttu að spila og oft hringdi hún í mig til að staðfesta komu mína um kvöldið. Þannig var amma, faðmur hennar og heimili var opið öllum sem vildu þiggja. Við amma kynntumst síðan enn betur þegar foreldrar mínir ákváðu að flytja til Danmerkur þá buðu amma og afi mér að búa hjá þeim því leið mín lá í Háskóla íslands. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að búa með afa mínum síðasta árið sem hann lifði og síðan bjuggum við amma saman í eitt ár í viðbót. Við amma áttum góðar stundir saman í Hólmgarðinum, hún vildi fá að hugsa um mig eins og litla strákinn sinn. Ég man sérstaklega eftir því hvernig hún vildi fá að sjá um fataskápinn minn. Það þýddi ekkert fyrir mig að reyna að sýna lit og taka til í honum því þegar ég kom heim á kvöldin var skápurinn orðinn eins og hún vildi hafa hann. Það varð því að sam- komulagi að fataskápurinn yrði hennar yfirráðasvæði. A þessum tíma með ömmu fann ég virkilega hvers góð og ástrík manneskja hún var. Fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Elskuleg amma mín nú ert þú horfinn til betri heims og þjáningar þínar á enda. Ég finn samt anda þinn í hjarta mínu og hann mun ég varð- veita að eilífu. Leifur, Ragnhildur og Ari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.