Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
_______________________________SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 39^
MINNINGAR
af lífinu en hafði þó gaman af því
sem lífið hafði uppá að bjóða.
Minnisstætt er mér þegar ljóst
varð að hún þjáðist af þeim sjúk-
dómi sem síðar varð henni að ald-
urtila og læknar buðu henni ýmsar
rannsóknir og meðferðarúrræði, að
þá taldi hún að þeim peningum væri
betur varið til að lækna aðra sem
hefðu af því meira gagn. Finnst mér
þetta best lýsa æðruleysi og skyn-
semi Siggu. Það er heiður af því að
hafa fengið að kynnast þessari
konu. Ég sendi öllum ættingjum
hennar samúðarkveðjur.
Óttar Ármannsson.
Lífið er breytingum háð. Dagur-
inn í dag er aldrei eins og dagurinn í
gær.
Mestu breytingarnar, eftir því
sem maður lifir lengur, eru þegar
vinir manni kærir fara að hverfa og
ekkert verður aftur eins og áður
var.
Nú er komið að því að kveðja með
söknuði góða vinkonu, Sigríði Jóns-
dóttur.
Við vorum fjórar kunningjakonur
sem áttum oft ánægjulegar stundir
saman. Um tíma höfðum við það
fyrir sið, eða þar til ein okkar flutti
burtu, að hittast mánaðarlega og
borða saman hver hjá annarri og
var þá oft glatt á hjalla.
Það er svo ótal margt skemmti-
legt, sem rifjast upp í huganum,
þegar litið er til baka. Við gátum
sannarlega hlegið og átti Sigga ekki
minnstan þátt í því.
Lífið hennar Sigríðar var ekki
alltaf dans á rósum, en hún stóð
eins og klettur. Á yngri árum, þegar
hjónabandi hennar lauk með skiln-
aði, stóð hún uppi með sjö ung börn,
en með þrautseigju og dugnaði kom
hún þeim öllum vel til manns og hef-
ur örugglega fengið laun erfiðis síns
hjá börnunum.
Hún var sannkölluð hetja, það
kom best í ljós eftir að hún greindist
með krabbamein, sem dró hana til
dauða. Aldrei heyrðist hún kvarta,
var alltaf jákvæð og þegar hún vissi
að hverju dró, sagði hún ósköp ró-
lega: „Það er ekkert við þessu að
gera og nú er bara að taka því sem
að höndum ber.“
Þvílíkt æðruleysi.
Rétt áður en hún fór á sjúkrahús-
ið til að heyja lokabaráttuna, sagði
hún að sér liði ágætlega ef hún sæti
í stól og væri að prjóna vettlinga.
Þeir hafa örugglega átt að vera
handa einhverju barnabarnanna.
Það eru ekki fáar flíkurnar sem hún
var búin bæði að sauma og prjóna.
Öll handavinna lék í höndunum á
henni og hún var endalaust að gefa
eitthvað sem hún hafði búið til.
Hún var svo lánsöm að þrjár af
fjórum dætrum hennar bjuggu hér
og létu þær ekki sitt eftir liggja að
annast mömmu sína.
Síðasta tímann viku þær ekki frá
henni, hvorki á nóttu né degi og um-
vafin kærleika ástvina sinna kvaddi
hún þetta líf.
Vertu sæl, elsku vinkona, og
þakka þér fyrir allar gleðistundirn-
ar. Guð blessi þig.
Við vottum öllum börnum Sigríð-
ar og fjölskyldum þeirra innilega
samúð okkar.
Soffíurnar tvær og Sigríður.
FINNUR
MAGNÚSSON
+ Finnur Magnús-
son fæddist í
Hátúni í Hörgárdal
25. júlí 1916. Hann
lést 21. febrúar síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Akur-
eyrarkirkju 28. febr-
úar.
Elskulegur afi okk-
ar er látinn.
Það er mjög erfitt
að sætta sig við fráfall
ástvina, en það veitir
okkur hugarró að
hugsa til þess að nú er
afi í góðum höndum ömmu og ann-
arra ástvina. Tómarúmið er erfitt
að fylla en tíminn læknar vonandi
öll sár. Minningarnar hrannast
upp á svona stundum. Það fyrsta
sem kemur upp í huga okkar er
hlýja hans og góðmennska því
hann vildi allt fyrir okkur gera.
Þegar við komum heim frá Noregi
bjuggum við í smátíma hjá afa.
Þaðan eru sérstaklega minnistæð-
ar ferðirnar niður í geymslu til að
ná í ís. Þar kenndi ýnissa grasa og
margt forvitnilegt að sjá. Þetta var
eins og fjársjóður þarna niðri því
það mátti náttúrulega engu henda.
Yndislegri afa er vart hægt að
hugsa sér, því hann gaf sér alltaf
góðan tíma fyrir okkur systur.
Hann kenndi okkur á bíl svo við
stæðum jafnfætis strákunum í
Lerkilundi, og með einu orði skutl-
aði hann okkur og sótti hvert sem
við vildum. Hann kenndi okkur til-
litssemi og varúð í umferðinni og
sagði okkur frá því þegar hann
sjálfur byrjaði að keyra. Hann afi
var góður ökumaður enda byrjaði
hann ungur að keyra í sveitinni á
bíl Höskuldar bróður síns. Hann
hafði ökuleyfi fram eftir öllu, svo
lengi sem heilsa hans leyfði og að-
eins einu sinni lenti hann í tjóni á
sínum langa ökumannsferli og
sannar það hæfni hans.
Einkennandi fyrir hann var
varkárni, hæglæti og hjálpsemi.
Þau voru mörg handtökin sem
hann átti í eldhúsinu okkar, þar
sem hann tíndi saman eftir okkur
og dyttaði að ýmsu á heimilinu
ásamt því að líta eftir okkur systr-
um á yngri árum á meðan for-
eldrar okkar voru í vinnu. Alltaf
var hann til staðar ef
eitthvað bjátaði á.
Mamma minnist hans
með miklu þakklæti
fyrir alla hans um-
hyggju.
Síðasta vor fluttum
við til Reykjavíkur og
var það fyrsta skiptið
í sautján ár sem við
vorum aðskilin frá
honum í einhvern
tíma, síðan við komum
frá Noregi. Síðustu
jólum eyddum við svo
með honum á Akur-
eyri og var það yndis-
legur tími sem við munum aldrei
gleyma. Svo kom hann suður til
okkar vegna veikinda sinna og var
hjá okkur síðustu vikurnar. Þá rifj-
uðum við margt upp og rúntarnir
voru margir um borgina. Þann
tíma metum við mikils.
Við varðveitum hlýjar minningar
um góðan mann og hugsum með
þakklæti um allar góðu stundirnar
sem við höfum átt saman.
Viljum við láta þetta fallega ljóð
fylgja, sem faðir okkar orti í minn-
ingu hans.
Hve sárt það er okkur að sjá eftir þér,
hér skuggamir ríkja og dapurlegt er,
nú nótt er í huga og hjarta.
Þín minning mun lifa um ókomin ár,
að endingu hverfur vor tregi og tár,
við öll munum brosið þitt bjarta.
Þótt hugur sé dapur og hrygg okkar sál,
kann Herrann að líkna og slökkva þau
bál,
og burtu hann kvíðanum bægir.
Hann syrgjendum veita kann hjálpræð-
ishönd,
hnýta og varðveita vinanna bönd,
og saknaðar logana lægir.
Þú óhræddur gengur á frelsarans fund,
fólskvalaus ætíð var sál þín og lund,
í faðmi hans hvíld þú munt finna.
Huga oss veitir það heilmikla fró,
á himnum þú dvelur í friði og ró,
í umhyggju ástvina þinna.
(Grímur Sigurðsson.)
Við kveðjum ekki í hinsta sinn,
heldur munu sálir okkar mætast
síðar.
Far þú í friði, elsku afi.
Hulda Björk og
Ragnheiður Sara.
BJORN
GÍSLASON
+ Bjöm Gíslason
fæddist í Hafnar-
firði 28. febrúar
1963. Hann lést í um-
ferðarslysi á Kjalar-
nesi 25. febrúar síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Bú-
staðakirkju 10. mars.
Þá er komið að
kveðjustund, félagi og
mágur. Hvern hefði ór-
að fyrir því að hlutimir
ættu eftir að fara svona
- að þú sem lifðir fyrir
leikinn og gleðina í lífs-
ins ólgusjó skyldir fara á þennan
hátt?
Ég átta mig alls ekki á þessu og
mun sjálfsagt ekki gera fyrr en á
mínum hæsta degi. Ég vill þó leyfa
mér að gleðjast á þessari sorgar-
stundu yfir þeiri gæfu sem mér
hlotnaðist; að fá að kynnast þér, um-
gangast þig og deila með þér hugs-
unum og skoðunum; að hafa átt þess
kost að ferðast með þér og þínum fé-
lögum um hið ósnortna og stór-
brotna hálendi Islands og kynnast
þessari auðlind og þessum krafti
sem einnig bjó innra með þér.
Að þessu mun ég búa svo lengi
sem ég lifi.
Ég kem þó til með að sakna
skemmtilegs innsæis þíns í málefni
líðandi stundar; skopskynsins sem
þú gast svo oft brugðið fyrir þig á
snauðum stundum; fróðleiksins sem
átti til að falla frá þér þegar síst
skyldi.
Ég sakna þessa og margs annars
sem í minningunni reikar.
Elsku Villa mín, Elín, Gísli og
Gréta, ég veit að orð mín eru lítils
megnug og geta engu breytt sem
orðið er.
Ég get aðeins vonað að við sem
eftir stöndum séum þess umkomin
að veita ykkur stuðning til þess að
halda áfram.
Leyfum sorginni að ríkja um
stund en horfum til hækkandi sólar.
Óskar Hannesson.
Það var mikil sorgarfregn að
frétta að vinur okkar Bassi hefðir
látist langt fyrir aldur fram í voveif-
legu slysi. Okkar íyrstu kynni voru í
björgunarsveit Ingólfs í minnis-
stæðri helgarferð í Tindfjöll.
Ogleymanleg er Öræfajökulsferðin
um páskana 1980, þar sem þú útveg-
aðir forláta rússajeppa til fararinnar
en við félagarnir sáum um vinkon-
urnar. í þeirri ferð knýttust vina-
bönd fyrir lífstíð en tindur Öræfajök-
uls varð að bíða betri tíma. Vel
sjóaðir í fjallamennsku héldum við
saman á vit ævintýranna til Evrópu
um sumarið. Á mettíma var ekið frá
Björgvin til Sviss til að eiga við Matt-
erhorn, þaðan til Frakklands til að
sjá Mont Blanc með eigin augum og
loks til Skotlands þar sem við örkuð-
um í úrhellisrigningu á hæsta tind
Bretlandseyja, Ben Nevis. Fljótlega
þegar heim var komið var hafist
handa við að skipuleggja næstu ferð,
skíðagönguferð yfir Kjöl, félögum
okkar í Ingólfi til mikillar hrellingar.
Aðrir voru búnir að ganga Kjöl um
páska en við vildum gera betur og
lögðum upp frá Kjalvegi við Blöndu
hinn 1. febrúar 1981. Níu dögum
seinna, þar af í tvo daga veðurtepptir
í góðu yfirlæti á Hveravöllum, mætt-
um við áhyggjufullum félögum okkar
úr björgunarsveitinni skammt frá
Sandvatni. Ferðin hafði gengið vel
þótt hægt hefði miðað vegna færðar.
Næstu ár skildu leiðir, við félagarnir
sátum sem fastast á skólabekk á
meðan þú hélst áfram að nema nýtt
land í fjallamennsku og útivist, og nú
með lífsförunaut þinn þér við hlið,
hana Villu, sem gafþér lítið eftir í at-
orku og dugnaði. Það var mín gæfa
að okkar samleið varð nokkuð lengri.
Við deildum áhuga á fjallamennsku
og tókum að okkur leiðsögumanns-
störf, sína hvora gönguferðina með
ferðamenn þar sem ætlunin var að
ganga frá Landmannalaugum til
Mývatns. Júlíferðin féll í minn hlut
og gekk að óskum,
nema hvað ég lét rútu
aka hópnum yfir í
Veiðivötn því ekki datt
mér í hug að vaða
Tungná. Þú, Bassi, og
Villa tókuð síðari ferð-
ina og óðuð Tungná við
Ljótapoll án þess að
finnast mikið til um.
Bassi, þú varst frum-
kvöðull og kaust þér
ekki hefðbundinn
starfsvettvang en sam-
an tókst ykkur Villu að-
dáanlega að samræma
áhugamál og starf. Líf
þitt og yndi var að hrinda í fram-
kvæmd nýjum hugmyndum og miklu
fékkst þú áorkað með óbilandi
bjartsýni, elju og þrautseigju.
Landskunnar eru t.d. gúmbátaferð-
irnar sem þið hjónin innleidduð sem
vinsælan og öruggan afþreyingar-
kost með fyrirtæki ykkar hjóna,
Bátafólkinu.
Bassi, vinur minn - minning þín
mun búa í brjóstum okkar.
Elsku Villa mín, Elín Björg, Gísli,
Gréta Ósk, Elín og Laufey, megi
góður Guð gefa ykkur styrk í sorg
ykkar.
Einar.
Það ríkir harður vetur á Islandi
um þessar mundir, stormar geisa og
vindurinn hvín. Vetur konungur sem
engu eirir þeytir snjónum svo mað-
urinn verður ógnarsmár í veröldinni.
Við slíkar aðstæður undi Bjöm
Gíslason sér vel. Hann efldist við
hverja raun og hló að hættunum.
Himinn og haf, fjöll, ár og jöklar. Allt
þetta lagði hann að fótum sér og hon-
um var ekkert ómögulegt. Það var
enginn eins og Bassi.
Það var vor í lofti, þegar hópur ný-
útskrifaðra lögreglumanna mættu í
þjálfunarbúðir sem settar höfðu ver-
ið upp í Saltvík. Búðir þessar áttu að
vera prófsteinn á það hvort þeir
væru hæfir til að starfa í nýstofnaðri
sérsveit lögreglunnar í Reykjavík.
Þegar ég horfði yfir hópinn þekkti ég
fáa en mér varð strax starsýnt á
einn. I hópi manna með hræðslusvip
og ótta í andlitinu mátti sjá einn sem
glotti. Þessi fyrsta ásýnd mín á hon-
um er einhvern veginn lýsandi fyrir
okkar samskipti alla tíð síðan, með
glottið tilbúið hvernig sem hlutirnir
vildu verkast. Með tímanum urðum
við nánir samstarfsfélagar og vinir
og óhjákvæmilegt að á löngum tíma,
við daglegt amstur og vökunætur,
spannst sá þráður milli okkar sem
aldrei slitnaði. Það var aldrei nein
lognmolla í kringum Bassa hvar sem
hann var í leik eða starfi. Alltaf á ferð
og flugi. Hann bar höfuðið hátt og
var ótrúlega stríðinn en bjartsýni
hans og lífsgleði var smitandi og
hann hafði lag á að hrífa fólk með
sér. Hann var hugmyndaríkur og
framkvæmdi hugmyndir sínar. Sem
lögreglumaður var hann traustur og
öruggur, fordómalaus. Hann hafði
ákveðnar skoðanir um starfið og
kom þeim á framfæri. Honum var
umhugað um öryggi lögreglumanna í
starfi við erfiðar aðstæður og setti
fram ýmsar hugmyndir varðandi
klæðnað og tækjabúnað enda þaul-
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Altan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
vanur útivistarmaður. Það var ótrú-
legt hverju hann fékk áorkað og
sjást þess merki enn í dag en jafn-
framt ógnaði hann mörgum misvitr-
um yfirmanninum með hugmynda-
auðgi sinni og reyndust þeir honum
oft þungur ljár í þúfu. Með tímanum
fór hann því að beina kröftum sínum
meira inn á aðrar brautir.
Eftir því sem kynni okkar jukust
varð nafnið Bassi ekki hálfsagt nema
á eftir fylgdi nafnið Villa. Samstigari
og samstilltari hjón held ég að ekki
sé hægt að hugsa sér. Hinir full-
komnu jafningjar í leik og starfi og
það fór ekkert á milli mála að þau til-
heyrðu hvort öðru. Sameiginlegir
eiginleikar þefrra og kraftur fleytti
þeim langt í uppbyggingu Bátafólks-
ins sem þau voru vakin og sofin yfir. *
Ört stækkandi fjölskyldan skipti
Bassa miklu. Hann var ákaflega
stoltur af bömunum sínum og minnt-
ist oft á þau í daglegu tali og þá jafn-
an í þessum stríðnisvæntumþykju;
tón sem var honum svo eiginlegur. í
Háagerði 41 var oft mannmargt og
skipti þá ekki máli á hvaða tíma sól-
arhringsins það var. Gestrisni hús-
ráðenda var rómuð og hjartarými
þannig að þar var aldrei þröng á
þingi.Það var líka sama hve marga
vini Bassi hafði í kringum sig, það
þrengdi aldrei að manni. Rýmið sem
manni hafði verið gefið í vinagarði
hans var öruggt. Eftir því sem vinum
hans fjölgaði bætti hann við görðum
en lét þá gömlu ósnortna. Vinátta
hans var eins og öruggt innlegg í
banka á góðum vöxtum. Sá sem hef-
ur slíka innistæðu er ekki alltaf að
líta á yfirlitið en gleðst þeim mun
meira þegar hann lætur verða af því.
Það er þungt og sárt að kveðja góðan
vin og félaga, félaga sem maður vildi
gera svo margt með um ókomna tíð.
Eins og áin sem rennur í farvegi sín-
um heldur lífið áfram en það er bara
ekkert eins.Við munum ekki hlæja
oftar saman, en gönguferðin sem þú
skipulagðir frá Landmannalaugum,.
yfir Torfajökul, niður í Strútslaug,
allan Mælifellssand sem leið liggur
niður í Þórsmörk er dýrmætur fjár-
sjóður sem ég læsi í hirslu hugans.
Elsku Villa, Elín, Gísli, Gréta og
fjölskyldan öll. Veraldlegir sigrar og
daglegt amstur verða hjóm eitt þeg-
ar svo snöggt er klippt á þráðinn, en
enginn gladdist meira með okkur yf-
ir okkar litlu sigrum hverjum fyrir
sig. Því höldum við áfram, berum
höfuðið hátt en tárin sem við fellum
eru skínandi perlur minninganna.
Við hugsum til ykkar og biðjum Guð
að leiða ykkur og styrkja.
Sveinn og Soffía.
• Fleirí minningargreinar
um Bjöm Gíslason biða birtingar
ogmunu birtast íblaðinu næstu
daga.
Blómastofa
Friðjtnns
Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 553 1099.
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
Gjafavörur.