Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 31
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Dr. Ragnar Jóhannsson, forstöðumaður efnagreininga á Keldnahoiti hefur unnið að þróun efnanna frá upphafi.
Það kemur fram í máli Sigurðar að
verð á Undra-hreinsiefnum sé lægra
en á sambærilegum, vistvænum
hreinsiefnum og svipað og á hreinsi-
vörum sem ekki eru eins vistvænar.
Markaðsstörf að hefjast
Salan á hreinsiefnunum hefur
gengið vel, að sögn Sigurðar, síðan
hún fór af stað sumarið 1998.
„Reyndar dalaði salan eitthvað með-
an á húsbyggingunni stóð en er að
taka við sér aftur. Það er fyrst núna
sem eiginlegt markaðsstarf er að
fara af stað. Það á eftir að kynna efn-
ið bæði innanlands og utan. Salan á
hreinsiefnunum hefur einkum verið í
mínum höndum," segir Sigurður.
„Fram að þessu hafa tjöruhreinsir-
inn og alhliða hreinsilögurinn fengist
á bensínstöðvum Olís um allt land.
En penslasápan er seld í öllum máln-
ingarvöruverslunum. Línusápan
fæst hjá Essó og Olís og veiðarfæra-
versluninni Dímon.“
Fjármagna fyrirtækið
að mestu sjálf
Sigurður er spurður að því hvern-
ig fjármögnun fyrirtækisins hafi ver-
ið háttað.
„í upphafi fékk ég styrk frá
Byggðasjóði, Frumkvöðlasjóði, Ný-
sköpunarsjóði atvinnulífsins og úr
Framleiðslusjóði landbúnaðarins og
námu þessir styrkir alls um 10% af
þeim kostnaði sem nú þegar hefur
verið lagður í fyrirtækið. Að öðru
leyti hef ég fjármagnað fyrirtækið
með persónulegum lánum og lausa-
fé. Meðan aðrir hafa verið að kaupa
sér stóra jeppa lagði ég allt mitt í
fyrirtækið,“ segir hann.
Telur hann að salan á innanlands-
markaði dugi til að standa straum af
þeim kostnaði sem lagður hefur ver-
ið í fyrirtækið?
„Til þess að renna styrkari stoðum
undir fyrirtækið þyrfti útflutningur
að koma til.
Ég hef mikla trú á að þessar vörur
eigi eftir að seljast vel, bæði hér inn-
anlands og erlendis."
Sigurður segist bjartsýnn á fram-
tíðina. „Áhugi fyrir umhverfisvernd
er að aukast hér á landi og um allan
hinn vestræna heim. Nú hugsar fólk
mun meira um að þau efni sem það
er að vinna með séu umhverfisvæn.
Farið er að gera auknar kröfur til
hreinsiefna og í auknum mæli er ver-
ið að fjarlægja af markaðnum
hreinsiefni sem innihalda skaðleg
efni. Það á því eftir að verða gott
pláss fyrir okkar vörur í nánustu
framtíð."
Jónssonar, framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins, hefur það reynst frábær-
lega vel en Kristinn er þekktur fyrir
kröfuhörku í hreinlæti."
Línusápa eykur fiskiríið
Undra-línusápa er nýjasta afurðin
frá fyrirtækinu S. Hólm. Línusápan
er notuð til þvotta á fiskilínu. „011
óhreinindi nást mjög vel úr línunni
og hún verður mýkri og meðfæri-
legri,“ segir Sigurður. „Það sem ger-
ir línusápuna hvað áhugaverðasta er
að efnið skilur eftir fitu á línunni sem
síðar myndar brák á sjónum og í
hana sækir fiskurinn. Þeir sem hafa
gert tilraunir með línusápuna full-
yrða að í sumum tilfellum hafi afli
aukist um allt að helming eftir Unu-
þvottinn.
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
gerði viðamikla tilraun með hreinsi-
getu þessara efna í matvælaiðnaði og
var rækjuvinnsla valin þar sem auð-
velt var að fylgjast með gerlafjölda
og þar með þrifum í þeim iðnaði.
Rækjan er soðin en þá kemur hún
nánast gerlalaus inn í vinnslulínuna
en safnar upp gerlum á leið í pakkn-
ingu. Gerðar voru svokallaðar ATP-
mælingar á búnaði sem er mæli-
kvarði á fjölda baktería á yfirborði
og einnig var framkvæmd gerlataln-
ing á rækju úr pakkningu og stóð
rannsóknin um 5 vikna skeið. Einnig
voru gerðar prófanir á ætingu á áli
og stáli með notkun Undra sam-
kvæmt ASTM-iðnaðarstaðli í Banda-
ríkjunum sem mælir tæringu á
málmum.
Eru að þróa vistvænt
flugvélahreinsiefni
Niðurstaðan úr þessum rannsókn-
um sýndi að gerlafjöldi var langt
undir leyfilegu marki, sem sýnir að
efnið er mjög virkt, og það kom einn-
ig í ljós að það skaðar ekki þessa
málma.“
Sigurður segir að verið sé að þróa
ný efni til að setja á markaðinn. „Þar
á meðal er vistvænt flugvélahreinsi-
efni sem ekki er til á markaðnum nú.
Hér er um sama grunnefni að ræða
og í hinum hreinsiefnunum nema
hvað við erum að fínstilla eiginleik-
ana svo þeir standist hinar ströngu
kröfur sem gerðar eru til hreinsiefna
fyrir flugvélar.“
Fermingarmyndatökur
Svipmyndir
Hverfisgötu 18, sími 552 2690.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar • Sími: 425
Ert 1?^ a
Gleraugnaverslun
á fríhafnarsvæðinu
Þú sparar 20r< -401'(
i kaupir gleruugu hjá okkur.
z' tekur aðeins 15 mínútur
utbua bil a}gen£u.stu gleraugu.
Þjónustu og ábyrgðaraðilar eru:
Gleraugnaverslunin í Mjódd • Gleraugnaverslun Keflavíkur • Gleraugnaverslun Suðurlands