Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson KLÚÐUR í vörninni er oftar en ekki báðum spil- urum að kenna. Hér virð- ist vestur einn um sökina, en þegar betur er að gáð er sök austurs ekki minni. Suður gefur; allir á hættu. Tvímenningur. Vestur Norður * G109 ¥ KG7 * D95 * 8654 Austur * K43 A 62 v A1053 v D9842 ♦ 10 ♦ Á872 A KG973 A D10 Suður A ÁD875 r 6 ♦ KG643 A Á2 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 spaðar Pass 2 spaðar Pass 3 spaðar! Pass Pass Pass Hækkun suðurs í þrjá spaða er taktísk sögn, því hann vill ekki gera and- stæðingunum auðvelt um vik að komast inn í sagnir. Eins og spilið liggur vinn- ast fjögur hjörtu í AV, en þangað er nánast vonlaust að komast eftir þessa þró- un sagna. En við ætlum að skoða vörnina. Vestur kom út með einspilið í tígli og austur tók með ás og spil- aði tvistinum um hæl til að biðja um lauf. Vestur trompaði og spilaði laufl. Sagnhafi tók með ás og trompaði tvisvar út. Vest- ur tók á laufkóng og nú var vörnin komin með fjóra slagi. Með hjartaás- inn á hendinni sá vestur að spilið færi a.m.k. einn nið- ur, en þetta var tvímenn- ingur, svo það var mikil- vægt að reyna við 200 fyrir tvo niður. Hann spilaði laufgosa og sagnhafl trompaði. Nú kom hjarta að blindum, sem vestur dúkkaði. En sagnhafl stakk upp kóng og vann sitt spil. Vestur var vissulega gráðugur, en austur átti að sjá þessa hættu fyrir og henda hjartadrottningu í laufgosann! Af hverju? Jú, austur veit um fimmlit í tígli á hendi sagnhafa, svo það er einfalt fyrir hann að reikna út að suður getur ekki átt nema eitt hjarta. SKÁK Uinsjóii llelgi Áss Giélarssoii Svartur á leik. Tékkneski stórmeistar- inn Vlastimil Babula (2.573) hafði svart í með- fylgjandi stöðu gegn þýska stórmeistaranum Stefan Kindermann (2.528) í þýsku úrvalsdeildinni fyrir skemmstu. 49. - Bxh3! 50. Rxh3 - Del+ 51. Bfl Hvit- ur verður mát eftir 51. Kh2 - Bg3 51. d2 og hvítur gafst upp. Árnað heilla ÁRA afmæli. Sextug- ur verður nk. þriðju- dag, 14. mars, Gunnar Fel- ixson forsijóri, Hellulandi 6, Reylqavík. Hann og eig- inkona hans, Hilda Guð- mundsdóttir, taka á móti gestum á afmælisdaginn á milh kl. 17 og 20 á Grand Hótel Reykjavik, við Sigtún. ÁRA afmæli. í dag, sunnudaginn 12. mars, verður sextug Elín Pótursdóttir hjúkrunar- fræðingur, Krummahólum 47, Reykjavfk. Ehn er að heiman á afmælisdaginn. Með morgunkaffinu Sjáðu hvað hann er góður nieð sig, og ekki einu sinni með hring í nefínu. Finnst þér þetta ekki einum of hátt verð? COSPER i / Þú ert áreiðanlega þreyttur og úttaugaður, en hvað ertu að gera á fótum á þessum tíma sólarhrings? LJÓÐABRÖT í MINNINGU SKÁLDS Sem vatn, er sytrar gegnum gisin þök til gólfs, í strjálum dropum, farvegslaust, sem dapur ferill fugls í þröngri vök, sem fis, er þyrla vindar undir haust, var líf þitt, bróðir, vega og átta villt, í veröld, sem þér fáa geisla bar. Var stríð mitt háð til einskis ógnum fyllt? í örvænting þú spyrð og hlýtur svar: Að eiga draum í dagsins tryllta gný og djúpa þrá til söngs í hljóðum skóg, að eiga sýn til sólar gegnum ský og sorg í hjarta - það er skáldi nóg. Kristján frá Djúpalæk. SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 51 STJ ÖRJVUSPÁ eftir Frances Drake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert kjarkmikill ogsækir fast það sem þú vilt. Gættu þess bara að særa engan í atganginum. Hrútur (21. mars -19. apríl) Það kemur að því að yfirmenn þínir taka eftir framlagi þínu. Haltu samt hógværð þinni, því hún er ásamt dugnaðinum þitt mesta aðalsmerki. Naut (20. apríl - 20. maí) Enn og aftur verður þú að ganga fram fyrir skjöldu til þess að koma málum á hreint. Það er út af fyrir sig í lagi, þvf þú ert með allt á hreinu. Tvíburar ^ (21. maí - 20. júní) AA Þegar mistök verða, er ekki um annað að ræða en kyngja þeim, læra og halda áfram. Það versta er að stinga höfð- inu í sandinn; það breytir engu. Krabbi (21. júní - 22. júh') Nú er tækifærið að ná th þeirra, sem hingað til hafa ekki viljað hlusta á skoðanir þínar. Settu þær þannig fram, að enginn þurfí að efast um þig-_____________________ Ljón (23. júh' - 22. ágúst) Það er stundum erfitt að skera úr um hvor er betri brúnn eða rauður. En með heiðarieikann að leiðarljósi á ekki að vera erfitt að ákveða sig._____________________ Meyja j* (23. ágúst - 22. sept.) <DSk Þegar kemur að krossgötum, er sjálfsagt að staldra við og velja framhaldið af kost- gæfni. Sú leið, sem rétt er, liggur ekki alltaf í augum uppi- (23. sept. - 22. október) Mundu að taka allar áskoran- ir alvarlega. Finnist þér eitt- hvað ekki þess virði að líta við því, þá kemur það þér í koll, þóttsíðarverði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Láttu ekki ganga yfir þig. Þú átt þinn rétt eins og aðrir og verður að verja hann, þegar með þarf. Það er eina leiðin til þess að lifa farsællega. Bogmaður (22. nóv.-21. des.) ftSr Láttu ekki leiðindin ná tökum á þér, þótt þér finnist fátt spennandi vera að gerast hjá þér í augnablikinu. Það breyt- ist áður en þú veizt af. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) Gættu þess að ganga ekki svo hart fram, að þú gefir sjálfum þér aldrei grið. Ekkert er þess virði að fórna því heilsu sinni og lífi. Vatnsberi f , (20. jan.r -18. febr.) Taktu aðfinnslum með auð- mýkt, þeim sem þú veizt að eiga rétt á sér! Það má læra af þeim og þú ert rétti maðurinn til svo skynsamlegra við- bragða. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) W' Nú máttu beinlínis ekki byrgja sköpunarþrána lengur inni. Hafðu verk þín fyrir þig, ef þér finnst það betra, en umfram allt; byrjaðu! Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Reglur kterleikuns „ Orders ofLove " Losað um dulið orkuflæði sem veldur sársauka í fjölskyldum, samböndum og í lífi einstaklinga með samvirkniaðferð Berts Hellingers sem hann kallar „Orders og Love“. Það er kærleikur barnsins og hollusta sem bindur það við sitt kerfi (fjölskylduna) upp á gott og vont. T.d. sem barn reynum við að koma í staðinn fyrir þá sem hafa gleymst, verið útilokaðir eða forsmáðir. Karen Hedley, löggiltur meðferðaraðili, heldur námskeið dagana 25. og 26. mars í Bolholti 4, en hún hefur unnið eftir aðferðum Hellingers sl. 7 ár. Hún heldur fyrirlestur í Norræna húsinu mánudaginn 20. mars kl. 20. Upplýsingar og skráning í síma 554 4904 eftir kl. 19. Farsími 696 3349. Netfang skrugga@strik.is Að gera erfitt hjónaband gott og gott hjónaband betra Námskeiö fyrir hjón og sambýlisfólk um samskipti, tjáskipti og tilfinningar veröur haldið föstudaginn 31. mars til sunnudagsins 2. apríl 2000 í kórkjailara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar í síma 553 8800. Stefdn Jóhannsson, MA, jjölskyldurdðgjafi Taktu mér eins og ág er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Þ R R 5EM#HJHRTflfl 51ER P P l Ý S I N 6 II 5 I M I SBB 77BB SKRIFST0FU5ÍMI S 6 B 92BI Mánudagsspjall í hverfinu A morgun í Breiðholti Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða með viðtalstíma í hverfum borgarinnar næstu mánudaga. Á morgun verða Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi í Breiðholti, Álfabakka 14a, kl. 17.15-19.15. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Reykvíkinga til að ræða málin og skiptast á skoðunum við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hafðu áhrif og láttu þínar skoðanir heyrast. Næsti mánudagsspjallfundur: Mánudagur 20. mars kl. 17.15-19.15 í vesturborginni, Kaffi Reykjavík. Vörður - Fulitrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavfk www.xd.ís sími 515 1700 SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN U d
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.