Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 FOLKI FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ Tónleikaútgáfa The Wall væntanleg Múrinn hans Rogers Þessa dagana er tuttuga ára gömul tón- leikaútgáfa af tímamótaverki Pink Floyd, „The Wall“, að koma út. Að því tilefni - •• kynnti Orn Arnarson sér sögu verksins. I LOK áttunda áratugarins voru meðlimir hljómsveitarinnar Pink Floyd búnir að ferðast langan veg. A rúmum áratug höfðu þeir þróast úr því að vera strákar sem gengu um í litríkum skyrtum og sungu afskap- lega langa söngva um nærbuxna- þjófa, hressa álfa og hulduverur á vel heppnuðum skemmtikvöldum helstu kyndilbera hippamenningarinnar í London, yfir í það að vera þunglynd- ar poppstjörnur. Stjömur sem áttu sand af seðlum og sungu afskaplega „-janga söngva um firringu nútíma- samfélagsins fyrir tugþúsundir ung- menna í risastórum íþróttahöllum víðsvegar um heim. A leiðinni höfðu þeir líka týnt sjálfum sér og gleðinni sem fékk þá til þess að taka upp hljóðfærin í upphafi. Lok áttunda áratugarins voru ein- kennilegur tími í lífi meðlima hljóm- sveitarinnar. Pönkarar riðu um hér- uð með sjálfan Sid Vicious í farar- broddi sem klæddist rifnum bol sem á stóð „I hate Pink Floyd“ og skiln- Jngur plötukaupenda á alvörugefn- '’uin poppurum sem þurftu að minnsta kosti eitt ár til að taka upp plötur fór þverrandi. Það var þó ein- mitt í þessum jarðvegi sem meðlimir hljómsveitarinnar töfruðu fram úr erminni eitt af meistaraverkum poppsögunnar: „The Wall“. Hugmyndin fæðist Roger Waters, aðallagahöfundur hljómsveitarinnar fékk hugmyndina að The Wall þegar hljómsveitin hélt tónleika í Montreal í Kanada árið 1977. Þegar hann stóð á sviðinu og leit yfir öskrandi ungmennaskarann gerði hann sér grein fyrir að hann átti ekkert sameiginlegt með þessu fólki. - « Hann skildi ekki hvers vegna allt þetta fólk hafði safnast þama saman til þess eins að öskra sig hást og drekka bjór. Fullur fyrirlitningar gerði hann sér lítið fyrir og hrækti á einn áhorfandann og gekk svo af sviðinu. Það var þá sem hann fékk nwndböncl Skrifstofurými / Office Space ★★★ Fersk og bráðfyndin gamanmynd um þrúgandi veruleika vinnunnar á tímum markaðshyggju og stórfyrir- tækja. Fyrri helmingur myndarinn- ar tekur á þessu efni á snilldarlegan hátt en fer síðan út íaðra og ómerki- legri sálma. Hlauptu Lóla, hlauptu / Loia Rennt ★★★% Kvikmyndin um hlaupagikkinn Lólu þykir bera með sér ferska strauma í þýska kvikmyndagerð en ^hún hefur notið vinsælda víða um lönd. Myndin er nýstárleg, hröð og kraftmikil en þar er blandað saman ólikri tækni til að ná fram sterkri sjónrænni heild. Frumleg og vel heppnuð tilraun með möguleika myndmiðilsins. hugmyndina að því að reisa múr á milli sín og áhorfendanna. Eins árs útlegð Eftir tónleikana dró Waters sig í hlé og ekki spurðist til hans í eitt ár. Hann settist að á sveitasetri sínu í Englandi og hóf að semja lög og smám saman fór hugmyndin um vegginn að taka á sig mynd. Veggur- inn varð að táknmynd tilvistar- kreppu og hann leit svo á að hvert einasta áfall sem hann hafði orðið fyrir á lífsleiðinni væri múrsteinn sem hefði smám saman einangrað hann frá umheiminum. Einu ári eyddi hann svo í að semja lög byggð á þessari hugmynd og þau urðu að hryggjarstykki plötunnar The Wall. Textarnir fjalla um rokkstjömuna Pink sem er orðinn að afskræmingu eigin frægðar. Fyrri hluti verksins fjallar um hvaða múrsteinar hlóðu upp vegginn sem hefur einangrað hann frá um- heiminum og fólkinu sem hann elsk- ar. í seinni hluta verksins er geðveiki hans lýst og svo endar þessi dapra saga loks með því að múrinn hrynur, eins og múrar gera yfirleitt á endan- um. Waters samdi að vísu fleira á þessu tímabili og þegar hann hitti loks meðlimi Pink Floyd á ný leyfði hann þeim að velja á milli þess að taka upp The Wall eða annað laga- safn sem kallaðist „The Pros and Cons of Hitch-hiking“. Eins og frægt er orðið ákvað hljómsveitin að taka upp The Wall, en Pros and Cons kom síðar út sem fyrsta sólóplata Waters. Ljóst var frá upphafi að mikið verk var fyrir höndum. Hljómsveitin gerði ráð fyrir að vera á annað ár að taka upp plötuna. í kjölfar fregna um að fyrirtæki sem hafði séð um fjárfestingar íyrir hljómsveitina hafði ekki verið annað en svikamylla varð þó ljóst að hljómsveitin þyrfti að hraða upptökuferlinu og að fjár- hagsleg framtíð hljómsveitarmeð- lima myndi ráðast af velgengni plöt- unnar. Hvunndagshetjan / The Jack Bull ★★★ Fullkomið dæmi um hinar vönd- uðu kapalsjónvarpsmyndir sem ver- ið er að framleiða um þessar mundir vestan hafs. Vandaður vestrí gerður af einvala liði. Konfektmoli fyrir vestraunnendur. Óveður aldarinnar / The Storm of the Century ★★★ Enn ein Stephen King-sagan kvik- mynduð og er þessi vel yfír meðai- lagi góð. Það virðist gefa góða raun að láta hann sjálfan skrifa handritið. Besta sjónvarpsmyndasyrpan sem gerð hefur veríð eftir sögu Kings. Mlil on the Floss / Myllan vlð ána Floss ★★14 Emily Watson bregst ekki fremur en fyrri daginn í meðalgóðri útgáfu af bók George EUot. Bernard Hill skín í hlutverki föðuríns. Gunshy / Byssuragur 'k'kVn Góður leikur, sérstaklega hjá Michael Wincott, og gott handrít Roger Waters syngur af innlifun. Upptökur ósamlyndrar hljómsveitar Áður en hljómsveitin hóf upptökur þurfti að greiða úr einu vandamáli, en það var að Waters átti mjög erfitt með að umgangast hina hljómsveit- armeðlimina. Þetta var sérstaklega óheppilegt vegna þess að samstarf hans og David Gilmour gítarleikara var sú uppspretta sem lög hans nærðust á. Næmi Gilmour fyrir lag- línum hafði ávallt gefið lögum Wat- ers þá vídd sem aðgreindi þau frá lagasmíðum annarra. Þetta var sér- staklega mikilvægt vegna laganna sem Waters hafði samið fyrir The Wall. Þau voru upp til hópa dimm og drungaleg og þurftu þess vegna nauðsynlega á blæbrigðum Gilmour að halda. Til að leysa þetta vandamál halda þessarí hefðbundu glæpa- heimsmynd fyrir ofan meðallag. Falcone / Falcone Dómari ★★14 Góð mynd sem byggir á sannsögu- legum atburðum um baráttu dómar- ans Falcone við hina gífuiiega valda- miklu mafíu. Jarðarför í Texas / A Texas Funeral ★★14 Vel skrifuð kvikmynd sem byggist smám saman upp frambærílegt fjöl- skyldudrama. Hverrí persónu er gefíð gott svigrúm og leikarar njóta sín vel í bitastæðum hlutverkum. Umbó / Umbo ★★★14 Þessi nýjasta mynd leikstjórans John Sayles er vel skrífuð og for- vitmlega upp byggð. Hún bregður upp skarpri mynd af smábæjarlífí í Alaska og kafar síðan djúpt í tilfínn- ingalíf nokkurra aðalpersóna. Óvenjuleg og töfrandi kvikmynd. Heiða Jóhannsdóttir Ottó Geir Borg Skarphéðinn Guðmundsson leiða plötuna með þeim. Sá sem varð fyrir valinu var Kanadamaðurinn Bob Esrin, en á þeim tíma var hann frægastur fyrir að hafa tekið upp plötur hljómsveitarinnar Kiss og söngvarans Alice Cooper. Reyndar hafði hann einnig tekið upp Berlínar- plötu Lou Reed, en sú ágæta plata er, ásamt The Wall, sú gleðisnauð- asta í poppsögunni. Margir hafa haldið því fram að The Wall hefði hvorki orðið fugl né fiskur ef Esrin hefði ekki lagt hönd á plóginn við gerð plötunnar. Hann hefur sjálfur sagt frá því í viðtölum hvernig hann tók sögu Waters og endurskrifaði. Hann tók út úr text- unum allar vísanir um aldur Pink á þeirri forsendu að unglingar sem keyptu plötur hefðu lítinn áhuga á gömlum rokkstjörnum í sálar- hremmingum. Hann gerði plötuna aðgengilegri og hefur Gilmour sagt að hann hafi einnig samið mikið fyrir plötuna, þótt þess hafi ekki verið getið. Smellur saminn eftir pöntun Gott dæmi um áhrif Bob Esrin á upptökuferlið er lagið „Ariother Brick in the Wall Part II“. Frá því að Syd Barret hafði yfirgefið hljóm- sveitina rúmum tíu árum áður hafði Pink Floyd ekki gert mikið af því að senda frá sér smáskífur. Esrin sann- færði Waters og Gilmour um að smá- skífusmellur væri nauðsynlegur til að platan myndi seljast, vegna þess hve lögin á The Wall væru þung og tormelt. Þar sem þeir félagar vissu mest lítið um hvernig vinsældapopp- ið í þá daga hljómaði var sendill sendur út í búð til að kaupa öll vin- sælustu lögin. Svo hlustuðu þeir á þau og reiknuðu því næst út hvað þyrfti að einkenna vel heppnaðan smell. Útkoman var lagið Another Brick in the Wall. Lagið varð vinsæl- asta smáskífa ársins 1980. Mörg af þeim lögum sem Waters hafði samið fyrir verkið voru ekki notuð og ný samin í þeirra stað. Dav- id Gilmour hefur sagt frá því að mörg bestu lög plötunnar hafi verið samin meðan á upptökum stóð. Esr- in var stöðugt að senda Waters í burtu til að semja nýtt efni þegar ljóst var að það sem íyrir var dugði ekki. Mörg af þeim lögum sem kom- ust ekki á plötuna skutu síðan upp kollinum á plötunni „The Final Cut“, sem var síðasta Pink Floyd-platan með Waters innanborðs. Afdankaðir fresskettir fara á flakk The Wall var tekin upp að mestu leyti í hljóðverum í Frakklandi og í Los Angeles. Skattamál gerðu það að verkum að hljómsveitarmeðlimir þurftu að flytja úr landi meðan á upptökum stóð. Bob Esrin hefur sagt að meðlimir Pink Floyd hafi haft gott af því að rífa sig upp með rótum og fara á flakk og mikið af kraftinum á plötunni hafi einmitt komið til vegna þessara flutninga. í London voru þeir eins og afdankaðir fresskettir og manna ólíklegastir til þess að taka upp kraftmikil rokklög. Þrátt íyrir það voru þó mikilvægir hlutar plötunnar teknir upp í Lond- on. Hljóðmaðurinn Nick Griffith fékk það verkefni að taka upp öll aukahljóðin á plötunni. Hann ferðað- ist um landið til þess að ná á band þegar gamlar verksmiðjur voru sprengdar í loft upp og um helgar braut hann húsgögn í hljóðverinu með félögum sínum. Griffith fékk einnig það verkefni að taka upp söng skólakrakkanna í Another Brick in the Wall Part II, en eftir útkomu plötunar var Waters sakaður af ensku pressunni um að misnota grunlaus skólabörn til að koma sín- um „rauðvínskommasjónarmiðum", eins og það var kallað, á framfæri án þess að börnin fengju hlutdeild í arð- inum. Hljóðfæraleikurinn á plötunni naut einnig góðs af því að mestur hluti hennar var tekinn upp í Los Angeles. Þótt það væri ekki á allra vitorði var David Gilmour eini með- limur Pink Floyd sem var góður hljóðfæraleikaii. í LA höfðu þeir fé- lagar aðgang að fremstu hljóðfæra- leikurum sem völ var á og voru þeir nýttir til fulls þótt framlags þeirra sé ekki getið. Verk þriggja manna The Wall er afurð Rogers Waters. Platan myndi samt ekki hljóma eins og hún gerir í dag ef Bob Esrin og David Giímour hefðu ekki lagt hönd á bagga. Margir hafa haldið því fram að The Wall sé íyrsta sólóverk Wat- ers, en sú fullyrðing stenst varla nánari skoðun. Gilmour samdi eitt áhrifamesta lag plötunnar „Com- fortably Numb“ og hann lyftir flest- um lögum hennar í hæðir með frá- bærum gítarleik. Hinir tveir meðlimir Pink Floyd, hljómborðs- leikarinn Richard Wright og trymb- illinn Nick Mason, komu ekki nálægt gerð plötunnar. Reyndar var Wright rekinn úr hljómsveitinni meðan á gerð hennar stóð. Tvennum sögum fer af því hvers vegna Wright var látinn fara. Önnur segir að ástæðan hafi einfaldlega verið sú að Waters hafi ekki þolað hann lengur og losað sig við hann. Hin útgáfan er að Wright hafi fyrir löngu verið hættur að semja fyrir hljómsveitina og hafi ekki haft upp á neitt bjóða við gerð plötunnar og því hafi aðrir hljóm- borðsleikarar verið fengnir til að spila á plötunni. Nick Mason tromm- aði lítið á The Wall, enda er það ekk- ert launungarmál að hann er frekar vondur og hæfileikalaus trymbill. Þeir félagar voru samt ekki tilbúnir til að láta hann fara sömu leið og Wright, þótt framlag hans væri lítið sem ekkert. Sjálfsvorkunnarlofgjörð The Wall varð gríðarlega vinsæl plata og seldist eins og heitar lumm- ur þrátt fyrir dapurleikann sem ein- kennir efnistök hennar. Gagnrýn- endur tóku plötunni misvel. Margir sögðu hana vera lítið annað en sjálf- svorkunnarlofgjörð Roger Waters og þótti lítið í hana varið sem slíka. Aðrir voru jákvæðari og ef vil vill sanngjamari í dómum sínum. Vissu- lega svifur eymdin og sjálfsvorkunn- in á The Wall yfir vötnum og það er líklega þess vegna sem hún hefur alla tíð verið svo vinsæl meðal ung- lingspilta í tilvistarkreppu. Verkið hefur þó upp á töluvert meira að bjóða. Tónlistin er frábær og hreyfir við hlustandanum, en það er ekki svo algengt að dægurtónlist geri það. Þetta er verk sem á eflaust eftir að lifa áfram, þrátt fyrir að margar af þeim pælingum sem fyrirfinnast í þvi séu orðnar úreltar. fpncm hpir hnAia aríila til aft fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.