Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Skemmdir í eldi á skemmti- stað Heimssýningín f Hannover í Þýskalandi T Morgunblaðið/Sigrún Hátíðarkrans var hífður upp á grind íslenska sýningarskálans í Hannover. 6HM fagnar útspili ríkisstj órnarinnar BANDALAG háskólamanna, BHM, fagnar útspili ríkisstjórnar- innar í skattamálum. Björk Vil- helmsdóttir, formaður BHM, segir einkar ánægjulegt að sjá hækkun persónuafsláttar og minnkun tengjutengingar barnabóta. Það eigi eftir að koma lágtekjuhópum og millitekjuhópum innan BHM af- skaplega vel. „Þetta kemur í raun öllu fjöl- skyldufólki vel og jafnar bilið milli aldurshópa, sem er gríðarlega mik- ilvægt. Það er svo mikið af sameig- inlegum hagsmunum hjá þeim lág- tekjuhópum sem Flóabandalagið var að semja fyrir og þessum milli- tekjuhópum sem við erum með inn- an okkar raða,“ segir hún. Björk vinnur sem félagsráðgjafi hjá Blindrafélaginu og að hennar mati skiptir einna mestu máli að greiðslur almannatrygginga eigi nú að fylgja launaþróun. „Eg þekki það vel úr mínu starfi að bilið milli láglaunahópa og þeirra sem fá líf- eyrisgreiðslur hefur aukist á und- anförnum árum og því tel ég þetta frábært skref,“ segir hún. „Sem launþegahreyfing getur BHM líka fagnað þessu mjög, því sjúkdómar og fötlun spyrja hvorki um stétt né stöðu og okkar fólk lendir jafnt í því sem aðrir." Fagnar auknum réttindum Björk segir BHM einnig fagna því að lengja eigi fæðingarorlof, jafna og samræma réttindi milli starfsfólks á opinbera og almenna vinnumarkaðnum. „Við fögnum því að réttindi færist upp á við. Við myndum aldrei mótmæla slíku,“ sagði hún. BHM er með lausa samninga í enda október nk. Björk segir ljóst að væntanlegur kjarasamningur SA og Flóabandalagsins sé stefnu- markandi fyrir þá samninga sem eftir koma á þessu ári. „Það er ekki spurning," segir hún. „Utspil ríkis- stjórnarinnar eru líka geysilega mikilvæg í þessu sambandi og eiga að mínu viti eftir að skipta tals- verðu máli í allri samningagerð það sem eftir lifir ársins,“ segir Björk. Grind ís- lenska skál- ans risin BIJIÐ er að reisa grindina að ís- lenska sýningarskálanum fyrir heimssýninguna í Hannover í Þýskalandi, EXPO 2000, sem hefst 1. júní. I tilefni af því var á föstudag haldið hóf til að fagna áfanganum. Sverrir Haukur Gunnlaugsson ráðuneytisstjóri bauð gesti vel- komna og að því loknu mælti Ingi- mundur Sigfússon sendiherra nokkur orð. Þá tók Sigríður Sig- urðardóttir, framkvæmdasfjóri ís- lenska verkefnisins, til máls, auk Ingo Herbert, skipulagsstjóra hjá EXPO 2000 og fulltrúa þýska verk- takafyrirtækisins. Skálinn verður blár risakubbur úr stálgrind, 23x23 metrar að flat- armáli og 19 metrar á hæð, klædd- ur bláum plastdúk og glærum þar yfir, sem vatn rennur af þaki húss- ins, en vatn er meginþema skálans. Morgunblaðið/Ásdís Fjöldi í hæfnisprófi MIKILL fjöldi þreytti hæfnispróf Morgunblaðsins fyrir blaðamenn í húsakynnum Iláskólans í Reykja- vík í gærmorgun. Prófið felst einkum í að kanna íslenskukunn- áttu og felst m.a. í þýðingu texta úr ensku og dönsku og frétta- skrifum. Að sögn Bylgju Birgisdóttur hjá starfsmannahaldi Morgunblaðsins var brugðið á það ráð í ár að auglýsa eftir blaðamönnum f sum- arafleysingar og það hafi greini- lega skilað sér. Nálægt 200 um- sóknir um störf hafi borist, eða tvöfalt fleiri en í fyrra, og þar af þreyttu um 150 prófið, 142 í gær og 7-8, sem staddir eru erlendis eða úti á landi, í gegnum Netið. Bylgja sagði að hafist yrði handa við yfirferð prófsins nú um helgina, en vegna mikils fjölda þátttakenda gæti það tekið nokk- urn tima. Myndin er tekin rétt áður en prófið hefst og greinilegt er að sumir hafa brugðið á það ráð að renna yfir blaðið sitt fyrir átökin. Andlát INGIR. HELGASON INGI Ragnar Helga- son hæstaréttarlög- maður lést á föstudag í Reykjavík á 76. aldurs- ári. Ingi R. fæddist í Vestmannaeyjum hinn 29. júlí 1924. Foreldrar hans voru Helgi Guð- mundsson sjómaður og verkamaður og Einar- ína Eyrún Helgadóttir verkakona. Ingi ólst upp í Vestmanneyjum og Reykjavík, varð stúdent frá MR 1945; lauk lagaprófi frá HI 1953 og varð hæstaréttarlögmaður 1964. Hann rak eigin málflutnings- stofu í Reykjavík 1953-81, varð for- stjóri Brunabótafélags íslands 1981 og var síðan starfandi stjórnarfor- maður Vátryggingafélags íslands frá 1989 og þar til hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir, 1996. Ingi tók virkan þátt í stjórnmál- um, fyrst í Háskólanum og síðar með Sameiningarflokki al- þýðu - Sósíalista- flokknum og síðar Al- þýðubandalaginu. Hann gegndi fjölmörg- um trúnaðarstörfum, var m.a. borgarfulltrúi í Reykjavík um átta ára skeið og varaþingmað- ur snemma á sjöunda áratugnum. Hann sat í bankaráði Seðlabank- ans í á þriðja áratug, var m.a. formaður bankaráðs, sat í stjóm íslenska álfélagsins, stjórn Sinfóníuhljóm- sveitar íslands og í stjórn Krabba- meinsfélags íslands frá 1991 til dauðadags. Þá vann Ingi ötullega um árabil í Samtökum um byggingu tónlistarhúss, en það málefni var honum afar hugleikið. Eftirlifandi eiginkona Inga er Ragna M. Þorsteins, fv. flugfreyja, og hann lætur eftir sig fimm upp- komin börn. Örlagagyðjum boðinn dans ► Líftæknifyrirtækið Urður, Verðandi, Skuld hélt nýverið fund í Washington til að leggja drög að vísindaráði fyrirtækisins. /10 Draumurinn sem rættist ►Jón Þórarinsson, einn af helstu frumkvöðlum Sinfóníuhljómsveit- ar íslands, segir frá tilurð hennar og mótun gegnum þau 50 ár sem liðin eru frá stofnun hennar. /20 Foringi var fallinn ► Einar B. Pálsson segir frá Heklurannsóknum Steinþórs Sig- urðssonar heitins jarðfræðings en Einar var í för með Steinþóri er hann beið bana við Heklu. /24 Tólg í tiltektina ►Viðskiptaviðtalið er við hjónin Eygló Hjálmarsdóttur og Sigurð Hólm Sigurðsson í S. Hólm. /30 ►l-28 Sjálfstætt fólk ► í blaðinu í dag birtast þrjár fyrstu myndafrásagnirnar af fimm þar sem ljósmyndarar blaðsins segja sögur af íslandingum. Sam- tímis birtast hliðstæðar sögur í átta helstu dagblöðum Norður- landa. /1&10-19 Heimilið er heilagt ► Hjónin Guðjón Pedersen og Katrín Hall í viðtali en sameigin- Iega munu þau senn ráða ríkjum í Borgarleikhúsinu, hann sem leik- hússtjóri Leikafélags Reykjavíkur og hún sem listdansstjóri Islenska dansflokksins. /6 Stafræn framtíð ►Á CeBit-sýningunni í Hannover á dögunum voru sýnd ýmiss tæki sem ætla má að fari á almennan markað áður en langt um líður. /24 FERÐALÖG ► l-4 Sólsetur og sólarupp- rás í friðsæld ► Siglt á skútu niður Níl. /2 Ekki bara fyrir göngugarpa ► Ferðafélagið Útivist á 25 ára afmæli á árinu. /3 D m0 BILAR ► 1-4 Wagon R+ ► Orðinn stærri og kraftmeiri. /2 Reynsluakstur ►BMW 3 Touring - sportlegur langbakur. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ►l-28 íslenskur harðviður ► Hefur hafið starfrækslu á Húsavík. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Idag 60 Leiðari 32 Brids 50 Helgispjall 32 Stjörnuspá 50 Reykjavíkurbréf 32 Skák 50 Skoðun 34 Fólk í fréttum 54 Minningar 36 Utv/sjónv. 52,62 Viðhorf 36 Dagbók/veður 63 Myndasögur 48 Dægurtónlist 26b Bréf til blaðsins 48 INNLENDAR FRÉTTIR: 24-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.