Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 21 LISTIR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN Fyrstu tónleikar fimmtudaginn 9. marz 1950 kl. 7.15 síðdegis í Austurbæjarbíó Stjórnandi Robtr? Abraham Efnisskrd: BEETHOVEN Egmont-forleikurinn, op. 84 BÉLA BARTÓK Sjö rúmenskir þjóðdansar HAYDN - Divertimento í B-dúr fyrir fimm blásturshl jóðfæri 1. Allegro con spirito 2. Andante quasi Alegrctto 3. Menuetto 4. Rondo — Alegretto Willy Bohring, flauta — Paul Pudelski, óbó Egill Jónsson, klarínett — Adolf Kem, fagott Alois Spach, hom SCHUBERT Sinfónia nr. 8 í h-moll („Ófullgerða hljómkviðan“) 1. Allegro moderato 2. Adante con moto Efnisskrá frá fyrstu tónleikum Sinfóni'uhljómsveitar fslands í Austurbæjarbíói, fimmtudaginn 9. mars 1950. sinnum. Næsta viðfangsefni var svo Carmen sem aldrei hafði yerið sýnd hér og við fengum Stefán íslandi frá Kaupmannahöfn til að syngja Don José og ameríska Carmen sem hét Gloria Lane. Hún var ákaflega sjarmerandi kona og frábær söng- kona og bókstaflega lagði Reykvík- inga að fótum sér. Tónleikarnir gengu svo vel um vorið að við urðum að taka þá upp aftur um haustið. Þetta urðu, held ég, einar tólf upp- færslur og er það líklega met enn í dag. Tónleikar á þessum tíma voru á þriggja vikna fresti eða um það bil tólf tónleikar á ári. Þegar hljóm- sveitin féll undir útvarpið aftur árið 1961 þá lögðust niður bæði ferðirnar út á land og óperuuppfærslunar og svo virtist sem einungis væri gert það sem bráðnauðsynlegt þótti. Þeir föstu stjórnendur sem ráðnir voru á þessum árum voru sumir heldur at- kvæðalitlir. Þegar lögin voru sett um hljómsveitina árið 1982 kom svo kippur í starfsemina aftur.“ Allt upp á við Árið 1982 voru sett lög á Alþingi um Sinfóníuhljómsveit Islands og hún gerð að sjálfstæðri stofnun sem rekin er sameiginlega af Ríkissjóði, Ríkisútvarpinu, Borgarsjóði Reykja- víkur og Bæjarsjóði Seltjarnarness. Jón segir að eftir þetta hafi allt stefnt upp á við. Til vitnis um það sé velgengni sveitarinnar ytra og lof- samlegir dómar um leik hennar í virtum erlendum blöðum og tímarit- um. Jón minnir á að nú höfum við á að skipa einvala liði hljóðfæraleikara og að Sinfóníuhljómsveitin hafi átt því láni að fagna að hafa fengið til liðs við sig marga góða stjómendur. „Frá fyrri árum er sérstök ástæða til að nefna Olav Kielland og Bohdan Wodiczko að ólgeymdum heima- mönnunum Róbert A. Ottóssyni og dr. Victor Urbancic. Nokkrir af hljómsveitarstjórum okkar í seinni tíð hafa einnig unnið giftudrjúgt starf. Jean-Pierre Jacquillat sem var hér um árabil var prýðisstjómandi þó að hann væri kannski of mikið ljúfmenni til að vera mjög aðgangs- harður hljómsveitarstjóri. Engu að síður skilaði hann mjög góðum árangri og fór til dæmis með hljóm- sveitina í vel heppnaða tónleikaferð til Frakklands árið 1985. Af einstök- um mönnum á síðustu tíu til tólf ár- um ber fyrstan að nefna Petri Sakari sem tvívegis hefur verið hér aðal- stjórnandi á þessum tíma og svo landa hans Osmo Vanská. Ég lít svo á að það sé fyrst og fremst Petri sem hefur slípað hljómsveitina til og gert hana að því hljóðfæri sem hún er í dag. Á hinn bóginn verður að segjast að Osmo Vánská hafði kannski sterkari nærvera á sviðinu og það var hann sem sló í gegn í Banda- ríkjunum árið 1996. En grunninn hafði Petri lagt. Hann er mikill vinnuþjarkur og nákvæmnismaður og þar að auki iðinn við að flytja ís- lenska tónlist, sem því miður er meira en hægt er að segja um Rico Saccani sem nú er. Saccani er mjög glæsilegur stjómandi og hefur vakið sérstaka athygli fyrir það að stjórna alltaf blaðalaust en fyrir vikið er kannski verkefnalisti hans þrengri en ella væri og hann ef til vill síður fús til að takast á við ný verkefni." Jón segir að skömmu eftir að lögin vora sett um hljómsveitina árið 1982 hafi verið gerð út nefnd til að kanna kjör hljóðfæraleikara á íslandi og í nálægum löndum. í kjölfarið á þessu hafi kjör hljóðfæraleikaranna verið endurskoðuð og bætt. „Síðan hefur þetta því miður þróast á þá leið að þegar aðrir hafa fengið kauphækk- anir þá hefur oft verið verslað með vinnuskyldu hljóðfæraleikara, þ.e. að í staðinn fyrir að hækka launin þá hefur vinnuskyldan verið skert eða einhverjar takmarkanir settar á sem hafa þrengt mjög að starfsemi hljómsveitarinnar. Framtíðarnauð- syn er því að rýmka kjör hljóðfæra- leikara til þess að þeir eigi ekki allt líf sitt undir því að vinna jafnmikla eða meiri aukavinnu og aðalstarfið.“ Það sem einnig hefur haft mikil áhrif á velgengni hljómsveitarinnar að mati Jóns er það góða starfsfólk sem hún hefur haft á að skipa. Hann nefnir konsertmeistara hljómsveit- arinnar, þau Björn Ólafsson, Jón Sen, Guðnýju Guðmundsdóttur og Sigrúnu Eðvaldsdóttur, og segir það ómetanlegt að hafa slíkt fólk í for- ystu. „Hljómsveitin hefur alla tíð verið heppin með starfsfólk og það hefur unnið hljómsveitinni af trú- mennsku og þeirri bjartsýni sem nauðsynleg er í þessu starfi. Það á ekki síður við um þá sem stjórna daglegum rekstri hljómsveitarinnar. Ég vænti mikils af störfum núver- andi framkvæmdastjóra, Þrastar Ólafssonar. Hann hefur næman skilning á þörfum og hagsmunun hljómsveitarinnar, þó að hann sé ekki tónlistarmaður að mennt, og gengur heilshugar að starfi sínu. Reynslan hefur sýnt að reyndir og hagsýnir athafnamenn sem komið hafa að stjóm hljómsveitarinnar hafa oft dugað henni býsna vel.“ Elstu baráttumenn landsins um sterka og öfluga íslenska sinfón- íuhljómsveit hljóta að vera stoltir á þessum fimmtíu ára tímamótum hljómsveitarinnar. Sinfóníuhljóm- sveit íslands varð ekki einungis að veraleika sem eitt helsta aflið í ís- lensku menningarlífi heldur hefur hún nú að auki haslað sér völl utan landsteinanna. „Við sem voram að brölta þetta í byrjun fullyrtum það að íslensk sinfóníuhljómsveit yrði máttarstólpi tónlistarlífs í landinu. Ég held að við höfum ekki gert okk- ur vonir um miklu meira. En svo ger- ist þetta hvorttveggja í senn, okkar draumur rætist og um leið kemur í Ijós að hljómsveitin á líka erindi til mun stærri áheyrendahóps en hér er að finna. Þetta ævintýri hefur því farið fram úr okkar glæstustu von- um,“ segir Jón Þórarinsson. Ein af myndunum á sýningunni eftir EUiott Erwitt. Ljósmyndir um kaffi SÝNING á ljósmyndum úr almanaki í'talska kaffiframleið- andans Lavazza fyrir árið 2000 hefst í húsakynnum Sævars Karls í Bankastræti um helg- ina. Lavazza hefur um nokkurra ára bil gefið út almanak með ljósmyndum kunnra alþjóð- legra listamanna, sem hafa það að markmiði að vegsama kaffi. Að þessu sinni hefur Lavazza fengið til liðs við sig ljósmynd- arann Elliott Erwitt, sem er af rússneskum ættum, en fæddur í París árið 1928. Erwitt hefur getið sér gott orð fyrir frétta- og heimildaljósmyndun, m.a. innan hinnar virtu ljósmynda- stofu Magnum Photos. Almanak Lavazza fyrir árið 2000 hefur vakið mikla athygli innan og utan Italíu, þar sem það var fyrst birt í lok síðasta árs. I almanakinu leitast Erwitt við að sýna hvernig kaffi tvinn- ar saman líf fjölskyldna núti'm- ans, hann leitast við að sýna flókin sambönd og mismunandi fjölskylduform, augnablik þar sem ólíkar kringumstæður fólks birtast þegar það nýtur kaffis. Ljósmyndirnar verða til sýn- is hjá Sævari Karli til 10. apríl næstkomandi. LANGAR ÞIGAÐ NÁLGAST VERKEFNIN FRÁ NýRRI HLIÐ? 1.040.161kr. ónVSK. Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 22.709 kr. 6 mánuði Fjármögnunarleíga 25% útborgun 260.040 kr. 15.982 kr. á mánuði Rekstrarleiga er miðuð er við 24 mánuði og 20.000 km akstur á ári, f erlendri myntkröfu. Fjármögnunarleiga er miðuð við 60 mánuði og 25% útborgun, greiðslur eru án vsk. Vsk leggst ofan á leigugreiðslur en viðkomandi faer hann endurgreiddan ef hann er með skattskyldan rekstur. Allt verð er án vsk. ATVINNUBILAR FyRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Grjóthálsi 1 Sfmi 575 1200 Söludeild 575 1225 RENAULT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.