Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT fbúar Kaliforníu samþykkja Tillögu 22 um bann við hjónaböndum samkynhneigðra Heilagl hjónaband o g réttindi samkynhneigðra BAKSVIÐ Fyrir kosningarnar í Kaliforníu 7. mars voru háværar deilur um Tillögu 22, sem kveður á um að Kaliforníuríki muni aðeins viðurkenna hjónaband karls og konu. Ragn- hildur Sverrisdóttir segir að tillagan hafi verið samþykkt og ekki sé hægt að túlka það öðruvísi en sem afturkipp í réttinda- baráttu samkynhneigðra. Olíklegt sé að nokkurt ríki Bandaríkjanna muni heimila hjónabönd samkynhneigðra á næstunni. AP Vinkonurnar Deborah Montesinos og Kathleen Gilbert fylgjast með nið- urstöðum atkvæðagreiðslu um TiIIögu 22 á samkomu andstæðinga til- lögunnar í San Francisco. EGAR lq'ósendur í Kali- forníu gengu að kjörborði sl. þriðjudag greiddu þeir ekki eingöngu atkvæði um hvaða mann þeim litist best á sem forsetaframbjóðanda komandi haust, heldur einnig um fjölda ann- arra atriða. Þeir samþykktu m.a. til- lögu sem heimilar indíánum að byggja upp spilavíti í ríkinu, ákváðu að leggja milljónir í byggingu bóka- safna og flóðgarða, höfnuðu því að leggja fé í nýjar rannsóknarstofur fyrir lögregluna og að fella niður 50 senta toll af hverjum tóbakspakka. Sú tillaga, sem fékk langmesta um- fjöllun fyrir kosningamar, var hins vegar Tillaga 22. Hún kveður á um, að Kalifomíuríki muni aðeins viður- kenna hjónaband karls og konu. Til- lagan var samþykkt með 61% at- kvæða. Nú mætti halda, fyrst menn sáu ástæðu til að láta kjósa um tillögu með þessu orðalagi að Kaliforníuríki viðurkenni nú þegar hjónaband tveggja karla eða tveggja kvenna. Því fer fjarri. Tillagan er hins vegar vamagli til að hnykkja á núgildandi lögum og koma í veg fyrir að homm- ar og lesbíur, sem hugsanlega fá rétt til að giftast í einhverju öðra ríki Bandaríkjanna síðar meir, geti kraf- ist þess að njóta sömu réttar og hjón í Kalifomíuríki. Varnagli þessi var sleginn í kjölfar margra ára umræðna í Bandaríkjun- um um hvaða réttindi samkyn- hneigðir í sambúð eigi að njóta. Kali- forma hlýtur reyndar að teljast standa þar nokkuð framarlega. Á síðasta ári staðfesti ríkisstjórinn, demókratinn Gray Davis, lög um skráða sambúð, sem kveða á um að sambýliskona eða maður samkyn- hneigðs ríkisstarfsmanns skuli njóta sömu réttinda í heilbrigðiskerfinu og væru þær eða þeir í hjónabandi, auk réttinda til makalífeyris. Þrátt fyrir aukin réttindi samkyn- hneigðra í Kalifomíu þá vora það önnur ríki sem gengu lengra og ýttu þar með undir að í Kaliforníu var borin fram og samþykkt Tillaga 22 um að ríkið viðurkenndi eingöngu hjónaband karls og konu. Hawaii- búar vora til dæmis nálægt því að heimila hjónabönd samkynhneigðra, en það var ríki hinum megin í Banda- ríkjunum, Vermont, sem ýtti dug- lega við mönnum. Þar höfðaði sam- kynhneigt par prófmál og krafðist þess í nafni mannréttinda að fá að njóta allra þeirra réttinda, sem gagnkynhneigð pör nytu. Málið fór alla leið fyrir Hæstarétt Vermont, sem kvað upp dóm sinn 20. desem- ber sl. Rétturinn komst að þeirri nið- urstöðu, að samkynhneigð pör ættu að njóta allra sömu réttinda að lög- um og bera allar sömu skyldur og gagnkynhneigð pör, enda bryti Vermontríki gegn mannréttinda- ákvæðum stjómarskrárinnar með því að mismuna þegnum sínum að þessu leyti. Rétturinn tók þó ekki af skarið um hvort þing ríkisins yrði að setja lög sem heimiluðu hjónabönd samkynhneigðra, heldur sagði að þingið yrði að ráða fram úr þvi hvort jafnrétti þegnanna yrði náð fram með þeim hætti eða með skýram lög- um um skráða sambúð. Flestir telja líklegt að Vermont finni slíkum rétt- indum annað heiti en „hjónaband", enda samþykktu kjósendur þar sams konar tillögu og Tillögu 22 sl. þriðju- dag, og þar með er tryggt að önnur ríki þurfa ekki að taka afstöðu til réttindanna, þar sem staðbundin réttindi sambýlisfólks færast ekki á milli ríkja eins og réttur hjóna. Hvert ríki virðir lög hinna í Bandaríkjunum gildir sú ein- falda regla, að hvert ríki innan þeirra er skuldbundið til að virða lög og reglur næsta ríkis. Fólk, sem gengur í hjónaband, ættleiðir böm, skilur eða fremur aðra lögformlega geminga, verður að geta gengið að því sem vísu að staða þess sé óbr- eytt, þótt það aki yfir ríkjamörk. Kalifomíuríki hefur til dæmis veitt hjónum frá sumum Suðurríkjanna sömu réttindi og hefðu þau gengið í hjónaband þar, jafnvel þótt annað eða bæði hjóna séu miklu yngri en lög Kalifomíuríkis tíunda sem lág- marksaldur til hjónabands. Sama á við um skyldleika hjóna. Miðað við þessa reglu hefði Kali- fornía, sem og önnur ríki Bandaríkj- anna, líklega þurft að viðurkenna hjónaband samkynhneigðra frá Vermont, eða öðram ríkjum sem settu löggjöf um hjónaband tveggja einstaklinga af sama kyni. En undir þann leka var sett með alríkislögum árið 1996, þar sem kveðið er á um að hverju ríki sé í sjálfsvald sett hvort það viðurkenni hjónabönd fólks af sama kyni. I kjölfarið vora lagðar fram tillögur í hverju ríkinu á fætur öðra, þar sem kjósendur tóku af- stöðu til tillagna um „vemdun hjóna- bandsins", eins og slíkar tillögur eru oft nefndar (í Kalifomíu var tillagan í fyrstu nefnd slíku nafni, en það þótti of leiðandi og að tilstuðlan dóm- stóla var heitinu breytt svo það vís- aði til „takmörkunar á hjónabandi“, ekki vemdun þess.). Á þriðjudag varð Kalifomía 31. ríkið til að sam- þykkja, að hjónaband skuli aðeins binda karl og konu. Kalifornía á sjálf að ráða Höfundur Tillögu 22 er repúblik- aninn og öldungadeildarþingmaður- inn Pete Knight. Hann sagði tillög- una nauðsynlega til að loka glufu í lögunum, því annars gætu önnur ríki þvingað íbúa Kalifomíuríki til að við- urkenna hjónabönd, sem gengju gegn sannfæringu heimamanna. „Kaliforníubúar eiga sjálfir að ráða þvi hvers konar hjónabönd era við- urkennd innan ríkjamarkanna. Þetta er okkar ríki og á að vera okkar val,“ sagði Knight, sem kom sér að vísu undan því að svara spumingu blaða- manns Sacramento Bee um hvers vegna hann beitti sér þá ekki á sama hátt fyrir því að ríkið neitaði að við- urkenna hjónabönd unglinga eða ná- skyldra, sem sum önnur ríki leyfðu. Knight sagði einnig að viðurkenn- ing á hjónaböndum samkynhneigðra myndi senda röng skilaboð til bam- anna, sem ættu að erfa landið. Einn talsmanna andstæðinga til- lögunnar, Donald G. Brown, prófast- ur Ensku biskupakirkjunnar í Sacramento, sagði tillöguna fásinnu og eingöngu fram setta vegna for- dóma í garð samkynhneigðra. Hjónabönd þeirra væra ekki leyfð í ríkinu, en tillagan væri eingöngu til þess ætluð að Kalifornía gengi gegn þeirri fomu reglu, að virða lög ann- arra ríkja. Reyndar væri tillagan jafnframt tímaskekkja, því litlar lík- ur væra á að nokkurt ríki heimilaði hjónabönd samkynhneigðra á næst- unni. Prófasturinn sagði það líka al- rangt, að samþykki tillögunnar hefði engin áhrif á réttarstöðu samkyn- hneigðra. Hann tíundaði fjölmörg dæmi um annað, þar sem sams kon- ar tillögur hefði verið samþykktar sem lög. í Idaho og Pennsylvaníu hefðu dómstólar til dæmis skýlt sér á bakvið sambærileg ákvæði, þegar þeir höfnuðu beiðni samkynhneigðs foreldris um stjúpættleiðingu á barni sambýlings. í Flórída, Illinois, Virginíu og Washington hefði fólk, sem barðist gegn auknum réttindum samkynhneigðra para, vísað til sam- bærilegrar lagasetningar. Loks nefndi hann svo til sögunnar, að Pittsburgh-háskóli hefði neitað að veita sambýlisfólki samkynhneigðra starfsmanna sinna sömu réttindi til sjúkratrygginga og mökum annarra starfsmanna, á þeirri forsendu að það stríddi gegn anda nýsamþykktr- ar tillögu þar, sem var sama efnis og Tillaga 22. Misheilög hjónabönd Það verður að viðurkennast að ein helsta upphrópun fylgismanna til- lögunnar, um að beita þyrfti öllum ráðum í baráttunni gegn hnignun hinnar heilögu stofnunar, hjóna- bandsins, hljómaði sérkennilegar síðustu dagana fyrir kosningarnar en oft áður. Þremur vikum fyrir kosningar sýndi ABC-sjónvarps- stöðin þátt, þar sem 50 konur keppt- ust um hylli milljónamærings. Hann var hulinn sjónum þeiira og áhorf- enda, en skoðaði stúlkurnar í krók og kring, á baðfötum jafnt sem ball- kjólum, ættingjar hans spurðu stúlk- uraar spjöranum úr og loks valdi hann eina, sem honum leist best á. Þá snaraði hann sér fram fyrir myndavélarnar, kraup á kné, bað hennar, hinki’aði eitt auglýsingahlé og giftist henni með pompi og pragt á sviðinu. Giftingarathöfnin, í sjónvarpsal í Las Vegas í Nevadaríki, var sýnd í sjónvarpi í Kalifomíu jafnt sem ann- ars staðar. Það fór þó lítið fyrir upp- hrópunum um að illa væri farið með hina heilugu stofnun, hjónabandið. Ef hjónakornin hefðu kosið að setj- ast að í Kalifomíuríki, þá hefðu þau að sjálfsögðu notið allra sömu rétt- inda þar og í Nevada. Andstæðingar Tillögu 22 bentu á, að ef hjónabandið væri á hverfanda hveli, þá væri erfitt að kenna nokkr- um öðram um það en gagnkyn- hneigðum. Það væri jú fólkið sem hefði komið þessu bandi í núverandi stöðu. Ef þeim væri jafn annt um hjónabandið og þeir segðu, þá ættu þeir fremur að beita sér fyrir því að banna skilnaði og framhjáhald með lögum. Það hleypti enn fjöri í deiluna þeg- ar lagaprófessor við Stanford-há- skóla, Michael Wald, gaf út skýrslu um ætluð áhrif samþykkis tillögunn- ar á öll þau heimili, þar sem böm búa hjá samkynhneigðum foreldram. Hann áætlaði að um 100 þúsund böm í Kalifomíu byggju hjá sam- kynhneigðum foreldram og að í rík- inu væra um 400 þúsund samkyn- hneigð pör. Wald vísaði til kannanna, sem sýna að böm sem alin era upp á heimilum samkynhneigðra era síst verr undir lífið búin en börn gagn- kynhneigðra. Trúarbrögð og togstreita Trúarbrögð komu að sjálfsögðu mjög við sögu í deilunum um Tillögu 22. Mormónar beittu sér til dæmis mjög fyrir samþykki tillögunnar og katólska kirkjan lagði fram há fjár- framlög til þeirrar baráttu, á meðan mótmælendur og ýmsir aðrir, sér- staklega þó gyðingar, vora harðh andstæðingar tillögunnar. Þessi togstreita endurspeglaðist auðvitað hjá þeim hópum sem kusu um tillöguna, til dæmis vora 67% kjósenda af rómönsk-amerískum uppruna fylgjandi tillögunni, en katólska kirkjan hefur sterk ítök í þeirra hópi. Þessh Kalifomíubúar era sífellt að verða mikilvægari hóp- ur kjósenda í ríkinu og telja nú um þriðjung allra kjósenda þar. Þeh era íhaldssamh að mörgu leyti, til dæm- is harðir andstæðingar fóstureyð- inga og menning þeirra á rætur í hinni hefðbundnu kjarnafjölskyldu. Það væri því freistandi að álíta sem svo, að þeh féllu ágætlega inn í Repúblikanaflokkinn, ef ekki væri sú staðreynd, að þeir fylgja frekar demókrötum að málum varðandi til dæmis sjúkratiyggingar og efthlit með byssueign. Annar hópur kjósenda er auðvitað samkynhneigðh sjálfir. Samkvæmt áætlunum Demókrataflokksins era samkynhneigðir um 10% af öllum kjósendum í Kaliforníu og um 15- 20% af stuðningsmönnum Demó- krataflokksins. Forsetaframbjóð- endurnh og demókratarnh A1 Gore og Bill Bradley tipluðu varfærnis- lega í kringum þennan hóp fyrir kosningar með því að lýsa því yfir, að þeh væra algjörlega mótfallnh til- lögunni, því hún myndi valda sund- urlyndi, en hins vegar væra þeh ekki á jiví að samkynhneigðh fengju að ganga í hjónaband. Um 86% repúblikana greiddu atkvæði með Tillögu 22, en aðeins um þriðjungur demókrata. Eldri kjósendur vora því frekar samþykkh að leggja takmörk við hjónabandinu, en andstæðingar tillögunnar sögðu, efth að úrslitin lágu fyrir, að þeh gætu að minnsta kosti huggað sig við, að yngri kjós- endur hefðu verið henni andvígh. Og unga fólkið mun erfa landið. Réttindasamtök samkynhneigðra í Kaliforníu vinna nú að því að safna nægilega mörgum undhskriftum til að koma nýrri tillögu á framfæri í næstu kosningum í ríkinu, í nóvem- ber. í þeirri tillögu ætla þeh að leggja til að hjónabönd samkyn- hneigðra verði í lög leidd. Nái sú til- laga samþykki, sem hlýtur að vera ólíklegt miðað við úrslitin á þriðju- dag, þá fellh hún Tillögu 22 úr gildi. Frábært verk um merkan mann „Frábært verk." Einar Már Jónsson, THH 1.2000 Ástæða er til að fagna því að um svo merkilegan mann sé nú til ítarleg og skemmtileg ævisaga." Ármann Jakobsson, DV „Ein besta íslenska ævisaga sem ég hef lesið." Kolbrún Bergþórsdóttir, Oagur Mál og menningl malogmenning.isl Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.