Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 12. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Aðalsteinn Örnólfsson, knattspyrnuþjálfari, ásamt lærisveinum sínum í 6. flokki Sjörnunnar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Sótt í viskubrunn Ben-
fica og Real Madrid
Aðalsteinn hitti Jupp Heynckens, aðalþjálfara Benfica. Seedorf og Roberto Carlos á æfingu hjá Real Madrid.
AÐALSTEINN Örnólfsson, ungl-
ingaþjálfari knattspyrnudeildar
Stjörnunnar úr Garðabæ, fór til
Portúgals og Spánar á haust-
dögum til að kynna sér þjálfun
yngri flokka hjá stórliðum á boð
fyrir Benfica og Real Madrid.
Hann sagðist hafa lært mikið í
ferðinni, „þó svo að ég sé búinn
að vera þjálfari í 27 ár er enda-
laust hægt að bæta við sig
þekkingu á sviði knattspyrn-
unnar“, sagði hann.
Aðalsteinn hefur yftrumsjón með
allri unglingaþjálfun hjá
Stjörnunni og þjálfar sjálfur 6. og 7.
flokki karla og 5.
^ flokki kvenna. Hann
Vai g hefur víða komið við
Jónatansson á löngum þjálfara-
ferli, þjálfað hjá
Þrótti Reykjavík, Fram, Gróttu,
HK, Breiðabliki, Sindra og Fylki.
Auk þess hefur hann aðstoðað
nokkur önnur félög við skipulagn-
ingu unglingaþjálfunar.
Hann hefur sótt fjölmörg þjálf-
aranámskeið hér heima og erlendis
og sl. haust ákvað hann að reyna að
komast að hjá stórliðum í Suður-
Evrópu til að kynna sér unglinga-
þjálfun. Niðurstaðan var sú að hann
fór til Portúgals og Spánar í nóvem-
ber, heimsótti Benfica og Farense í
Portúgal og Real Madrid á Spáni.
Hann fékk styrk til fararinnar frá
ÍSÍ, 50 þúsund krónur, og frá UM-
FÍ, 30 þúsund krónur. „Eg óskaði
einnig eftir styrk frá Stjörnunni, en
hún sá sér ekki fært að styrkja mig.
Ég lét það ekki stöðva mig og fór
þessa ferð og skipulagði hana að
öllu leyti sjálfur," sagði Aðalsteinn.
Hann sagðist hafa byrjað á að
fara til úrvalsdeildarliðsins Farense
frá bænum Faro í Portúgal. Þar
dvaldi hann í sex daga. „Það var
rosalega vel tekið á móti mér hjá fé-
laginu. Ég fékk að vera með þjálfur-
unum á öllum æfingum. Ég hlustaði
á allt sem þeir sögðu, þó ég hafi ekki
skilið nema helminginn af því. Ég
skrifaði niður allar æfingar og
hvemig þeir framkvæmdu þær.
Leikmenn meistaraflokks Farense
æfa tvisvar á dag, nema daginn fyr-
ir leik. Þeir leikmenn sem eru
meiddir mæta á æfingar og skokka
þar eða fá sérstaka meðhöndlun.
Laun leikmanna eru ekki eins há og
gengur og gerist hjá stóru liðunum.
Mér var tjáð að þeir væru með frá
100-400 þúsund krónur á mánuði."
Aður en hann fór til Benfica hitti
fyrrverandi leikmann félagsins,
Fredric Rosa, sem lék á sínum tíma
25 landsleiki. „Rosa hætti knatt-
spymu aðeins 32 ára og keypti sér
þá landareignir í Vilamoura. Hann
hefur það hlutverk hjá Benfica að
taka á móti liðum og öðmm sem em
í heimsókn hjá félaginu. Hann bauð
mér m.a. heim til sín þar sem við
ræddum um heim knattspymunnar.
Hann hefur í hyggju að setja á stofn
knattspyrnuskóla og vildi hann vita
allt um knattspyrnuskóla á íslandi
og hvernig við rekum þá. Ég sagði
honum m.a. frá pollamótinu í Vest-
mannaeyjum og Esso-mótinu á Ak-
ureyri. Hann hreifst mjög af því. Ég
hafði mjög gaman af því að hitta
Sousa, sem lék með Portúgal í
heimsmeistarakeppninni í Mexíkó
1986.“
Hjá Benfica
Eftir dvölina hjá Farense lá leið
hans til Lissabon í heimsókn hjá
Benfica. „Hjá Benfica var jíka tekið
vel á móti mér, enda KSÍ búið að
senda skeyti til félagsins varðandi
komu mína. Ég hitti framkvæmda-
stjóra félagsins, Sean Han, og við
ræddum saman góða stund. Ég
sagði honum m.a. frá kaupum ís-
lendinga á Stoke City. Hann sagði
þá: Við hefðum betur keypt það; og
var undrandi á landvinningum ís-
lendinga. Ég ræddi líka við aðal-
þjálfarann, Jupp Heynekes. Hann
þekkti Ásgeir Sigurvinsson og það
var reyndar eini íslenski knatt-
spyrnumaðurinn sem hann mundi
eftir.“
Örnólfur sagði að Benfica ætti
fjóra knattspymuvelli sem allir
væru með flóðljósum. Aðalleikvang-
urinn er gríðarlega stór og tekur
um 90 þúsund áhorfendur. „Ég
fylgdist með æfingum unglingaliða
félagsins. Þjálfarar nota mjög mikið
keilur við æfingar. Þeir skipta vell-
inum yfirleitt upp í fjóra parta og
eru með 20 manna hóp á hverjum
fjórðungi. Þannig nýta þeir allan
völlinn mjög vel. Tveir þjálfarar eru
með hvem hóp og síðan gekk yfir-
þjálfarinn á milli hópanna til að gefa
góð ráð. Foreldrar barnanna fengu
ekki að koma nálægt æfingavellin-
um þegar æfingar fóru fram.
Unglingastarfið er með sér fjár-
hag innan félagsins. Ef Benfica sel-
ur leikmann sem alinn er upp hjá fé-
laginu fær unglingaráðið mestan
hluta söluverðsins. Þegar landsliðs-
maðurinn, Rui Costa, var seldur til
Fiorentina á Ítalíu runnu pening-
arnir til unglingastarfsins. Fram-
kvæmdastjórinn sagði mér að pen-
ingarnir sem fengust fyrir hann
myndu borga þriggja ára starf hjá
unglingaráðinu. Þeir hjá Benfica
töluðu yfirleitt mjög góða ensku og
það var því auðveldara að tala við þá
en hjá Farense."
Hjá Real Madrid
Eftir nokkurra daga dvöl í Lissa-
bon var ferðinni heitið til Madrid á
Spáni. „Það var svolítið sérstakt
þegar ég kom fyrst að Santiago
Bemabéu-leikvanginum og spurði
dyravörðinn hvar ég gæti hitt fram-
kvæmdastjóra félagsins. „Hann
stendur við hliðina á þér,“ svaraði
hann. Þá sagði ég honum að ég vildi
hitta framkvæmdastjóra aðalskvif-
stofu Real Madrid, Alberto Garcia
Collando. Hann hló og sagði: „Þetta
er hann.“ Ég sneri mér þá að hon-
um og bar upp erindi mitt og sýndi
honum bréf sem KSÍ hafði reynt að
senda félaginu varðandi komu mína,
en vai- aldrei svarað. Hann var mjög
vingjarnlegur og bauð mér upp á
skrifstofu félagsins. Þar ræddum
við saman og síðan útvegaði hann
mér passa sem opnaði mér leiðir að
öllum æfingasvæðum félagsins."
„Æfingasvæði Real Madrid er
rétt fyrir utan aðalleikvanginn. Þar
æfa öll lið félagsins á fjórum völlum,
tveimur grasvöllum og tveimur mal-
arvöllum. Þegar ég var þarna var
verið að setja gervigras á þrjá aðra
velli á svæðinu.
Fyrsta daginn var aðalliðið ekki
að æfa vegna þess að það var að
leika í Evrópukeppninni. Ég fylgd-
ist því með æfingum B-liðsins og 18
ára liðsins. Daginn eftir sá ég öll lið-
in æfa og hafði gagn og gaman af
því. Real Madrid er eitt af stærstu
félögum heims og það var ekki eins
auðvelt að nálgast menn eins og í
Portúgal. Ég fékk að fylgjast með
æfingum og ég skrifaði þær upp og
kortlagði eftir bestu getu - safnaði í
sarpinn."
Aðalsteinn sagðist hafa lært mik-
ið í þessari ferð og kynnst mörgum
góðum þjálfurum. Hann segist hafa
fengið meira út úr ferðinni af því að
hann var einn. „Markmiðið var að
komast að því hvers vegna leikmenn
í Suður-Evrópu ráða yfir meiri
tækni og hraða en íslenskir knatt-
spyrnumenn. Ég held ég hafi fundið
svarið. Þeir æfa meira með bdta á
litlum og þröngum svæðum. Ég er
ekki í nokkrum vafa um að þessi
ferð á eftir að nýtast mér vel í starfi
mínu sem knattspyrnuþjálfari."
r
Urslitakeppni mfl.
kvenna í handbolta
FRAM - ÍBV
ÍBP)
í FRAM-húsinu sunnudaginn 12. mars kl. 17.
Styðjum stelpurnar!
éM RCWELLS m