Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 1 9 LISTIR MYNDLIST Listhúsið Fold MÁLVERK SARA VILBERGSDÓTIR Opið daglega frá 10-18, laugardaga 10-17 og sunnudaga frá 14-17. Aðgangur ókeypis. LISTAKONAN Sara Vilbergsdóttir hefur verið athafnasöm og komið víða við síðan hún lauk námi við listakademíuna í Osló 1987, þar sem hún hafði verið í tvö ár, en áður hafði hún lokið námi frá málunardeild MHÍ. Sara hefur haldið átta einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis, ennfremur hefur hún myndskreytt bækur og blöð, þá hefur hún hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Undir ellefu skýjum Með hliðsjón af þessari at- hafnasemi ætti þessi upptalning að vera óþörf, en svo er þó ekki með öllu ýmissa hluta vegna. Sérstaða Söru hefur hingað til byggst á einföldum og klárum formum hlutlægs eðlis, sem á stundum hafa verið mettuð undurfurðulegri og/eða gáska- fulhi kímni, en er svo er komið virðist hið skreytikennda svið eiga helst við hana eftir sýning- unni að dæma Skoðandinn skynjar einhver innri átök milli hins hreint myndræna, maler- íska, og þess skreytikennda, r. . -w? æ? ... ** * Undir ellefu skvjum. dekoratíva, í þessum myndum, og er á stundum eins og Sara sé á báðum áttum, standi á kross- götum. Fram koma fín mynd- ræn tilbrigði og þjálfað litaskyn í nær hverri einustu mynd, ein- ungis í mismunandi ríkum mæli og þó sýnast þetta í heildina full léttunnar lausnir. Því er ein- faldlega þannig farið, að maður vill sjá meiri metnað og átök við viðfangsefnin í myndum lista- konunnar, gerir til hennar meiri kröfur, vegna þess að maður hefur lengi skynjað að hún á mun meira til í listasarpnum en fram kemur, eins og verið á þröskuldi nýrra uppgötvanna. Lítið að segja við því, að svið viðfangsefnanna er frekar þröngt og marg- tuggið en mun meira, að samþjapaður kraft- urinn sem einkenndi myndir listakonunnar er best lét fyrrum, virðist hafa vikið fyrir skreytikenndum lausnum á almennari kantin- um. Að vísu skal engan veginn litið framhjá því, að blæbrigðaríkdómurinn er meiri og að við bregður listbrögðum og innileika sem ekki sást í fyrri verkum hennar, en það er á stund- um meira í ætt við fortíðarþrá en myndrænan metnað. Þó mundi ég hiklaust verðlauna sum- ar þessara mynda sem lýsingar á bók, en þetta eiga nú einu sinni að vera málverk og það er nokkuð annað svið. Engan veginn mæli ég samt með neinum kúvendingum, mun frek- ar að hún rækti áfram sinn garð en hætti á meira, vinni einnig í stærri flekum. Bragi Ásgeirsson Islandsför- in komin út á þýsku SKÁLDSAGAN íslandsförin, eftir Guðmund Andra Thorsson, er komin út hjá þýska forlaginu Klett-Cotta í þýðingu Helmuts Lugmayr. Klett- Cotta er rótgróið og virt útgáfuíyr- irtæki sem gefur út bækur þekktra höfunda á borð við Anthony Bur- gess, Hugo Klaus, Ted Hughes, Doris Lessing og J.R.R. Tolkien. íslandsförin er lögð í munn ungum enskum aðals- manni sem heldur til íslands á seinni hluta 19. aldar. Söguhetjan sér land- ið í Ijóma hugsjóna sinna, en innra með sér veit hann samt að eitthvað persónulegra og leyndardómsfyllra dregur hann á vit þessa hrjóstruga eylands og tengist uppruna hans og skelfilegum atburðum í fortíðinni. Bókin kom út 1996 og hlaut góðar móttökur gagnrýnenda auk þess sem hún var tilnefnd til íslensku bók- menntaverðlaunanna. I fyrsta ritdómnum um bókina, sem nefnist á þýsku Nach Island! (Til íslands!), og birtist nýverið í svissneska dagblaðinu Der Ziircher Oberlánder segir m.a.: „Stílleg ná- kvæmni í náttúru- og mannlýsingum Guðmundar Andra Thorssonar, sem þýðandinn Helmut Lugmayr hefur þýtt á þýsku, er hreinn viðburður, svo lesandinn fellur í þá freistni að fylgja þegar í stað eftir boðhættinum í bókartithnum og leggja af stað „Til íslands!11 Maður fylgir lýsingunum agndofa eftir.“ ------------------ M-2000 Sunnudagur 12. mars. Háskólabíó kl 14. Listahátíð þroskaheftra. Ævintýraklúbburinn stendur fyrir dagskrá þar sem verður boðið upp á dans, söng, leiklist og upplestur ásamt rúsínunni í pylsuendanum, sem er frumsýning á kvikmynd með fimm ungmennum í aðalhlutverki. Þennan sama dag verður einnig opn- uð ljósmyndasýning í anddyri Há- skólabíós þar sem sýndar verða myndir sem teknar hafa verið af undirbúningi hátíðarinnar ásamt andlitsmýndum. Miðaverð kr. 500. 12.3. Iðnó kl. 15. Dagskrá leiklistarhátiðar Banda- lags sjálfstæðra atvinnuleikhópa Sex ný íslensk verk sem valin hafa verið úr innsendum verkum verða kynnt og síðan flutt á leiklistarhátíð- inni Á mörkunum í samvinnu við Menningarborgina í haust. Mánudagur 13. mars. Listavika í Álftanesskóla Álftnesingar hefja samstarfsverk- efni Bessastaðahrepps við Menning- arborgina. Listavikan nær hápunkti með sýningu á verkum nemenda í Álftanesskóla laugardaginn 18. mars. Guðmundur Andri Thorsson i&ifaagl viður- frá£fass(£tifrómantí£ur í SaCzSurg - Vín - ‘Prag 4.júníl0 £ Ferð á slóðir meistaranna Haydns, Mozarts, Beethovens og Schuberts í Salzburg - Vín, og Smetana og Dvoraks í Prag meðan vorið angar í Vín og listin blómstrar í línum, litum og tónum í lífsglöðustu borgum Evrópu, Vín og Prag með sína 1000 turna og ótrúlegan sjarma í Vorhátíð, þar sem frægir snillingar túlka istina á ógleymanlegum tónleikum og sýn- ngum af öllu tagi. Glæsilegur aðbúnaður, háborin list, hátindar klassískrar menn- ingar Mið-Evrópu. Allar kynnisferðir innifaldar. Ferð sem hefur hlotið mestu kenningu undanfarin ár í ummælum far- iega, t.d.: „Ótrúlega góð ferð fyrir hlægilegt erð!“ „Listaferðir Heimsklúbbsins eru lenningarviðburðir án hliðstæðu og í raun borganlegar, þegar á allt er litið.“ l ferðinni í júní gefst t.d. tækifæri til að heyra Töfraflautu Mozarts í Vínaróperunni, hina frægu Fílharmóníusveit Vínar og frábæra einleikara, s.s. Rostropovitch, eða bregða sér í Volksoper og hlusta á „Kátu ekkjuna“ eftir Lehar. En fjölbreytnin er óendanleg, og líkast að Vín svífl á vængjum söngsins. í Prag gefst kostur á að heyra síðustu listviðburðina á Vorhátíð í Prag. Öll ferðin undir leiðsögn tóniistarmannsins Ingölfs Gudbrandssonar SÍÐUSTU SÆTIN, Á BESTU KJÖRUM, EF STAÐFEST ER NÚNA. Útnefnd í alþjóðasamtökin FERÐASKRIFSTOFAN EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK Fyrir frábærar ferðir IV 400 V/SA mtm HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasiða: http://www.heimsklubbur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.