Morgunblaðið - 12.03.2000, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 1 9
LISTIR
MYNDLIST
Listhúsið Fold
MÁLVERK
SARA VILBERGSDÓTIR
Opið daglega frá 10-18, laugardaga 10-17 og
sunnudaga frá 14-17. Aðgangur ókeypis.
LISTAKONAN Sara Vilbergsdóttir hefur
verið athafnasöm og komið víða við síðan hún
lauk námi við listakademíuna í Osló 1987, þar
sem hún hafði verið í tvö ár, en áður hafði hún
lokið námi frá málunardeild MHÍ. Sara hefur
haldið átta einkasýningar og tekið þátt í fjölda
samsýninga hérlendis og erlendis, ennfremur
hefur hún myndskreytt bækur og blöð, þá
hefur hún hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir
verk sín.
Undir ellefu skýjum
Með hliðsjón af þessari at-
hafnasemi ætti þessi upptalning
að vera óþörf, en svo er þó ekki
með öllu ýmissa hluta vegna.
Sérstaða Söru hefur hingað til
byggst á einföldum og klárum
formum hlutlægs eðlis, sem á
stundum hafa verið mettuð
undurfurðulegri og/eða gáska-
fulhi kímni, en er svo er komið
virðist hið skreytikennda svið
eiga helst við hana eftir sýning-
unni að dæma Skoðandinn
skynjar einhver innri átök milli
hins hreint myndræna, maler-
íska, og þess skreytikennda,
r. . -w? æ? ...
** *
Undir ellefu skvjum.
dekoratíva, í þessum myndum,
og er á stundum eins og Sara sé
á báðum áttum, standi á kross-
götum. Fram koma fín mynd-
ræn tilbrigði og þjálfað litaskyn
í nær hverri einustu mynd, ein-
ungis í mismunandi ríkum mæli
og þó sýnast þetta í heildina full
léttunnar lausnir. Því er ein-
faldlega þannig farið, að maður
vill sjá meiri metnað og átök við
viðfangsefnin í myndum lista-
konunnar, gerir til hennar meiri
kröfur, vegna þess að maður
hefur lengi skynjað að hún á
mun meira til í listasarpnum en
fram kemur, eins og verið á þröskuldi nýrra
uppgötvanna. Lítið að segja við því, að svið
viðfangsefnanna er frekar þröngt og marg-
tuggið en mun meira, að samþjapaður kraft-
urinn sem einkenndi myndir listakonunnar er
best lét fyrrum, virðist hafa vikið fyrir
skreytikenndum lausnum á almennari kantin-
um. Að vísu skal engan veginn litið framhjá
því, að blæbrigðaríkdómurinn er meiri og að
við bregður listbrögðum og innileika sem ekki
sást í fyrri verkum hennar, en það er á stund-
um meira í ætt við fortíðarþrá en myndrænan
metnað. Þó mundi ég hiklaust verðlauna sum-
ar þessara mynda sem lýsingar á bók, en
þetta eiga nú einu sinni að vera málverk og
það er nokkuð annað svið. Engan veginn mæli
ég samt með neinum kúvendingum, mun frek-
ar að hún rækti áfram sinn garð en hætti á
meira, vinni einnig í stærri flekum.
Bragi Ásgeirsson
Islandsför-
in komin út
á þýsku
SKÁLDSAGAN íslandsförin, eftir
Guðmund Andra Thorsson, er komin
út hjá þýska forlaginu Klett-Cotta í
þýðingu Helmuts
Lugmayr. Klett-
Cotta er rótgróið
og virt útgáfuíyr-
irtæki sem gefur
út bækur þekktra
höfunda á borð
við Anthony Bur-
gess, Hugo Klaus,
Ted Hughes,
Doris Lessing og
J.R.R. Tolkien.
íslandsförin er
lögð í munn ungum enskum aðals-
manni sem heldur til íslands á seinni
hluta 19. aldar. Söguhetjan sér land-
ið í Ijóma hugsjóna sinna, en innra
með sér veit hann samt að eitthvað
persónulegra og leyndardómsfyllra
dregur hann á vit þessa hrjóstruga
eylands og tengist uppruna hans og
skelfilegum atburðum í fortíðinni.
Bókin kom út 1996 og hlaut góðar
móttökur gagnrýnenda auk þess sem
hún var tilnefnd til íslensku bók-
menntaverðlaunanna.
I fyrsta ritdómnum um bókina,
sem nefnist á þýsku Nach Island!
(Til íslands!), og birtist nýverið í
svissneska dagblaðinu Der Ziircher
Oberlánder segir m.a.: „Stílleg ná-
kvæmni í náttúru- og mannlýsingum
Guðmundar Andra Thorssonar, sem
þýðandinn Helmut Lugmayr hefur
þýtt á þýsku, er hreinn viðburður,
svo lesandinn fellur í þá freistni að
fylgja þegar í stað eftir boðhættinum
í bókartithnum og leggja af stað „Til
íslands!11 Maður fylgir lýsingunum
agndofa eftir.“
------------------
M-2000
Sunnudagur 12. mars.
Háskólabíó kl 14.
Listahátíð þroskaheftra.
Ævintýraklúbburinn stendur fyrir
dagskrá þar sem verður boðið upp á
dans, söng, leiklist og upplestur
ásamt rúsínunni í pylsuendanum,
sem er frumsýning á kvikmynd með
fimm ungmennum í aðalhlutverki.
Þennan sama dag verður einnig opn-
uð ljósmyndasýning í anddyri Há-
skólabíós þar sem sýndar verða
myndir sem teknar hafa verið af
undirbúningi hátíðarinnar ásamt
andlitsmýndum.
Miðaverð kr. 500.
12.3.
Iðnó kl. 15.
Dagskrá leiklistarhátiðar Banda-
lags sjálfstæðra atvinnuleikhópa
Sex ný íslensk verk sem valin hafa
verið úr innsendum verkum verða
kynnt og síðan flutt á leiklistarhátíð-
inni Á mörkunum í samvinnu við
Menningarborgina í haust.
Mánudagur 13. mars.
Listavika í Álftanesskóla
Álftnesingar hefja samstarfsverk-
efni Bessastaðahrepps við Menning-
arborgina. Listavikan nær hápunkti
með sýningu á verkum nemenda í
Álftanesskóla laugardaginn 18.
mars.
Guðmundur
Andri Thorsson
i&ifaagl
viður-
frá£fass(£tifrómantí£ur í
SaCzSurg - Vín - ‘Prag 4.júníl0 £
Ferð á slóðir meistaranna Haydns,
Mozarts, Beethovens og Schuberts í
Salzburg - Vín, og Smetana og Dvoraks í
Prag meðan vorið angar í Vín og listin
blómstrar í línum, litum og tónum í
lífsglöðustu borgum Evrópu, Vín og Prag
með sína 1000 turna og ótrúlegan sjarma
í Vorhátíð, þar sem frægir snillingar túlka
istina á ógleymanlegum tónleikum og sýn-
ngum af öllu tagi. Glæsilegur aðbúnaður,
háborin list, hátindar
klassískrar menn-
ingar Mið-Evrópu.
Allar kynnisferðir
innifaldar. Ferð sem
hefur hlotið mestu
kenningu undanfarin ár í ummælum far-
iega, t.d.: „Ótrúlega góð ferð fyrir hlægilegt
erð!“ „Listaferðir Heimsklúbbsins eru
lenningarviðburðir án hliðstæðu og í raun
borganlegar, þegar á allt er litið.“
l ferðinni í júní gefst t.d. tækifæri til að heyra
Töfraflautu Mozarts í Vínaróperunni, hina
frægu Fílharmóníusveit Vínar og frábæra
einleikara, s.s. Rostropovitch, eða bregða sér í
Volksoper og hlusta á „Kátu ekkjuna“ eftir
Lehar. En fjölbreytnin er óendanleg, og líkast
að Vín svífl á vængjum söngsins. í Prag gefst
kostur á að heyra síðustu listviðburðina á
Vorhátíð í Prag.
Öll ferðin undir leiðsögn tóniistarmannsins
Ingölfs Gudbrandssonar
SÍÐUSTU SÆTIN, Á BESTU KJÖRUM,
EF STAÐFEST ER NÚNA.
Útnefnd í alþjóðasamtökin FERÐASKRIFSTOFAN
EXCELLENCE IN TRAVEL
NETWORK
Fyrir frábærar ferðir
IV 400
V/SA
mtm
HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS
Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasiða: http://www.heimsklubbur.is