Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Eirný Þöll Þórólfsdóttir, sameindalíffræðingur hjá Urði Verðandi Skuld, með sýni til rannsókna. Tólf manns vinna nú hjá fyrirtækinu og búist er við að það stækki ört á næstu árum. ÖRLAGAGYÐJUM BOÐINN DANS Líftæknifyrirtækið Urður Verðandi Skuld ehf átti nýlega fund í Washington með nokkrum þekktum vísindamönnum í grein- inni til að fá hjá þeim góð ráð og leggja drög að alþjóðlegu vísindaráði fyrirtækisins. Kristján Jónsson var á staðnum og ræddi við nokkra þátttakendur. Snorri S. Chris Nick Þorgeirsson Evans Short ENGUM tíma er í eytt í merkingarsnauðan vaðal. Hér eru karlar og konur sem þurfa að nota tvo daga í Washington eins vel og unnt er til að marka nýju fyrirtæki í líftækni og erfðarannsóknum, Urði Verðandi Skuld, stefnu og skýr markmið. Fyr- irtækið, sem hér verður nefnt UVS, ætlar sér að stunda landvinninga í líf- tækni og á sviði erfðavísinda og eitt af fyrstu skrefunum er að fara í vík- ing til Bandaríkjanna. Þar er háborg fræðanna - og ógrynni af peningum. Konur og karlar úr örsmáu vís- indasamfélaginu á íslandi segja frá rannsóknum á stökkbreyttum gen- um sem eiga þátt í að valda brjósta- krabbameini og hér þarf ekki strang- an fundarstjóra, allir eru áhugasamir og hlusta grannt. Það er ekki fyrr en halla fer undir kvöld að þreytumerki sjást á sumum. Þrátt fyrir allt eru takmörk fyrir því hvað hægt er að innbyrða mikið á einum degi, rök- styðja, andmæla, spyrja, upplýsa og fræðast. Blaðamaður dirfist að nefna annað fyrirtæki á sama sviði, Islenska erfðagreiningu, á nafn í samræðum við fundargest en er ekki refsað fyrir vikið. „íslensk erfðagreining er svo sannarlega til staðar án þess að það eigi hér fulltrúa, andi þess og frum- kvæði svífur yfir vötnunum," segir einn erlendu gestanna og brosir. Sumir af frammámönnum UVS hafa gagnrýnt lögin um gagnagrunn á heilbrigðissviði og sérleyfi ÍE. En ætlar UVS ekki að nýta sér upplýs- ingar úr skrám Krabbameinsfélags- ins og annarra heilbrigðisstofnana og er þá ekki hætta á að íyrirtækið sé að ganga á rétt t.d. látinna sjúklinga, geðsjúkra og þroskaheftra? „Við munum eingöngu nota upp- lýsingar frá þeim sem veita okkur leyfi til þess, upplýst samþykki verð- ur ófrávíkjanlegt skilyrði," segir einn af talsmönnum UVS, Björn Rúnar Lúðvíksson, forstöðumaður lækn- ingasviðs UVS. Hann segir að spum- ingin um látna sjúklinga sé flókin en spyrja megi hvort þeir sem á sínum tíma hafi fengið meðhöndlun gegn meinsemdum hefðu ekki viljað að upplýsingamar um þá í skrám heil- brigðisstofnana yrðu notaðar til að berjast gegn sjúkdómunum, öllum til gagns. Takmörkuð einkaleyfi Reynir Arngrímsson, læknir og framkvæmdastjóri vísindasviðs fyr- irtækisins, segir að UVS muni ekki sækja um einkaleyfi á genum sem slíkum. „Við munum eingöngu sækja um einkaleyfi á nýtingu upplýsing- anna sem við öflum, genaafurðinni sjálfri og aðferðinni sem hægt er að nota til að greina sjúkdóm eða leggja drög að meðferð. Ef við finnum stökkbreytingu í geni munum við í reynd fá einkaleyfi á prófi sem notað er til að greina breytinguna og þá þarf að lýsa vandlega hvemig grein- ingin fer fram þegar við sækjum um leyfið.“ Snorri S. Þorgeirsson læknir er formaður vísindastjómar UVS og býr í Bandaríkjunum eins og Bem- harð Pálsson, sem er prófessor í San Diego og stjómarformaður UVS. Snorri hefur unnið að krabbameins- rannsóknum undanfarin tuttugu ár en hann stjómar rúmlega 40 manna rannsóknastofu hjá Bandarísku heil- brigðistofnuninni, NIH sem í reynd er samansett úr mörgum stofnunum en undir yfirstjórn heilbrigðismála- ráðuneytisins í Washington. Þess má geta að svonefnd Genamengisáætl- un, The Human Genome Project, sem miðar að því að ljúka kortlag- ningu genamengis mannsins á þessu ári, er undir yfirstjóm NIH og bandaríska orkumálaráðneytisins. AIls vinna hátt í tuttugu þúsund manns hjá NIH og meðal þeirra er fjöldi vísindamanna frá öðmm lönd- um en Bandaríkjunum. „Ég stjóma stofu á sviði grann- rannsókna á krabbameini og þekki marga sem vinna á þessu sviði sem gefur okkur ákveðinn styrk, veitir okkur aðgang að frammámönnum í krabbameinsrannsóknum hér,“ segir Snorri. „Við munum meðal annars byggja á þeim tengslum og koma okkar eigin reynslu til skila í sam- starfinu við það ágæta fólk sem vinn- ur hjá fyrirtækinu á íslandi. Tengslin sem ég nefndi valda því að við gátum vakið áhuga hjá mönn- um sem era annars önnum kafnir en ákváðu samt að ræða við okkur hér í Washington í tvo daga, heyra hvað við höfum fram að færa. Þeir segja okkur hvað þeim finnst og gefa okkur ráð, við fáiun hjá þeim nauðsynlega gagnrýni sem er mikils virði.“ Erlendu sérfræðingamir sem komu á fundinn vora alls fimm, þeir Leroy Hood, prófessor við ríkishá- skólann í Washington, Nick Short, ráðgjafi í líftækni, Shankar Subram- aniam, prófessor í líftækni við Kali- forníuháskóla í San Diego, Glen Ev- ans, sem stofnaði tölvufyrirtækið Nanogen í San Diego og starfar við Eugene McDermott-stofnunina í Dallas í Texas og loks Bruce Walsh, aðstoðarprófessor við Arizona-há- skóla en Walsh er tölfræðingur. Þess má geta að Short hefur þegar tekið að sér að verða ritari vísindaráðsins og líklegt er að gestimir taki allir sæti í því. Er ætlunin að þeir komi til íslands í heimsókn í sumar og ráðið verði þá formlega stofnað. Short var ritstjóri líffræðisviðs hjá breska tímaritinu Nature í sjö ár en í fyrra söðlaði hann um og gerðist sjálfstæður ráðgjafi í málefnum líf- tækniíyrirtækja. Nature hefur lengi verið eitt af virtustu vísindatíma- ritum í heimi. „Þegar við fengum greinar sem vísindamenn vildu fá birtar vora tvö starfssystkin, tveir dómarar, þeirra fengin til að meta greinina. Þannig er reynt að tryggja gæðin og því meira sem rit leggur upp úr orðstír sínum þeim mun erfiðara er að fá grein birta. Hlutverk mitt var að hafa umsjón með þessu ferli þegar til stóð að birta grein á sviði líffræði. Við voram tíu á deildinni sem völdum greinar og sá- um um að farið væri yfir þær.“ Hvað gerir ísland einkum að heppilegum kosti í líftækni og erfða- rannsóknum? „Ég held ekki að það sé eitt, af- markað atriði heldur þrennt sem veldur því í sameiningu og ekki er víða til staðar allt í senn. Þið eigið ná- kvæmar heilbrigðisupplýsingar sem ná langt aftur í tímann, þjóðin er einsleit og hefur verið tiltölulega ein- angruð og loks, að þið ráðið yfir mikl- um ættfræðigögnum sem hægt er að nota til að tengja upplýsingar. Við ræddum hér á fundinum í Washington um stóran hóp íslend- inga sem á það sameiginlegt að í framum þeirra er stökkbreytta genið BRCA2. Hægt er að gera rannsóknir á þessum hópi og afla þannig þekk- ingar sem varla væri hægt annars staðar í heiminum. Hvergi annars staðar era til svo fullkomnar upplýs- ingar um hóp sem er með sömu stökkbreytinguna." Short er spurður hvort fyrirtæki í líftækni ætti að reyna að fá einkarétt á nýtingu upplýsinga eins og þeirra sem Krabbameinsfélagið, Hjarta- vemd og sjúkrahús hafa safnað í nokkra áratugi. „Það fer að mínu mati eftir svo mörgum þáttum og ég treysti mér ekki til að tjá mig mikið um þannig hugmynd. Én það er alveg ljóst að upplýsingarnar era ótrúlega verð- mætar í vísindalegum skilningi. Og það er stórkostlegt að velta því fyrir sér hvernig hægt verði að nýta þessa uppsprettu í framtíðinni til að öðlast mun betri þekkingu á erfðafiæðileg- um þáttum krabbameins.“ Hætta á bakslagi? Short er spurður hvort komið geti bakslag hjá almenningi ef vísinda- menn gangi of hart fram í að nýta upplýsingarnar. „Eg held að það sé mikil hætta á slíku bakslagi. Éf við lítum á barátt- una í Evrópu gegn erfðabreyttum matvælum sjáum við dæmi um harkaleg viðbrögð. Sum hafa verið skiljanleg en ýmislegt hefur líka ver- ið sagt sem ekki hjálpar til að átta sig betur á því sem máli skiptir. Við meg- um ekki hafna í sömu ófæranni þegar við föram fyrir alvöra að nota erfða- fræðilegar upplýsingar við greiningu og meðferð sjúkdóma í mönnum. Við verðum að læra af mistökunum sem gerð hafa verið í tengslum við um- ræðuna um erfðabreytt matvæli." Short segir ekki fyllilega rétt að segja að engin lyf hafi enn verið búin til með erfðafræðilegum aðferðum. Hann segir að við gerð lyfja sem hafi gagnast gegn alnæmi hafi alltaf verið notast við þekkingu á genaröðum í veiram og sameindalíffræði sem hafi byggst á þeirri þekkingu. Verið sé að gera tilraunir með ýmis erfðafræði- leg lyf, þau séu enn dýr og fágæt en hann sé sannfærður um að þeim muni fjölga. Hann er spurður um framtíðai'; horfur fyrirtækis eins og UVS. „I reynd fara ákaflega fá af nýju líf- tæknifyrirtækjunum á hausinn, þau einfaldlega gufa upp. Oft era þau keypt út. Það sem við höfum meðal annars reynt að átta okkur á hér á fundinum með fulltrúum UVS er að skilgreina styrkleika fyrirtækisins og hvernig hægt sé að nýta þá. Með því að halda því starfi áfram tel ég að hægt verði að byggja upp mjög öflugt fyrirtæki sem geti náð árangri í krabbameins- rannsóknum og fundið leiðir til að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi. Slíkur árangur er skilyrði þess að nýtt fyrirtæki dafni.“ Glen Evans vann til skamms tíma við Genamengisáætlunina hjá Salk- rannsóknastofnuninni, iyrst í San Diego en síðar í Texas. Évans segir að næsta skrefið, þegar búið verði að kortleggja genin, sé að nýta þá þekk- ingu til að rannsaka og meðhöndla sjúkdóma. Rannsóknir UVS á æxlis- myndun og stökkbreytingum í gen- um sem einkenni ákveðnar fjölskyld- ur séu því mjög athyglisverðar. „Best er að stunda slíkar kannanir meðal fólks sem er vel menntað og jákvætt gagnvart vísindarannsókn- um og þar sem til era fullkomnar upplýsingar um ættartengsl og tíðni sjúkdóma. Þá er jafnvel hægt að bera saman öll tilfelli ákveðins krabba- meins sem vitað er um hjá þjóðinni. “ Sjálfur hefur Evans greint fjölda stökkbreytinga, m.a. í ristilkrabba- meini. En hvað fæst hann við núna? „Fyrirtækið mitt, Nanogen, hefur m.a. búið til örgjörfa sem komið er íyrir í venjulegri borðtölvu og gerir kleift að greina nær samstundis sýni af DNA-erfðaefni, greina úr hverjum það er. Þetta getur einhvern tíma orðið tæki sem sérhver læknir hefur á borðinu hjá sér. Hann byrjar þá á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.