Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ
40 SUNNUDAGUR 12. MARS 2000
MINNINGAR
+ Hallgrímur Heið-
ar Steingrímsson
fæddist í Hvammi,
Vatnsdal í Austur-
Ilúnavatnssýslu, 13.
júní 1924. Hann lést
á heimili sínu hinn
28. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Theodóra Hall-
grímsdóttir, f. 9. nóv-
ember 1895, d. 13.
maí 1992, og Stein-
grímur Ingvarsson,
f. 28. júní 1897, d. 9.
október 1947. Syst-
kini Heiðars voru: 1)
Ingvar Andrés, f. 3. mars 1922,
maki Ingibjörg Bjarnadóttir. Þau
eiga fjögur börn. 2) Þorleifur
Eitt af fyrstu minningunum um
Heiðar var þegar hann eins síns liðs
kom í heimsókn á rútubíl til Sauðár-
króks, en þar bjó ég sem barn. Mér
þótti ansi mikið varið í það að eiga
frænda sem keyrði rútu og ekki síst
að prófa að sitja í og sjá leikfélagana
mína horfa öfundaraugum á.
Heiðar var mjög rausnarlegur við
mig og önnur systkinabörn sín þegar
við vorum ung að árum. Á jólum gaf
hann góðar gjafir og það var mikil til-
hlökkun að opna pakkana frá honum.
Heiðar var mjög greiðvikinn við
sitt fólk sem bjó á Sauðárkróki og í A-
Húnavatnssýslu, það átti við um að-
stoð við bfla- og búvélakaup og ýmis-
legt annað.
Eftir að foreldrar mínir fluttu suð-
, ur í Kópavog, kíkti Heiðar oft við í
kaffi á milli keyrslutúranna, en þá
stundaði hann leigubflaakstur. I
Kópavoginum var fastur liður á jól-
um að hann og Theodóra amma borð-
uðu hjá okkur.
Heiðar var fús til að lána mér, þá
18 ára stráklingnum, fyrir útborgun í
Reynir, f. 21. nóvem-
ber 1925, d. 3. nóv-
ember 1989, maki
Salóme Jónsdóttir.
Þau eiga tvær dæt-
ur. 3) Sigurlaug Val-
dís, f. 31. maí 1932,
maki Haukur Páls-
son, þau eiga þrjú
börn.
Heiðar var
ókvæntur og barn-
laus. Hann starfaði
lengst af á ævi sinni
sem langferðabif-
reiðastjóri hjá Guð-
mundi Jónassyni og
leigubifreiðastjóri hjá BSR.
Utför Heiðars hefur farið fram
í kyrrþey.
fyrsta bflnum sem ég eignaðist. Þau
voru ófá skiptin sem ég fékk að fara
með hann í skúrinn hans til viðgerða
og hjálpaði hann mér oft. Ekki var
hann samt alltaf sáttur hvernig ég
meðhöndlaði bflinn og lét skoðun sína
gjaman í ljós.
Hann studdi aðeins við bakið á mér
þegar ég var að byrja nám í Dan-
mörku.
Heiðar átti til að vera nokkuð ráð-
ríkur og lét engan vaða yfir sig. Það
kom þó fyrir að hann sýndi á sér við-
kvæma hlið, einkum við missi ást-
vina.
Heiðar varð að hætta akstri leigu-
bfls vegna heilsu sinnar. Reyndar
hafði hann þó nóg fyrir stafni eftir
starfslok. Hann fann sér tómstundir
m.a. í bókbandi, leirkrukkugerð og
glerskurði.
Síðustu ár var Heiðar lítið á far-
aldsfæti og hélt sér mikið heima við,
hann hitti þó reglulega félaga sína í
Múlakaffi, en þar var hann fastagest-
ur um árabil.
í frásögn í ævisögu Sigurjóns Rist
er sagt frá þegar hann og Guðmund-
ur Jónasson voi-u fastir á ísilagðri
Tungnaá og þurftu að hírast í snjóbfl.
Hjálp barst eftir nokkra daga, í þeim
flokki var Heiðar við þriðja mann.
Það ólán hafði gerst að að olía hafði
lekið úr vél snjóbílsins og enginn olíu-
brúsi var nærri. Heiðar lét það lítið á
sig fá og vann það afrek að sjúga allt
vatn og olíuskólpið upp úr biðunni
með grönnu röri þannig að nota
mætti ok'una aftur. Þetta var lýsandi
dæmi um ósérhkfni Heiðars.
Blessuð sé minning góðs drengs.
Steingrímur Hauksson.
Áinerlygn.ævinb'ður
ósinnoghafiðbíður.
(Sigvaldi Hjálmarsson frá Fjósum.)
Frændsemi og vinátta eru sterkir
þræðir sem oft eru samofnir og
bresta ekki fyrr en æviþráðurinn
slitnar. Við vorum þremenningar í
föðurætt. Feður okkar voru bræðra-
synir. Gott er að njóta skjóls góðra
vina og það sannaðist um Heiðar, að í
skjók hans var ætíð hlýtt og bjart.
Tryggð og vinátta eru eðliskostir
sem verma minninguna þegar leiðir
skilja. Hann var fæddur og uppaknn í
Hvammi í Vatnsdal, sonur heiðurs-
hjónanna Theodóru Hallgrímsdóttur
og Steingríms Ingvarssonar. Þau
voru fjögur systkinin, öll fædd eftir
1920, þrír bræður og ein systir yngst.
Nú eru tveir bræðurnir látnir en
minningin lifir um þessa drengskap-
armenn. Á uppvaxtarárum Heiðars
voru margir stórhöfðingjar í Vatns-
dal og rismiklar húsmæður. Félagskf
mikið, oft deilt um stjómmál, sveitar-
mál, verslunarmál og fleira. Heim-
sóknir tíðar og oft setið við spil og
vín, enda stutt milli bæja og vetrar-
kvöldin stytt með nærveru hvers
annars.
Þegar ég var ungur að árum og átti
heima á æskuheimik mínu, Geit-
hömrum í Svínadal, sótti ég það fast
að vera réttarmaður í Undirfellsrétt
á hveiju hausti. Það voru í mínu lífi
miklir hátíðisdagar. Þá fór ég oft
vestur að Hvammi daginn fyrir rétt-
ardag og gisti þar svo stutt yrði í rétt-
ina morguninn eftir. Mér kður aldrei
úr minni hve gott var að gista þar,
ljúfmennska frændfólksins og gestr-
isni húsfreyjunnar. Steingrímur
frændi minn dó á besta aldri en
Theodóra náði háum aldri og átti
heima hér í borg síðustu árin.
Á þessum áram var margt fólk í
Vatnsdal á mínum aldri, sem gott var
að kynnast, og á ég góðar minningar
um marga Vatnsdælinga sem ekki
fölna hvort sem þeir eru lífs eða kðn-
ir. Eg sem þessar línur rita hefi ferð-
ast mikið um landið okkar, komið í
allar sýslur og flestar sveitir, og vítt
um hálendið. En fullvíst má telja að
Austur-Húnavatnsþing er ein af perl-
um þessa lands. Heiðar var víðförull
um landið okkar, enda keyrði hann
lengi hjá Guðmundi Jónassyni. Fór
víða um óbyggðir landsins við erfið
skilyrði en heppnaðist vel. Hann var
gætinn ferðamaður og lét sér annt
um farþega og farartæki. Aðalstarf
hans á lífsleiðinni var bflstjórastarfið,
fyrst sem vörubílstjóri, síðan íútubfl-
stjóri og eftir það leigubifreiðastjóri.
Þá fyrst lágu leiðir okkar saman á
BSR og þá endurnýjuðum við frænd-
semi og kynni. Hann var ljúfur í um-
gengni, dáktið einrænn, fór sínar
leiðir en var glaður í góðvina hópi.
Um hann verður sagt með sanni að
hann var drengur góður. Hann
blandaði sér lítið inn í raðir annarra
en hlustaði vel eftir því hvað aðrir
sögðu. Viðmótsþýður og ráðhollur ef
til hans var leitað. í félagsmálum og
þjóðmálum naut ég þess að eiga hann
sem bakhjarl þegar þess þurfti með.
Hann var alla tíð ókvæntur og bara-
laus en þannig er oft með góða ein-
staklinga sem eru vel gefnir og þjóð-
inni mikils virði. Þegar Samtök
aldraðra byggðu tvö stórhýsi í Ból-
staðarhkðinni fyrir allmörgum árum
keypti hann íbúð í öðru húsinu og bjó
þar til dauðadags. Þar leið honum vel
og notfærði hann sér þjónustumið-
stöðina í húsinu. Á þeim árum sem
hann keyrði á BSR átti hann mjög
góða bfla og var vandlátur í þeim efn-
um, stöðinni og stéttinni til sóma.
Fyrir nokkrum árum síðan fékk
hann hjartaáfak og varð aldrei samur
og jafn eftir það. Þessu áfalk tók
hann með æðruleysi og kom þá þrek
og vilji að góðum notum sem honum
var svo eðkslægt að nýta sem best
þegar mest þurfti með. Á sínum
bestu árum var hann heljarmenni að
burðum, átakamikill og ósérhlífinn.
Hann hafði krafta í kögglum, meira
en almennt gerðist og handtökin
hans þegar mest þurfti með brugðust
aldrei.
Sýndarmennska og sjálfshól voru
honum ekki að skapi, en dugnað, orð-
heldni og heiðarleika mat hann mik-
ils.
Aila tíð var hann mikill reglumað-
ur, lyfti glasi í góðvina hópi en tóbak
notaði hann aldrei.
I eðk sínu var hann gestrisinn eins
og hann átti kyn til og hjálpsamur í
garð þeirra sem minna máttu sín.
Hann var ekki ríkur af veraldar auði,
enda stundaði hann aldrei þau störf
sem gáfu mikið í aðra hönd. Hann átti
vel fyrir sig og lét sér það nægja.
Einu sinni vorum við hjónin með hon-
um í sólarlandaferð og var hann mjög
góður ferðafélagi.
Eg horfi til baka hljóður og læt
hugann hvarfla norður í Vatnsdal,
æskudaknn hans frænda míns og
einnig móður minnar. Hennar hlut-
skipti var að flytja í annan dal og
eignast þar bónda og börn. Oft sagði
hún mér eitt og annað um daknn sinn
kæra. Hugfanginn varð ég þegar ég
leit hann í fyrsta sinn. Lágur háls af-
markar hann að vestan en tignarleg
fjöll að austan. Jörundarfelkð sker
sig úr, næsthæsta fjall í sýslunni.
Hvammsnibban stflhrein og fögur,
eins og hún hafi stigið út úr fjallgarð-
inum þar sem hann er hæstur. Áin
liðast eftir dalnum lygn og fögur með
mikil engjalönd til beggja hhða. I
ljóði sem alþýðuskáldið Gísli Ólafs-
son frá Eiríksstöðum yrkir þegar
hann lítur yfir Þing og Vatnsdal frá
ákveðnu sjónarhomi og hrífst af allri
þeirri fegurð og töfrum sem byggðin
hefur upp á að bjóða, kemst hann
þannig að orði:
Fegra á íslandi öllu,
þittaugaeilitiðfær.
Flestir sem til þekkja geta tekið
undir með skáldinu. Kæri vinur og
frændi, nú er þínu jarðneska lífi lokið
og kveð ég þig með þakklæti og virð-
ingu, og ekki þarf að efast um að þú
eigir greiða leið inn í musteri dýrðar-
innar.
Jakob Þorsteinsson.
HALLGRIMUR
HEIÐAR
STEINGRÍMSSON
+ Þórður Einars-
son fæddist í
Langholti í Bæjar-
* sveit 20. apríl 1931.
Hann lést í Borgar-
nesi 24. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jóney Sig-
ríður Jónsdóttir, f.
15. maí 1902, d. 2.
október 1984 og Ein-
ar Sigmundsson, f.
21. maí 1903, d. 17.
október 1986, si'ðast
bændur í Gróf í
Reykholtsdal. Þórð-
ur var elstur fjögurra
systkina en þau eru Sigmundur, f.
14. júm' 1932, d. 8. júlí 1965, var
bóndi í Gróf; séra Jón Eyjólfur Ein-
arsson, f. 15. júlí 1933, prófastur í
Þegar ég frétti andlát míns góða
vinar og fyrrverandi sveitunga varð
mér hugsað til orða Jóns biskups
Helga um ísleif Gissurarson. „Þá
kemur mér hann í hug, er ég heyri
góðs manns getið.“ Mér er minnis-
stætt fyrsta skiptið sem ég sá Þórð í
Kletti. Hann var þá að koma með fé
af fjalli niður í Fljótstungurétt á ein-
um af sínum miklu gæðingum og
reiddi hund fyrir framan sig á hest-
inum. Ég þekkti hann ekki þá og
heilsaði honum ekki við þetta tæki-
ffæri en engu að síður var mér
starsýnt á þennan gjörvilegi og svip-
fallega mann sem síðar átti eftir að
verða mér svo góður vinur sem
raunin varð. Þórði var meðfædd
hógværð og aldrei heyrði ég hann
hreykja sér af neinu þó oft hefði
hann æma ástæðu til þess svo mikill
iöðlingur sem hann var. Hann þurfti
' ekki að leika þegar hann sagði hlý og
Saurbæ á Hvalfjarðar-
strönd, d 14.9. 1995 og
Sigrún Einarsdóttir, f.
8. apríl 1935, búsett í
Nesi í Reykholtsdal.
Eftirlifandi sambýl-
iskona Þórðar er
Bergný Jóhannsdóttir,
f. 20. aprfl 1933. For-
eldrar hennar voru
Þórdís Bjömsdóttir, f.
29.9.1897, d. 14. ágúst
1993 og Jóhann Ólafs-
son, f. 9. ágúst 1907, d.
5. september 1983,
bændur á Skriðufelli í
Þjórsárdal. Sonur
þeirra er Einar Bragi, f. 10. janúar
1975, nemi í stjómmálafræði við
Háskóla Islands. Unnusta hans er
Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, f. 15.
falleg orð honum var eiginlegt að
tala fallega.
Það var unun að hlusta á Þórð
segja frá og hann gat oft séð skop-
legu hliðamar á tilverunni og þá
birti yfír andlitinu. Þórður fékk í
veganesti úr föðurhúsum allar bestu
dyggðir sveitafólksins í gamla daga
sem voru heiðarleiki, trúmennska og
vinnusemi.
Foreldrar hans voru mikið sóma-
fólk sem allir mátu mikils sem til
þekktu. Þau voru leiguliðar á jörð-
inni í Kletti en höfðu jafnan nóg fyrir
sig og sína að leggja með dugnaði og
útsjónarsemi. Þau voru traust, heið-
arlegt og gestrisið fólk sem gott var
að heimsækja og heimilið var gest-
kvæmt.
Hann naut þeirra forréttinda í
æsku að eiga ömmu sem ýtti undir
þær blíðu tilfínningar og mildi sem
Þórður hafði til að bera og gerði hon-
aprfl 1975. Sonur hennar er Viktor
Elí, f. 10. mai' 1996.
Þórður ólst upp í Langholti til 14
ára aldurs. Flutti þá með foreldrum
sínum að Kletti í Reykholtsdal.
Hann stundaði nám við Héraðsskól-
ann í Reykholti veturinn 1949-50 og
við Bændaskólann á Hólum 1951-52
og útskrifaðist búfræðingur vorið
1952. Hann vann jafnan á búi for-
eldra sinna utan einn vetur sem
hann var vetrarmaður á Stóra-
Kroppi hjá Kristleifi Þorsteinssyni
bónda og fræðimanni. Þórður hóf
búskap í Gróf í Reykholtsdal vorið
1966 en flutti að Kletti árið 1968 og
bjó þar til ársins 1999 að hann flutti
í Borgames.
Þórður vann nokkuð að félags-
málum. Var meðal annars formað-
ur ungmennafélags Reykdæla um
tíma og í hreppsnefnd Reykholts-
dalshrepps. Þá var hann til margra
ára fjallkóngur í Heiðarleit á Arn-
arvatnsheiði.
Útför Þórðar fór fram í kyrrþey
frá Reykholtskirkju 4. mars.
um stundum erfitt fyrir en um leið
líka næmari. Hún kenndi Þórði og
systkinum hans að lesa og sagði
þeim sögur og hann átti góðar minn-
ingar um hana, en hún lést á ferm-
ingarári hans.
Hann var sveitamaður í orðsins
bestu merkingu og átti heimili í
Kletti í næstum hálfa öld og þar var
hugur hans. Hann var glöggur á
skepnur og mér er það minnistætt
þegar ég fór með vinafólk mitt vest-
an af fjörðum í heimsókn að Kletti.
Þegar hann vissi hvaðan það var þá
sagði hann: „Já, frá þeim bæ kom
vænsta féð í fjárskiptunum árið
1951.“ Oðru sinni ræddum við um
ákveðin sveitabæ þar sem ég hafði
nýkomið á. Þá minntist hann þess að
það bú væri yfirleitt með afurða-
hæstu kúabúum landsins. Svo gott
var sjónminni hans að ef hann sá
einu sinni hest í haga, þó ekki væri
nema í svip, þá brást það ekki að
hann þekkti hann aftur síðar.
Ég minnist dags þegar ég talaði
við hann í síma síðasta haustið sem
hann bjó í Kletti þá sagði hann mér
að nú væri mikill sorgardagur. Hann
hefði verið að koma úr Borgarnesi
þar sem hann sá á bak síðustu kind-
unum í sláturhús og það var ekki
laust við að trega gætti í röddinni.
Ég fann til með honum og heyrði að
um leið fannst honum lífsstarfinu
vera lokið. Þórður var vel gefinn og
það var skemmtilegt að ræða við
hann og hann átti gott með að setja
sig í spor annarra og alltaf spurði
hann af högum manns og gladdist
þegar vel gekk. Engan mann sá ég
skemmtilegri undir áhrifum víns.
Hann kunni svo vel að fara með það
og varð enn glaðari og þar var hann
hófsmaður sem og á öðrum sviðum.
Þórður og Bergný voru samtaka í
gestrisni og margir munu minnast
komu sinnar að Kletti. Það var nota-
legt að sitja við eldhúsborðið í litla
eldhúsinu þar og drekka gott kaffi
og tala við þau bæði. Einu sinni sem
oftar kom ég að Kletti og var Þórður
þá einn heima en veiðimenn í kaffi
hjá honum. Þórður sagði sögur og
veitti af rausn.
Ég get ekki ímyndað mér annað
en að fólk hafi farið ríkari af fundum
við slíkan mann sem hann hafði að
geyma og ég sá hvað þessir gestir
höfðu gaman af því að hlusta á hann
segja frá.
Það eru þrettán ár síðan Þórður
kenndi fyrst þess sjúkdóms sem
hann varð að beygja sig fyrir að lok-
um. Hann fór í mikla hjartaaðgerð
fyrir nokkrum árum og eftir það
náði hann góðum bata um tíma.
Engu að síðar var þrekið ekki samt á
eftir og hann þurfti stundum að vera
frá vegna sjúkrahússvistar. Það kom
sér vel að Bergný var ekki óvön bú-
störfum og gekk í þau öll, oft ein.
Sonurinn Einar Bragi var þó heima
á hverju sumri öll sín menntaskólaár
og í öllum sínum fríum til að hjálpa
þeim, sem held ég megi segja, að
hafi ráðið úrslitum um það að Þórð-
ur gat búið í Kletti svo lengi sem
raunin varð.
Þórður fékk ekki að lifa það að sjá
einkasoninn, efnilega, útskrifast frá
Háskóla Islands síðar á þessu ári.
Einar Bragi hefur erft alla bestu eðl-
iskosti foreldra sinna beggja og ég
er þess fullviss að Þórður var hreyk-
inn af honum þó hann af meðfæddri
hógværð léti það ekki fara hátt.
Mér þykir það mjög miður núna
að hafa aldrei gefið mér tíma til að
heimsækja hann í Borgarnes þar
sem hann bjó síðustu átta mánuði.
En ég veit að hugurinn var enn í
Reykholtsdalnum og ég vil muna
hann í Kletti þar sem hann stendur á
hlaðinu á björtum vormorgni og sýn-
ir mér að hvergi í Borgarfirði sé fal-
legra útsýni en frá þessum stað, sem
hann átti flest sín ævispor. Nú er
hann kominn þar sem ríkir eilíft vor
og þar verður örugglega vel tekið á
móti þessum góða manni.
Ég samhryggist öllum sem þótti
vænt um Þórð í Kletti.
Blessuð sé minning hans.
Arnheiður Guðlaugsdóttir.
Mér þykir til hlýða að minnast
vinar míns Dodda frá Kletti. Ég fékk
titilinn að vera hestasveinn Dodda
þegar ég var 11 ára gömul í okkar
fyrstu Faxaborgarferð, hann lánaði
mér hesta og upp frá því riðum við
saman með sveitungunum í áraraðir
á Faxaborg og þess á milli um fagrar
sveitir Borgarfjarðar. Doddi var
góður hestamaður og það voru eng-
ar truntur, sem settar voru undir
stelpuna. Hann hafði góða kímni-
gáfu og var sannur vinur vina sinna.
Seinni árin leið alltaf lengri tími á
milli þess sem við hittumst, en ég
hitti hann sl. haust í Borgaraesi og
var það eins og við hefðum hist í
gær. Ég minnist góðs vinar með
virðingu og hlýju.
Dóróthea Magnúsdóttir
frá Björk.
ÞORÐUR
EINARSSON