Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Björn Blöndal Hjónin Eygló Hjálmarsdóttir og Sigurður Hólm Sigurðsson í verksmiðjusal S. Hólm. TOLGI TIL TEKTINA wstrni/nsmmiF Á SUNNUDEGI ► Signrður Hólm Sigurðsson, framkvæmdastjóri S. Hólm, fæddist 4. mars 1946 í Hólmavík en ólst upp á Akranesi. Hann stundaði nám í Iðnskólanum á Sauðárkróki. Síðar fór hann í Stýrimanna- skólann og lauk þaðan prófi árið 1973. Sigurður starfaði sem stýri- maður og skipstjóri um árabil, meðal annars hjá útgerðarfélaginu Miðnesi í tíu ár. Árið 1993 fluttist hann til Afríku og vann sem skip- stjóri hjá útgerðarfélaginu Seaflowers Wlútefish sem gerði út frá Namibíu. Eftir heimkomuna, eða um áramótin 1997-’98, stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni fyrirtækið S. Hólm, sem framleiðir hreinsiefni undir vöruheitinu Undri. Sigurður er kvæntur Eygló Hjálmarsdóttur sjúkraliða sem starfar nú við bókhald og íjármál fyrirtækisins. Þau eiga þijú börn sem heita Kristín Ingibjörg, Guð- jón Hólm og Hjálmar Þór. Eftir Hildi Einarsdóttur. Fyrirtækið S. Hólm var stofnað fyrir tveimur árum með það að markmiði að þróa og setja á markað nýja gerð hreinsiefna sem væru óskaðleg mönnum, brotnuðu hratt niður í náttúrunni, væru 100% vist- væn og stæðust kröfur OECD um hratt niðurbrot í náttúrunni. Það sem er sérstætt við þessa framleiðslu er að efnin eru framleidd úr kindamör sem er vannýtt nátt- úruafurð. Vinnslan á efninu fer þannig fram að úr mömum er brædd tólg og með efnahvörfum og viðbót- arefnum er henni breytt í efni sem virka afar vel á fitu, olíu og tjöru. Frá því að fyrirtækið var stofnað hefur.ált sér stað vöruþróun og nú eru þar framleiddar fjórar tegundir hreinsiefna undir vöruheitinu Undri; tjöruhreinsir, penslasápa, línusápa og alhliða hreinsiefni. Efnin hafa verið prófuð hér á landi og víðar og reynst einstaklega vel, að sögn Sigurðar Hólm Sigurðssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Þegar er farið að selja vörurnar í verslunum og á bensínstöðvum og fer salan vaxandi, að sögn framleið- andans. Byrjaði sem evrópskt verkefni Hver er aðdragandinn að fram- leiðslu Undra? „Sagan hefst í raun með evrópsku verkefni sem Iðntæknistofnun Is- lands tók þátt í og nefndist Sub- sprint," segir Sigurður. „Verkefnið fólst í því að innleiða notkun á svo- kölluðum jurtahreinsum fyrir prent- iðnað í staðinn fyrir rokgjörn, lífræn efni. Þessir jurtahreinsar eru svo- kallaðir esterar af jurtaolíum sem eru fengnir með því að hvarfa jurta- olíu við alkóhól. Jurtahreinsirinn skilar hlutverki sínu allvel og er gott leysiefni fyrir olíu og fítuleysanleg efni. Dr. Ragnar Jóhannsson, sem þá var deildarstjóri hjá Iðntæknistofn- un íslands og starfar nú sem for- stöðumaður efnagreininga í Keldna- holti, var verkefnastjóri hér á ís- landi. Hann tók eftir því að jurta- hreinsamir og sérstaklega einstakar gerðir þeirra vora mjög kraftmikil hreinsiefni og leystu þau jafnvel upp lakkið af prenturanum. En hægt er að stilla hreinsikraftinn með ákveðn- um aðferðum. Dr. Ragnar fékk þá hugmynd hvort ekki væri hægt að nota mör, sem er venjulega urðaður, til að vinna úr honum hreinsiefni sem hægt væri að nota í iðnaði og til að hreinsa bfla í vetrartíð. Var stótt um styrk hjá Rannís til að þróa hreinsi- efni sem hægt væri að nota í þessu skynij" segir Sigurður. Sápu verksmiðjurnar höfðu ekki áhuga „Prófaðar vora ýmsar gerðir af hvarfefnum til að fá fram réttu eigin- leikana. Blöndumar vora síðan reyndar og þá kom í ljós að það var sérstaklega ein tegund sem var hentug til að búa til úr henni hreinsi- efni. Þegar komin var formúla að efninu var nokkram sápuverksmiðj- um sem hér starfa boðið að nýta sér hana en engin þeirra sýndi því áhuga. Síðan gerðist það að ég kom heim frá Afríku, þar sem ég hafði verið skipstjóri á togara sem var gerður út frá Namibíu. Þar eð ég hafði ekki áhuga á að vera á sjónum lengur fór ég að leita fyrir mér að öðram starfs- vettvangi. Eg hafði mestan áhuga á að vinna sjálfstætt. Þess vegna fór ég á námskeið hjá Iðntæknistofnun Islands í stofnun og rekstri fyrir- tækja. Þar frétti ég af efninu og fékk áhuga á að stofna fyrirtæki í kring- um viðskiptahugmyndina. Ég fékk formúluna hjá Iðntæknistofnun og öll yfirráð yfir henni. Nú hefur verið sótt um einkaleyfi á hreinsiefnun- um.“ Fann tólgina í Bárðardalnum Sigurður segir að næsta skref hafi verið að finna góða tólg í framleiðsl- una. Hafi hann verið búinn að leita nokkuð fyrir sér að tólg þegar hann prófaði framleiðslu Garðars Jóns- sonar, bónda á Stóravöllum í Bárð- ardal, Norður-Þingeyjarsýslu. Garð- ar er með verksmiðju heima hjá sér þar sem hann býr til hamsatólg og tólgarkerti en hráefnið bræðir hann úr kindamör. „Ég prófaði tólgina frá honum og var hún frábærlega vel unnin. Við höfum notað þessa tólg síðan í framleiðslu okkar. Það er þónokkuð mál að framleiða tólg, eins og kom í ljós í tilraunaferl- inu hjá Iðntæknistofnun þegar gerð var tilraun til að bræða tólgina til að mæla hversu vel afurðin nýttist og var það hið óþrifalegasta mál auk þess sem vond lykt er af bræddum mör og mér skilst að dr. Ragnar hafi ekki verið mjög vinsæll hjá stofnun- inni meðan á tilrauninni stóð,“ segir Sigurður og hlær. Setti upp tilraunaverksmiðju „Ég byrjaði íyrirtækið á því að setja upp litla tilraunaverksmiðju hérna í Reykjanesbæ. Þar prófaði ég mig áfram með að hvarfa efnið og framleiða úr því hreinsiefni," heldur Sigurður áfram frásögn sinni. „Framleiðsla og sala á efninu hófst svo sumarið 1998 með framleiðslu tjörahreinsis undir nafninu Undri. Hugmyndin að nafninu fæddist í samræðum okkar við starfsmenn SR-mjöls í Helguvík sem höfðu verið að nota alhliða hreinsiefnið frá okkur og varð tíðrætt um hvflíkt undraefni það væri. Þegar ég sá að framleiðslan reyndist vel og viðtökur vora góðar ákvað ég að byggja yfir starfsem- ina.“ Sigurður segir að fyrsta skóflu- stungan að nýja húsnæðinu, sem er 500 fm stálgrindarhús, hafi verið tekin fyrir 8 mánuðum og framleiðsl- an hófst 1. febrúar síðastliðinn. Framleiðslan á Undra-hreinsiefnun- um er í helmingi húsnæðisins og þar starfa 4 starfsmenn, 2 í fullu starfi, þ.e. Sigurður og eiginkona hans, Eygló Hjálmarsdóttir, og 2 í hluta- starfi. Undri skal hann heita „Fyrsta hreinsiefnið sem við sett- um á markað var Undra-tjörahreins- ir en hann er notaður til að hreinsa tjöra og önr.ur óhreinindi af bifreið- um, vélum og tækjum,“ segir Sigurð- ur. „Tjörahreinsirinn er í raun al- hliða hreinsiefni, sápa og bón. Tjörahreinsinum er úðað á bflinn. Efnið er látið verka í nokkrar mínút- ur áður en það er þvegið af með vatni. Fyrst þegar efnið kom á mark- að þótti hreinsieiginleiki þess mjög góður en lyktin að sama skapi ekki nógu góð en af því var kindalykt og það líkaði ekki vel. Einnig þurfti að gera efnið kuldaþolnara. Það kom í ljós þegar farið var að nota hreinsi- efnið að í kulda þykknaði vökvinn ótæpilega. Þetta stafaði af því að sápuefnið sem var notað í blönduna storknaði við of hátt hitastig. Með breyttu efnisvali á sápuefni fékkst fram afurð sem er mun betri. Þegar bót hafði verið ráðin á þessu var tjöruhreinsirinn settur í nýjar umbúðir og útlit vörunnar var end- urhannað.“ 100% vistvæn afurð Sigurður segir að Undra-tjöra- hreinsir innihaldi ekki ýmis efni sem era í öðram tjörahreinsum, efni eins og White Spirit, sem er bannað í nágrannalöndunum, auk þess sem sýrastigið sé 7, 7, sem þýði að þetta sé ekki basískt hreinsiefni sem fer illa með lökk og málma. Efnið má einnig fara í öll niðurföll í litlum mæli vegna þess að það er 100% vistvænt en það brotnar niður á 90 dögum. Undra-tjörahreinsir fer því vel með lakkið á bifreiðinni, notandann og náttúrana. Hreinsiefnin uppíylla því kröfur norræna umhverfismerkis- ins, hvíta svansins. Sótt hefur verið um að fá þetta merki á framleiðsl- una. ,Áður en við settum Undra-tjöra- hreinsinn á markað fékk ég reynda bflaþvottamenn til að prófa hann, þar á meðal þá sem reka SS bflaleigu hér á Suðurnesjum, og hafa þeir ekki notað annan tjörahreinsi síðan,“ seg- ir Sigurður. „Þeir hafa einnig þvegið bflana að innan með efninu, hvort sem það er plastefni eða áklæði. Vinnur vel á olíu, fítu og tjöru Fleiri gerðir hreinsiefna era komnar á markað sem hafa reynst vel, eins og penslasápan sem hentar vel við þrif á öllum gerðum málning- aráhalda," segir hann. „Sápan vinn- ur vel á olíu, fitu og tjöra og þar af leiðandi á olíumálningu og kítti. Einnig er vitað til að hún hafi verið notuð til þvotta á lopapeysum, gólf- teppum og fatnaði sem hefur fengið í sig t.d. olíumálningu, tyggigúmmí og kertavax, sem reynist oft erfitt að ná úr fötum. Þreifingar era hafnar varðandi útflutning og sendar hafa verið út prafur sem hafa líkað mjög vel. Fljótlega settum við Undra- hreinsilög á markað en hann er ætl- aður til almennrar notkunar bæði til sjós og lands. Eins og hin hreinsiefn- in vinnur hann vel á olíu, fitu og tjöra og lítið blandaður skilur hann eftir bónhúð. Hefur þessu efni verið tekið opnum örmum af vélstjóram og mat- vælafyrirtækjum. Lögurinn vinnur sérstaklega vel á skán sem sest gjarnan á færibönd og ýmsan búnað í fiskvinnslu, en þessi skán er með svokölluðum sykurpróteinum sem bakteríur mynda sér til varnar til að lifa af þvott og þrif. Þessi himna sest sem gul slikja eða skán ó búnaðinn. Mikilvægt er að þessi skán myndist ekki og sé fjarlægð sem fyrst ef hún verður til. Vökvi og kvoða Einnig má nota hreinsilöginn til hreingeminga heima fyrir. Hann hentar til dæmis mjög vel til hreins- unar á flísum sem hafa gulnað vegna fitu sem hefur sest á þær. Prófað hefur verið að nota hreinsi- löginn til að þrífa bakarofna að innan og reyndist hann vel. Annars höfum við áhuga á að þróa sérstakt hreinsi- efni til þeirra nota,“ segir Sigurður. Hægt er að fá alhliða hreinsiefnið í vökvaformi og sem kvoðu. Segir Sig- urður að kvoðan henti til dæmis bet- ur þar sem efnið þarf að standa leng- ur á veggnum til að vinna á óhrein- indunum. „Kvoðuefnið hefur verið notað til þrifa í frystihúsi Norður- garðs í Keflavík og að sögn Kristins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.