Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLJJNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Þú smellir og seðillinn er greiddur Signrjón Sighvatsson Kaupir Hellisfjörð *og Arney á Breiðafirði SIGURJÓN Sighvatsson gekk i gær frá kaupum á Sjónvarpshúsinu við Laugaveg fyrir 280 milljónir króna, en kaupaðili ásamt honum er Ofan- leiti ehf. Sigurjón undirritaði kaup- samninginn í Sjónvarpshúsinu í gær- morgun. Heimildir Morgunblaðsins herma að Sigurjón hafi einnig fest kaup á eyjunni Arney á Breiðafirði og Hell- isfirði sem er milli Reyðarfjarðar og Norðfjarðar á Austfjörðum. Sigur- jón vildi ekki tjá sig um þessi við- skipti þegar Morgunblaðið hafði '^tmband við hann í gær. HUGA þarf betur að nýtingu svokall- aðra aukaafurða úr sjávarfangi, enda möguleikar til aukinnar verðmæta- sköpunar verulegir og víða sóknar- tækifæri. Þannig mætti auka verð- mæti lýsisframleiðslu hérlendis um 7 milljarða króna árlega. Þetta kom fi-am á fundi um aukaafurðir í sjávar- útvegi sem haldinn var á föstudag. Síðasta áratuginn hefur sífellt verið lögð meiri áhersla á að auka virði fiskaflans hérlendis. Afurðir sem áður voru unnar í verðlitlar afurðir eða jafnvel hent, eru nú verðmæt og vin- sæl neysluvara. Útflutningsverðmæti aukaaftu-ða hérlendis var árið 1998 um 3,8 milljarðar króna og ætla má að verðmætið hafi aukist talsvert á síð- asta ári. Þannig nam verðmæti auka- afurða sem unnar voru hjá Útgerðar- félagi Akm'eyringa á síðasta ári um 45 milljónum króna sem er nærri þriðj- ungur af hagnaði félagsins í fyrra. A fundi sem Nýsköpunarsjóður at- vinnulífsins stóð fyrir um fullnýtingu sjávaraflans kom fram að enn eru þó ótal sóknartækifæri til að auka verð- mæti fiskaflans enn ffekar. Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins, sagði á fundinum að hérlendis væru t.d. ýmsar vannýttar tegundir og benti í því samhengi á að stærsti hluti upp- sjávarafla væri bræddur í mjöl og lýsi til dýrafóðurs. Sagði Sigurjón að tíf- alda mætti verðmæti framleiðslunnar. N orðurpólsfarar Stillt veður en þungt færi ÍSLENSKU norðurpólsfaramir lögðu að baki 3,6 km fyrsta göngu- daginn af um 60 er þeir hófu göng- njna frá Ward Hunt-eyju áleiðis til norðurpólsins á föstudagskvöld. Frostið var 45 stig og veður stillt en færið mjög þungt. Pólfararnir gengu í tvær og hálfa klukkustund fyrsta daginn og tjöld- uðu síðan á eyjunni skammt undan ísnum. Sleðar þeirra eru yfir 130 kg eða 10 kg þyngri en reiknað var með upphaflega. Að sögn Haraldar Amar Olafssonar, sem ræddi við föður sinn í gær, eru þeir Ingþór Bjamason við góða heilsu og allt gengur vel. ------*-++------ Auknar lífs- * lrkur krabba- meinssjúklinga LIFSLIKUR krabbameinssjúklinga hafa stöðugt farið batnandi undan- farna áratugi, að því er fram kemur í tímaritinu Heilbrigðismál, sem gefið er út áf Krabbameinsfélagi Islands. Útreikningar Krabbameinsfélagsins sýna að um 22% þeirra íslendinga sem greindust með krabbamein á ár- unum 1956 til 1960 lifðu í fimm ár eða lengur en hlutfallið var komið í um 48% á áranum 1991 til 1995. Þegar útreikningar krabbameins- félagsins eru skoðaðir kemur í ljós að horfurnar hjá þeim sem greinast með krabbamein fyrir 45 ára aldur *-Au fjórfalt betri en á sjötta áratugn- um og horfumar hjá þeim sem grein- ast með krabbamein eftir 45 ára ald- ur eru tvöfalt betri en á sjötta áratugnum. ELIN Þorgeirsdóttir, sem er dag- mamma í Hafnarfírði, gefur hér yngsta barni sínu brjóst um leið og htín leikur við þrjtí börn sem htín gætir. Lesendur blaðsins kynnast í dag Elinu og fjölskyldu hennar í einni af þremur fyrstu myndafrásögnunum af fimm sem Sögur af íslendingum Ijósmyndarar Morgunblaðsins hafa unnið um íslendinga á árinu 2000. Hinar tvær munu birtast næstkomandi sunnudag. Samtímis birta átta af helstu dagblöðunum á hinum Norðurlöndunum sögur með sama nafni þar sem ljós- myndarar þeirra nálgast efnið á persónulegan hátt. Morgunblaðið mun síðar birta hluta af mynda- Morgunblaðið/Ásdís frásögnum hinna blaðanna en með verkefninu er ætlunin að sýna aðstæður og ásýnd Norður- landabtía á árinu 2000. ■ LÍFK/B10 ■ NÁTTÚRAN/B14 I DRAUMURINN/B 16 Harðorð ályktun formannafundar Verkamannasambandsins Segja félög Flóabandalags- ins hafa ákveðið úrsögn FORMANNAFUNDUR Verka- mannasambands íslands, VMSÍ, var haldinn í gær. í ályktun fundar- ins kemur fram að fundurinn líti mjög alvarlegum augum þær full- yrðingar sem fram hafa komið um aðskilnað Flóabandalagsfélaganna við VMSÍ og vilji í því sambandi rifja upp að það var ákvörðun Flóa- bandalagsins að segja skilið við önn- ur félög VMSÍ í kjarasamningagerð þeirri sem nú stendur yfir. Þetta hafi félög bandalagsins undirstrikað með því að taka ekki þátt í umræðum og afgreiðslu kjara- mála á þingi sambandsins sl. haust. Bent er á að þrátt fyrir þetta hafi samninganefnd VMSÍ ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að hún væri reiðubúin að ganga til samstarfs við Flóabandalagið en því hafi jafnharð- an verið hafnað. Þá er því haldið fram að bandalagsfélögin hafi ekki látið duga að lýsa sjálfstæði sínu við samningagerðina, heldur tekið þá ákvörðun að draga alla félagsmenn sína út úr störfum fyrir sambandið. í ályktun fundarins er því lýst að ofantalin upprifjun geri að verkum að ekki verði annað ráðið en að fé- lögin innan Flóabandalagsins hafi þegar við upphaf undirbúnings kjarasamninga verið búin að taka þá ákvörðun að fara út úr VMSÍ. Hið eina sem komið hafi í veg fyrir að sú ákvörðun væri framkvæmd væri sú staðreynd að það leiddi af sér úr- sögn um leið úr Alþýðusambandi ís- lands. F ormannafundurinn lýsti yfir fullum stuðningi við og trausti á for- mann VMSI. I ályktuninni segir ennfremur að VMSÍ, með lands- byggðarfélögin innanborðs, muni aldrei verða „skúffusamband" ein- hvers aðildarfélagsins. Fundurinn stóð enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun síðdegis í gær og var þá m.a. verið að ræða samkomulag Flóabandalagsins og Samtaka at- vinnulífsins auk aðgerða stjórn- valda í skattamálum. Hervar Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði við Morgunblaðið á fundinum að honum kæmi alls ekki á óvart þótt ályktun fundarins yrði túlkuð sem_ staðfest- ing á klofningi innan VMSI. „Komin er gjá sem vandséð er hvernig má brúa,“ sagði Hervar. Aðild að formannafundinum á Landssamband iðnverkafólks. Með- al fulltrúa þess mátti heyra óánægju með þátt Guðmundar Þ. Jónssonar, formanns landssambandsins, í vinnu Flóabandalagsins. Lýsti háttsettur fulltrúi sambandsins þeirri skoðun sinni að ef Verkamannasambandið klofnaði þá gilti hið sama um Lands- samband iðnverkafólks. Auka má verðmæti lýsis um sjö milljarða á ári @ BÚNAÐARBANKINN Traustur banki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.