Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.03.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 25 Hitler var þegar orðinn hugtak í huga almennings er ég kom út haustið 1930. Smám saman reis hann upp til æ meiri áhrifa. Ég var á einum fundi þar sem hann talaði og sá hversu rækilega þetta allt saman var skipulagt, Göbbels var ótrúlegur áróðursmeistari. Ég fann hvernig múgæsingurinn greip um sig og hafði meira að segja áhrif á mig, þótt ég væri algerlega mótfallinn öllu því sem Hitler stóð fyrir. Enn meira fann ég fyrir þessum áhrifum þegar nasistaflokkurinn hélt 1. maí hátíð- legan í félagi við verkalýðsfélögin þýsku. Þá var marsérað við homa- blástur, ég neyddist til að fylgjast með mannfjöldanum á leið inn í bæinn um kvöldið í slíkri göngu og múgsefjunin var slík að ég var farinn að syngja þýsk ættjarðarlög með fólkinu áður en ég vissi af. A eftir hafði ég hins vegar óbragð í munnin- um meðan fólkið í landinu vai- hrifið og taldi að þarna væri kominn mað- urinn sem það hefði beðið eftir. Ég ákvað að fara heim þegar ég hafði áttað mig á að hemaðaruppbygging- in myndi ekki leiða til annars en stríðs fyrr en varði. Ég hafði þá starfað sem verkfræðingur um tíma við stofnunina þar sem ég hafði lokið námi og séð hvernig æ fleiri stúdent- ar og starfsmenn tóku að klæðast búningi stormsveitarmanna. Áætlunin um brottflutning barna og kvenna Þegar ég kom heim til íslands fékk ég vinnu sem verkfræðingur við að undirbúa Hitaveitu Reykja- víkur. Pyrsta verk mitt var að mæla og kortleggja jarðahitasvæði á Suð- ur-Reykjum í Mosfellssveit, þaðan sem til stóð að leggja hitaveiturör til Reykjavíkur. Ég lá í tjaldi allt sum- arið og mældi upp umrædd svæði og fékk um leið í mig óslökkvandi áhuga á íslenskri náttúm. Um svip- að leyti fór ég að kynnast skíða- íþróttinni. Bróðir minn Franz var skíðamaður góður og ég fór að fara með honum á skíði. A þeim vettvangi kynntist ég Steinþóri Sigurðssyni fyrst. Það fór svo um hitaveitufram- kvæmdirnar að þeim seinkaði því þegar Danmörk var hernumin kyrr- settu Þjóðverjar skipið sem átti að flytja hingað efnivið í þessar fram- kvæmdir. Þegar ísland var hernum- ið kom til ýmiskonar samskipta milli Breta og borgaryfírvalda. I fyrstu mörkuðust þessi samskipti af því að menn hér kunnu lítt að tala við her- menn. Ég kynntist einum foringja allvel, manni sem major Buckland hét og var lögfræðingur frá London. Samskipti þessa yfirmanns hjá hernum við embætti borgarverk- fræðings voru talsverð vegna þeirr- ar aðstöðu sem herinn þm-fti að hafa á svæðinu. Talsverður uggur var í breskum hernaðaryfirvöldum eftir að Þjóð- verjar höfðu hertekið Noreg. Þeir óttuðust að Þjóðverjar ætluðu að ná hér fótfestu og töldu að líklegast væri að þeir kæmu þeirra erinda á Austfirði og síðan í Reykjavík, það sem einasta meiriháttar höfnin var. Vegna þessa var talið nauðsynlegt að gera áætlun um hvernig bjarga skyldi konum og börnum úr höfuð- borginni ef til loftárása eða bardaga kæmi. Mér og Steinþóri Sigurðssyni var falið að gera þessa áætlun, við vorum þá um tíma búnir að starfa saman á vettvangi skíðaíþróttarinn- ar og fjallaferða. Við Steinþór gerð- um áætlun um skyndiflutning barna og kvenna úr Reykjavík til Hvera- gerðis, þar var hægt að koma öllum þessum fjölda fyrir í gróðurhúsum og þar var hlýtt. Veiki punkturinn á ráðagerðinni var ef varpað yrði sprengju í Hveragerði, þá hefðu gler í húsunum brotnað. Við komumst að þeirri niðurstöðu að kex og saltkjöt þyrfti að vera fyrir hendi f'yrir fólkið ef Þjóðverjar gerðu strandhögg. Við létum því kaupa kjötið og baka kexið og komum upp birgðastöð í gamla mjólkurbúinu í Hveragerði - þannig var þetta meðan áætlunin var í gildi, fólki finnst þessi áætlun kannski skrítin núna en hún var raunhæf þá miðað við þáverandi aðstæður þegar samfelld byggð Reykjavíkur náði aðeins inn að Höfðatúni. Könnuðu saman Kerlingarfjöll og fleira Við Steinþór áttum mjög gott með að starfa saman, á það hafði sannar- Morgunblaðið/Jim Smart Einar Pálsson lega reynt í málefnum skíðaíþróttar- innar. Sú íþrótt var þá ný hér á landi eins og fyrr sagði og af því ég var verk- fræðingur lenti ég fíjótlega í að fara að mæla fyrir skíðabrautum og þess háttar, því alla aðstöðu fyrir skíða- menn skorti hér. Við Steinþór kynntumst raunar fyrst þannig að ég var að mæla hæð Oskjuhlíðarinn- ar og þurfti að mæla hana frá Skóla- vörðustígnum, þar vatt sér að mér snaggaralegur maður og fór að tala um þetta fína mælitæki sem ég væri með. Þetta var Steinþór. Hann var nokkru eldri en ég, fæddur árið 1904 og var magister í stjörnu-, stærð-, eðlis- og efnafræði. Eftir að okkar leiðir lágu saman urðum við óaðskilj- anlegir - hittumst nánast á hverjum degi. Við stofnuðum saman skíðaráð sem hann var formaður fyrir og síð- ar stofnuðum við saman skíðasam- band fyrir allt landið sem Steinþór var formaður f yrir en ég varafor- maður. A sumrin vorum við saman í fjallaferðum og rannsóknum, fórum m.a. með Jóni Eyþórssyni og könn- uðum Kerlingarfjöll. Við gáfum mörgum stöðum þar nöfn og þeir Steinþór og Jón skrifuðu svo um Kerlingarfjöll fyrir Arbók ferðafé- lagsins. Steinþór var varaforseti Ferðafélags íslands og starfaði mik- ið fyrir það, m.a. að byggingu sælu- húsa víðs vegar um landið. Steinþór hafði ótnálegan bakgrupn - þegar þetta var þekkti enginn ísland betur en hann. Hann hafði verið í þjónustu dönsku landmælinganna hér á landi og ferðast um landið og var áður en varði orðinn fyririiði fyrir mælinga- mannahópi úr danska hernum. Hann mældi m.a. svæðin fyrir norð- an Vatnajökul, í Vonarskarði og á fleiri stöðum sem enginn maður kom áþá. Vorum grafnir í siyó í fleiri daga Þegar Heklugosið hófst voru menn vanbúnir að fylgjast með slík- um atburðum, fæstir áttu einu sinni farai-tæki til þess að komast á stað- inn. Sem forstjóri Rannsóknarráðs ríkisins hafði Steinþór sem fyrr sagði ráð á jeppa, það var ekki hlaupið að því að fá bíla eða annað eftir stríð, þá réð fjárhagsráð flestu um slík málefni. Jóhannes Áskelsson jarðfræðingur hafði fengið jeppa, þetta voru nýir bílar, nokkrir skíða- félagar okkar sem voru bifvélavirkj- ar höfðu gert upp gamla jeppa sem Ameríkanar voru búnir að leggja. Við Steinþór höfðum iðkað jökla- ferðir allar götur frá árinu 1940. Ár- ið 1942 fórum við í stóran könnunar- leiðangur upp á Vatnajökul og gátum dvalið um tíma á jöklinum, þeir sem áður höfðu farið höfðu ekki haft þar langa viðdvöl - umhverfið var þeim ekki vinsamlegt en við réð- um yfir þeirri kunnáttu sem þurfti. Við mældum þá Grímsvötn og fleira. Einnig fórum á Mýrdalsjökul með Jóni Eyþórssyni og einum manni til, þá urðum við vegna óveðurs að grafa okkur í snjó og lágum þar í fleiri daga. Árið 1946 var Steinþór búinn að útvega fyrsta vélsleðann sem kom hingað til lands. Hann vildi prófa að nota hann til þess að komast leiðar okkar á jöklum og þá með hliðsjón af eldgosum, m.a. í Grímsvötnum eða Kötlu. Við höfðum sleða festan aftan í vélsleðann, stóðum sjálfir á skíðum og vélsleðinn dró alla lestina. Þannig fórum við í mikla ævintýraferð upp í Kverkfjöll og Grímsvötn m.a. Voru fyrstir á vettvang Svo hófst Heklugosið 1947. Þeir sem voru á vakt á Veðurstofu Is- lands sáu gífurlegan mökk stíga upp í austurátt í heiðskíru veðri yfir Henglinum. Þeir hringdu í Steinþór sem forstjóra Rannsóknarráðs ríkis- Frábært Flu$féty íslands býður þér að bre?ða umftir þi j betri fætinum í vetur o^ju^a hressitya. Vii þurfum öll á smá upplyftinju í skammdefinu að halda. Hetyarferðir Flujfélays íslands eru ráð sem dujar, hvort sem þú sækist eftir notale^ri helgi í afslöppuðu umhverf i, menninyu o % skemmtun eða heijarinnar skralii í ?óðra vina hópi. Notaðu veturinn til að kynnast fjölbreyttri upplifun sem bíður þín í bor? o; bx. FLUGFÉLAG ÍSLANDS Sími $70 3030 ■ Fax 370 3001 websales@airiceland.is • www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.