Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 41
M'ORG'ÍJN'BLAÐIÐ TTTTT LAtJGARDAGJjR l.'ARRÍL 2000 41 ! lljll, Æ W | • ' I mynni draumadals Draumstaftr Kristján Frimann ÉG er eyja en samt fast land í huga þeirra sem geyma mig. Eyja, því sjálf mitt er sál mín ein- stök, ein og stök. Meginland því í mér býr sameiginlegur arfur sem er allra og arfurinn er sæði Guðs. Ef við tökum ímyndaðan kajak og róum kröftuglega inn vatnsmikil og dimm gljúfur vitundarinnar, yfir föll meðvitundar og fieytum bátnum niður flúðirnar þar sem skógarþykkni þess ómeðvitaða slútir yfir bakkana og tefur för okkar, þá birtist skyndilega bjartur, víður og fjallhár dalur. Þú ert komin/n í dal draumsins og ég leiði þig inn um hlið er lík- ist búðingshlaupi við snertingu og yfir krákustíga með óræða festu. Sólbirtan sem glýjar manni fyrir augu er ekki sú sem hún sýnist því hún er ekki af sólu sprottin og þokuslæðurnar sem líða hjá, vefja sig um fætur manns sem lifandi væru og fikra sig upp í nára en þá slæ ég á þær eins og óþæga rakka og þær hverfa eldsnöggt burtu með hviss hljóði. Dalurinn er skógi vaxinn trjám af óræðum uppruna og hann andvarpar reglubundið eins og ástsjúkur unglingur, úr fjöll- unum má lesa andlit forfeðra sem gjóa augunum á mann að því er virðist og hagalínið skiptir litum með þeynum. Þegar komið er yfir fyrstu ómeðvituðu brúna birtast tveir frýsandi fákar úr mistrinu og koma til okkar, þeir reisa makkann og hneggja eins og þeir séu að heilsa, báðir bera þeir gulli slegin beisli en hafa teppi í stað hnakks. Þetta eru farar- skjótar okkar inn í dalinn, þú tek- ur þann rauða en ég klíf á þann svarta og við leggjum í ’ann. Draumar „Guðbjargar" Fyrri draumur sem er 4-5 ára: Ég var stödd í stóru fokheldu húsnæði, mjög hátt til lofts og vítt til veggja. Risastórir gluggar voru á þrjá vegu. Úti var glamp- andi sól, útsýni úr austur- og suð- urglugga var til gróinna lendna en í vestri var glitrandi sjór og smáöldur. í miðju húsnæðinu var ég að basla við að búa til tröppur í hring upp á við, átti bágt með að láta það ganga upp. Næst geng ég inn í helli sem var í framhaldi af húsnæðinu, mjög stóran og nokkuð bjartan. I honum miðjum er tjörn og við hana eru fjögur börn í fallegum útprjónuðum peysum að leik. Ég geng í gegn- um hellinn og kem þá inn í rými sem er flott sundlaug með bökk- um, þar á stólar og borð. Sund- laugin og umhverfi er allt fagur- bleikt. Fáeinar manneskjur voru þarna sem ég þekkti. Aftur er ég komin ýfokhelda húsnæðið, kem þar að Ola sem er velgjörðarmað- ur minn, þar sem hann er búinn að finna út úr því hvernig best er að hlaða tröppurnar og er búinn með fyrstu tvö þrepin. Seinni draumur frá lokum síð- asta árs: Ég er stödd á dimmum og subbulegum dansstað. Er á danspalli, þar sem er blautur blettur á honum miðjum og er umkringd eldri mönnum. Það kemur til pústra þar sem menn eru að reyna fella hver annan, ég forða mér. Næst sit ég við hlið vinkonu minnar á virðulegu gömlu kaffihúsi. Sól skín inn um glugga og fólk og umhverfi er notalegt. Mér finnst ég ekki rétt klædd, er í skærbleiku silki- kenndu dressi með bert op á maganum þar sem sér í svartar blúndunærbuxur. Ég sé þó að ég er óvenju fagursköpuð. Ég lít á vinkonu mína sem er í einhvers konar upphlut í skærum lit með hvítu blúnduverki að framan. Ég vil fara og skipta um föt, þá finn ég allt í einu að á hægra auga springur fram mjög löng blaðra, klístrug. Finnst þetta yfir- náttúrlegt og verð hrædd. Við vinkonurnar hröðum okkur á bað- herbergið á staðnum, þar sem ég næ blöðrunni af. Lít í spegil, sé þrútið auga. Ég strýk yfir það og við það falla úr auganu á gólfið, margir nokkuð stórir fallega skornir demantar, en ég held á vel þroskuðu og fallegu jarð- arberi sem kom líka úr auganu. Ég fullvíssa vinkonu mína að ekkert sé að óttast. í speglinum sé ég nú tvær konur, önnur fríð dökkhærð sem sækist eftir dem- öntunum. Ég beygi mig niður og sting þeim í munninn, þeir bráðna upp í mér og verða að sætum vökva sem ég kyngi. Við yfirgefum staðinn og komum í sal félagsheimilis þar sem mikið er um drukkna menn, við flútum okkur út. Stórt snjófjall blasir við, vinkonan fer á undan upp og ég á eftir, báðar komumst við upp og heim. Ráðning Fyrri draumur segir frá breyt- ingu á háttum þínum og hugsun- um þegar þú ákveður að sníða þér nýjan stakk í lífinu og komast meðvitað ofar í bættu líferni sem í þessi tilfelli gæti þýtt andlega framför. Þessi sýn speglast í hús- inu (þú), stíl þess og ytri um- gjörð. Stiginn sem þú baslar við bendir til andlegs þroska og nafn Ola velgjörðarmanns þíns merkir upphaf einhvers. Hellirinn, börn- in og sundlaugin sýna innsta kjarna þinn og fortíð, sú mynd er heil og sýnir hvað í þér býr. Seinni draumurinn gefur svo í skyn að einhver þér nákominn hafi eða sé að hverfa yfir móðuna miklu enda eru táknin ýkt og benda til eftirsjár, reiði og sorg- ar. Hitt er svo eftirtektarvert að táknin tengd auganu benda til þess að sá hinn sami sem þú treg- ar, opni augu þín gagnvart hæfi- leikum sem í þér blunda og verði til þess að þú komist „heim“ í fleiri en einum skilningi. • Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta ográðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavfk eða á heimasíðu Draumalandsins. Verðdæmi: Adidas galli, fullt verð kr. 6.990, okkar verð...kr Adidas smábarnagalli, fullt verð kr. 2.990, okkar verð...kr. Etonic golfskór, fullt verð kr. 5.990, okkar verð...kr. 1.500 okkar verð...kr. 2.990 Nike barnasett, fullt verð kr. 3.990, okkar verð...kr Bauer línuskautar, fullt verð kr. 14.990, okkar verð...kr. 3.500 eedo bakpokar, fullt verð kr. 2.300, k. okkar verð...kr Etonic í PnrJunní til sunnudagsins 9. apríi I fyrsta skipti á isiandi „outiet saia að bandarískri fyrirmynd Einyöngu merkjavara og verð sem ekki hefur sést áður á ísiandi Opnunartími Virkir dagar: frá kl. 14-19 Helgar: frá kl. 11-19 J Upplýsingasími Æ//// 55? 4‘Jr’O rr/ni ! 5KECHER5 SPEEDO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.