Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 81
ÍDAG
BRIDS
llmsjón Kuðmundur Fáll
Arnarson
SIGURVEGARAR Cap
Gemini tvímenningsins í
Hollandi, þeir Zia Mahmood
og Andrew Robson, léku við
hvem sinn fmgur og sýndu
mikil tilþrif á öllum sviðum
spilsins. Hér blekktu þeir
Italann Lauria til að fara
niður á sterku geimi, sem
flestir aðrir sagnhafar unnu.
Gott spil í tilefni dagsins:
Austur gefur; NS á
hættu.
Norður
4> KD5
»43
♦ D98
+ ÁK972
Vestur Austur
Q108 + 64
»AK1062 »G98
♦ 642 * KG3
* 85 * G10643
Suður
♦ Á9732
» D75
♦ Á1075
+ D
Vestur Norður Austur Suður
Zia Versace Robson Lauria
- - Pass lspaði
Pass 2 lauf Pass 2 tíglar
21yörtu Pass 2spaðar 4spaðar 3 hjörtu Allirpass Pass
Zia tók tvo fyrstu slagina
á ÁK í hjarta og skipti síðan
yfir í lauf. Þessi byrjun er
ekki óþægileg fyrir sagn-
hafa, því nú fást tíu slagir á
þann einfalda máta að taka
þrisvar tromp og enda í
borði til að hirða AK í laufi.
Og það var áætlun Lauria í
upphafi. Hann tók á lauf-
drottningu og spilaði svo
spaða á kóng bhnds. Hug-
myndin var að taka næst
spaðaás og spila svo á
drottninguna. En Zia
breytti hugsanagangi Laur-
ia með þvi að fylgja lit í
trompinu með tíunni! Því
ekld það?
Lauria varð nú að taka
þann möguleika með í reikn-
inginn að tían væri stök, en
þá er nauðsynlegt að taka
fyrst á spaðadrottningu, svo
hægt sé að svína fyrir gosa
austurs. Hann tók því næst
á spaðadrottningu og báðir
fylgdu ht og Zia með gosan-
um. Nú má vinna spilið með
því að spila tíguldrottningu
(eða smáu á níuna). En
Lauria ákvað að taka frekar
ÁK í laufi. Og ástæðan fyrir
því var einfóld: Zia hafði
spilað lauffimmu og Robson
fylgt lit með gosanum! Þessi
samhæfða blekking skilaði
sér vel, því Zia gat trompað
laufkónginn og svo fékk
Robson fjórða slaginn á tíg-
ul í lokin.
Þetta heitir að vera í
stuði. Fyrsti apríl!
SKÁK
DniNjón llclífi Áss
Grctarsson
Hvítur á leik
Indverjinn Vishy Anand
hafði hvítt í meðfylgjandi
stöðu gegn Búlgaranum
Kiril Ninov á heimsmeist-
aramóti 20 ára og yngri í
Baguio á Fihppseyjum 1987.
21.Bxh7+! Kxh7 22.g6!+
Kg8 Hvorki 22...fxg6
23.Hxf8 né 22...Kxg6
23.Dd3+ f5 24.exf6+ Kh6
25.Dh3+ Kg6 26.Dg4+ Kh6
27.Hd3 gáfu svörtum betri
von til að komast hjá ósigri.
23.Dh3! Rf6 Eftir 23...fxg6
kemur 24.Hxf8+ Kxf8
25.Rxe6+ með unnu tafli á
hvítt. 24,exf6 fxg6 25.fxg7
og svartur gafst upp.
Árnað heilla
Q A ÁRA afmæli. Næst-
O U komandi mánudag 3.
apríl verður áttræður Jón B.
Hannesson, Kirkjuvegi 11,
Keflavík. Eiginkona hans er
Fanney Hjartardóttir. Þau
taka á móti gestum í Kiwan-
issalnum, Iðavöllum 3, á
morgun, sunnudaginn 2. ap-
ríl, eftir kl. 15.
apríl, verður sjötugur Eirík-
ur Svavar Eiríksson, fyrrv.
flugumsjónarmaður, Hlíð-
arbyggð 22, Garðabæ. Eig-
inkona hans er Katrín Kára-
dóttir. Þau taka á móti
gestum í dag á heimili sínu
milli kl. 17 og 19.
ÁRA afmæli. í dag,
laugardaginn 1.
apríl, verður sextugur Reyn-
ir Valtýsson, Norðurbyggð
10, Akureyri. Reynir og eig-
inkona hans, Ingibjörg Lór-
enzdóttir, verða með heitt á
könnunni frá kl. 17 í Norður-
byggð 10.
ÁRA afmæli. í dag,
laugardaginn 1.
apríl, verður sextugur Haf-
steinn Jóhannesson Reykja-
lín, vélfræðingur og hótel-
s^jóri, Sunnubraut 52,
Kópavogi. Eiginkona hans
er Ásthildur Inga Har-
aldsdóttir. Hafsteinn og
Inga verða stödd í Figueres,
Listasafni Salvadors Dah, á
afmælisdaginn.
Með morgunkaffinu
COSPER
LJOÐABROT
VÍSUR
Hin dimma, grimma hamra höll
og holskeflur á sæ
og norðanvindur og nakin fjöll
sem nötra í kuldablæ:
Það hressti mest um gljúfragrund
og gladdi huga minn -
en þó, er fjólan fórst í lund,
mér féll oft tár um kinn.
Að ríða hátt um hamra sal
og hlusta á amar khð
og fáki renna um fjalladal
og fossa hlýða nið
mér betra þótti öllum auð,
það æsti huga minn, -
en þó, er deyði rósin rauð,
mér rann oft tár um kinn.
Gísli Brynjúlfsson
STJ ÖRNUSPA
eftir Frances Drake
HRIJTUR
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert agaður ogsjálfstæður
einstaklingur sem gefst ekki
upp fyrr en í fulla hnefana.
Tæknileg atriði liggja vel
fyrir þér.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Reyndu ekki að gera allt upp á
eigin spýtur í dag. Þú átt þína
samstarfsmenn og þeir eiga að
leggja sitt af mörkum til þess
að verkefnið klárist í tæka tíð.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það er alltaf affarasælast að
taka öhu með nokkrum fyrir-
vara sérstaklega þegar um
óvæntar uppákomur er að
ræða. Flas er hreint ekki til
fagnaðar.
Tvíburar . ^
(21.maí-20.júní) öA
Trúðu ekki öllu sem að þér er
hvislað. Aflaðu þér upplýsinga
og myndaðu þér skoðanir á
grundvelh þeirra og vertu öðr-
um óháður að öhu leyti.
Krabbi
(21. júní-22. júlí)
Það getur reynt á taugamar
að ná samkomulagi við aðra
jafnvel þótt um einfoldustu
smáatriði sé að ræða. En sam-
starf byggist á málamiðlunum
svo vertu undir þær búinn.
Ljón
(23.júh-22. ógúst) M
Það má vera að hugðarefni þín
eigi ekki upp á paUborðið hjá
mörgum þessa stundina en þú
þarft ekkert að hopa fyrir því.
Þinn tími mun koma.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) ®5L
Það er hreint og beint nauð-
synlegt að skapa sér örhtla til-
breytingu af og tíl. Þetta þurfa
ekki að vera nein ósköp en
geta samt skipt sköpum.
Vog m
(23. sept. - 22. október) A 4*
Vertu ekki hræddur við nýj-
ungar bara af því að þær hafa
breytingar í for með sér.
Kynntu þér málin og sjáðu
hvort að þú græðir ekki eitt-
hvaðáþeim.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það hefur ekkert upp á sig að
lenda í orðaskaki við fólk sem
aldrei skilur sinn vitjunar-
tíma. Sá vægir sem vitið hefur
meira segir máltækið.
Bogmaður _.
(22. nóv. - 21. des.) AiO
Það er sjálfsagt að taka öllum
ókunnugum opnum huga en
hafðu samt allan fyrirvara á
því oft eru staðreyndirnar aðr-
ar en manni sýnist við fyrstu
kynni.
Steingeit _
(22. des. -19. janúar) *Sp
Það er alltaf gott að hafa vara-
áætíun í bakhöndinni sérstak-
lega þegar við aðra er að eiga
um framgang mála. Farðu því
varlega.
Vatnsberi
(20.jan.-18. febr.) OM
Ekki hrökkva frá þótt aðrir htí
tíl þín um hugmyndir og fram-
kvæmd mála. Vertu ósínkur á
hæfileika þína því það þjónar
þínum tilgangi best.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars) >*'’
Hvað sem þú tekur þér fyrir
hendur í dag þá skaltu leyfa
öðrum að leggja þar hönd að
verki. Samstarf er þroskandi
og getur orðið uppspretta ótal
nýrra hugmynda.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalcgra staðreynda.
Sparaðu tugbúsundir
. Endurvinnum flestar gerðir
tölvuprentborða svo
^vþeir verða sem nýir
kivar@vortex,is
Búrefnisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Konihi olía
YOGASTÖÐ VESTURBÆJAR
( HÚSI SUNDLAUGAR SELTJARNARNESS
YOGA YOGA YOGA
Þriðjudaqa og fimmtudaga kl. 10:30 og 12.05
Þriojudaga og föstudaga kl. 17:30
Leiðbeinandi: ANNA BJÖRNSDOTTIR, yogakennari
Innritun og upplýsingar í síma 561 0207
Antik er fjárfesting * Antik er lífsstíll
Til fermingargjafa
Skrifborð - Skatthol - Kommóður
Fyrir fermingarveislurnar
Gömul dönsk postulíns-stell
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18, lau. kl. 11-17 og sun. kl. 13-17
Grensásvegi 14 ♦ sími 568 6076 Raðsreiðsiur
Topptilboð
ecco
Teg. Ecco Twist
Stærðir: 3616 - 4OV2
Litir: Svartir og bláir
kr. 3.495
T
oppskórinn
VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212
Opinn fundur heilbrigðisnefndar
m*
Þriðjudaginn 4. apríl kl. 17-19 í Valhöll
Frummælendur:
Einar Oddur Kristjánsson,
alþingismaður.
Anna Lilja Gunnarsdóttir,
forstöðumaður hagdeildar
á Landspítala við Hringbraut.
Ólafur Örn Arnarson,
framkvæmdastjóri upplýsinga-
sviðs Landspítala í Fossvogi.
Geir H Haarde,
fjármálaráðherra.
Fundarstjóri:
Jóhann Heiðar Jóhannsson,
læknir.
Síðan verða almennar umræður.
Allir áhugamenn um heilbrigðismál eru velkomnir.
Fundarstaður:
Valhöll, Háaleitisbraut 1.
www.xd.is
sími 515-1700
V
lliUrfTJUKFlOKKUUNN
f