Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 92
Netþjónar og tölvur COMPAQl Hefur þitt fyrirtæki efni á aö eyða tíma starfsfólksins í bið? Það er dýrt að láta starfsfólkið biða! Tðlvukerfi sem virkar F'IC' I MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF3IM0, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: KfilSTJ@MBL.ÍS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Morgunbiaðið/RAX Forsljóri Landsvirkjunar um byggingu Kárahnúkavirkjunar Félag með öðr- um hugsanlegt Vorgalsi Það lifnar yfir mannlífinu þegar vorar og sólin fer að skína. Vorgalsi hleypur í unga fólkið í bjartviðrinu, eins og þessi mynd sýnir sem tekin var í Hafnarfirði í gær. ----- Kópavog- ur hættir í Knatt- húsum BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur ákveðið að kanna möguleika á að byggja yfir gervigrasvöllinn í Smár- anum en taka ekki þátt í samstarfi við Knatthús ehf. um að reisa yfir- ~ÍA'ggðan knattspyrnuvöll í Vetrar- mýri í Garðabæ í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ, Garðabæ og Bessastaðahrepp. „Það var þver- pólitísk samstaða um þessa ákvörð- un,“ sagði Gunnar I. Birgisson, for- maður bæjarráðs. Að sögn Gunnars myndi yfir- byggður gervigrasvöllur í Smáran- um tengjast íþróttahúsinu og þeirri aðstöðu sem þar væri fyrir hendi. „Þarna eru öll bílastæði fyrir hendi, hægt er að samnýta aðstöðu í \*ífcróttahúsinu, búningsaðstöðu og annað og enga hitun þarf inn í húsið, því hitalögn er undir vellinum," sagði hann. ■ Kópavogur/18 ------♦-+-♦------ Komst í 32- manna úrslit KRISTJÁN Helgason, snókerspil- ari, tryggði sér í gær rétt til að leika í 32-manna úrslitum á Opna skoska meistaramótinu. Næsti leikur hans er á miðviku- daginn og þá mætir hann líklega •'“TVÍark Williams sem nú er talinn besti snókerspilari í heimi. ■ Mætir/Bl FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að eitt af því sem muni koma til athugunar við undirbúning vegna Kárahnúkavirkj- unar sé hvort Landsvirkjun eigi að standa að slíkum framkvæmdum ein og sér eða mynda um það sérstakt og sjálfstætt félag, með öðrum fjárfest- um, t.d. öðrum orkufyrirtækjum, innlendum og erlendum. „Slík rannsókn mun fara fram á næstunni og ætti að leiða í ljós með hvaða hætti er hentugast og hag- kvæmast að standa að þessum fram- kvæmdum, ef af þeim verður,“ sagði hann. Einkaréttur Landsvirkjunar til að reisa og reka vatnsaflsvirkjanir rennur út árið 2001. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra var spurð hvort væri sjálfgefið að Landsvirkjun yrði falið að reisa Kárahnúkavirkjun. Hún sagði að reiknað væri með því að Lands- virkjun færi í einhveiju formi í þetta verk. „En hvort hún stofnar um það sérstakt hlutafélag er annað mál og getur vel komið til greina," sagði Valgerður. Friðrik segir að ítarlegri upplýs- ingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir verði teknar. Margt þurfi MIKILL áhugi er á því meðal stjórnenda og bankaráðs Lands- bankans að gengið verði hratt til viðræðna um möguleika á samein- ingu Landsbankans og Búnaðar- bankans, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Fram kom í yfirlýsingu banka- ráðs Landsbankans sl. fimmtudag að ef til sameiningar milli íslands- banka og Fjárfestingarbanki at- vinnulífsins kemur blasi við að væn- legt sé að sameina Landsbanka og Búnaðarbanka. Brýnt sé að stjórn- völd greiði fyrir ákvörðunum um frekari hagræðingu í bankakerfinu. Skv. heimildum blaðsins er það vilji stjórnenda Landsbankans að formlegar grundvallarákvarðanir um sameiningu Landsbankans og Búnaðarbankans verði teknar fljótt og innan þess tímaramma sem við- ræður FBA og íslandsbanka eru í, að skoða, því augljóst sé að fram- kvæmdimar myndu hafa áhrif á lánshæfi fyrirtækisins og eigið fé. „I þessu fælist gífurleg skuldaaukning. Landsvirkjun skuldar nú tæpa 70 milljarða, en þessar framkvæmdir allar myndu einar kosta um 90 millj- arða. Þótt ég sé nú sjálfur vanur stórum tölum úr mínu fyrra starfi er þetta auðvitað gríðarlega há tala í ljósi þess að um einstakt fyrirtæki er að ræða. Því er brýnt að finna bæði hentugustu og hagkvæmustu lausn- ina,“ segir hann. ■ Hentar aðeins/47 þannig að þessi tvö mál haldist í hendur. Viðskiptaráðherra vill ekki selja hluti ríkisins strax „Ég tel að skapast hafi tiltölulega jákvætt andrúmsloft gagnvart því að látið verði reyna á sameiningu Landsbanka og Búnaðarbanka. Það verður að einhenda sér í að skoða það mál,“ sagði Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráðherra í gær. Aðspurð segist Valgerður telja rétt að bíða með frekari sölu á eign- arhlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum þar til séð verði fyrir endann á samruna banka- stofnana, sem nú er til umræðu. „Ég vil ekki ana að frekari sölu og tel að það sé ekki komið að því að ríkið selji meira í bönkunum. Fyrst verði látið reyna á frekari sam- runa,“ sagði viðskiptaráðherra. Heldur ótrauður áfram HARALDUR Örn Ólafsson norður- pólsfari hefur ákveðið að stefna á norðurpólinn eftir að hafa lokið þriggja daga reynslutíma úti á ísn- um einsamall. Honum miðar vel áfram og er einskis vant, en gerir ráð fyrir að fá birgðir til sín út á ís- inn eftir tvær vikur. Haraldur náði góðum árangri á fimmtudag er hann gekk 19,3 km í góðu færi: „Ég var alveg í skýjunum yfir þessari vegalengd, þetta var mikill sigur fyrir mig,“ sagði hann er hann gaf skýrslu hjá bakvarðasveit- inni í gær. „Ég var þreyttur eftir daginn, enda tók ég hraustlega á, en rosalega ánægður. Færið hefur aldrei verið eins gott, og þetta var albesti dagurinn í leiðangrinum." Fyrst Haraldur hefur nú ákveðið að halda förinni áfram er Ingþór væntanlegur til íslands á mánudag, en hann hefur dvalið í Resolute síð- an á miðvikudag og tekið til birgðir handa Haraldi. Hann er á hægum en góðum batavegi eftir kalið. ■ Mun þyngra/6 Ljósmynd/Yann Kolbeinsson Ovenju mikið af svartþröstum ÓVENJU mikið hefur borið á svart- þröstum í þeim þrastahópum sem komnir eru til landsins, en fyrstu hópamir komu um sfðustu helgi og er þetta hugsanlega í fyrsta skipti sem svo stór svartþrastahópur kemur til landsins að vorlagi. Flestir sáust svartþrestirnir í Austur-Skaftafellsýslu eða yfir 150 fuglar og undir Eyjafjöllum, 22 fuglar, en einnig hefur svartþröst- ur fundist í nágrenni Reykjavíkur. Samningar Flóabandalagsins Atkvæði talin í dag ATKVÆÐI um kjarasamning Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins verða talin í dag, en frestur til að skila atkvæða- seðlum rann út í gær. Aðild að kjarasamningnum eiga þrjú verkalýðsfélög, Efling- stéttarfélag í Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur. Um póstatkvæðagreiðslu er að ræða og verða atkvæði talin sameigin- lega. Halldór Björnsson, formaður Eflingar, sagði að talning myndi hefjast fyrir hádegi í dag. Hann átti ekki von á að niðurstaða lægi fyrir fyrr en um miðjan dag, þar sem um nokkuð tíma- freka talningu væri að ræða. MITSUBISHI MITSUBISHI - demantar í umferð HEKLA íforystuánýrriöld! Stjórnendur Landsbanka um samruna ríkisbankanna Akvarðanir teknar sem fyrst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.