Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 1. APRÍ L 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Stjórnarformaður SH gerir 900 milljóna kr. fjárfestingartap að umræðuefni á aðalfundi fálagsins Fjárfestingarákvarðanir Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna hafa ekki verið teknar af yfirvegun og ónóg vinna hefur verið lögð í skoðun og undirbúning þeirra. Þetta kom fram í máli Róberts Guðfinnssonar, stjómarformanns, á aðalfundi fé- lagsins sem haldinn var í gær. Sam- anlagt tap af þremur fjárfestingar- verkefnum SH hefur numið 900 milljónum króna og sagði Róbert að brýnt væri að stjórn og stjórnendur félagsins endurskoðuðu vinnubrögð sín varðandi ákvarðanir um fjárfest- ingar. Tveir nýir menn voru kosnir í stjóm á fundinum, Þorsteinn Vil- helmsson og Andri Teitsson í stað þeirra Jóns Ingvarssonar og Guð- mundar Kristjánssonar, en Róbert Guðfinnsson verður áfram stjórnar- formaður. Óskynsamlegar fjárf estingar „Árið 1998 hófum við samstarf sem stefnumarkandi samstarfsaðilar við indversk-bandaríska fjárfesting- arfélagið SUN Capital Partners. Þar var hugmyndin sú að SH kæmi að málinu sem aðili með þekkingu á framleiðslu og sölu matvæla úr sjáv- arfangi. Samstarfsaðilinn kom inn með fjármagn og þekkingu á aðstæð- um í Rússlandi. Saman stofnuðu þessir hluthafar fyrirtækið Navenor á Kýpur,“ sagði Róbert. I máli hans kom fram að starfsemi félagsins hefði m.a. falist í fjárfest- ingum í fiskiðnaðarfyrirtækjum í Moskvu og Perm í Úralfjöllum, sem ekki heppnuðust. „Það er alltaf auð- velt að vera vitur eftir á og segja sem Stjórn og stjórnendur félagsins endurskoði vinnubrögð sín svo að fjárfestingar þessar hafi verið óskynsamlegar; en að öllum líkind- um voru þær það. Bæði fyrirtækin voru búin ófullkomnum vélbúnaði og þörfnuðust mikils viðhalds. Steininn tók þó úr þegar rúblan féll á haust- mánuðum 1998,“ sagði Róbert. Þriðji liðurinn í samstarfi við fjár- festingarfélagið var starfsemi Nav- enor í rekstri markaðsfyrirtækisins Axioma sem keypti og seldi fisk, að- allega á Moskvusvæðinu. Að sögn Róberts var ljóst að áhættan við að stunda fiskviðskipti með þeim hætti sem gert var í Axioma var gífurleg. Kaupa þurfti inn fisk eftir vertíðum á hverjum stað og oft að liggja með hann í langan tíma. Þarna komu inn áhættuþættir eins og gengisáhætta og sveiflur í fiskverði. Mikið tap varð á sjálfum rekstrinum, en að auki tók SH að sér rekstrarfjármögnun fé- lagsins upp á 350 milljónir sem töp- uðust allar við hrun rúblunnar og áframhaldandi taprekstur. „Það er alveg ljóst að við sem sát- um í stjórn félagsins og samþykktum að leggja út í þetta áhættuverkefni Morgunblaðió/Sverrir Róbert Guðfinnsson, sijórnarformaður SH, og Þorsteinn Vilhelmsson, nýkjörinn stjórnarmaður, á aðalfundinum í gær. getum ekki skorast undan ábyrgð á gjörðum okkar,“ sagði Róbert. Hann bætti við að hann teldi að stjórnin hefði ofmetið þekkinguna og getuna Hagnaður Norður- ljósa 527 milljónir HAGNAÐUR Norðurljósa nam 527 milljónum króna á síðasta ári, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Tap af starfsemi fyrir- tækjanna sem mynda Norðurljós á árinu 1998 var samtals 261 milljón króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 245 milljónum og óreglulegir liðir nema 282 milljónum og skýrast af hagnaði Islenska útvarpsfélagsins af sölu Islandia Intemet ehf. Afkoma einstakra fyrirtækja innan Norður- ljósa er ekki birt. Norðurljós voru stofnuð á síðasta ári, en félagið rekur Islenska út- varpsfélagið hf., Sýn hf. og Skífuna hf. og á auk þess 34,5% hlutafjár í fjarskiptafyrirtækinu Tali hf. Tekjur samstæðunnar námu 4.131 milljón króna og jukust um 13,6% frá Norðurljós Úr ársreikningi 1999 Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyling Rekstrartekjur Milljónir króna 4.131 3.636 +13,6% Rekstrargjöld 3.247 2.965 +9,5% Afskriftir 638 538 +18,6% Fjármagnskostnaður -1 -339 +99,7% Hagnaður (tap) af reglul.starfsemi 245 -206 Óreqluleqir liðir 282 -55 Hagnaður ársins 527 -261 Efnahagsreikningur 31.12.99 Eignir samtals Milljónir króna 10.140 Eigið fé 7.280 Skuldir 2.860 Skuldir og eigið fé samtals 10.140 fyrra ári. 12% tekjuaukning varð af sjónvarpsrekstri og tekjur af rekstri Skífunnar jukustum 16%. Rekstrarkostnaður samstæðunn- ar jókst um 9,5% á milli ára og nam 3.247 milljónum. Kostnaður seldra vara jókst um 20% og sölu- og mark- aðskostnaður um 16%. Afskriftir jukust um 100 milljónir eða 18,6% á milli ára en aukningin er að stærst- um hluta til komin vegna kaupa Norðurljósa á öllum hlutabréfum í íslenska útvarpsfélaginu hf„ Sýn hf. og Skífunni hf. í júlí á síðasta ári. Mikil lækkun fjármagnskostnaðar skýrist af hagstæðum gengismun og hárri tekjufærslu vegna verðlags- breytinga. til að fara sem stefnumótandi sam- starfsaðilar inn á jafn erfitt markaðssvæði og Rússland væri. „En er Rússland þá vonlaus stað- ur til að stunda viðskipti? Eg tel að svo sé ekki. SH keypti á síðastliðnu ári 20% hlut í sænska fyrirtækinu Scandsea sem átt hefur í viðskiptum við Rússa í fjölda ára. Það er ólíku saman að jafna að sjá fagmannleg vinnubrögð þeirra og áhættustýr- ingu, enda hafa þeir hagnast vel á þessum viðskiptum á undanförnum árum,“ sagði Róbert. Fórum langt út fyrir skynsamleg mörk Fram kom í ræðu hans að tap fé- lagsins hefur ekki verið einskorðað við Rússland. Síðastliðið haust hafi SH lagt niður starfsemi dótturfyrir- tækisins Sæmarks, en Sæmark fékkst við útflutning, aðallega frá smærri framleiðendum. „Svo virðist sem starfsemi þessa félags hafi alveg farið úr böndunum árið 1998. Hér virðist sem menn hafi farið langt út fyrir skynsamleg mörk þegar af- urðalánaviðskipti hófust, jafnvel til aðila sem ekki fengu aðgang að fjár- magni í bankakerfinu. Slík viðskipti eru áhættusöm og kreíjast vandaðra vinnubragða og mikils aðhalds. Svo virðist sem verulega hafi skort þar á,“ sagði Róbert. Þá vék hann einnig að kaupum SH á fyrirtækinu Árnes Europe í Hol- landi um áramótin 1998-1999. Sagði hann að fyrirtækið hefði verið lítið og sérhæft sig í flatfiski. Þekkingin í því hefði aðallega legið hjá einum starfsmanni sem yfirgaf það í byrjun sl. sumars. Við nánari skoðun hefði komið í ljós að SH hafði keypt kött- inn í sekknum. Markaðssambönd höfðu ekki verið eins traust og menn höfðu álitið og birgðir ofmetnar. Því var sú ákvörðun tekin seinni hluta árs að leggja starfsemina af. Störfum fækkað úr ÍOO í 45 „Samkvæmt ákvörðun stjórnar fé- lagsins síðastliðið vor fór fram veru- leg endurskipulagning á rekstri SH hf. og dótturfélaga þess síðari hluta starfsársins. Hún er nú að fullu kom- in til framkvæmda. Starfsmönnum á Islandi hefur fækkað úr sem svarar liðlega 100 ársstörfum í 45. Um- sýslusölu hefur verið hætt og einstök dótturfélög eru ábyrg fyrir innkaup- um sínum og samningum við fram- leiðendur," sagði Róbert. Hann sagði það misskilning hjá þeim sem teldu að unnt væri að halda íslenskum framleiðendum í sjávarútvegi óupplýstum og ein- angra þá frá markaðsupplýsingum. Nútíma upplýsingatækni og almenn þekking í sjávarútvegi hefði gert það að verkum að nýrra vinnubragða væri þörf. „Það er liðin tíð að fram- leiðendur framselji ábyrgð á mark- aðsetningu afurða sinna alfarið í hendur sölufyrirtækis og hafi ekkert með verðlagningu, greiðslufresti og aðra þætti að segja. Lausnin liggur í einföldu skilvirku markaðsfyrirtæki sem vinnur að sem stystum boðleið- um á milli framleiðenda og markaða á hagkvæman hátt, og gefur ásætt- anlega ávöxtun til hluthafa sinna. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er orðin að slíku fyrirtæki nú.“ Stefán Halldórsson hættir sem fram- kvæmdastjóri VÞI LAG E RSALA Herraskyrtur 1 99- Regnjakkar frá 399- Ungbarnavörur frá 1 99- Bolir frá 1 99- ^ Buxur frá 1 99- Nærbuxur 3 í pk.l 99- Leikföng frá 99- LAGERSALA Faxafeni 8 opið virka daga 12-19 laugard. 12-18 sunnud. 12-19 STEFAN Halldórsson hefur sagt starfi sínu lausu sem fram- kvæmdastjóri Verð- bréfaþings íslands hf. frá og með næsta hausti þegar hann tek- ur við starfi fram- kvæmdastjóra Lífeyr- issjóðs verkfræðinga. I samtali við Morg- unblaðið segir Stefán að ákvörðunin sé alfar- ið sín og hafi verið tekin íyrir stuttu síðan. „í mínum huga var alltaf Ijóst að ég yrði ekki hjá Verðbréfaþingi til ei- lífðarnóns." Hann segir að gott tækifæri hafi gefist til að breyta til nú og að tvær megin ástæður séu fyrir ákvörðun sinni. „Ég hef áhuga á að takast á við ný verkefni og starf framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga tel ég vera spennandi. Það tengist þeim markaði sem ég hef starfað á í um tíu ár, fyrst hjá Kaupþingi en síðan Verðbréfaþingi. Hitt er svo að nú er að mínu mati góður tímapunktur til breytinga og að nýr framkvæmdastjóri taki við af mér. Uppbyggingu innviða hjá Verð- bréfaþingi og á fjármálamarkaðinum er í stórum dráttum lokið, þótt alltaf verði einhverjar breytingar. Miklu hefur verið áorkað og stefnumótandi ákvarð- anir verið teknar,“ seg- ir Stefán og nefnir sér- staklega í því sambandi nýlega viljayfirlýsingu Verðbréfaþings um að- ild að NOREX, sam- starfi norrænna kaup- halla, og tengingu íslenska verðbréfa- markaðsins við öflugt alþjóðlegt viðskipta- kerfi. Tryggvi Pálsson, stj órnarformaður Stefán Verðbréfaþings Is- Halldórsson lands, segir að ákvörð- un Stefáns hafi komið stjórnarmönnum á óvart. Hann segir að stjórninni sé vandi á höndum að finna eftirmann í stól framkvæmda- stjóra. Ákvörðun liggi ekki iyrir um hvort staðan verði auglýst, en verði væntanlega tekin á stjórnarfundi í næstu viku. „Ég tel að þekking Stefáns og dugnaður hafi skilað Verðbréfaþingi miklum árangri á þeim fimm árum sem hann hefur verið framkvæmda- stjóri. Framundan er það mikilvæga verkefni að ljúka samningum um að- ild þingsins að NOREX og Stefán mun aðstoða við það verk þar til hann lætur af störfum í haust,“ segir Tryggvi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.