Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Níu sækja um stöðu þjóðminja- varðar NÍU sækja um embætti þjóðminja- varðar en umsóknarfrestur vegna starfsins rann út kl. 16 í gær. Mun menntamálaráðuneytið senda um- sóknirnar til umsagnar þjóðminja- ráðs í samræmi við ákvæði þjóð- minjalaga áður en ráðið verður í stöðuna. Umsækjendur um stöðu þjóð- minjavarðar eru Adolf Friðriksson fornleifafræðingur hjá Fornleifa- stofnun íslands, dr. Bjarni F. Ein- arsson fornleifafræðingur hjá Fornleifafræðistofunni, Gísli Sig- urðsson sérfræðingur hjá Árna- stofnun, dr. Kristín Huld Sigurðar- dóttir fornleifafræðingur, Hjör- leifur Stefánsson fv. minjastjóri Þjóðminjasafns, dr. Margrét Her- manns Auðardóttir fornleifafræð- ingur, Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavörður, Ólína Þorvarð- ardóttir deildarstjóri hjá Þjóð- minjasafni og Steinunn Kristjáns- dóttir fomleifafræðingur. -------------- Umferðar- öngþveiti við Perluna TALSVERT umferðaröngþveiti myndaðist í nágrenni Perlunnar í gær þegar sala hófst á íþrótta- og útivistarvörum á tilboðsverði. Sal- an gengur undir nafninu „Merkja- vara á silfurfati" og eru seldar nýj- ar vörur beint frá heildsölum með allt að 60 til 80% afslætti. Klukkan 14 í gær þegar Perlan var opnuð biðu 250 manns fyrir ut- an og að sögn aðstandenda sölunn- ar þurfti að hleypa inn í hópum langt fram eftir degi. Sneisafullt var alveg þangað til lokað var klukkan 19 og munu gestir sölunn- ar ekki aðeins hafa fyllt bflastæðið við Perluna heldur einnig komist vel á veg með að fylla bflastæðin við kirkjugarðinn og slökkvistöðina. Salan verður opin alla helgina og alla næstu viku. Tal hf. kynnir verðlækkun á millilandasímtölum Eitt verð til útlanda úr far- og heimilissíma Útiloka ekki að hafín verði samkeppni í innanlands- símtölum um landlínu TAL hf. kynnti í gær mikla verð- lækkun á útlandasímtölum úr GSM-símum Tals sem jafnframt stendur þeim sem hringja úr land- línusíma til. boða á sama verði. Verðskráin tekur gildi 15. apríl næstkomandi og verður mínútu- verð til allra helstu viðskiptaland- anna, eða til þeirra landa sem standa að baki 85% allrar símaum- ferðarinnar, 19 kr. Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, sagði þegar verðskráin var kynnt að ekki væri vitað til þess að ann- ars staðar í heiminum stæði til boða að hringja til útlanda á sama verði úr GSM-kerfi og landlínu- kerfi. Verð á útlandasímtölunum yrði á bilinu 15-30% lægra en GSM-þjónusta Landssímans byði. Heirailissíminn að verða óþarfur Tal ætlar í fyrsta sinn að bjóða þjónustu fyrir landlínu með því sem fyrirtækið kallar TALsam- band við útlönd. Þjónustan stendur öllum almennum símnotendum til boða og geta þeir skráð sig í þjón- ustuna hvar sem þeir búa á land- inu. Áfram verður notast við for- valsnúmerið 00 til að hringja til útlanda. Skráningin fer fram á vefsíðu Tals eða í þjónustusíma fyrirtækisins. Tal hefur nú viðskipti við 40 þús- und farsímanotendur og býður upp á endurgjaldslausa internetteng- ingu með GSM-áskrift. Þjónustan nær til 82% þjóðarinnar og í sumar verða byggðar 20 nýjar stöðvar og nær þá þjónustan til 85% þjóðar- innar. Þórólfur sagði að Tal byði upp á hágæðatalþjónustu. í árslok ætlar fyrirtækið að bjóða upp á aukna gagnaflutningsgetu í far- símakerfinu í nýju GPRS-kerfi. Tal hefur nú gert svokallaða reiki- samninga við 75 GSM-símafyrir- tæki í 45 löndum, þ.á m. öllum helstu viðskiptalöndum íslendinga. Þórólfur segir að fyrirtækið renni blint í sjóinn með hve stóran hluta markaðarins fyrirtækið get vænst hvað varðar millilandasímtöl úr landlínu. Hann segir að styrkur hefðarinnar sé mikill og það verði að koma í ljós að hve miklu leyti al- menningur hyggist nýta sér þau viðskiptatilboð sem nú eru sett fram. „Með þessu sjáum við fleiri ástæður fyrir okkar áskrifendur að þurfa ekki að hafa heimilissíma," segir Þórólfur. Hann bendir t.a.m. á að 1. janúar nk. verði fastagjald fyrir heimilissíma 1.100 krónur og fyrir þá upphæð sé hægt að tala í 110 mínútur úr Tal-farsíma í annan Tal-farsíma. Tal hefur haft leyfi tii alls fjar- skiptareksturs frá nóvember 1998 en einkum sinnt farsímamarkaðn- um. Þórólfur sagði að fyrirtækið hefði trú á þráðlausum fjarskiptum en stigi nú engu síður það skref að bjóða jafnframt upp á millilanda- símtöl úr landsíma. „Við ætlum inn á fastlínukerfið í innanlandssímtöl- um. Hvenær það verður ræðst í fyrsta lagi af því hvenær leyfi fæst til þess og í öðru lagi þegar það verður arðbært. Við höfum alla innviði til þess, s.s. tækniþekkingu, markaðssetningu, símstöð, sam- skipti við erlenda aðila og sam- tengiþjónustu og bjóðum upp á net- og gagnaþjónustu,“ segir Þór- ólfur. Hann sagði að áform Tals í þessa veru réðust líka af því hver út- koman yrði af mikilli hækkun á fastlínugjaldi Landssímans. Úr verðskrám símafyrirtækjanna: Símtöl til útlanda Landssími íslands- Frjáls Tal íslands sími fjarskipti (GSM og I, ' (landlína*) (landlína) (landlína) landlína) Upphafsgjald símtals: 3,20 kr/símtal 3,15 kr Ekkert Ekkert \ x ,í ‘ ■ .y > / Land sem Taxti, Taxti Taxti Taxti hringt er til kr/mín. kr/mín. kr/mín. kr/mín. Danmörk, Noregur, Svíþjóð ,20,90 18,90 17,00 19,00 Færeyjar 19,90 18,90 17,00 19,00 Finnland 21,90 18,90 17,00 19,00 Bretland 20,90 18,90 17,00 19,00 Irland 22,90 18,90 17,00 19,00 Holland, Þýskaland 21,90 18,90 17,00 19,00 Belgía, Lúx., Frakkland 22,90 18,90 17,00 19,00 Austurríki, Sviss 24,90 18,90 17,00 19,00 Portúgal 22,90 18,90 17,00 19,00 Spánn 22,90 18,90 . 17,00 19,00 ítalia 22,90 18,90 17,00 19,00 Pólland 34,00 40,00 40,00 40,00 Eistland, Lettland 39,00 40,00 40,00 40,00 Litháen 44,00 40,00 40,00 40,00 Rússland 59,00 89,90 55,00 89,90 Tékkland 44,00 40,00 40,00 40,00 Ungverjaland 39,00 40,00 40,00 40,00 Rúmenía 59,00 49,90 50,00 49,90 Búlgaría 49,00 49,90 50,00 49,90 Slóvenía 49,00 49,90 50,00 49,90 Króatía 49,00 40,00 40,00 40,00 Kýpur 49,00 40,00 40,00 40,00 Grikkland 44,00 40,00 40,00 40,00 Tyrkland 59,00 49,90 50,00 49,90 Armenía 79,00 89,90 90,00 89,90 Bandarikin 20,90 18,90 17,00 19,00 Kanada 19,90 18,90 17,00 19,00 Mexfkó 69,00 59,90 70,00 59,90 Argentína 79,00 89,90 90,00 89,90 Brasilfa 49,00 45,00 45,00 45,00 Chlle 97,00 89,90 90,00 89,90 Venesúela 79,00 59,90 70,00 59,90 Suður-Afríka 59,00 45,00 45,00 45,00 Marokkó 59,00 49,90 50,00 49,90 Egyptaland 79,00 69,90 70,00 69,90 Kenýa 97,00 89,90 90,00 89,90 Indland 89,00 89,90 90,00 89,90 Tailand 49,00 45,00 45,00 45,00 Hong Kong 27,90 18,90 17,00 19,00 Kína 69,00 89,90 90,00 89,90 Japan 49,00 45,00 35,00 45,00 Ástralía / 22,90 18,90 23,00 19,00 Nýja-Sjáland O 44,00 45.00 45,00 45,00 Fidjieyjar \ \ 97,00 99,90 115,00 99.90 *Sé hringt úr GSM-síma bætist við taxtann álag, 12,50 kr./mín. frá kl. 8 tll kl. 18 vlrka daga en á öðrum tímum þess utan er álagið sem bætist við taxta 8,00 kr./mín. hjá Símanum GSM \ Gili, Kjalarnesi s. 566 8963/892 3041 Eitthvert besta úrval landsins af vönduðum, gömlum, dönskum húsgögnum og antikhúsgögnum Opið lau.-sun. kl. 15.00-18.00 og þri. og fimkvöld kl. 20.30-22.30 eða ^Ath. einungisektohlutir^^\ftiijmnarasamkomulagi. Ólafur^ Verkfalls- aðgerðir réttmætar HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað Verkalýðsfélagið Bald- ur á ísafirði og einn verkfallsvörð á vegum félagsins af kröfum Samtaka atvinnulífsins, sem kröfðust 920 þús- und króna skaðabóta vegna tjóns af völdum umdeildra verkfallsaðgerða í Reykjavíkurhöfn í maí 1997. Málavextir voru m.a. þeir að Verkalýðsfélagið Baldur hóf verkfall 21. apríl 1997, ásamt fáeinum öðrum félögum innan VMSÍ til að knýja á um kröfur sínar gagnvart Vinnuveit- endafélagi Vestfjarða. Upp komu deilur um löndun vestfirskra skipa utan Vestfjarða og hélt Baldur því fram að landanir skipa utan Vest- fjarða væru verkfallsbrot, þar sem löndunarmenn annarsstaðar gengju í störf verkfallsmanna. Hinn 20. maí kom Stefnir-ÍS 28 til löndunar í Reykjavík og tóku verk- fallsverðir Baldurs sér stöðu við skipið. Þegar ákveðið var að fresta löndun til næsta dags lögðu verk- fallsverðir bifreiðum sínum við skipshlið og komu í veg fyrir að unnt væri að landa úr togaranum. Að mati dómsins var Stefni siglt til Reykjavíkur til löndunar gagngert til að komast hjá áhrifum vinnu- stöðvunar á Vestfjörðum og verk- fallsverðir því í rétti er þeir hófu að- gerðir sínar við Reykjavíkurhöfn. Kj ötmeistari í annað sinn Morgunblaðið/Sverrir Valgerður Sverrisddttir, viðskipta- og iðnaðar- ráðherra, afhendir Elvari Óskarssyni, Kjöt- meistara Islands árið 2000, verðlaun. ELVAR Óskarsson hjá Kjötiðnaðarstöð KEA var í gær val- inn „Kjötmeistari Islands árið 2000“ en þetta er í annað sinn sem hann hlýt- ur þennan titii. Þetta er í fimmta sinn sem Meistara- félag kjötiðnaðar- manna heldur fag- keppni sína, Islenskir kjötdagar. Keppnin er nú hald- in í tengslum við matvælasýninguna Matur 2000 í Kópa- vogi. Keppt var í sex keppnisflokk- um, það er hráum og soðnum kjötvör- um, soðnum matar- og áleggspyls- um, blóðpylsum, sultum og slátri, hráverkuðum vörum, kæfum og paté og sérvörum og nýjungum. Veitt voru gull-, silfur- og bronsverðlaun fyrir hverja vöru fyrir sig en til að fá gullverðlaun þarf vara að fá 49 til 50 stig. Titil- inn „Kjötmeistari íslands árið 2000“ hlýtur síðan sá kjötiðnaðar- maður sem fær flest stig saman- lagt úr öllum flokkum. „Það er mest hsi-gt að fá 300 stig. Ég fékk 292 stig sem er einu stigi meira en þegar ég hlaut titil- inn siðast árið 1998,“ segir Elvar Óskarsson. „Framundan er að fara á námskeið erlendis og læra meira þessu tengt enda áhugi mikill. Þess má geta að þessi verðlaun hafa verið veitt fímm sinnum og Kjötiðnaðarstöð KEA hefur hlotið þau þrisvar," segir Elvar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.