Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SIGRIÐUR KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR + Sigríður Kristín Kristjáns- dóttir fæddist í Sandgerðisböt í Glerárþorpi 3. júlí 1932. Hún lést á Fjúrðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri 14. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Glerár- kirkju 21. mars. Elsku amma mín. Pað er erfitt að trúa að ég get ekki lengur komið heim til þín og horft á þig sitja á stólnum þínum og segja þína brand- ara sem alltaf voru jafnfyndnir. En ég veit þó að þetta var best fyrir þig og þess vegna líður mér betur í hjarta mínu. En allir vita hve sárt það er að sakna, en alltaf mun ég geyma mynd af þér í hjarta mínu og þaðan fer hún aldrei. Það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki til þín. Ég horfi á myndina af þér á hverjum degi og þá líður mér miklu betur. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- r> ur, en ekki í greinunum sjálf- I um. En ég veit þó að þú ert komin á góð- an stað og ég veit að við eigum eftir að hittast þar. Eftir að hafa þekkt þig í tæp 16 ár þá var það nóg til að dýrka þig og dá. Það var alltaf jafn- gaman að heimsækja þig og afa því að þið voruð alltaf jafnhress og skemmtileg bæði tvö. Fegnust er ég þó að hafa heimsótt þig á spítalann og kysst þig og knúsað þar og náð að kveðja þig að mestu leyti. En eins og allir þá vildi ég hafa þig að- eins lengur. Afi, ég vona að Guð styrki þig. Guð blessi ykkur, afi og amma. Kær kveðja. Sólrún Dögg. Elsku hjartans amma okkar. Mikil er sorg okkar þegar þú ert horfin á braut, en mikið er líka þakklæti okkar að þú skulir þó ekki þurfa að kveljast meira en orðið var. Yndislegar stundir höfum við átt saman og það verður erfitt að venjast því að geta ekki hringt í þig á nánast hverjum degi. Alltaf hafðir þú tíma til að hlusta og gefa góð ráð. Þakklát erum við á þessum erf- iðu tímum að eiga allar þessar góðu minningar til að ylja okkur við en við vitum samt að þú ferð aldrei frá okkur. Við eigum líka því láni að fagna að við fengum að kveðja þig að svo miklu leyti sem hægt er að kveðja svo náinn ástvin, en einhvern veginn er aldrei allt sagt sem maður vildi hafa sagt. En elsku amma, við vitum að þér líður vel núna og við eigum eftir að hittast aftur á falleg- um stað. Guð geymi þig. Halldóra, Jóhannes og Heiðar Steinn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, EINAR EINARSSON, Laugardælum, lést á Ljósheimum, Selfossi, miðvikudaginn 29. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Klara Guðbrandsdóttir. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall eiginkonu minnar og móður okkar, HELGU MAGNÚSDÓTTUR, Ægisgötu 3, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna lyfja- deildar 1 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þorgeir Gunnarsson, Gunnar Þorgeirsson, Magnús Þorgeirsson. Við þökkum af einlægni öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, LEÓS JÓSEFSSONAR, Austurvegi 12, Þórshöfn. Sérstakar þakkir viljum við færa öllu starfsfólk- inu á dvalarheimilinu Nausti fyrir góða umönnun og velvild. Steinunn Steinþórsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Matur og matgerð Hátíða-pottréttur Hér býður Krístín Gestsddttir upp á hátíðapottrétt, sem hentar jafntí fermingarveislur sem aðrar veislur. HVAÐ er annars pottréttur? Það getur svo sem verið hvað sem er og allt er soðið saman í pottinum. Að- alkostur pottrétts sem gestamatar er sá, að hægt er að hafa hann til- búinn góðri stund áður en gestirnir koma og sjaldan þarf að skreyta hann mikið áður en hann er borinn fram. Meðlæti með pottréttum er sjaldan annað en hrísgrjón og brauð. Sem sagt ekkert stress á síð- ustu stundu. Þjóðverjar kalla þetta Eintopf (allt í einum potti), Bretai’ Casserole (skaftpottur), Danir gryderet eins og við og Frakkar ragout. Á mínu bernskuheimili var pottréttur oft á borðum og einfald- lega kallaður kássa. Hrædd er ég um að móður minni hefði ekki þótt við hæfi að bjóða gestum kássu í veislum. Auðvitað fara gæði pott- réttarins eftir hráefninu, maður býr ekki til góða kássu eða pottrétt úr lélegu hráefni. Sá pottréttur sem hér er uppskrift að er úr bók minni „220 ljúffengir lambakjötsréttir," sem kom út árið 1984 og heitir löngu nafni: „Súpukjötspottréttur með karrí, sellerístönglum, lauk, hvítlauk, eplum, ananas og valhnet- um.“ En nú stytti ég þetta og segi bara: Lambakjötspottréttur með ananas o.fl. Athugið að þó að súpukjöt sé í réttinum, má nota læri í hann, en sjóðið beinin með. í bókinni er steikarkrydd með salti, notið 1-2 tsk. salt og upp- áhaldskrydd ykkar í staðinn, og saltar valhnetur fást líklega ekki núna, notið bara ósalta hnetu- kjarna og saltið sjálf, en gætið þess að þeir séu ekki þráir. Lambakjöts- pottréttur með ananas o.fl. handa 4-6 1 kg magurt súpukjöt með beinum 1 tsk. sfeikarkrydd m/salti (steak seasoning) 2 selleristönglar 3 hvítlauksgeirar 2 græn epli, helst súr x 1 stór laukur 3 msk. matarolía til að steikjg kjötið úr 2 msk. smjör til að sjóða grænmetið í 1 heildós ananas í sneiðum, litlum 3 tsk. karrí _______2 msk. mango chutney_______ ________1 dós sýrðum rjómi________ _________I msk. smjör til að______ steikja ananasinn í 1. Skerið kjötið í litla bita, hafið beinin í 2. Hitið olíuna á pönnu þar til rýkur úr henni og steikið kjötið á öllum hliðum í nokkrar mínútur. Betra er að nota litla pönnu og steikja minna í einu. Notið olíuna samkvæmt því. Stráið steikar- kryddinu (saltinu) yfir. 3. Skerið þvert á sellerístöngl- ana, saxið þá smátt og afhýðið og saxið lauk og hvítlauk. Afhýðið epl- in og stingið úr þeim kjarnann. Skerið smátt. 4. Hitið smjör og karrí í potti og sjóðið sellerístönglana, laukinn, hvítlaukinn og eplin í því í 7-10 mínútur. Hafið hægan hita. 5. Setjið kjötið og helming safans úr ananasdósinni (eða allan) út í pottinn. Sjóðið við hægan hita í 45 mínútur 6. Setjið mango-chutney og sýrð- an rjóma út í um ’/etdJrg þið takið þetta af hellunni. 7. Hitið pönnu, merjið hnetumar með kökukefli og ristið á þurri pönnunni, stráið ögn af fínu salti yf- ir. 8. Hitið smjör á pönnu, þerrið an- anashringina með eldhúspappír og seikið í smjörinu í nokkrar mínútur. 9. Hellið réttinum á djúpt fat, í skál eða berið fram í pottinum. Raðið ananashringjunum yfir, strá- ið síðan hnetunum yfir og berið á borð. Soðin hrísgrjón með paprilcu I bolli löng, stór hrísgrjón __________2 bollarvatn______ Vi tsk. salt smóbiti pgprika, rauð, græn eðagul, eða allir litir 1. Setjið grjón, salt og vatn í pott og sjóðið við hægan hita í 12 mínút- ur. 2. Hreyfið ekki hlemminn á pott- inum, slökkvið undir og látið standa á heitri hellunni í 12 mínútur. 3. Brytjið papríkuna og blandið saman við grjónin með gaffli. Meðlæti: Heitt smábrauð eða snittubrauð. Yfirlýsing frá forstöðu- manni Miðstöðvar nýbúa MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Kristínu Njálsdóttur, forstöðumanni Mið- stöðvar nýbúa: „I fjölmiðlum að undanförnu hef- ur verið umfjöllun sem snertir starfsemi Miðstöðvar nýbúa. Þessi umfjöllun varð í kjölfar fyrirspurn- ar Ástu Ragnheiðar Jóhannesdótt- ur alþingismanns, varðandi kröfu Útlendingaeftirlits ríkisins þess efnis að íslenskir ríkisborgarar leggi fram framfærslutryggingu þegar þeir fá t.d. tengdaforeldra sína í heimsókn frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Vegna þessa máls vill undirrituð koma eftirfarandi á framfæri: Miðstöð nýbúa er upplýsinga- og menningarmiðstöð rekin af Reykjavíkurborg, nánar til tekið íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur og veitir ákveðna þjónustu en er ekki félagasamtök eða starfs- menn hennar fulltrúar allra nýbúa, en að sjálfsögðu bera starfsmenn- irnir hag nýbúa fyrir brjósti og þannig er þjónustan uppbyggð. Hlutverk Miðstöðvarinnar er m.a. að veita upplýsingar til innflytj- enda og flóttamanna varðandi rétt- indi þeirra og skyldur og einnig hefur Miðstöðin rekið túlkaþjón- ustu frá árinu 1996. Miðstöðin gefur út fréttabréfið Seríuna sem kemur út fjórum sinn- um á ári og í síðasta tölublaði Ser- íunnar sem kom út 15. mars sl. voru gefnar upplýsingar varðandi dvalar-og atvinnuleyfi á íslandi. Þessar upplýsingar eru þýddar á þrjú tungumál fyrir utan íslensku. I fréttabréfinu kom m.a. fram að ef maður vill fá ættingja sinn til landsins þá er ekki lengur nóg að ábyrgjast viðkomandi skriflega heldur þarf að sýna fram á 58.000.- króna framfærslugetu fyrir hvern einstakling á mánuði sem sótt er um dvalarleyfi fyrir. Þessar upp- lýsingar voru lesnar yfir af for- stjóra Útlendingaeftirlitsins og staðfestar. Starfsfólk Miðstöðvar nýbúa leggur sig fram um að veita fólki réttar upplýsingar og þegar um er að ræða upplýsingar varðandi aðr- ar stofnanir eins og t.d. Útlend- ingaeftirlitið þá höfum við að sjálf- sögðu samráð við viðkomandi stofnun eins og gert var í umræddu tilviki. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf við aðrar opinberar stofn- anir og einnig frjáls félagasamtök útlendinga. Slíkt þarf að sjálfsögðu að vera gagnkvæmt svo vel sé.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.