Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 35 Deilt um lávarðartign Ashcrofts London. AFP, The Daily Telegraph. ÁKVEÐIÐ hefur verið að Michael Ashcroft, umdeildur auðkýfingur og gjaldkeri breska íhaldsflokks- ins, fái lávarðartign gegn því skil- yrði að hann hafi fasta búsetu í Bretlandi og greiði þar skatta. Ashcroft hefur fallist á þetta skil- yrði, en hann hefur búið í Belís, fyrrverandi nýlendu Breta í Mið- Ámeríku, og fyrirtæki hans hafa notið þar skattfríðinda. William Hague, leiðtogi breskra íhaldsmanna, hafði lagt til að Ash- croft yrði gerður að lávarði. Kaupsýslumaðurinn er á meðal 33 manna sem tilkynnt var í gær að fengju lávarðstign. Helsti fjárhagslegi bakhjarl Ihaldsflokksins Ashcroft er umdeildastur þess- ara manna. Peter Bradley, þing- maður Verkamannaflokksins, gagnrýndi tilnefningu „manns sem hefur verið í skattaútlegð megnið af síðustu tveimur áratugum, hefur búsetu í öðru landi og er fulltrúi erlendrar ríkisstjórnar hjá Sam- einuðu þjóðunum“. Ashcroft hyggst segja af sér sem sendiherra Belís hjá Sameinuðu þjóðunum og lofaði að hafa fasta búsetu í Bretlandi fyrir lok ársins. Hann ætlar ekki taka sæti í bresku lávarðadeild- inni fyrr en hann hef- ur uppfyllt þetta skil- yrði, að sögn talsmanns breska for- sætisráðuneytisins. Ashcroft hefur ver- ið gjaldkeri Ihalds- flokksins og jafnframt helsti fjárhagslegi bakhjarl hans. Talið er að fjárframlög hans í flokkinn frá kosningunum árið 1997 nemi þremur milljónum punda, andvirði 350 milljóna króna. Hann hefur einnig veitt flokknum lán að andvirði allt að tveggja milljóna punda, 230 millj- óna króna, á þessum tíma. Tilnefningu Ashcrofts hafnað í fyrra Nefnd sem fjallar um tilnefning- ar til lávarðartignar hafnaði Ash- croft í fyrra vegna deilna um viðskipta- hagsmuni hans er- lendis. The Times birti þá skýrslur frá utanrlkisráðuneytinu þar sem fram kom að embættismenn þess höfðu áhyggjur af því að efnahagur Belís væri orðinn of háður fyrirtæki Ashcrofts, BHI Corporation. Kaupsýslumaðurinn var sagður hafa sent seðlabankastjóra Bel- ís bréf þar sem hann hefði hótað því að draga allar fjárfestingar sínar í landinu til baka ef gerðar yrðu breytingar á lögum sem veittu honum 30 ára skattfríðindi. The Times sagði að vinir Ash- crofts í breska utanríkisráðuneyt- inu á valdatíma íhaldsmanna hefðu beitt sér fyrir því að stjórnvöld í Belís tryggðu að banki hans yrði undanþeginn nýrri skattalöggjöf. Blaðið dró hins vegar til baka ásakanir um að Ashcroft væri við- Michael Ashcroft riðinn lögbrot eiturlyfjasmyglara eða peningaþvætti eftir að kaupsýslumaðurinn höfðaði meið- yrðamál gegn blaðinu. Ashcroft lýsti því þá yfir að hann hygðist flytja búferlum til Bretlands og Hague, sem hafði stutt hann dyggilega í orrahríðinni, tilnefndi hann til lávarðartignar. Lávörðum Verkamanna- flokksins fjölgað 20 nýju lávarðanna 33 eru félag- ar í Verkamannaflokknum, fjórir eru íhaldsmenn og níu frjálslyndir demókratar. íhaldsmenn hafa átt flest sæti í lávarðadeildinni og stjórn Verkamannaflokksins hefur reynt að jafna stöðu flokkanna þar. 699 lávarðar eiga nú sæti í deild- inni, að nýju lávörðunum meðtöld- um, og þar af eru 236 íhaldsmenn og 202 félagar í Verkamanna- flokknum. Tony Blair hefur skipað 203 lá- varða frá því hann varð forsætis- ráðherra fyrir tæpum þremur ár- um. Margaret Thatcher skipaði hins vegar 201 lávarð á ellefu ára valdatíma sínum. Mætti með sprengju í brúðkaup Peking. AFP. AFBRÝÐISAMUR eiginmaður myrti eiginkonu sína og son og hefndi sín því næst á fjölskyldu kon- unnar með því að sprengja sprengju í brúðkaupi eins ættingja hennar með þeim afleiðingum að 38 manns létust og 30 særðust. Liu Zhanjin myrti eiginkonu sína og son í febrúar og faldi lík þeirra í útikamri húss síns í þorpinu Shajian í Kína. Liu grunaði eiginkonu sína um að eiga í ástarsambandi. Hann sagði því ættingjum sínum að hún hefði yfirgefið sig og tekið son þeirra með sér og skipulagði á sama tíma hvernig hann gæti hefnt sín á ætt- ingjum hennar með því að mæta í brúðkaup eins þeirra með 50 kg sprengju á handvagni. I sprengingunni fórust samstund- is 25 manns, þar á meðal Liu sjálfur, og þrettán til viðbótar hafa síðan lát- ist af sárum sínum. Enn eru nokkrir alvarlega særðir og telur lögregla því ekki ólíklegt að tala látinna hækki. I auglýsingu, sem birtist í Morgunblaðinu þann 16. mars sl., eru bornir saman eiginleikar og verð bíla í sama verðflokki. Þau leiðu mistök virðast hafa orðið að Peugeot 406 er sleppt í samanburðinum. Það leiðréttist hér með og við baetum við lengd og breidd bílanna. Tegund Vélarstærð Hestöfl ABS Loftpúðar Hnakkapúðar CD Fjarstýrð hljómtæki Hátalarar Þokuljós Lengd Breidd Verð frá Peugeot 406 1800 16v 112 já 2 5 já nei 4 nei 4,60 m 1,77 m 1.695.000 kr. Laguna 1600 16v 107 já 4 5 já já 6 já 4,51 m 1,75 m 1.678.000 kr. Avensis 1600 16v 110 já 4 5 nei nei 4 nei 4,49 m 1,71 m 1.680.000 kr. Vectra 1600 16v 101 já 2 5 nei nei 6 nei 4,49 m 1,71 m 1.660.000 kr. Passat 1600 8v 101 já 4 5 já nei 4 nei 4,67 m 1,74 m 1.690.000 kr. # > * Gunnar Bernhard ehf. Vatnagörðum 24 ■ s. 520 1100 Sýningar og prufubílar eru einnig á eftirtöldum stöðum: Akranes: Bílver s. 431 1985, Akureyri: Bílasala Akureyrar s. 461 2533, Vestmannaeyjar: Bilaverkstæðið Bragginn s. 481 1535, Keflavík: Bílavik ehf. s. 421 7800. PEUGEOT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.