Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
VIKU
f
MORGUNBLAÐIÐ
Vísindavefur Háskóla íslands
Hvernig er veðurfar
á norðurpólnum?
VISINDI
Nú hefur verið svarað um 250
spurningum á Vísindavefnum að
sögn Þorsteins Vilhjálmssonar ritstjóra. Efnið sem þarna er sam-
an komið er orðið á við væna bók. Gestir geta skoðað það eftir
efnisflokkum og stefnt er að þvi að einnig verði unnt að leita að
tilteknum efnisatriðum og jafnvel orðum í texta. Jafnframt er nú
unnið að endurbótum á viðmóti og útliti vefsetursins og frekari
eflingu starfseminnar. í spurningum sem beint er til vefjarins
kennir margra grasa. Sumar spurningarnar tengjast því sem er
að gerast á líðandi stund eins og eftirfarandi spurning um veður-
far á norðurpólnum. Gestir slá líka stundum á létta strengi í
spurningum sínum og þá kann að vera svarað í sama dúr. Um
þetta eru sýnd dæmi í dálkinum í dag.
www.opinnhaskoli2000.hi.is
Hvernig er veðurfar á norðurpólnum
og hvers vegna er þar svona mikill ís?
SVAR: Olíkt því sem er á suðurskauti jarðar
er ekkert meginland á norðurheimskautinu,
heldur haf sem þakið er ís allan ársins hring.
Engar veðurathuganir eru á heimskautinu
sjálfu, en sjálfvirkar veðurstöðvar eru á víð og
dreif um ísinn sem þekur Norður-íshafið og
senda þær fréttir af lofthita og loftþrýstingi
nokkrum sinnum á dag.
Á norðurslóðum hafa varmaskipti milli hafs
og lofts mikil áhrif á veðurfar. ísinn sem þekur
Norður-íshafið kemur að mestu í veg fyrir að
sjórinn hiti andrúmsloftið og hitafar er þess
vegna líkt því sem er á meginlöndum, en það
einkennist af miklum hitamun vetrar og sumars.
Yfir kaldasta tíma ársins lætur næm að meðal-
hiti á norðurheimskautinu sé um -35C, en um
hásumarið nær meðalhitinn upp undir frost-
mark. í Ijósi þessa fimbulkulda er ekki að undra
þótt yfirborð hafsins sé að langmestu leyti frosið
allan ársins hring.
ísland er í norðurjaðri vestanvindabeltisins
og í því belti er mikill lægðagangur. Lægðunum
tengist úrkoma og vindur. Á norðurheimskaut-
inu eru lægðir mun fátiðari og grynnri en við ís-
land. Vindur er því að jafnaði hægari en við ís-
land, einkum að vetrarlagi þegar lægðir eru
tíðar og djúpar í vestanvindabeltinu. Urkoma í
Norður-íshafinu er líka lítil, ekki nema um
tíundi hluti þeirrar úrkomu sem mælist á lág-
lendi á sunnanverðu íslandi. Skýjahula er líka
að jafnaði minni yfir norðurheimskautinu en á
okkar slóðum.
Af þessu má álykta að heimskautanóttin þarf
ekki að vera svo ýkja dimm þó að hún sé löng,
því að oft nýtur birtu frá tungli, stjömum eða
norðurljósum sem endurvarpast frá ísnum.
Haraldur Ólafsson
Er það satt að maður fái mjó læri ef
maður drekkur mikið te?
SVAR: Te inniheldur næstum ekkert af orku-
gefandi efnum. Með orkugefandi efni er átt við
efni sem brenna og mynda orku í líkamanum.
Þetta eru fita eða lípíð sem veita sem svarar 9
kcal (kílókaloríur = hitaeiningar) hvert gramm,
kolvetni sem veita 4 kcal hvert gramm, prótein
sem einnig veita 4 kcal hvert gramm, og alkóhól
sem veita 7 kcal hvert gramm. Ef líkaminn
þarfnast ekki orkunnar sem fæst með matnum
safnast hún fyrir sem orkuforði eða þríglýseríð í
fituvef. Ef te er drukkið til dæmis í stað sykr-
aðra gosdrykkja, kókómjólkur eða annarra
feitra eða sætra drykkja veldur það auðvitað
minni heildarinntöku á orkugefandi efnum, sem
leitt getur til þess að maður léttist ef ekki er
neytt annarra orkuríkra matvæla í staðinn og
teið er ekki sykrað óhóflega. Þetta þýðir sem
sagt að te í sjálfu sér er ekki „orkusparandi"
heldur það að teið komi í stað annarra orkunTcra
drykkja.
Auðvitað má einnig hugsa sér að í einhverjum
te-tegundum séu efni sem auka vatnsútskilnað
hjá fólki með bjúg eða vökvasöfnun í líkaman-
um. T0 eru te sem innihalda efni með svipaða
verkan og þvagræsilyf. En bjúgur safnast
sjaldnast á læri umfram aðra staði svo að tæpast
er hugmyndin um að te minnki ummál læra til
komin vegna þessa. Þvagræsandi efni hafa eng-
in áhrif á fitumagn líkamans, eingöngu á vatns-
majgn.
I stuttu máli má segja að te sem megrunarlyf
án annarra aðgerða er alveg óvirkt og gagns-
laust. En ekkert er á móti því að nota te sem
einn af drykkjum fullorðinna, til hressingar til
dæmis vegna vægs koffeininnihalds, fyrir þá
sem það vilja.
Inga Þórsdóttir og Jóhanna E. Torfadóttir
Hvað er helst því til fyrirstöðu að nýta
kjarnasamruna til tannburstunar?
SVAR: Fyrirstaðan er ekki meiri en svo að
þetta er þegar gert og hefur verið gert í mörg ár
í talsvert stórum stíl.
Þeir sem nota rafmagnstannbursta eru að
sjálfsögðu að nýta sér þá orkulind sem virkjuð
er til að framleiða rafmagnið. Hér á íslandi not-
um við að mestu leyti orku fallvatna til þess.
Þessi orka verður til við það að vatn sem fellur
til jarðar á hálendinu rennur siðan til sjávar.
Þetta vatn kemur úr andi-úmsloftinu, bæði þar
sem það þéttist í ský og regndropa og einnig
annars staðar. Það kemur inn í andrúmsloftið
frá sjó og stöðuvötnum þar sem það gufar upp
fyrir áhi-if sólarljóssins. Einnig ræður sólarork-
an mestu um það, þegar gi-annt er skoðað, að
vatnið lyftist upp í háloftin. Hún veldui’ sem sé
bæði uppgufuninni og lyftingunni og hefur
þannig gefið vatninu orkuna sem það skilar aft-
ur þegar það fellur til jarðar og rennur til sjávar.
Orka sólarinnar ver ður til við kj amasamruna.
I sólinni renna til dæmis vetniskjamar saman
og mynda helín, sem hefur næstléttasta atóm-
Pólfarar
kjamann. En meginatriðið er það að orkan sem
við notum hvenær sem við kveikjum á raf-
magnstækjum á í raun og vera rætur að rekja til
kjamasamrunans í sólinni.
Þetta á raunar líka við um flestar helstu orku-
lindir jarðar, aðrar en vatnsorkuna. Kol, olía og
gas í jörðu era til komin við Ijóstillífun fyrir æva-
löngu og era þannig sólinni að þakka. Vindorkan
væri harla lítil ef sólarinnar nyti ekki við og svo
framvegis.
I rauninni má segja að þeir sem kjósa að
bursta tennumar með „handafli" séu líka að
nota sér kjamasamrana. Orkuna sem við notum
í Ukama okkar má sem sé líka rekja til sólarinn-
ar þegar upp er staðið.
Ef spyrjandi á sérstaklega við beislaðan
kjamasamrana af manna völdum er svarið frek-
ar einfalt: Um leið og mönnum tekst að beisla
samranann til orkuframleiðslu yfirleitt, þá verð-
ur slíkur samrani notaður til tannburstunar, því
að menn fara varla að henda rafmagnstann-
burstunum sínum við þetta!
Um horfumar á beislun kjamasamranans
hér á jörðinni verður fjallað í svari við annarri
spurningu á Vísindavefnum á næstu dögum.
Þorsteinn Vilhjálmsson
Ferskur fiskur og
franskur markaður
Frakkar eru kröfuharðir neytendur og rík
áhersla lögð á gæði á franska matvæla-
markaðnum. Því er kannski engin furða að
sú spurning skuli hafa komið upp hvernig
væri hægt að auka hlutdeild fersks, íslensks
sjávarfangs á þessum markaði. Steingrím-
ur Sigurgeirsson fylgdist með umræðum
á ferskfiskdögum í París fyrr 1 vikunni.
FRAKKAR kunna að meta
góðan mat og þeir gera
miklar kröfur til hráefnis.
Það hefði því mátt ætla að
ferskur, íslenskur fískur ætti greiðan
aðgang að þessum markaði. Til þessa
hefur það þó verið ýmsum vandkvæð-
um bundið. Franski markaðurinn er
flókinn og það getur reynst erfitt að
komast inn á hann, a.m.k. á réttverði.
Stærsta hindranin hefur þó verið
samgöngur því ef byggja á upp stöð-
ugan markað fyrir ferskan fisk verð-
ur hann að koma með flugi og til
skamms tíma vora einungis flugsam-
göngur á milli ísland og Frakklands
á sumrin.
Þær stopulu samgöngur heyra nú
sögunni til. í vetur var byrjað að
fljúga til Parísar allt árið um kring,
sem stendur era ferðimar þrjár á
viku og verður þeim í sumar fjölgað í
sjö. Þá verður einnig skipt úr Beeing
737-400-vélum yfir í Boeing 757, sem
taka ekki einungis fleiri farþega held-
ur einnig margfalt meiri frakt.
Þessi breyting gæti gjörbylt mögu-
leikum íslenskra framleiðenda til að
koma vöra sinni á markaðinn og að
frumkvæði íslenska sendiráðsins í
París viðskiptaskrifstofu utanríkis-
ráðuneytisins var því ákveðið að efna
til „ferskfiskdaga" í París, þar sem ís-
lenskum framleiðendum gæfist kostur
á að kynna sig og kynnast því, sem
Frakkland hefúr upp á að bjóða.
Nær tuttugu íslensk sjávarútvegs-
fyrirtæki sendu fulltrúa til Parísar og
einnig tókst að stefna á ferskfiskdag-
ana fulltráum margra af mikilvæg-
ustu fyrirtækjum Frakklands á
þessu sviði, þ.ám. innkaupastjóram
risakeðja á borð við Carrefour og
Leclere.
En hvemig lítur franski markaður-
inn út? Árleg heildarneysla Frakka
nemur 730 þúsund tonnum og verð-
mætið er um 33 milljarðar franka.
Þar af er ferskfiskur 430 þúsund tonn
að verðmæti 17 milljarðar franka. Ef
litið er á ferskfisksölu eru 3 af hverj-
um 4 tonnum seld í smásölu en 'A til
veitingahúsa. Frakkar flytja inn mest
af sínum fiski eða %. Þetta er markað-
ur sem tekur til sín stöðugt verðmæt-
ari vöra en á áranum 1996-1999 jókst
innflutningur um 1,9% í magni en
17% ef miðað er við verðmæti.
íslenskir sjávarafurðir skipa nú
þegar veglegan sess í Frakklandi og
flytja Frakkar einungis inn meira frá
6 öðram ríkjum: Bretlandi, Noregi,
Fílabeinsströnd-
inni, Danmörku,
Spáni og Hollandi.
Þessar tölur segja þó ekki alla sög-
una. Hinn mikli innflutningur frá
Fílabeinsströndinni er nær einvörð-
ungu niðursoðinn túnfiskur (sem
frönsk skip veiða) og Danir og Hol-
lendingar hafa verið duglegir að
hasla sér völl sem milliliðir fyrir fisk
annarra þjóða, þ.á m. Islendinga.
Þannig tjáði einn íslensku þátttak-
endanna mér að hann hefði ekki síst
talið þetta vera gott tækifæri til að at-
huga hvort ekki væri hugsanlegt að
hasla sér völl beint á franska mark-
aðnum án hollenskra milliliða, sem
hingað til hefðu flutt inn vöra hans og
selt hana síðan áfram til Frakklands.
Bættar samgöngur opnuðu þann
möguleika.
Breytt neysla
Neysla Frakka hefur tekið miklum
stakkaskiptum á síðustu áram og vek-
ur mesta athygli hversu sterka stöðu
laxinn hefúr. 8 fisktegundir mynda
60% neyslunnar og hefur lax tekið við
að þorski í fyrsta sæti. Kemur þar
fyrst og fremst tvennt tíl. Framboð á
þorski hefur minnkað og verð stór-
hækkað. Þá jókst framboðið af ódýr-
um eldislaxi á sama tíma og stórmark-
aðir fóra að leggja
áherslu á sölu á
ferskum fiski. Lax-
inn hefúr líka enn þá ímynd á sér að
vera munaðarvara, þótt hann sé á
spottprís, og stór hluti neytenda telur
að hann sé veiddur á stöng. Kom fram
í málílutningi að margir óttast bakslag
ef upp kemur hneykslismál tengt laxi
en nýleg umræða um jafnt díoxín sem
listerín í matvælum sýnir að markað-
urinn er mjög viðkvæmur fyrir slíkri
umræðu.
En hvar era möguleikar Islend-
inga? Ekki er hægt að h'ta framhjá of-
urveldi stórmarkaðanna sem nú sjá
um 63% af allri matvælasölu í Frakk-
landi. Þar eru nú starfándi 1.130 risa-
markaðir (stærri en 2.500 fermetrar)
og allir eru þeir með stórar fiskdeildir.
Samkvæmt nýjum tölum fyrir fyrstu
mánuði þessa árs keyptu innkaupa-
deildir 5 stærstu keðjanna 95% af öll-
um matvælum!
Þessar keðjur leggja gífurlega
áherslu á verð og stöðugleika í afhend-
ingu. Hins vegar er nú skortur á fiski
og því takmörk fyrir hvað keðjumar
geta pressað verð niður þótt þær hafi í
fyrra selt 68% af öllum ferskfiski í
Frakklandi.
Margir líta einnig til veitingahús-
anna en sala til þeirra fer öll fram
gegnum sérhæfða heildsala á mark-
aðnum í Rungis fyrir utan París og í
Boulogne sur mer. 95 þúsund veit-
ingahús era starfandi í Frakklandi og
25 þúsund hótel og sá markaður kaup-
ir inn fisk fyiir um 3.000 milljarða
franka árlega.
Benti einn íslensku þátttakend-
anna, sem ég ræddi við, á að þar væri
margt forvitnilegt að gerast. Sushi
tröllríður öllu í Frakklandi líkt og
annars staðar sem kallar á stöðugt
ferskari og betri vöra, sem hægt er I
að selja á góðu verði. Það eru því ým-
is sóknarfæri á franska markaðinum.
Sælkerlnn
~T7r~