Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 1
78. TBL. 88. ÁRG.
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
SÞ óttast hungursneyð í Norðaustur-Afríku vegna mikilla þurrka
Milljónir manna í lífshættu
Sameinuðu þjóðirnar. AFP, AP.
ALLT að 16 milljónum manna kann
að stafa lífshætta af þurrkum í
Norðaustur-Afríku að því er Sam-
einuðu þjóðimar hafa greint frá.
Catherine Bertini, yfirmaður mat-
vælahjálpar Sameinuðu þjóðanna
(WFP), hefur verið skipaður sér-
stakur sendiboði samtakanna á
þurrkasvæðunum, en á þessum
sömu slóðum lést um ein milljón
manna í hungursneyð fyrir 15 árum.
Eþíópía er það land sem hefur
orðið verst úti og er talið að um 80%
þeirrar aðstoðar sem óskað er þurfi
að veita þangað. En SÞ telja að nú
þurfi um 12,4 milljónir manna á mat-
vælaaðstoð að halda í Eþíópíu, Ent-
reu, Sómalíu, Súdan, Kenýa, Úg-
anda og Djíbútí.
Bertini heimsækir nokkur land-
anna í apríl, en WFP hefur hug á að
dreifa 371.000 tonnum af matvælum
á svæðinu í ár og er talið að kostnað-
urinn nemi 205 milljónum dollara,
eða rúmum 15 milljörðum króna.
Carolyn McAskie, sem sér um
samræmingu hjálparstarfs SÞ, segir
þó matvælaþörfina kunna að reyn-
ast enn meiri. Verði áframhald á
þurrkum og síðan uppskerubrestur
kunni að reynast þörf á allt að
904.000 tonnum af matvælum til við-
bótar.
Aukinn fjárstuðningur
nauðsynlegur
„Við okkur blasa mögulegar
hörmungar innan tveggja mánaða,
berist ekki frekari fjárhagsaðstoð,"
sagði MeAskie og kvað þá um 16
milljónir manna kunna að verða í
hættu vegna þurrkanna. „AJlir muna
eftir myndum af þjáðum Eþíópíubú-
um frá því fyrir 15 árum og við get-
um ekki leyft okkur að leiða hugann
að slíkum atburðum á nýjan leik.“
Stofnanir Sameinuðu þjóðanna
hafa nú þegar óskað eftir 14 millj-
örðum króna til matvælaaðstoðar í
Eþíópíu í ár og hefur aðeins helm-
ingur þeirrar fjárhæðar borist. En í
fréttatilkynningu SÞ segir að berist
aukinn fjárstuðningur til matvæla-
aðstoðar ekki fljótlega kunni að
blasa við hungursneyð á borð við þá
sem geisaði á níunda áratugnum.
MORGUNBLAÐtÐ 1. APRIL 2000
5 690900 090000
Gin- og klaufa-
veiki í A-Asíu
Ottast
faraldur
Seoul. AP, Reuters.
STJÓRNVÖLD í mörgum ríkjum
Austur-Asíu óttast nú að gin- og
klaufaveiki sé að verða faraldur og
sögðust Suður-Kóreumenn í gær
ætla að slátra 350.000 nautgripum í
grennd við staðinn þar sem fyrsta
tilfellið í landinu var greint.
Ekki mun þó fyllilega ljóst hvort
um gin- og klaufaveiki er að ræða en
sýki með sömu einkennum hefur
greinst í nautgripum á japönsku
eynni Kyushu. Hefur bændum þar
verið bannað að selja kjöt af naut-
gripum og svínum um hríð.
Astralar hafa bannað innflutning á
mjólkurafurðum frá Japan og Kóreu
og Singapore innflutning á nauta-
kjöti frá Japan. Fyrir þremum árum
braust út gin- og klaufaveiki á Taív-
an og varð þá að farga 3,6 miHjónum
svína. Taívanar vísa á bug grun-
semdum um að smit hafi nú borist
þaðan til Japans með hálmi. Yfir níu-
tíu ár eru síðan sýkin herjaði í Japan.
Pútín velur sér fijálslynda ráðgjafa
Vísar á bug
stjórnaraðild
kommúnista
Moskvu. AFP.
VLADÍMÍR Pútín, starfandi forseti
Rússlands, hafnaði í gær kröfu
kommúnista um að þeir fengju aðild
að næstu ríkisstjóm landsins. Hann
tilkynnti einnig hvaða ráðgjafar hans
ættu að móta efnahagsstefnu stjóm-
arinnar og vestrænir fjármálasér-
fræðingar sögðu að hann hefði ekki
getað valið hæfari menn úr röðum
fijálslyndra, markaðssinnaðra emb-
ættismanna rússnesku stjómarinnar
til að leysa það verkefni af hendi.
„Það er erfitt að sjá fyrir sér sam-
steypustjóm, eins og það hugtak hef-
ur verið skilgreint,“ sagði Pútín þeg-
ar hann var spurður hvort
kommúnistar fengju aðild að stjóm-
inni. Kommúnistar em stærsti flokk-
urinn í dúmunni, neðri deild þingsins,
og hafa krafist þess að Pútín myndi
stjóm sem endurspegli þingstyrk
flokkanna.
Þetta er í fyrsta sinn sem Pútín
hafnar þessari kröfu opinberlega.
Hann sagði að val sitt á ráðherrum
myndi ekki byggjast á því í hvaða
flokki ráðherraefnin væra. „Þeir
verða að slíta af sér flokksböndin um
leið og þeir ganga í stjórnina."
Óháðir sérfræðingar í slg'órn
„Hugsanlegt er að stjómin verði
skipuð félögum í hinum ýmsu flokk-
um,“ bætti Pútín við. „En þeir verða
að vera óháðir sérfræðingar á sínu
sviði.“
Auk þess að vera starfandi forseti
hefur Pútín verið forsætisráðherra
frá áramótum og hugsanlegt er að
hann bíði með að skipa nýjan forsæt-
isráðherra þar til hann verður settur í
forsetaembættið í byijim maí. Hann
getur þó skipað eða rekið ráðherra
áður en hann tekur formlega við emb-
ættinu.
Míkhaíl Kasjanov aðstoðarforsæt-
isráðherra er nú talinn líklegastur til
að verða næsti forsætisráðherra.
Margir stjómmálaskýrendur í Rúss-
landi telja þó að hann verði ekki lengi
í embættinu og víki fyrir einhveijum
af helstu samstarfsmönnum Pútíns
síðar á árinu.
■ Rússneskir hermenn/34
Keuters
Pútín Rússlandsforseti á ríkis-
stjómarfundi í gær.
Kasjanov er álitinn náinn banda-
maður gömlu valdaklíkunnar í
Kreml, fámenns hóps manna sem
höfðu mikil áhrif í forsetatíð Borís
Jeltsíns, meðal annarra oh'u- og áljöf-
ursins Romans Abramovítsj.
Ráðgjafar Pútíns og stjómar hans
hafa keppst um að fá það verkefni að
móta efnahagsstefnu næstu stjómar
og tilkynnt var í gær hveijir þeirra
hefðu orðið fyrir valinu. Þeir era And-
rej Illaríonov, Oleg Vjúgín, Míkhaíl
Dmítríjev og Sergej Shatalov.
Fjórmenningarnir era h'tt þekktir
á Vesturlöndum en hafa getið sér gott
orð meðal vestrænna fjárfesta og
embættismanna. „Erfitt er að hugsa
sér hæfari menn úr þeim hópi hæfi-
leikamanna sem starfar fyrir rúss-
nesku stjómina, en hann er að vísu
ekki stór,“ sagði í greinargerð fjár-
festingarbankans Renaissance Capit-
al um ráðgjafana.
Statoil í Noregi
Rausnar-
leg eftir-
laun
Ósló.AP.
HARALD Norvik, fyrrverandi
forstjóri norska ríkisolíufyrir-
tækisins Statoil, ákvað í gær að
afsala sér rausnarlegum eftir-
launum frá fyrirtækinu.
Norvik lét af starfi hjá Statoil
í ágúst sl. eftir 12 ára starf. Nú-
verandi stjóm ákvað svo nýlega,
að Norvik skyldi fá um 14 millj.
ísl. kr. á ári það sem hann ætti
eftir ólifað. Hann er 53 ára.
Þessi rausn við Norvik vakti
reiði meðal almennings og
stjómmálamanna líka, enda er
Statoil ríkisfyrirtæki og ríkið
leggur hart að verkalýðsfélög-
unum að vera hófsöm í kjara-
kröfum. Norvik tilkynnti svo í
gær, að hann vildi ekki vera
kallaður gráðugur og hefði því
afsalað sér eftirlaununum.
Hann fær hins vegar eingreiðslu
frá Statoil upp á 44 millj. ísl. kr.
Hershöfð-
ingi
áreittur?
HÆSTSETTA konan í Banda-
ríkjaher, Claudia Kennedy
undirhershöfðingi, hefur að
sögn BBC lagt fram kæra á
hendur öðram hershöfðingja og
segir hann hafa þuklað á sér.
Kennedy segir þetta hafa
gerst fyrir fjóram áram á skrif-
stofu sinni. Hún kvartaði þá við
yfirboðara sína og virðist hafa
sætt sig við viðbrögðin. Hún
segir að umræddur maður hafi í
fyrra fengið mikilvægt starf,
sér hafi mislíkað það mjög og
því leggi hún fram kæra.
AP
Eldgos á eyjunni
Hokkaido
ELDGOS húfst í fjallinu Usu á
nyrstu eyju Japans, Hokkaido, í
gærmorgan. Myndin af gosbólstr-
unum var tekin í bænum Abuta, rétt
þjá fjallinu sem er við stöðuvatn.
Mikið öskufall var á svæðinu en lítið
virtist um sprengingar, nær engar
drunur heyrðust frá eldstöðvunum,
að sögn AP-fréttastofunnar. Rúm-
lega 11.000 manns hafa verið flutt á
brott frá hættusvæðum nálægt Usu.
Óttast er að gosið geti valdið
aurskriðum íþéttbýli við stöðuvatn-
ið en þar búa liðlega 50.000 manns.