Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Haukurinn frumsýndur í íslensku óperunni í kvöld „Bjarni Haukur fer með gaman- mál“ „ÆTLUNIN er að fá fólk til að brosa út í annað,“ segir Bjarni Haukur Þórsson leikari um uppistand sem hann frumsýnir í íslensku óperunni í kvöld. Hauk- urinn hcitir sýningin, Ieikstjóri er Sigurður Sigurjónsson og tónlist- in er flutt af Mána Svavarssyni. „Það var eitthvert Ieikrit í gangi í Islensku óperunni - hvað hét það nú aftur? Hellisbúinn eða eitthvað svoleiðis, held ég. Það fjallaði aðallega um samskipti kynjanna og það var ekkert varið í það. Nema hvað að það gekk svo svakalega lengi hérna að það komst bara ekkert annað að. En loksins þegar það hætti, þá feng- um við hérna inni,“ segir Bjarni Haukur. Ekki Hellisbúinn II „Síðastliðið ár hef ég verið að reyna að skrifa einhverja brand- ara og senda Sigurði Sigur- jónssyni í tölvupósti. Megnið af þeim sendi hann til baka með ein- kunninni „Glatað!" en þó hefur einn og einn sloppið í gegn. Nú erum við búnir að taka þetta saman og búa til mikla gleðidag- skrá - Bjarni Haukur fer með gamanmál," segir hann og þver- Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Bjarni Haukur Þórsson er aftur kominn á sviðið í íslensku óperunni, nú með uppistandið Haukinn. tekur fyrir að hér sé á ferð Hell- isbúinn II. „Þetta er ekki list- fræðilegt leikverk - þetta er bara uppistand eins og það heitir á góðri fslensku." Á sviðinu er þó aðeins meira en maður með hljóðnema, því með sér á sviðið dregur Bjarni Hauk- ur þríhjól. „Aftan á hjólinu er mikill kassi og í kassanum leynist ýmislegt sem ég dreg upp þegar við á,“ segir hann. En um hvað er svo uppista- ndið? „Hellisbúinn fjallaði eingöngu um samskipti kynjanna en hér er tekið á öðrum málum, svo sem sveitinni og bændum, klósettinu, áfengisnotkun, hestum og hund- um og samskiptum manna við þá - og aðeins á hjónabandinu. Svo er líka gert heilmikið grin að Dönum og Könum, Banda- ríkjaforseta þar á meðal. Allt ósköp ópólitískt og „ligeglad" og ekki gert til þess að stuða einn né neinn - að minnsta kosti ekki mikið. Nú er byrjað að vora og við þurfum aðeins að fara að hlæja og lyfta okkur upp. Þetta er nú aðaltilgangurinn og ef það tekst þá er ætlunarverkinu náð. Ef ekki þá er það allt í lagi - þá fara menn bara að gera eitthvað annað,“ segir Bjarni Haukur. Messa Gunnars Þórðar- sonar flutt HEILÖG messa eftir Gunnar Þórðarson við texta sr. Sigurð- ar Helga Guðmundssonar verð- ur flutt í Langholtskirkju ann- að kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Gunnar samdi messuna sl. haust að beiðni Víðistaðakirkju og var hún frumflutt þar á nýársdag. í framhaldi af því var verkið tekið upp á geislaplötu sem nýkominn er út. Flytjend- ur eru Kammersveit Hafnar- fjarðar, Þórunn Guðmunds- dóttir, sópran, Sigurður Skagfjörð Steingrímsson, ba- ríton og Aldamótakórinn sem skipaður er söngfólki úr Kam- merkór Hafnarfjarðar, Alfta- neskómum, Kór Víðistaða- sóknar og Kór Vídalínskirkju. Stjórnandi er Úlrik Ólason. Snælands- skólií Kringlunni KÓR Snælandsskóla syngur í Kringl- unni í dag, laugardag, kl. 11,13 og kl. 15. Kórinn er á förum til Bandaríkj- anna, Vínlands, og mun syngja þar á menningarhátíð sem íramundan er í Norfolk og eru tónleikamir í Kringl- unni til styrktar þeirri för. Ingólfur er kom- inn heim í ÁRBÆJARSAFNI verður opnuð sýningin Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar í dag kl. 16. Sýningin er í stærsta húsi safnsins, Lækjar- götu 4. Þar verður saga Reykjavík- ur rakin frá landnámi til nútimans °g byggir sýningin að stórum hluta á rannsóknarvinnu Árbæjarsafns, fomleifauppgreftri í Aðalstræti og Viðey, rannsóknum á sögu Inn- réttinganna, minjum 19. og 20. aldar og byggingarsögu borgar- innar. Sviðsetningar, fomminjar, munir og Ijósmyndir gefa gestum innsýn í mismunandi tímabil sög- unnar. Sérstök áhersla er Iögð á at- vinnuhætti og þróun þeirra. Við opnunina munu Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarsljóri flytja ávörp. í tengslum við sýninguna verður skólabörnum boðið upp á fræðslu um fortíð borgarinnar. Einnig verður efnt til fyrirlestraraðar í samvinnu við Reykjavíkur- akademiuna undir yfirskriftinni: Lífið í Reykjavík. Þá verður sett upp ný sýning i einu safnhúsanna í samvinnu við Menntafélag bygg- ingariðnaðarins sem varpa mun ljósi á byggingarsögu Reykjavíkur, sú sýning verður opnuð hinn 1. júní. Þann dag verður einnig opnuð sýn- ing um sögu bíliðna í Reykjavík, sem unnin er í samvinnu við Bíl- iðnafélagið. Þá mun og verða opn- uð bókastofa í safninu þar sem liggja frammi margvíslegar upp- lýsingar fyrir almenning, skólafólk og fræðimenn um sögu Reykjavík- ur. Einnig verður útbúin heimasíða fyrir sýninguna sem gestir geta skoðað á staðnum eða heima hjá sér. Morgunblaðið/Jim Smart Ingólfi Arnarsyni landnámsmanni fundinn staður á sýningunni í Ár- bæjarsafni. Það er Anna Lísa Guðmundsdóttir, deildarstjóri Árbæjar- safns, sem hagræðir hér Ingólfi. M-2000 Laugardagur 1. apríl. Árbæjarsafn - mr minjasafn % Reykjavíkur. Kl. 16. Saga Reykjavíkur - Frá býli til borgar. Raldn verður saga borgarinn- ar frá landnámi til von-a tíma með texta teikningum, ljós- myndum, sviðsetningum, skyggnusýningu og notkun margmiðlunar í tölvum. Skóla- bömum verður einnig boðið upp á markvissa fræðslu um fortíð borgarinnar auk þess sem ráð- stefnur, fyrirlestrar og sértæk- ar sýningai- verða skipulagðar. www.rvk.is/arbaer Háskólabio kl. 13.30. Lúðrasveitin Svanur - Af- mælistónleikar. Lúðrasveitin Svanur fagnar 70 ára afmæli um þessar mund- ir. Af því tilefni verður frumflutt nýtt tónverk eftir Tryggva M. Baldvinsson auk tónlistar úr ýmsum áttum. Stjómandi er Haraldur Ami Haraldsson. wwwn.nt.is/svanur. Kirkjuhvoll, Akranesi, kl. 16. Myndlistarsýning - Sjávar- list. Sossa og Gyða L. Jónsdóttir opna málverka- og höggmynda- sýningu í tengslum við verkefnið Sjávarlist. Sýningin stendur til 16. aprfl. Sjávarlist er eitt af samvinnuverkefhum Menning- arborgar og sveitarfélaga. www.akranes.is. Bjamarlaug, Akranesi. Kl. 20. Lifðu - leiksýning. Skagaleikflokkurinn frumsýnir leikritið „Lifðu“ eftir Kristján Kristjánsson í tengsl- um við hina fjölbreyttu menn- ingardagskrá bæjarins. Skíðalandsmót 2000. Skálafell. KI. 9.30. Svig, boðganga karla 3 x 10 km, boðganga kvenna 3 x 3.5 km og brettamót. Skíðalandsmót 2000 er liður í Vetraríþróttahátíð ÍBR. http://www.toto.is/skildi2000. Kringlan kl. 14. Hópur nemenda úr Öskju- hlíðarskóla skemmtir á sviðinu í Kringlunni. Flutt verður atriði úr söngleiknum Sæbúar eftir Ólaf B. Ólafsson sem frumsýnd- ur verður í íslensku ópemnni laugardaginn 8. aprfl. Dagskrámar era liður í dag- skrá Reykjavíkur - Menningar- borgar Reykjarvíkur. www.reykj avik2000.is. Ratleikur á Kjarvalsstöðum FJOLSKYLDUDAGUR verður á Kjarvalsstöðum á morgun, sunnu- dag, og hefst dagskráin með ratleik kl. 14. Vettvangur leiksins er Kjar- valssýningin sem nú stendur yfir og er fræðslu um sýninguna blandað saman við leiki og þrautir og leiðir safnkennari leikinn. Hver þátttak- andi fær í hendur tösku með vís- bendingum eða lyklum að ákveðnum verkum. Að leikslokum fæst lausn á gátunni sem í þessu tilviki er fólgin í listinni. Þátttökugjald er 600 krónur fyrir hvert barn. Aðgangur er ókeypis fyrir fullorðna í fylgd með baminu. Markmið fjölskyldudaga safnsins er að gefa börnum og fullorðnum tækifæri til að eiga saman fræðandi stund á safninu. Alla sunnudaga kl. 16 er boðið upp á almenna leiðsögn um sýningar safnsins. Sýningu lýkur Sýningunni Carnegie Art Award lýkur nú á sunnudag og er ókeypis á Kjarvalsstaði þessa síðustu sýning- arhelgi. Sýningin var sett á laggirn- ar til að styðja framúrskarandi lista- menn á Norðurlöndum og halda á lofti merki málaralistar í hæsta gæðaflokki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.