Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Handverksverslunin Hnoss opnuð í nýju húsnæði við Skólavörðustíg í dag
Mikil gróska
í íslensku
handverki
Skólavörðustígurinn virðist vera orðinn
miðstöð handverks og lista. Það þarf
ekki að spássera lengi um þá gamal-
grónu götu til að sjá að þar hafa íslenskir
listamenn fundið sinn sælureit.
Hver handverksverslunin rekur aðra
Morgunblaðið/Sverrir
Úti í glugga verslunarinnar Hnoss. Frá vinstri: Bjarni Þór Kristjánsson, Hildur Margrétardóttir, Páll Kristjáns-
son, Guðmundur Sigurðsson, Auður Eysteinsdóttir og Jón Adolf Steinólfsson.
og í dag verður opnuð ein þeirra, Hnoss,
í nýrra og betra húsnæði. Skarphéðinn
Guðmundsson tók forskot á sæluna
og rak inn nefíð.
HANDVERKSVERSLUNIN Hnoss
hefur starfað um nokkurra ára
skeið á Skólavörðustíg 22 en nú
hafa handverksmennirnir sem að
henni standa tekið sig til og fært
hana um set. Þó var ekki leitað
langt yfir skammt því verslunin
verður opnuð í dag kl. 11.00 í nýju
og betra húsnæði neðar í sömu
götu, nánar tiltekið í húsi númer 3
við Skólavörðustíginn.
„Þetta nýja húsrými er nánast
helmingi stærra en það gamla. Það
er bjartara og og í alla staði betra,“
segir Páll Kristjánsson, hnífasmið-
ur og einn eigenda verslunarinnar.
„Þar að auki er staðsetningin mun
betri. Með því að mjakast neðar á
Skólavörðustíginn erum við komin í
frekara tæri við örtröðina, nærri al-
faraleið."
Páll stofnaði Hnoss árið 1996 í fé-
lagi við bróður sinn, Bjarna Þór
Kristjánsson tréskurðarmann, og
fleiri handverksmenn og voru
fyrstu heimkynnin í Hlaðvarpanum.
Þeir bræður eru hinsvegar einu
upprunalegu aðstandendur versl-
unarinnar því aðrir hafa farið og
komið. Þeir sem nú eru í slagtogi
við þá og standa með þeim að hinni
nýju verslun koma úr öllum áttum
handverksins.
Þau eru myndlistarmennirnir
Auður Eysteindóttir og Hildur Mar-
grétardóttir, hljóðfærasmiðurinn
Guðmundur Sigurðsson og tré-
skurðarmaðurinn Jón Adolf Stein-
ólfsson. Verslunin er sameign þess-
ara handverksmanna. Þeir vinna
verk sín alfarið hver í sínu lagi og
leggja af mörkum til verslunarinn-
ar en deila síðan sjálfum verslunar-
störfunum bróðurlega á milli sín.
Þau segja þetta sameignarfyrir-
komulag henta handverksmönnum
einkar vel. Það lækki rekstrar-
kostnaðinn, minnki viðveruna og
geri vöruúrvalið fjölbreyttara.
Handverksmennirnir eru sam-
mála um að Skólavörðustígurinn sé
orðinn nokkurs konar miðstöð
handverks og lista. Því sé þýðingar-
mikið fyrir handverksfólk að geta
orðið sér úti um húsnæði þarna sem
hjartað slær. Þau telja þá þróun í
alla staði mjög jákvæða, bæði fyrir
listamennina sjálfa sem og við-
skiptavinina sem geta þá gengið að
flóru íslenskrar handverksfram-
leiðslu vísri.
Aðspurð um það hvort mikil
gróska sé í íslensku handverki segj-
ast aðstandendur Hnoss hafa fúndið
þess áþreifanleg merki og að sá
vöxtur hafi verið í gangi undanfarin
fjögur ár. „íslendingar kunna sífellt
betur að meta íslenskt handverk.
Átta sig á verðmæti þess og gildi,“
segir Bjarni Þór.
Hildur bætir við: „Fólk er loksins
farið að átta sig á þeirri vinnu sem
liggur að baki handverkinu og er
sem betur fer hætt að líta á þetta
sem einhveija tómstundaiðju." Þau
segja að þeim viðskiptavinum fari
jaftiframt fækkandi sem finnst eiga
að vera samhengi milli stærðar og
þyngdar handverksins og verðlagn-
ingar á því.
Afleiðing þessarar viðhorfsbreyt-
ingar er sú að fslenskt handverk
þykir nú sjálfsögð og vegleg tæki-
færisgjöf. „Það sem hefur líka
breyst mikið fþeim efnum,“ segir
Bjarni Þór, „er að þegar við byijuð-
um með Hnoss voru viðskiptavin-
irnir nánast einvörðungu í eldri
kantinum. Nú hefur áhugi yngra
fólks aukist til mikilla muna og fs-
lenskt handverk t.d. orðin ein allra
vinsælasta brúðargjöfin."
Þau segja ennfremur mikla hug-
arfarsbreytingu hafa orðið íþví
hvaða gjafir skulu færðar erlendum
vinum og vandamönnum. „Áður
fyrr var það brennivínið, maturinn
og kannski einhveijir innfluttir Iist-
munir en nú eru Islendingar í aukn-
um mæli farnir að taka með sér til
útlanda fslenskt handverk með
brennivínsflöskunni,“ segir Bjami
Þór. Þá skiptir það viðskiptavininn
sérstaklega miklu máli úr hveiju
handverkið er unnið en þau í Hnossi
em sammála um að Islendingar
geri sífellt meiri kröfur til þess að
efniviðurinn sæki uppruna sinn til
fslenskrar náttúm. Það geri erlend-
ir ferðamenn vitanlega einnig en
þeir séu annars afar áhugasamir
um þessa fslensku framleiðslu og
sérlega glöggir að greina hversu
mikil vinna er lögð í hana.
Handverksmennimir sex segja
að enn sé ekki komin upp sú staða
að fólk falist einkum eftir verkum
eftir ákveðna nafntogaða hand-
verksmenn. Meira sé um að fest séu
kaup á því verki sem helst hrífur
augað, óháð því hver skapari þess
sé. Því sé ekki enn orðið eins um-
horfs og á markaði málaralistarinn-
ar, þar sem verðmæti málverkanna
markist fyrst og fremst af nafninu
sem í homið er krotað.
Þau telja þessa grósku ekki alfar-
ið til komna vegna góðærisins.
Markaðurinn hafi mun fremur tekið
út ákveðinn þroska. Bjami Þór tel-
ur gróskuna ennfremur beintengda
aukinni umhverfisvitund Islendinga
og þeirri umræðu sem átt hefur sér
stað í þjóðfélaginu um sérstöðu ís-
lenskrar náttúm. Hildi finnst líka
eins og fólk sé farið að leita frekar í
hið handunna og mannlega á þess-
um tfmum véla- og tölvuvæðingar.
Það virðist því bjart um að litast í
heimi fslensks handverks og far-
vegurinn til slíkrar listiðkunnar
farsælli en oft áður.
Ráðstefnunni Konur og lýðræði fylgt eftir
Fjölmörg verkefni
komin vel á veg
ÝMIS fyrirtæki og opinberar
stofnanir vinna nú að fjölmörgum
verkefnum sem sett voru af stað í
kjölfar ráðstefnunnar Konur og
lýðræði, sem haldin var í Reykjavík
í október sem leið, en verkefnin
eiga það sameiginlegt að miða að
því að styrkja konur á ýmsum svið-
um þjóðlífs og þannig efla lýðræð-
isþróun í þátttökulöndunum.
Á fimmtudag var haldinn fundur
í menntamálaráðuneytinu með ís-
lenskum framkvæmdaaðilum ráð-
stefnunnar þar sem farið var yfir
það hvar á vegi hin ýmsu verkefni,
sem stofnað var til í kjölfar hennar,
eru stödd. Var jafnframt rætt al-
mennt um þau markmið, sem ráð-
stefnan Konur og lýðræði fól í sér,
en í lok fundarins lýsti Stefanía
Óskarsdóttir, sem starfar á vegum
forsætisráðuneytisins sem tengilið-
ur milli framkvæmdaaðila í sínu
heimalandi og skrifstofu Norrænu
ráðherranefndarinnar í Kaup-
mannahöfn, mikilli ánægju sinni
með hversu vel verkefnum sem
rædd voru á ráðstefnunni hefði
verið fylgt eftir.
Stakk Stefanía upp á því að inn-
an tíðar yrði staðið fyrir formlegri
kynningu á verkefnunum, þannig
að varpa mætti umræðu um stöðu
kvenna út í samfélagið sjálft.
Greindi hún einnig frá því að haldin
yrði eftirfylgniráðstefna í Vilnius í
Litháen 15.-17. júní næstkomandi.
Sérstaklega hugað að aðstoð
við Eystrasaltslöndin
Fulltrúar nítján framkvæmdaað-
ila, þ.m.t. forsætisráðuneytis og
dómsmálaráðuneytis, sóttu fund-
inn. Kom þar m.a. fram að hjá
Reykjavíkurborg er í undirbúningi
að bjóða hingað fólki frá Eystra-
saltsríkjunum og gefa því tækifæri
á að kynna sér jafnréttismál hjá
borginni.
Á vegum ráðgjafarfyrirtækisins
Skref fyrir skref er farið af stað
námskeið sem felur í sér leiðtoga-
þjálfun fyrir konur í íslenskum fyr-
irtækjum. Er stefnt að því að bjóða
einnig upp á slík námskeið í Rúss-
landi og í Eystrasaltsríkjunum.
Hjá Eimskipafélaginu hefur ver-
ið tekin upp sú stefna að við allar
nýráðningar skuli tekin viðtöl við
aðila af hvoru kyni og tvær konur
frá Eimskipi sækja jafnframt nám-
skeið Skrefs fyrir skref, sem áður
var getið. Stefnt er að því hjá
Landsvirkjun að auka þátttöku
kvenna í hefðbundnum tæknistörf-
um, sem í langflestum tilfellum eru
í höndum karla. Á vegum Háskóla
íslands og fleiri aðila hefur verið
hrundið af stað átaki til að auka
hlut kvenna í námsgreinum sem
karlar hafa hingað til sótt í mun
meira mæli en konur. Er meiningin
að vinna með Landsvirkjun í því að
auka fjölda kvenna í hefðbundnu
tækninámi, m.a. með því að kynna
slíkt nám sérstaklega fyrir stúlkum
á framhaldsskólastiginu. Mun
verkefnisstjórn um upplýsingasam-
félagið síðan halda ráðstefnu 14.
apríl um konur og upplýsingasam-
félagið þar sem reynt verður að
koma þeim skilaboðum á framfæri
að konur eigi ekki síður heima í
forystu á þeim vettvangi en karlar.
Auður í krafti kvenna
Sjóvá-Almennar hafa einsett sér
að móta nýja stefnu í jafnréttis- og
fjölskyldumálum og stuðla að
kynningu hennar innan fyrirtækis-
ins, auk þess sem stefnt verður að
aðlögun vinnutíma fólks í samhengi
við heimilisþarfir þess. Samtök at-
vinnulífsins vilja stuðla að umræðu
um jafnréttislöggjöf innan
Evrópska efnahagssvæðisins og er
stefnt að ráðstefnuhaldi um þau
mál í haust. Flugleiðir vill hins veg-
ar auka þátt kvenna í stjórnun fé-
Morgunblaðið/Kristinn
Stefanía Óskarsdóttir (í miðið) stýrði fundinum á fimmtudag en við hlið
hcnnar er Orri Hauksson, aðstoðarmaður forsætisráðherra.
lagsins, sem og að auka umræðu
um jafnréttismál meðal starfsfólks.
Islandsbanki, Morgunblaðið,
Nýsköpunarsjóður, Háskólinn í
Reykjavík og Deloitte & Touche
standa saman að Auði í krafti
kvenna, sem er þriggja ára verk-
efni og miðar að því að styrkja
stöðu kvenna á vinnumarkaði.
Verður m.a. efnt til átaks 18. apríl
næstkomandi sem felur í sér að
starfsmenn eru hvattir til að taka
dæUir sínar með í vinnuna.
Á vegum dómsmálaráðuneytis og
Hæstaréttar er nú unnið að undir-
búningi við kynnisferð kvenna frá
Eystrasaltslöndunum til íslands en
meiningin er að kynna fyrir þeim
íslenskt réttarkerfi. Svipað átak er
í undirbúningi hjá Alþingi en þing-
konum frá Rússlandi og Eystra-
saltsríkjunum verður boðið að
koma og kynna sér starfshætti Al-
þingis.
Fulltrúi Hans Petersen greindi
frá samstarfsverkefni fyrirtækis-
ins, Fjárfestingarbanka atvinnu-
lífsins, Sjóvár-Almennra og Náms-
gagnastofnunar um gerð námsefnis
til jafnréttisfræðslu í grunnskólum
en Karl Ágúst Úlfsson leikari hefur
m.a. verið fenginn til að rita hluta
þess.
Stjórnmálaskóli Sjálfstæðis-
flokksins hefur hins vegar í bígerð
að bjóða upp á leiðtogaskóla fyrir
konur frá Eystrasaltslöndunum, og
þá einkum frá Litháen, og verður
hann byggður upp sem helgarnám-
skeið. Verkefnið er komið á góðan
skrið og hefur Ann Richards, fyrr-
verandi ríkisstjóri í Texas, m.a. ljáð
því liðsinni.
Að síðustu gerði fulltrúi Verslun-
armannafélags Reykjavíkur grein
fyrir samstarfi VR við systurfélög í
Eystrasaltsríkjunum með það
markmið fyrir augum að miðla til
þeirra reynslu sinni af rekstri
frjálsra verkalýðsfélaga. Kom fram
að í Litháen væru einungis 20%
landsmanna í stéttarfélögum og því
þyrfti að styrkja stoðirnar í þessum
efnum og stuðla að hugarfarsbreyt-
ingu, þannig að fólk - bæði konur
og karlar - gerði sér grein fyrir því
að það ætti félagsleg réttindi, alveg
óháð stjórnmálum líðandi stundar.