Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Handverksverslunin Hnoss opnuð í nýju húsnæði við Skólavörðustíg í dag Mikil gróska í íslensku handverki Skólavörðustígurinn virðist vera orðinn miðstöð handverks og lista. Það þarf ekki að spássera lengi um þá gamal- grónu götu til að sjá að þar hafa íslenskir listamenn fundið sinn sælureit. Hver handverksverslunin rekur aðra Morgunblaðið/Sverrir Úti í glugga verslunarinnar Hnoss. Frá vinstri: Bjarni Þór Kristjánsson, Hildur Margrétardóttir, Páll Kristjáns- son, Guðmundur Sigurðsson, Auður Eysteinsdóttir og Jón Adolf Steinólfsson. og í dag verður opnuð ein þeirra, Hnoss, í nýrra og betra húsnæði. Skarphéðinn Guðmundsson tók forskot á sæluna og rak inn nefíð. HANDVERKSVERSLUNIN Hnoss hefur starfað um nokkurra ára skeið á Skólavörðustíg 22 en nú hafa handverksmennirnir sem að henni standa tekið sig til og fært hana um set. Þó var ekki leitað langt yfir skammt því verslunin verður opnuð í dag kl. 11.00 í nýju og betra húsnæði neðar í sömu götu, nánar tiltekið í húsi númer 3 við Skólavörðustíginn. „Þetta nýja húsrými er nánast helmingi stærra en það gamla. Það er bjartara og og í alla staði betra,“ segir Páll Kristjánsson, hnífasmið- ur og einn eigenda verslunarinnar. „Þar að auki er staðsetningin mun betri. Með því að mjakast neðar á Skólavörðustíginn erum við komin í frekara tæri við örtröðina, nærri al- faraleið." Páll stofnaði Hnoss árið 1996 í fé- lagi við bróður sinn, Bjarna Þór Kristjánsson tréskurðarmann, og fleiri handverksmenn og voru fyrstu heimkynnin í Hlaðvarpanum. Þeir bræður eru hinsvegar einu upprunalegu aðstandendur versl- unarinnar því aðrir hafa farið og komið. Þeir sem nú eru í slagtogi við þá og standa með þeim að hinni nýju verslun koma úr öllum áttum handverksins. Þau eru myndlistarmennirnir Auður Eysteindóttir og Hildur Mar- grétardóttir, hljóðfærasmiðurinn Guðmundur Sigurðsson og tré- skurðarmaðurinn Jón Adolf Stein- ólfsson. Verslunin er sameign þess- ara handverksmanna. Þeir vinna verk sín alfarið hver í sínu lagi og leggja af mörkum til verslunarinn- ar en deila síðan sjálfum verslunar- störfunum bróðurlega á milli sín. Þau segja þetta sameignarfyrir- komulag henta handverksmönnum einkar vel. Það lækki rekstrar- kostnaðinn, minnki viðveruna og geri vöruúrvalið fjölbreyttara. Handverksmennirnir eru sam- mála um að Skólavörðustígurinn sé orðinn nokkurs konar miðstöð handverks og lista. Því sé þýðingar- mikið fyrir handverksfólk að geta orðið sér úti um húsnæði þarna sem hjartað slær. Þau telja þá þróun í alla staði mjög jákvæða, bæði fyrir listamennina sjálfa sem og við- skiptavinina sem geta þá gengið að flóru íslenskrar handverksfram- leiðslu vísri. Aðspurð um það hvort mikil gróska sé í íslensku handverki segj- ast aðstandendur Hnoss hafa fúndið þess áþreifanleg merki og að sá vöxtur hafi verið í gangi undanfarin fjögur ár. „íslendingar kunna sífellt betur að meta íslenskt handverk. Átta sig á verðmæti þess og gildi,“ segir Bjarni Þór. Hildur bætir við: „Fólk er loksins farið að átta sig á þeirri vinnu sem liggur að baki handverkinu og er sem betur fer hætt að líta á þetta sem einhveija tómstundaiðju." Þau segja að þeim viðskiptavinum fari jaftiframt fækkandi sem finnst eiga að vera samhengi milli stærðar og þyngdar handverksins og verðlagn- ingar á því. Afleiðing þessarar viðhorfsbreyt- ingar er sú að fslenskt handverk þykir nú sjálfsögð og vegleg tæki- færisgjöf. „Það sem hefur líka breyst mikið fþeim efnum,“ segir Bjarni Þór, „er að þegar við byijuð- um með Hnoss voru viðskiptavin- irnir nánast einvörðungu í eldri kantinum. Nú hefur áhugi yngra fólks aukist til mikilla muna og fs- lenskt handverk t.d. orðin ein allra vinsælasta brúðargjöfin." Þau segja ennfremur mikla hug- arfarsbreytingu hafa orðið íþví hvaða gjafir skulu færðar erlendum vinum og vandamönnum. „Áður fyrr var það brennivínið, maturinn og kannski einhveijir innfluttir Iist- munir en nú eru Islendingar í aukn- um mæli farnir að taka með sér til útlanda fslenskt handverk með brennivínsflöskunni,“ segir Bjami Þór. Þá skiptir það viðskiptavininn sérstaklega miklu máli úr hveiju handverkið er unnið en þau í Hnossi em sammála um að Islendingar geri sífellt meiri kröfur til þess að efniviðurinn sæki uppruna sinn til fslenskrar náttúm. Það geri erlend- ir ferðamenn vitanlega einnig en þeir séu annars afar áhugasamir um þessa fslensku framleiðslu og sérlega glöggir að greina hversu mikil vinna er lögð í hana. Handverksmennimir sex segja að enn sé ekki komin upp sú staða að fólk falist einkum eftir verkum eftir ákveðna nafntogaða hand- verksmenn. Meira sé um að fest séu kaup á því verki sem helst hrífur augað, óháð því hver skapari þess sé. Því sé ekki enn orðið eins um- horfs og á markaði málaralistarinn- ar, þar sem verðmæti málverkanna markist fyrst og fremst af nafninu sem í homið er krotað. Þau telja þessa grósku ekki alfar- ið til komna vegna góðærisins. Markaðurinn hafi mun fremur tekið út ákveðinn þroska. Bjami Þór tel- ur gróskuna ennfremur beintengda aukinni umhverfisvitund Islendinga og þeirri umræðu sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu um sérstöðu ís- lenskrar náttúm. Hildi finnst líka eins og fólk sé farið að leita frekar í hið handunna og mannlega á þess- um tfmum véla- og tölvuvæðingar. Það virðist því bjart um að litast í heimi fslensks handverks og far- vegurinn til slíkrar listiðkunnar farsælli en oft áður. Ráðstefnunni Konur og lýðræði fylgt eftir Fjölmörg verkefni komin vel á veg ÝMIS fyrirtæki og opinberar stofnanir vinna nú að fjölmörgum verkefnum sem sett voru af stað í kjölfar ráðstefnunnar Konur og lýðræði, sem haldin var í Reykjavík í október sem leið, en verkefnin eiga það sameiginlegt að miða að því að styrkja konur á ýmsum svið- um þjóðlífs og þannig efla lýðræð- isþróun í þátttökulöndunum. Á fimmtudag var haldinn fundur í menntamálaráðuneytinu með ís- lenskum framkvæmdaaðilum ráð- stefnunnar þar sem farið var yfir það hvar á vegi hin ýmsu verkefni, sem stofnað var til í kjölfar hennar, eru stödd. Var jafnframt rætt al- mennt um þau markmið, sem ráð- stefnan Konur og lýðræði fól í sér, en í lok fundarins lýsti Stefanía Óskarsdóttir, sem starfar á vegum forsætisráðuneytisins sem tengilið- ur milli framkvæmdaaðila í sínu heimalandi og skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaup- mannahöfn, mikilli ánægju sinni með hversu vel verkefnum sem rædd voru á ráðstefnunni hefði verið fylgt eftir. Stakk Stefanía upp á því að inn- an tíðar yrði staðið fyrir formlegri kynningu á verkefnunum, þannig að varpa mætti umræðu um stöðu kvenna út í samfélagið sjálft. Greindi hún einnig frá því að haldin yrði eftirfylgniráðstefna í Vilnius í Litháen 15.-17. júní næstkomandi. Sérstaklega hugað að aðstoð við Eystrasaltslöndin Fulltrúar nítján framkvæmdaað- ila, þ.m.t. forsætisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis, sóttu fund- inn. Kom þar m.a. fram að hjá Reykjavíkurborg er í undirbúningi að bjóða hingað fólki frá Eystra- saltsríkjunum og gefa því tækifæri á að kynna sér jafnréttismál hjá borginni. Á vegum ráðgjafarfyrirtækisins Skref fyrir skref er farið af stað námskeið sem felur í sér leiðtoga- þjálfun fyrir konur í íslenskum fyr- irtækjum. Er stefnt að því að bjóða einnig upp á slík námskeið í Rúss- landi og í Eystrasaltsríkjunum. Hjá Eimskipafélaginu hefur ver- ið tekin upp sú stefna að við allar nýráðningar skuli tekin viðtöl við aðila af hvoru kyni og tvær konur frá Eimskipi sækja jafnframt nám- skeið Skrefs fyrir skref, sem áður var getið. Stefnt er að því hjá Landsvirkjun að auka þátttöku kvenna í hefðbundnum tæknistörf- um, sem í langflestum tilfellum eru í höndum karla. Á vegum Háskóla íslands og fleiri aðila hefur verið hrundið af stað átaki til að auka hlut kvenna í námsgreinum sem karlar hafa hingað til sótt í mun meira mæli en konur. Er meiningin að vinna með Landsvirkjun í því að auka fjölda kvenna í hefðbundnu tækninámi, m.a. með því að kynna slíkt nám sérstaklega fyrir stúlkum á framhaldsskólastiginu. Mun verkefnisstjórn um upplýsingasam- félagið síðan halda ráðstefnu 14. apríl um konur og upplýsingasam- félagið þar sem reynt verður að koma þeim skilaboðum á framfæri að konur eigi ekki síður heima í forystu á þeim vettvangi en karlar. Auður í krafti kvenna Sjóvá-Almennar hafa einsett sér að móta nýja stefnu í jafnréttis- og fjölskyldumálum og stuðla að kynningu hennar innan fyrirtækis- ins, auk þess sem stefnt verður að aðlögun vinnutíma fólks í samhengi við heimilisþarfir þess. Samtök at- vinnulífsins vilja stuðla að umræðu um jafnréttislöggjöf innan Evrópska efnahagssvæðisins og er stefnt að ráðstefnuhaldi um þau mál í haust. Flugleiðir vill hins veg- ar auka þátt kvenna í stjórnun fé- Morgunblaðið/Kristinn Stefanía Óskarsdóttir (í miðið) stýrði fundinum á fimmtudag en við hlið hcnnar er Orri Hauksson, aðstoðarmaður forsætisráðherra. lagsins, sem og að auka umræðu um jafnréttismál meðal starfsfólks. Islandsbanki, Morgunblaðið, Nýsköpunarsjóður, Háskólinn í Reykjavík og Deloitte & Touche standa saman að Auði í krafti kvenna, sem er þriggja ára verk- efni og miðar að því að styrkja stöðu kvenna á vinnumarkaði. Verður m.a. efnt til átaks 18. apríl næstkomandi sem felur í sér að starfsmenn eru hvattir til að taka dæUir sínar með í vinnuna. Á vegum dómsmálaráðuneytis og Hæstaréttar er nú unnið að undir- búningi við kynnisferð kvenna frá Eystrasaltslöndunum til íslands en meiningin er að kynna fyrir þeim íslenskt réttarkerfi. Svipað átak er í undirbúningi hjá Alþingi en þing- konum frá Rússlandi og Eystra- saltsríkjunum verður boðið að koma og kynna sér starfshætti Al- þingis. Fulltrúi Hans Petersen greindi frá samstarfsverkefni fyrirtækis- ins, Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins, Sjóvár-Almennra og Náms- gagnastofnunar um gerð námsefnis til jafnréttisfræðslu í grunnskólum en Karl Ágúst Úlfsson leikari hefur m.a. verið fenginn til að rita hluta þess. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðis- flokksins hefur hins vegar í bígerð að bjóða upp á leiðtogaskóla fyrir konur frá Eystrasaltslöndunum, og þá einkum frá Litháen, og verður hann byggður upp sem helgarnám- skeið. Verkefnið er komið á góðan skrið og hefur Ann Richards, fyrr- verandi ríkisstjóri í Texas, m.a. ljáð því liðsinni. Að síðustu gerði fulltrúi Verslun- armannafélags Reykjavíkur grein fyrir samstarfi VR við systurfélög í Eystrasaltsríkjunum með það markmið fyrir augum að miðla til þeirra reynslu sinni af rekstri frjálsra verkalýðsfélaga. Kom fram að í Litháen væru einungis 20% landsmanna í stéttarfélögum og því þyrfti að styrkja stoðirnar í þessum efnum og stuðla að hugarfarsbreyt- ingu, þannig að fólk - bæði konur og karlar - gerði sér grein fyrir því að það ætti félagsleg réttindi, alveg óháð stjórnmálum líðandi stundar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.