Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ VIKU IM LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 43 Segulörvun gegn geðklofa London. AP. GEÐKLOFASJÚKLINGAR sem heyra raddir kunna að eiga von um nokkra bót meina sinna með segul- örvun heilans, að því er fyrstu niður- stöður vísindarannsóknar, er greint var frá í læknaritinu Lancet nýverið, benda til. í ljós kom, að þeir sjúklingar, sem gengust undir segulmeðferð á þeim hluta heilans sem stjórnar radd- skynjun, fundu til færri og lágværari raddofskynjana en þeir sjúklingar sem gengust undir hliðstæða gervi- meðferð. Verði þessar niðurstöðm- staðfest- ar í frekari rannsóknum gætu þær aukið skilning á orsökum ofskynjana og hvemig koma megi í veg fyrir þær. Um það bil eitt prósent jarð- arbúa þjáist af geðklofa, eða skitsó- freníu, og um 50-70% þeirra heyra raddir. I um 20% tilfella duga lyf ekki til að þagga niður í þeim. Dr. Anthony David, prófessor í taugageðlækningum í London, sagði niðurstöðumar lofa góðu. Dávid var ekki meðal höfunda rannsóknarinn- ar. Geðklofi hefur stundum verið nefndur „sjúkdómur einsemdarinnar“. Vinna C- og E-vítamín gegn elliglöpum? New York. Reuters Health. NY rannsókn hefur leitt í ljós, að eldri mönnum sem tóku E- og C- vítamínbætiefni að minnsta kosti einu sinni í viku í nokkur ár var síð- ur hætt við elliglöpum og sýndu jafnvel framfarir í hugarstarfi, þ.á m. minni, skapandi hugsun og eftir- tekt. Dr. Kamal H. Masaki og sam- starfsmenn hans við Kuakini-lækna- miðstöðina í Honolulu á Hawaii greindu frá þessari niðurstöðu í marshefti vísindaritsins Neurology. Könnuð var bætiefnaneysla rúm- lega þrjú þúsund manna 1988, og einnig var safnað upplýsingum frá 1982 um suma. Ekki kom fram hversu mikið mennimir tóku af hvoru vítamíni. Mennimir vom á aldrinum 71 til 93 ára og gengust þeir aftur undir rannsókn 1993. Þeir sem tóku einungis E- eða C- vítamín 1988 stóðu sig betur í minnisprófi 1993 en þeir sem tóku engin bætiefni, að því er vísinda- mennirnir greina frá. Þeir sem tóku bæði vítamínin stóðu sig einungis h'tið eitt betur en þeir sem tóku engin bætiefni. Höfundar rannsókn- arinnar segja þó, að mönnum sem tóku bæði E- og C-vítamín í mörg ár hafi farið umtalsvert fram „og bendir það til þess, að langtíma- neysla sé nauðsynleg til þess að hafa jákvæð áhrif á hugarstarf síðar á ævinni“. Vísindamennirnir telja að C- og E-vítamín kunni að koma í veg fyrir heilaskemmdir þar eð þau em and- oxunarefni. Tengsl verkja- lyfs og astma? London. Reuters, The Daily Telegraph. NOTKUN verkjalyQa sem inni- halda virka efnið paracetamól kann að gera astmakösti verri, að því er vi'sindamenn greindu frá í ritinu Thorax í liðinni viku. Þeir segja þó, að taka beri þessu með fyrirvara því ekki sé um að ræða að lyf, sem innihalda efnið, beinlúiis valdi astma. Rannsóknin, sem leiddi þctta í Ijós, var gerð á úrtaki 664 astmasjúklinga og 910 manns sem ekki eru með astma, og stóð í eitt ár. I ljós kom, að fullorðnir astmasjúklingar sem tóku para- cetamól vikulega voru allt. að 80% líklegri tO að fá astmaköst en þeir sem ekki tóku slík lyf. Þá komu einnig f ljós tengsl milli mikillar notkunar paracetamóls og alvarlegri asmakasta og bólgu i slúnhúðinni í nefinu. Vísindamennimir segja að hugsanlega sé orsökin sú, að paracetamól dragi úr magni andoxunarefnisins glútaþíóns, sem fínnst í öndunarfærunum og er talið vemda lungun fyrir slæmum áhrifum mengaðs lofts og aðskotaefna. Leggja vísindamennimir til, að astmasjúklingar dragi úr notkun paracetamóls eftir megni, en þeir sem þjást af þess- um sjúkdómi geta ekki tekið aspirfn eða skyld lyf, því þau geta haft alvarlegar aukaverk- anir fyrir sjúklingana. Vísindamennimir segja að frekari rannsókna á tengslum þessum sé þörf og að astma- sjúklingar eigi ekki að taka að nota önnur verkjalyf í stað para- cetamóls. Enn beri að líta svo á að óhætt sé að nota lyf sem inni- halda efnið. Átröskun ættgeng New York. Reuters. KONUM er miklu hættara við lyst- arstoli eða lotugræðgi ef systur þeirra eða mæður eru þegar haldn- ar þessum átröskunum. Þetta er niðurstaða rannsóknar vísindamanna við Pittsburgh-há- skóla í Pennsylvaníu sem birt var í American Journal of Psychiatry. Vísindamennirnir báru saman tíðni átröskunar meðal skyldmenna 323 kvenna með lystarstol eða lotu- græðgi annars vegar og 180 heil- brigðra kvenna hins vegar. Kon- urnar voru á aldrinum 18-28 ára. Niðurstaðan var sú að meðal kvenna í fjölskyldum þeirra sem áttu við átröskun að stríða var lotugræðgi fjórum sinnum algeng- ari og lystarstol ellefu sinnum al- gengara en í viðmiðunarhópnum. Körlum í fjölskyldum kvennanna jneð átröskun virtist hins vegar ekki vera hættara við sjúkdómun- um. Vísindamennirnir röktu niður- stöðu rannsóknarinnar til blöndu af „fjölskyldu- og erfðaáhrifum“ en sögðu að ekki væri enn vitað hvor þessara þátta væri mikilvægari. I annarri rannsókn könnuðu vís- indamenn við Virgina Common- wealth-háskóla tíðni lystarstols og geðdeyfðar meðal rúmlega 2.100 kventvíbura (bæði eineggja og tví- eggja). 77 kvennanna (eða 3,6%) reyndust með lystarstol og sex þeirra áttu tvíburasystur sem var haldin átröskuninni. Vísindamenn- irnir leiddu getum að því að erfða- fræðilegir þættir hefðu veruleg áhrif á hættuna á lystarstoli og ykju hana um 58%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.