Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ
30 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
JL íat Sw
Hýsendinqaf
oq utsaumsqam
Lai jbolisvcðor 111 Sími 568 6500
www.fondra.is
öfiiííliiigírápifií 10-16
Nám í Danmörku
Hjá Horsens Polytechnic bjóðum við upp
á ýleiri tegundir af tœknimenntun.
byggingafræðingur með ijórum brautum: enskri, byggingar-
og framkvæmdalínu
ívomi
uo
Kynningarfundur í Reykjavík
v. aoni k.. ...! i Radtiscsí SAS. Horei Sosu.
Allir velkomnir
Á fiindinum munu verða nemandinn Sigurður Ólafsson og
kennarinn Eli Ellendersen og munu Þeir verða fyrir svörum og
segja frá skólanum.
Jafhframt verða til staðar íslenskir byggingafræðingar
menntaðir i Horsens.
Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Sigurður Ólafsson
og Eli Ellendersen með því að hringja til Hótel Sögu frá 02.04 -
12.04.2000 eða leggja inn skilaboð.
Horsens Polytechnic
SíotsgnMlie ] 1- Oií-SIOO tfoí$«s DemisŒrtí
II..+45 76255001 Fca+45 7625 5100
E-moill:twsiíefe@!tasiffiife..dl‘ lliilpi/wiw.tasfek,.dk
ÚRVERINU
*
Stór og umfangsmikil verkefni framundan hjá SIF hf.
I fararbroddi eftír
samrunann við IS
SÍÐASTLIÐIÐ ár var eitt hið við-
burðaríkasta í sögu SIF frá upphafi,
þrátt fyrir erfíð rekstrarskilyrði og
óviðunandi afkomu. Þetta kom fram
í ræðu Gunnars Amar Kristjánsson-
ar, forstjóra SÍF, á aðalfundi félags-
ins í gær.
Gunnar sagði samruna SIF og Is-
lenskra sjávarafurða án efa þann at-
burð sem bæri hvað hæst í starfsemi
liðins árs og markaði timabót í ís-
lenskri viðskiptasögu og í réttu
framhaldi af þeim breytingum sem
nú eru að verða á dreifingu og sölu
matvæla í helstu markaðslöndum fé-
lagsins. ;,Fyrir samrunann var af-
koma SIF að talsverðu leyti háð
samkeppnisstöðu saltfiskiðnaðarins
og reksturirm var veikur fyrir sveifl-
um í rekstrarumhveríi saltfiskverk-
enda. Við samruna Islenskra sjáv-
arafurða og SÍF liggja eggin ekki
lengur í sömu körfunni og áhættu-
dreifing í rekstrinum er meiri en
fyrr. Þetta er ein af forsendum fyrir
samruna þessara félaga og samein-
uð standa þau sterkari en sitt í
hvoru lagi,“ sagði Gunnar.
SIF sameinaðist einnig íslands-
síld hf. á síðasta ári og sagði Gunnar
sameininguna styrkja félagið, þó á
þessu fyrsta ári hafi verið erfiðleik-
ar á síldarmörkuðum vegna bágs
efnahagsástands í fyrrum Sovétríkj-
unum og mikillar framleiðslu Norð-
manna á síldarafurðum til manneld-
is. Sagði Gunnar að þegar jafnvægi
kæmist á markaði myndi staða SÍF í
viðskiptum með sfldarafurðir vafa-
laust tryggja félaginu góðan ábata.
Á síðastliðnu ári keypti SÍF hf. 70%
hlutabréfa í Armengol SA í Katalón-
íu á Spáni en félagið á sér langa
sögu í viðskiptum með saltfiskafurð-
ir og hefur haft styrkja stöðu á
markaðnum. Sagði Gunnar að með
kaupunum hafi SÍF yfirburðastöðu
á Spánannarkaði og það treysti
stoðir SÍF gagnvart innlendum
framleiðendum.
Óhagstæð rekstrarskilyrði
Gunnar sagði ytra umhverfi SÍF
samteypunnar hafa verið afar óhag-
stætt á árinu 1999 og þó sérstaklega
saltfiskvinnsla. Afkoma félagsins
hafði þannig verið óviðunandi. Sagði
Gunnar helstu ástæður þess vera
hvað rekstur SÍF í Noregi gekk illa,
órólefld á saltfiskmörkuðum í kjölfar
gengisfalls brasilíska realsins, meiri
kostnaður við markaðssetningu á
Spáni en gert var ráð fyrir og hátt
hráefnisverð á laxi allt síðasta ár.
Gunnar sagði einnig að óhagstæð
gengisþróun hafi haft neikvæð áhrif
á rekstrar- og efnahagsreikning fé-
lagsins á síðasta ári. Evran hafi á
síðasta ári lækkað gagnvart íslensku
krónunni um 10,3% en starfsemi
SIF fer að stærstum hluta fram í
Evrópu og löndum sem tengjast
evrunni.
Gunnar sagði ljóst að framundan
væru stór og umfangsmikil verkefni
til að takast á við. Samruni SÍF og
ÍS breytti talsverðu í starfsemi fé-
lagsins og vissulega fylgdu svo stór-
um samruna vandkvæði og vaxtar-
verkir. „Eftir samrunann er SIF
félag sem stendur í fararbroddi í al-
þjóðlegum viðskiptum með sjávar-
afurðir, félag sem er betur í stakk
búið til að mæta þörfum og kröfum
neytenda sjávarafurða í veröldinni,
félag sem getur betur þjónað fram-
leiðendum sjávarafurða, en síðast en
ekki síst verður til félag sem á að
geta skilað hluthöfum sínum hærri
arði. Tækifærin eru hvarvetna og
með samstilltu átaki starfsmanna og
stjórnenda SIF ætti að takast að
gera SIF hf. að fyrirtæki sem er í
fararbroddi þeirra sem eiga við-
skipti með sjávarafurðir á heims-
markaði," sagði Gunnar.
Sterk landsbyggð mikilvæg
Friðrik Pálsson, stjómarformað-
ur SÍF, gerði byggðamál að umtals-
efni á aðalfundi félagsins í gær.
Hann sagði mörg byggðarlög úti á
landi eiga erfiðan tíma fyrir hönd-
um, enda væru búferlaflutningar á
höfuðborgarsvæðið sjaldan meiri en
nú. Flestum væri hinsvegar ljóst að
æskilegt væri að byggðaröskun yrði
ekki meiri en orðið er. „Sterk lands-
byggð er mjög mikilsverð fyrir
framtíð fyrirtækja sem byggja á út-
gerð og fiskvinnslu og sterk fyrir-
tæki á landsbyggðinni skipta máli
fyrir SÍF. Fiskimiðin eru allt í um-
hverfis landið. Stórvirk frystiskip
gera það auðvitað mögulegt að
stunda veiðar hvar sem er, án tillits
til heimahafna. Ég er hins vegar
sannfærður um að við munum halda
áfram að stunda strandveiðar og
vinnslu um ókomin ár og að nálægð-
in við fiskimiðm verði talinn mikfls-
verður kostur. Við þurfum því á því
að halda að íbúum hinna dreifðari
byggða verði gert eins þægilegt og
kostur er að halda sinni búsetu þar
um leið og þeir sækja þjónustu sína
til Reykjavíkur án ónauðsynlegra
hindrana og kostnaðar," sagði
Friðrik.
Fjölbreytt Markaðstorg SÍF í tengslum við aðalfundinn
Gæði án landamæra
Morgunblaðið/Kristinn
Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari býður gestum á Markaðstorgi
SÍF upp á bjórsteiktan þorsk frá SÍF-Iceland Seafood Corporation.
„ÞETTA smakkast mjög vel og pöl-
breytnin kemur á óvart,“ sagði Árni
M. Mathiesen, sjávarútvegsráherra,
við Morgunblaðið eftir að hafa kynnt
sér hvað Markaðstorg SÍF hafði upp
á að bjóða í gær. „Þetta er einn hlut-
ur í kynningunni en mikilvægt er að
halda henni alltaf gangandi og minna
fólk á, því hún vekur áhuga og um-
ræður.“
Fjölbreytt dagskrá var í tengslum
við aðalfund SÍF og lauk henni með
glæsflegu Markaðstorgi í Sunnusal
Hótel Sögu í gær þar sem SÍF á ís-
landi, Saltkaup, Tros og fyrirtæki
SÍF í Brasilíu, Bandaríkjunum,
Frakklandi, Grikklandi, Japan,
Þýskalandi, Bretlandi, Kanada, Nor-
egi og á Ítalíu og Spáni kynntu starf-
semi sína og vörur og buðu gestum
að smakka rétti að hætti markaðs-
landanna.
Kjörin leiötilað
kynna samstæðuna
Gunnar Örn Kristjánsson, for-
stjóri SÍF hf., segir að Markaðstorg-
ið hafi verið kjörin leið til að kynna
SIF-samstæðuna. „Þetta er sam-
stæða sem þjónar orðið gríðarlega
stórum viðskiptahópi og styrkleiki
hennar er að við vinnum með alla
breidd í sjávarfangi. Okkur þótti full
ástæða til að setja upp svona mark-
aðstorg til að framleiðendur og hlut-
hafar fengju tækifæri til að sjá hvað
samstæðan hefur fram að bjóða.“
Markaðstorgið var mjög vel sótt
og vel heppnað eins og framleiðenda-
fundimir á fimmtudag. „Framleið-
endadagurinn var mjög góður og þar
var gríðarlega góð mæting," segir
Gunnar Öm og bætir við að þar hafi
framleiðendur verið á einkafundum
með sölustjóram allra dótturfélag-
anna og haft tækifæri til að fara yfir
sín mál. „Markaðstorgið var punkt-
urinn yfir i-ið og við kynntum fram-
leiðendum, stærstu hluthöfum og
fulltrúum verðbréfafyrirtækja og
banka afurðir okkar, en eins og sjá
mátti má búa til gríðarlegan fjölda af
endanlegum afurðum úr hráefninu
sem samsteypan vinnur með.“
Markaðstorgið hvetjandi
Framleiðendur fengu gott tæki-
færi til að sjá hvað SÍF gerir við hrá-
efnið og augljóst var að þeir kunnu
vel að meta framtakið. „Þetta er
mjög vel heppnað,“ sagði Pétur H.
Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í
Grindavík, sem er stærsti saltfisk-
framleiðandi SIF. „Það er langt síð-
an aðalfundir hafa verið með þessum
áherslum og Markaðstorgið virkar
mjög hvetjandi á framleiðendur.“
Gott fyrir fótboltann
Vöruúrvalið var rnikið og hver
rétturinn gómsætari. Steinar
Trausti Kristjánsson, framkvæmda-
stjóri SIF í Brasilíu, kynnti m.a.
saltfiskbollur úr ufsa og þorski og
sagði þær tilvalið meðlæti þegar
horft væri á fótboltann í sjónvarpi
auk þess sem gera mætti því skóna
að þær hefðu sitt að segja varðandi
ágæti Brasilíumanna í knattspymu.
Teitur Gylfason, framkvæmdastjóri
SÍF KK í Japan, bauð upp á þurrk-
aða og steikta loðnu og sushi með
loðnuhrognum, túnfiski og rækju og
kunnu sælkerar vel að meta. Svo
mætti lengi telja en einkunnarorð
SIF era gæði án landamæra og
Markaðstorgið sýndi að það era orð
að sönnu.