Morgunblaðið - 08.04.2000, Page 1

Morgunblaðið - 08.04.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913 84. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússar enn æfareiðir vegna samþykktar Evrópuráðsins Hernaðinum haldið áfram í Tsjetsjníu Moskvu. AP, AFP. Starfs- mönnum greitt fyr- ir barn- eignir Tokýó. AFP. Leikfangaframleiðandi nokk- ur í Japan hefur gripið til óvenjulegra ráða til að fjölga viðskiptavinum sínum. Fyrir- tækið býður nú starfsmönnum sínum tæpar sjö hundruð þús- und krónur fyrir hvert barn sem þeir eignast umfram tvö. Fyrirtækið Bandai Co. Ltd, sem m.a. á heiðurinn af sýnd- argæludýrinu Tamagotchi, ákvað í síðasta mánuði að greiða hverjum þeim starfs- manni, sem eignaðist meira en tvö börn, eina milljón jena eða um 700.000 kr. fyrir hvert barn. „Við viljum að starfsmenn- irnir geri sér grein fyrir því að viðskiptavinir okkar eru börn,“ sagði Yusuke Fukuda, einn yfirmanna fyrirtækisins. Barnmargar, japanskar fjöl- skyldur verða æ fágætari, að sögn Fukuda, sem sagði að það væri þó undir starfsfólk- inu komið hvort það vildi eiga meira en tvö börn. Samkvæmt upplýsingum japanska heilbrigðisráðuneyt- isins fæddust 93.862 börn í Japan á sl. 12 mánuðum og er sú tala einn tuttugasti af þeim 1.901.440 börnum sem fædd- ust í landinu fyrir 24 árum en japanskar konur eignast nú að meðaltali 1,38 börn. AP Shevardn- adze í kosn- ingaham FORSETAKOSNINGAR eru í Georgíu á morgun og sækist Eduard Shevardnadze, núverandi forseti og fyrrverandi utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, eftir embættinu öðru sinni. Helsti andstæðingur hans er Dzhumber Patiashvili eins og í kosn- ingunum 1995 en þá fékk Shevadn- adze 74% atkvæða. Hér hefur mynd af honum verið sett upp í glugga hárgreiðslustofii í höfuðborginni, Tbilisi, og á henni segir að nú verði skorin upp herör gegn þeim marg- víslegu meinum sem hrjá samfélag- ið f þessu fyrrverandi Sovétlýðveldi. ÍGOR ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær, að Rússar myndu halda áfram hernaði sínum í Tsjetsjníu hvað sem liði refsiaðgerð- um Evrópuráðsins en Vladímír Pútín, forseti landsins, boðaði áætl- un um frið í landinu í næstu viku. Tsjetsjneskir skæruliðar héldu því fram í gær að þeir hefðu setið fyrir og fellt 70 rússneska hermenn fyrir nokkrum dögum. Javier Gama, utanríkisráðherra Portúgals, og Javier Solana, tals- maður Evrópusambandsins, ESB, í utanríkis- og varnarmálum, voru í gær í Moskvu til viðræðna við rúss- neska ráðamenn og fögnuðu þeir yf- irlýsingunni um friðaráætlunina. Vestrænar ríkisstjórnir hafa hvatt Rússlandsstjóm til að semja um frið í Tsjetsjníu og skorað á hana að leyfa rannsókn á mannréttindabrotum sem þar hafa verið framin. Banna ferðir til Tsjetsjníu Rússar hafa brugðist mjög hart Pútín boðar þó áætlun um frið í næstu viku við samþykkt Evrópuráðsins í Strassborg í fyrradag en þá voru þeir sviptir atkvæðisrétti og hvatt til að þeir yrðu reknir úr ráðinu kæmu þeir ekki á vopnahléi og hæfu við- ræður við skæruliða í Tsjetsjníu. ívanov, utanríkisráðherra Rúss- lands, sagði að samþykkt Evrópu- ráðsins hefði þau áhrif ein að gera viðræður milli vestrænna ríkja og Rússa erfiðari en ella en Rússar myndu halda Tsjetsjníustríðinu áfram svo lengi sem þurfa þætti. Þá hafa Rússar einnig bannað sendi- nefndum frá aðildarríkjum Evrópu- ráðsins að koma til Tsjetsjníu. Skæruliðar í Tsjetsjníu halda þvi fram að þeir hafi fellt 70 rússneska hermenn fyrir nokkrum dögum er þeir sátu fyrir þeim við bæinn Mesk- er-Yurt, 15 km suðaustur af Grosní. Hafa Rússar staðfest að árásin hafi verið gerð en segjast ekki hafa misst nema einn mann. Bandaríkin Tekju- tenging ellilauna afnumin BILL Clinton, forseti Banda- ríkjanna, undirritaði lög í gær sem afnema tekjutengingu op- inberra ellilauna. Að auki vígði hann nýja þjónustu, vefsíðu þar sem fólk getur séð það svart á hvítu hver ellilaunin þess verða. Afnám tekjutengingarinnar þýðir að Bandaríkjamenn á aldrinum 65 til 69 ára missa ekki einn dollara af ellilaununum fyr- ir hverja þrjá, sem þeir vinna sér inn. Að sögn CNTV-frétta- stöðvaiinnar hafa ellilaunin ver- ið skert með þessum hætti frá upphafi eða síðan í kreppunni miklu. Þá var reynt að koma eft- irlaunaþegum út af vinnumark- aði vegna mikils atvinnuleysis en nú er það vinnuaflsskortur sem hrjáir efnahagslífið. Þar að auki er breytingin rökstudd með því að heilbrigt efnahagslíf geti ekki verið án þeirrar þekk- ingar og reynslu sem fólk, sem er komið eða að komast á eftir- launaaldur, búi yfir. Árið 1930 voru 54% karl- manna 65 ára og eldri úti á vinnumarkaði en eru nú um 16%. Afnám tekjutengingar kostar alríkið umtalsvert fé en hagfræðingar hafa reiknað út að það muni fá það aftur og meira í auknum sköttum af atvinnu- tekjum eftirlaunaþeganna. AP Mikill mannfjöldi hefur verið fyrir utan núverandi heimili Elians Gonzalez á Miami síðustu daga til að koma í veg fyrir að hann verði afhentur föður sínum. í gær ákváðu yfirvöld að hann skyldi fá son sinn eftir helgi. Samtök Kúbumanna á Miami hótuðu átökum og mótmælum vegna Elians Olía lækkar London. AFP. Ættingjum skipað að af- henda drenginn Washington, Miami. AP, AFP. STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum fullvissuðu í gær Juan Miguel Gonzalez, föður kúbverska drengs- ins, sem nú er hjá ættingjum sínum á Miami, um að hann fengi son sinn aftur. Skipuðu þau jafnframt svo fyrir að ættingjarnir afhentu hann föður sínum snemma í næstu viku. Þeir, sem eru andvígir því að dreng- urinn fari aftur til Kúbu, hafa hótað að koma í veg fyrir það með valdi. „Ég mun fá son minn aftur,“ sagði Juan Miguel Gonzalez að loknum fundi með Janet Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í Washington í gær. Samtök manna af kúbverskum ættum hafa hins vegar hótað að efna til mótmæla og stöðva umferð til og frá Miami-flug- velli þegar Juan Miguel kemur þangað og auk þess að slá hring um húsið þar sem drengurinn, Elian Gonzalez, býr nú. Ættingjar drengsins hafa boðist til að leyfa þeim feðgum að hittast svo fremi faðir hans komi einn á þann fund en hann hafnar því og sakar ættingja sína um að hafa not- fært sér drenginn með óskamm- feilnum hætti. Óttast fordæmið Samtökin, sem berjast gegn þvi að Elian fari aftur til Kúbu með föð- ur sínum, halda því fram að Fidel Castro, forseti Kúbu, hafi neytt hann til að krefjast forræðis jdir syni sínum en því neitar hann harð- lega. Segist hann hafa annast hann ekki síður en móðir hans en hún drukknaði ásamt fleira fólki er þau reyndu að komast til Bandaríkj- anna á litlum báti. Elian komst lífs af. Bandarísk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af þessu máli. Fái Juan Miguel Gonzalez ekki son sinn mun það gera Bandaríkjamönnum sjálf- um erfitt fyrir að heimta börn sín aftur. Mál, sem varða 1.100 banda- rísk börn erlendis, eru nú til með- ferðar hjá yfirvöldum. OLÍUVERÐ lækkaði í gær og hafði þá ekki verið lægra síðan í janúar. Fyrst eftir að OPEC, Samtök ol- íuútflutningsríkja, ákváðu í mars að auka olíuvinnsluna lækkaði verðið fremur lítið enda var þá enn mikil óvissa um birgðastöðuna víða. Á þriðjudag var tilkynnt að í Banda- ríkjunum væru birgðir meiri en búist hafði verið við og virðist sem markaðurinn telji að enginn skortur verði á olíu á næstunni. Verðið fyrir Brent-olíu var í gær rúmir 23 doll- arar fatið en rúmir 25 fyrir viku. MORGUNBLAÐH) 8. APRÍL 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.