Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kriatján Helga Guðmundsdóttir, formaður KA, Steinunn Sigfúsdóttir, MA, Stefán Sæmundsson, forvarnafulltrúi MA, Karen Malmquist, forvarnafulltrúi VMA og Guðný Jóhannsdóttir, VMA, kynntu efni borgarafunds um fíkni- efnavandann sem haldinn verður í Gryfjunni í VMA á þriðjudagskvöld. Skref í baráttu gegn vímutengdri æskumenningu BORGARAFUNDUR um fíkni- efnavandann, félagslíf og forvamir verður haldinn á Akureyri næst- komandi þriðjudag, 11. apríl í Gryfj- unni í Verkmenntaskólanum á Ak- ureyri og hefst hann kl. 20. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra flytur ávarp á fundinum. Fundurinn er fyrsta stóra skrefið í baráttu gegn fíkniefnum og vímutengdri æskumenningu á Akureyri en að henni stendur breiðfylking skóla- manna, uppalenda og yfirvalda í bænum. Á fundinum munu, auk dóms- málaráðherra, skólameistarar fram- haldsskólanna flytja ávörp, þá verða forvarnir í framhaldsskólum kynnt- ar og munu forystumenn í skólafé- lögum kynna félags- og skemmtana- líf ungmenna. „Að lenda á glap- stigum“ er yfirskrift erindis Hildar Jönu Gísladóttur háskólanema og þá fjallar Daníel Snorrason, fulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar, um eiturlyfjabylgjuna á Akureyri. Kjartan Ólafsson kynnir nýjar neyslutölur úr 10. bekk og tengsl neyslu við uppeldishætti og tóm- stundir. Þá verður fjallað um aðhald og aðstoð foreldra og formaður KA, Helga Steinunn Guðmundsdóttir segir frá samstarfi félagsins og Ak- ureyrarkirkju í forvarnamálum. Rætt verður um félagsmiðstöðvar og þá greinir Kristín Sigfúsdóttir formaður áfengis- og vímuvama- nefndar frá því sem bæjarfélagið hefur gert í forvarnamálum. Að er- indum loknum verða umræður og fyrirspurnir. Forsvarsmenn fundarins kynntu efni hans á blaðamannafundi í gær, en þar kom fram í máli Stefáns Þórs Sæmundssonar, forvarnafulltrúa í Menntaskólanum á Akureyri, að sí- felldar áfengisauglýsingar og áreiti í þá veru að lokka ungt fólk til að neyta áfengis, en slíkt hafi verið mjög áberandi í vetur, hafi hrist upp í mönnum. Eftir að markvisst var farið að vekja athygli á ástandinu hafi það skánað til muna. „Við sáum að hægt er að hafa áhrif með því að ræða hlutina opinberlega í stað þess að tuða sífellt um þessi mál í eigin barm,“ sagði Stefán. Þær Steinunn Vala Sigfúsdóttir, fráfarandi formaður Hugins, skóla- félags MA og Guðný María Jó- hannsdóttir, formaður Þórdunu, skólafélags MA sögðu á fundinum að mikil pressa væri á ungt fólk að neyta áfengis og almennt þætti það fremur hallærislegt að sækja áfeng- islausar skemmtanir. Byggingafulltrúinn á Akureyri segir málið að Helgamagrastræti 10 algjörlega sérstakt Um ítrekuð brot að ræða á byggingareglugerðum JÓN Geir Ágústsson, bygginga- fulltrúi Akureyrarbæjar, sagði að ekki væri nokkur vafi á því að sumir íbúar bæjarins væru að fást við byggingaframkvæmdir í óleyfi. Hins vegar sé þetta mál í Helgamagrastræti 10 algjörlega sérstakt af tveimur ástæðum - fyrir það fyrsta sé umfangið mik- ið og í öðru lagi sé um ítrekaðan brotaviija að ræða hjá viðkom- andi húseiganda. „Þarna hefur verið komið á staðinn oftar en einu sinni og maðurinn stöðvaður, eigendum hafa verið skrifuð bréf og sýslu- manni hefur verið skrifað bréf um ólögmætar framkvæmdir á lóðinni. Það er hins vegar ekki hægt að neita því að þ tta mál hefur dregist allt of mik 3 í með- förum hjá Akureyrarbæ. En að láta sér detta í hug að svona verði látið óátalið lýsir ótrúlegri vanþekkingu eða vanhugsun. Eg get heldur ekki skilið hvaða hvat- ir liggja að baki svona framferði." Jón Geir sagði húseigandinn væri byggingatæknifræðingur að mennt og hafi að auki unnið hjá embætti byggingafulltrúa. En þarna væri verið að brjóta lands- lög og að innan bæjarkerfisins hafi komið til umræðu að leggja fram kæru á húseigandann. Hann sagði að lögin væru sett til að gæta öryggis íbúanna en ekki til þess að stríða einhverjum bygg- ingameisturum eða fólki sem væri að byggja í óleyfi í skjóli myrkurs. Töluverð umræða hefur verið um samþykkt bygginganefndar frá því í vikunni, þar sem hús- eigandanum að Helgamagra- stræti 10 er gert að rífa þær hús- eignir á lóð sinni sem ekki hefur fengist leyfi fyrir, samtals um 100 fermetrar, fyrir 15. júní nk. Þó kemur til greina að húseig- andinn fái stöðuleyfi fyrir hluta umræddra bygginga, um 40 fer- metra steyptan sólskála, sem framarlega sem lögð verði fram viðeigandi gögn. Jón Geir sagði að húseigandinn þyrfti einnig að leggja fram aðalteikningar af sjálfu íbúðarhúsinu fyrir 15. maí. nk. en skýringateikningar beri það með sér að þar hafi heldur ekki verið farið að settum reglum. Geri hann það ekki verði lagðar á hann dagsektir upp á 50 þúsund krónur á dag. „Málið er víðtækt og alvarlegt fyrir þessa aðila.“ Framkvæmdir í skjóli myrkurs Jón Geir sagði það alrangt sem fram hafi komið hjá eiganda hússins að hann hafi sótt um leyfi fyrir sólskálanum en ekki fengið svar. „Maðurinn lagði inn um- sókn og teikningar (í maí 1993) en teikningarnar voru á þann veg að ekki var hægt að taka þær fyrir. Honum var þá sagt það margoft að legði hann fram full- gildar teikningar og samþykki samliggjandi lóðareigenda, þar á meðal Akureyrarbæjar, væri hann með samþykki fyrir sólskál- anum. Það gerði hann hins vegar aldrei þrátt fyrir hafa verið með samþykki lóðareigenda á Holta- götu 7 og 9. Það eru hrein ósann- indi að húseigandinn hafi ekki vitað hvað hann átti að gera til að öðlast þetta leyfi og það geta ýmsir vottað.“ Jón Geir sagði að fólk héldi að erfitt væri að fá leyfi fyrir fram- kvæmdum, sem sé í flestum til- fellum misskilningur, og að það sé einnig oft og tíðum misskiling- ur að fólk sé að spara peninga með því að ráðast í framkvæmdir án leyfis. „Þetta verður til þess að skjóli myrkurs, gjarnan á haustnóttum, hefjast húsbyggingar á ólíkleg- ustu stöðum. Fólk þarf hins veg- ar að skilja það að byggingalög er sett til að gæta hagsmuna og öryggis fólksins en það vill oft gleymast. Það vill því oft verða eins konar þjóðarsport hjá fólki að reyna að komast hjá því að tala við þá sem eiga að sinna byggingaeftirliti. Auðvitað geta ýmsar ástæður legið að baki því að fólk er að gera þetta svona en maður heyrir það stundum að fólk sé að hæla sér af því að hafa komist framhjá byggingaeftirlit- inu.“ Auðvelt að fá leyfi Jón Geir sagði að í langflestum tilfellum væri auðvelt að fá leyfi fyrir skynsamlegum verkum og það sem meira sé, að það kosti ekki krónu að leita til bæjarins með erindi. Einu gjöldin séu fast- eignagjöld ef byggingar fara yfir ákveðna stærð og hæð. „Byggingafulltrúar í landinu vinna eftir ákveðnum lögum og það eru sveitarfélögin sem eru ábyrg fyrir því byggingafulltrúar geti sinnt sínum störfum. Bygg- ingameistarar þurfa líka að vinna eftir þessum lögum og þar eru þeirra starfsréttindi í veði. I Helgamagrastræti 10 er það hins vegar eigandi hússins sem hefur það fyrir „hobbí“ að brjóta lög, sem getur orðið ansi dýrkeypt. Ef byggingafulltrúar verða þess áskynja að verið sé að brjóta lög er það skylda þeirra að tilkynna það og það er skylda sveitarfé- lagsins að fjarlægja byggingar sem ekki fæst leyfi fyrir. Ef sveitarfélagið lætur hjá líða að rífa viðkomandi hús skal Skipu- lagsstofnun ríkisins láta fjarlægja húsin á kostnað sveitarfélagsins." Morgunblaðið/Margit Elva Hákarl veiddist við Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Bama- og unglingakór kirkjunnar syngur. Léttar veitingar eftir guðsþjónustu Þá verður einnig opnuð sýningin „Tíminn og trúin“ þar sem sjö listakonur sýna verk sín. Fundur æskulýðsfélagsins í kapellu kl. 17. Biblíulestur á mánudagskvöld kl. 20 í umsjá sr. Guðmundar Guð- mundssonar. Morgunsöngur í kirkjunni kl. 9 á þriðjudagsmorgun. Mömmumorgunn í Safnaðarheimili kl. 10 til 12 á miðvikudag. GLERÁRKIRKJA: Bamasam- vera og messa kl. 11 á morgun, sunnudag. Sameiginlegt upphaf, for- eldrar hvattir til að mæta með böm- unum. Vænst er þátttöku ferming- arbama. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 20 um kvöldið. Kyrrðar- og til- beiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á mið- vikudag. Léttur hádegisverður í safnaðarsal að helgistund lokinni. Opið hús fyrir mæður og börn alla fimmtudaga frá kl. 10 till2. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, sunnu- dag. Samkoma í umsjá unglinga kl. 17. Heimilasamband á mánudag kl. 15. Súpa, brauð og biblíufræðsla kl.. 19 á miðvikudagskvöld. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun, sunnudag kl. 11 í tórkjunni við Eyr- arlandsveg 26. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun, sunnudag. Almenn samkoma sama dag á Sjónarhæð kl. 17. Barnafund- ur kl. 18 mánudag. LIÐLEGA fimm metra hákarl veiddist um fjórar og hálfa sjó- mflu suðaustur af Grímsey í vik- unni. Hákarlinn hafði flækt sporðinn í þorskanetum á 220 faðma dýpi en var dreginn upp Iifandi. Það voru þeir feðgar Henning Jóhannesson og Jóhann- es Henningsson á bátnum Birni EA 221 sem veiddu skepnuna. Að sögn Jóhannesar eru þeir búnir að verka hákarlinn og hlakka til Grímsey að borða hann á næsta þorra. Ungi maðurinn á myndinni heitir Arnar Pálmi Guðmundsson en hann skoðaði hákarlinn í bak og fyrir og spáði mikið í hvers megnug slík skepna er. Morgunblaðið/Kristján Sr. Gunnlaugur Garðarsson spjallar við nemendur. Kristnihátíð barnanna í Glerárkirkju KRISTNIHÁTÍÐ bamanna hefur staðið yfir í Glerárkirkju síðustu daga og hafa böm úr skólum í sókn- inni, Glerárskóla, Giljaskóla og Síðu- skóla komið í heimsókn í kirkjuna og spjallað við sóknarprestinn sr. Gunn- laug Garðarsson um kristnitökuna og kristna trú. Börnin hafa lagt sitt af mörkum en þau hafa útbúið margs konar listaverk sem tengjast efninu og komið fyrir í fordyri kirkjunnar og era til mikillar prýði. Sr. Gunnlaugur sagði að um væri að ræða samstarfs- verkefni kirkju og skóla og hefði það verið einkar ánægjulegt að taka á móti hinum stóra bamahópum, I tengslum við kristnihátíð bam- anna í Glerárkirkju kom Furðuleik- húsið í heimsókn og sýndi leikritið „Frá goðum til Guðs“ við góðar und- irtektir áhorfenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.