Morgunblaðið - 08.04.2000, Side 28

Morgunblaðið - 08.04.2000, Side 28
28 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ Stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna stefnir ríkinu til að greiða tæpar 1.372 milljónir Barátta í nær tvo áratugi _____Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hefur stjórn_ Lífeyrissjóðs sjómanna ákveðið að höfða mál á hendur íslenska ríkinu þar sem krafíst er greiðslu á tæplega 1.372 milljónum króna vegna kostnaðar sem féll á sjóðinn á árunum 1981 til 1994 í kjölfar breytinga Alþingis á lögum um Lífeyrissjóð sjómanna 1981. Steinþór Guðbjartsson kynnti sér málavexti. Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson LÖG UM Lífeyrissjóð togarasjó- manna voru sett á Alþingi 1958 en síðan hafa verið gerðar á þeim nokkrar breytingar. 1962 fengu und- irmenn á farskipum aðild að sjóðn- um og fleiri bættust við 1970 þegar nafninu var breytt í Lífeyrissjóð sjó- manna. Ellilífeyrisréttur miðaðist við 65 ára aldur, en 1974 var gerð sú undantekning að sjóðfélaga, sem hafði stundað sjómennsku í 25 ár eða lengur og þar af að minnsta kosti fimm ár eftir 50 ára aldur, og verið lögskráður á íslenskt skip í a.m.k. 180 daga ár hvert, var heimilt að hefja töku ellilífeyris við 60 ára ald- ur. ,Á sama hátt veitir 20-25 ára starf á sjó rétt til töku ellilífeyris frá 61 árs aldri og 15-20 ára starf til töku hans frá 62 ára aldri. Sé elli- lífeyrir tekinn fyrr en frá 65 ára al- dri, lækkar upphæð hans um 0,3% fyrir hvern mánuð eða brot úr mán- uði, sem vantar á 65 ára aldur, er taka hans hefst,“ sbr. 12. grein laga nr. 49/1974. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í yfirlýsingu ríkisstjórnar íslands við afgreiðslu kjarasamninga Far- manna- og fiskimannasambands Is- lands í desember 1980 er m.a. vikið að lífeyrismálum. ,Auk þess, sem þegar hefur verið ákveðið í lífeyris- málum mun ríkisstjómin í samráði við hagsmunaaðila beita sér fyrir því, að þeir sem sjómennsku stunda verði tryggðir í einum lífeyrissjóði. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því, að viðunandi lausn geti fengist í ið- gjaldagreiðslumálum bátasjómanna. I því skyni verði sett á laggimar nefnd aðila og ríkisvalds er skili áliti fyrir janúarlok n.k. Ríkisstjórnin mun kanna hvort eðlilegt sé, í tengslum við lækkun líf- eyrisaldurs sjómanna í almanna- tryggingum, að sama regla gildi hvað rétt sjómanna varðar í lífeyris- sjóðum, og hvaða kostnaðarauka slíkt myndi hafa í för með sér.“ 0,3% skerðingin afnumin Yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var fylgt eftir 1981 þegar Alþingi breytti fyrmefndri 12. grein á eftirfarandi hátt: „Heimilt er sjóðfélaga, sem stundað hefur sjómennsku í 25 ár eða lengur og verið lögskráður á ís- lenskt skip eigi skemur en í 180 daga að meðaltali á ári, að hefja töku ellilífeyris þegar hann er fullra 60 ára. Heimilt er sjóðfélaga að fresta töku ellilífeyris allt til 75 ára aldurs, og hækkar þá upphæð ellilífeyris vegna réttinda sem áunnin vora fram til 65 ára aldurs um V4% íyrir hvem mánuð sem töku hans er frest- að fram yfir 65 ára aldur." Þáverandi fjármálaráðherra mælti fyrir nefndu framvarpi til laga um Lífeyrissjóð sjómanna og kom m.a. fram í máli hans að það væri flutt vegna yfirlýsingar ríkisstjóm- arinnar vegna kjarasamninga sjó- manna í febrúar 1981 auk þess sem með því væra réttindi sjómanna í Lífeyrissjóði sjómanna og réttindi sjómanna samkvæmt almanna- tryggingalögum samræmd. Fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar Alþingis mælti einróma með samþykkt frumvarpsins og var þvi vísað samhljóða frá neðri deild til efri deildar. Þáverandi fjármálaráðherra mælti einnig fyrir framvarpinu í efri deild. Hann gat þess að það væri flutt í samræmi við loforð þáverandi ríkisstjómar og þeirrar sem sat á ár- unum 1978 til 1979. Ennfremur kom fram hjá honum að framvarpið fæli í sér umtalsverð hlunnindi til sam- ræmis við þau réttindi sem opinberir starfsmenn hefðu fengið með lögum um breytingu á Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins. Framvarpið var samþykkt sam- hljóða frá efri deild og afgreitt sem lög frá Alþingi í maí 1981. 0,3% skerðingin sem var í lögunum frá 1974 var þar með afnumin. í nýjasta fréttabréfi Lífeyrissjóðs sjómanna kemur fram að fyrr- nefndar breytingar vora gerðar án samráðs við stjórn sjóðsins og án út- tektar á fjárhagslegum afleiðingum breytinganna. Guðmundur Ásgeirs- son, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs sjómanna, áréttaði þetta í viðtali við Morgunblaðið 31. mars sl. og bætti við að stjómin hefði reynt að fá málið leiðrétt frá því lögunum var breytt. í þessu sambandi má geta þess að með dómi Hæstaréttar frá 28. maí 1998 í máli sjóðfélaga Lífeyrissjóðs sjómanna gegn Lífeyrissjóði sjó- manna og íslenska ríkinu var skerð- ing ellilífeyrisþega undir 65 ára aldri dæmd ólögmæt þar sem hún hafði farið fram með reglu- gerð um sjóðinn settri á grundvelli laga nr. 94/1994. í kjölfar þessa dóms fengu 108 sjóðfélagar greiddar um 64,5 milljónir í aukinn ellih'feyri og skuldbinding sjóðsins gagnvart þeim jókst um liðlega 78 milljónir. Til að mæta þessum nýja vanda voru sett heildarlög um Lífeyrissjóð sjómanna á ný nr. 45/1999. Sjóðsstjórnin lagði þá til liðlega 13% niðurskurð á öllum lífeyrisréttindum nema barnalífeyri, en lágmark hans er bundið í lögum 129/1997 um skyldutryggingu lífeyr- isréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þingmenn breyttu tillögum sjóðs- stjórnar og lækkuðu skerðinguna í liðlega 11%. Tillögur ráðherra- skipaðrar nefndar í mars 1982 skipaði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra nefnd til að fjalla um lífeyrismál sjómanna, en áður höfðu fulltrúar lífeyrissjóða Sambands almennra lífeyrissjóða, sem höfðu sjómenn innan sinna raða, óskað eftir því við SAL að viðræður hæfust við stjórnvöld um vandann sem skapaðist vegna breytinganna á lögum um Lífeyrissjóð sjómanna. I áliti nefndarinnar í júní sama ár kom fram að við setningu laga nr. 48/1981 um breytingu á lögum um Lífeyris- sjóð sjómanna hefði skapast tvenns konar vandi. „Annars vegar er fjár- mögnunarvandi lífeyrissjóðs sjó- manna, sem þarf nú að greiða lífeyri til sinna félagsmanna allt að 5 áram fyrr en ella, án þess að nokkrar ið- gjaldagreiðslur komi í staðinn. Svo virðist sem löggjafinn hafi ekki bent á neina fjármögnunarleið til að mæta útgjöldum vegna hinnar nýju rétt- indaveitingar." í öðra lagi lá vandinn í mismunun sjómanna, að mati nefndarinnar, þar sem sjómenn væra ekki allir sjóðfélagar Lífeyris- sjóðs sjómanna. Nefndin vitnaði í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar frá desember 1980 þar sem fram kom að hún myndi beita sér fyrir því að sjómenn yrðu tryggðir í einum lífeyrissjóði. Bent var á mögulegar fjármögnunarleiðir og þar kom m.a. fram að ríkisvaldið bæri ábyrgð á kostnaðarauka vegna umræddra laga 1981. „Með tilvísun til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá 6. desember 1980 hefur ríkisstjórn- in, með því að fá sett lög nr. 48/1981, komist að raun um að rétt sé að sama regla gildi fyrir sjómenn í lífeyris- sjóðum og í almannatryggingum, en með því hefur hún tekið á sig ábyrgð á þeim kostnaðarauka sem þetta hef- ur í för með sér. Kostnaðurinn fellur þá á ríkissjóð, sem greiðir hann skv. reikningum viðkomandi lífeyris- sjóðs.“ Skerðingarákvæði vora einnig nefnd í þessu sambandi. „Einfald- asta lausnin er að innleiða aftur skerðingarákvæði hjá lífeyrissjóði sjómanna niður að 60 ára aldri svo og að heimila sömu skerðingará- kvæði fyrir sjómenn hjá SAL-sjóð- unum niður að sama aldri.“ Greiðslur úr gengismunarsjóði í bréfi i ágúst 1982 frá aðstoðar- manni fjármálaráðherra til ríkis- sáttasemjara vegna kjarasamninga Farmanna- og fiskimannasambands íslands var títtnefnd yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar í desember 1980 árétt- uð og sagt að ríkisstjóminni væri ljóst að gera þyrfti sérstakar ráð- stafanir til að lífeyrissjóðirnir gætu staðið við skuldbindingar vegna lækkunar á lífeyrisaldri sjómanna í 60 ár. Fjármálaráðuneytið muni beita sér fyrir lausn málsins í sam- vinnu við sjómenn og útgerðarmenn en í sérstakri bókun kemur fram að yfirlýsinguna beri ekki að skilja sem fjárhagslega skuldbindingu ríkis- sjóðs. Hins vegar kemur fram í greinar- gerð með áliti fulltrúa ASÍ og FFSÍ í nefnd sem fjármálaráðherra skipaði í desember 1982 til að fjalla um líf- eyrismál sjómanna, að fulltrúar ASI og FFSÍ telji að miðað við forsögu málsins beri ríkis- sjóði að taka á sig þessar skuldbinding- ar. I greinargerðinni kemur ennfremm’ fram að vorið 1983 vora greiddar 5 millj. kr. úr gengismunarsjóði til Lífeyris- sjóðs sjómanna, sem fékk um 3,8 milljónir en hlutdeild SAL-sjóðanna sem hafa sjómenn innan sinna véb- anda var um 1,2 millj. kr. í desember 1983 vora greiddar 4 millj. kr. til SAL-sjóðanna og 11 millj. kr. til LS. „Ljóst er að tímabundnar greiðslur úr gengismunarsjóði leysa ekki fjár- hagsvandamál sjóðanna til frambúð- ar,“ segir í greinargerðinni. „Nauð- synlegt er því að setja lög í því skyni að tryggja fjárhagslegt öryggi lí- feyrissjóða sjómanna og að ríkis- sjóður ábyrgist slíkar greiðslur." Breytt til fyrra horfs í fyrrnefndu fréttabréfi kemur fram að með lagabreytingu og setn- ingu reglugerðar um Lífeyríssjóð sjómanna sem tók gildi 1994 hafi reglum um töku lífeyris fyi’ir 65 ára aldur verið breytt og teknar upp svipaðar reglur og giltu fyrir laga- breytinguna 1981. Á umræddu tíma- bili féll kostnaður á sjóðinn vegna lagabreytinganna 1981 og því er rík- inu nú stefnt til greiðslu á þessum kostnaði. Zip kart r . 0MP Felgur Blitz areen cotton Loftsíur Allt fyrir keppnismannmn Breytinga-kitt Spoilerarpú t AiB MOTOR SPORT Tangarhöfði 8 - 12 / Sími 587 5544 www.ag-car.is aukahlutaverslun fyrir alla! Opnum nýja og glæsilega aukahlutaverslun með eitt mesta úrval landsins af aukahlutum fyrir götubíia. Bílasýning laugardag kl. 10 -17. Allir nýjustu rallýbílarnir frumsýndir m.a. verða 2 Ford Escort Cosworth rallýbilar, Toyota Celica, Honda Jordan F1 götubill og Toyota Corolla með tveimur vélum Ótrúlegar bílabreytingar. Keppnis Go-Kart bilar. Skuldbinding sjóðsins vegna eins dómsjókstum liðiega 78 milljónir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.