Morgunblaðið - 08.04.2000, Page 30
30 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
43% styðja
Mori
RÍKISSTJÓRN nýskipaðs for-
sætisráðherra í Japan, Yoshiros
Moris, nýtur stuðnings um 43%
japanskra kjósenda, samkvæmt
nýrri skoðanakönnun. Könnunin
er sú fyrsta sem gerð er í Japan
eftir að Mori tók við embaetti síð-
astliðinn miðvikudag. í hlið-
stæðri könnun sem gerð var í
byijun mars mældist stuðningur
við ríkisstjóm fyrrverandi for-
sætisráðherra Japans, Keizo
Obuchi, um 41%. Japanska
Kyodo-fréttastofan gerði könn-
unina og var úrtakið 1.000
manns.
Handtekin
vegna fóstur-
eyðingar
ÞRÍTUG kona í Afríkuríkinu
Malawi, sem varð bamshafandi í
kjölfar nauðgunar, hefur verið
handtekin vegna þess að hún
gekkst undir fóstureyðingu.
Talsmaður lögreglunnar í Mal-
awi tjáði fréttamanni AFP-
fréttastofunnar í gær að konan
gæti átt yfir höfði sér allt að
fimm ára fangelsi. Lög í landinu
heimila aðeins fóstureyðingu ef
meðganga ógnar lífi móður.
Konunni var nauðgað af tveimur
innbrotsþjófum á heimili henn-
ar. Þeir ganga enn lausir.
Meirihluti
hlynntur
afsögn
Weizmans
MEIRA en helmingur ísraela er
því fylgjandi að forseti landsins,
Ezer Weizman, segi af sér vegna
hneykslismála sem hann er
flæktur í, samkvæmt nýrri
könnun. ísraelska lögreglan hef-
ur lýst því yfir að ekki sé tilefni
til að lögsækja Weizman fyrir að
hafa þegið háar fjárhæðir að gjöf
frá frönskum kaupsýslumanni á
þeim tíma þegar hann sat á
þingi. I könnun sem gerð var á
vegum ísraelska dagblaðsins
Yedioth Ahronoth kváðust 56%
aðspurðra hlynnt því að Weiz-
man segði af sér, 43% vildu að
hann sæti áfram og 1% svaraði
ekki. Úrtakið var 509 manns og
reiknast skekkjumörk vera
4,5%.
„Batseba“ var
með berkla
KONAN sem sat fyrir hjá hol-
lenska málaranum Rembrandt
þegar hann málaði Batsebu hina
fógru var ekki með brjósta-
krabbamein, eins og ýmsir hafa
hingað til talið. Astralskur lækn-
ir á eftirlaunum, Robert Boume,
heldur því nú fram að útvöxtur á
bijóstum fyrirsætunnar hafi
verið afleiðing berkla.
Verkið var málað árið 1654 og
er myndefhið sótt í gamla testa-
mentið. Ýmsir læknar hafa hald-
ið því fram að greinilegt sé að
fyrirsætan hafi verið illa haldin
af brjóstakrabbameini. Boume,
sem ritar grein í nýjasta hefti
New Zealand Joumal of Surg-
ery, heldur því hins vegar frám
að kona gæti ekki lifað með
krabbameinsæxli af því tagi sem
sumir hafa þóst greina á brjóst-
um Batsebu. Talið er að fyrir-
mynd Batsebu hafi verið ást-
kona Rembrandts en vitað er að
hún lést níu ámm eftir að mynd-
in var máluð.
Kosningabaráttan í New York
Hillary yfir
í skoðana-
könnunum
New York. AFP, The Daily Telegraph.
HILLARY CLINTON, forsetafrú
Bandaríkjanna, sem er í framboði til
setu í öldungadeild Bandaríkjaþings
fyrir New York-ríki, mælist nú með
meira fylgi en aðalkeppinautur
hennar, Rudolph Guiliani borgar-
stjóri. Samkvæmt nýrri skoðana-
könnun sem birt var á miðvikudag
nýtur Hillary nú fýlgis 49% kjósenda
í sambandsríkinu en Guiliani 41%.
Talið er að niðrandi ummæli Giuli-
anis um Patrick M. Dorismond, sem
óeinkennisklæddur lögreglumaður
skaut til bana fyrir skömmu þótt
maðurinn væri óvopnaður, hafi
dregið úr vinsældum hans. Mál
blökkumannsins Amadou Diallo,
sem einnig var óvopnaður, hefur ýtt
undir ásakanir um að lögreglulið
borgarinnar sé haldið kynþáttafor-
dómum, að sögn The New York Tim-
es. Nokkrir lögreglumenn skutu
hann og báru við að þeir hefðu haldið
að maðurinn væri að seilast í
skammbyssu í jakkavasa sínum. Við-
brögð Giulianis, sem tók upp hansk-
ann fyrir lögreglumennina, mæltust
illa fyrir hjá blökkumönnum og fleiri
minnihlutahópum.
í byrjun mars mældist fylgi Hill-
ary í hliðstæðri könnun vera 41% en
Guiliani naut þá fylgis 48% kjósenda.
Hillary nýtur mun meira fylgis en
Guiliani í New York-borg en þar hef-
ur forsetafrúin nær þrefalt fylgi á
við keppinautinn. Borgarstjórinn er
hins vegar vinsælli utan borgar-
markanna meðal kjósenda í norður-
hluta ríkisins en þar er munurinn
samt orðinn afar lítill.
Talið er að hækkandi tíðni morða í
New York geti tryggt Hillary sigur-
inn. Morðtíðni í borginni hefur vaxið
um 12% á fyrsta fjórðungi þessa árs.
Guiliani hefur hingað til notið vin-
sælda meðal íbúa rOdsins vegna
áherslu sinnar á aukna og hertari
löggæslu. Á valdatíma hans hefur
morðtíðnin lækkað um allt að 50%.
Talsmaður borgarstjórans benti í
gær á að aukningin á fyrsta ársfjórð-
ungi þessa árs hefði öll átt sér stað í
einu hverfi, Bronx en í könnunum
segist nú aðeins um helmingur kjós-
enda hafa trú á því að stefna Giuliani
í afbrotamálum sé rétt. Meirihlutinn
telur auk þess að stefna hans hafi ýtt
undir lögregluofbeldi.
Hillary hefur m.a. haldið því fram
í kosningabaráttunni að aukið ör-
yggi á götum úti í New York hafi
verið dýrkeypt og að harka lög-
reglunnar ætti eftir að hafa nei-
kvæðar aukaverkanir. Tölur sýna
hins vegar að ofbeldisglæpum hefur
fækkað mikið í borginni undanfarin
ár eins og í mörgum stórborgum
vestanhafs.
Reuters
Hillary Clinton sést hér tilkynna framboð sitt til setu í öldungadeild
Bandaríkjaþings í febrúar síðastliðnum.
„Blóðugi sunnudagurinn“ 1972
Var McGuinness
fyrstur til að skjóta?
Kapphlaupið um kortlagningu
genamengis mannsins
Craig Venter
lýsir yfir „sigri44
Ixiqdonderry. The Daily Telegraph.
NYJAR vísbendingar hafa komið
fram sem benda til þess að Martin
McGuinness, einn af helstu leiðtog-
um Sinn Fein á Norður-Irlandi, hafi
komið af stað blóðbaðinu í London-
derry 1972 sem nefnt hefúr verið
„Blóðugi sunnudagurinn". 14 manns
féllu þá í átökum óbreyttra borgara
og breskra hermanna.
Málið hefur oft verið notað í áróðri
Irska lýðveldishersins, IRA, sem
sönnun þess að breska herliðið á
Norður-Irlandi hafi ekki hikað við að
myrða óbreytta borgara. Sinn Fein
er stjómmálaarmur IRA og fylla
hann harðlínumenn úr röðum þeira
kaþólikka sem krefjast þess að Norð-
ur-írland verði sameinað írlandi.
Liðlega helmingur íbúa héraðsins er
mótmælendatrúar og vill áfram sam-
band við Bretland.
Skýrslan er hluti af gögnum sem
liðsmenn svonefndrar Saville-rann-
sóknar á atburðunum 1972, er nú
stendur yfir, hafa safnað. McGuinn-
ess hefur fordæmt skýrsluna um þátt
hans sjálfs sem byggist á upplýsing-
um frá bresku leyniþjónustunni og
segir hann að hún sé „hræðilegt
bull“. Þar er sagt frá yfirheyrslu yfir
uppljóstrara innan raða IRÁ, er gekk
undir dulnefninu Infliction (refsing).
„Martin McGuinness viðurkenndi í
samtali við Infliction að hann hefði
sjálfur verið fyrstur til að skjóta (úr
Thompson-vélbyssu) úr Rossvill-
íbúðunum í Bogside en skothríðin var
undanfari „Blóðuga sunnudags“-
málsins", segir í skýrslunni.
Leiðtogar Sinn Fein vísa ávallt á
bug að þeir gegni hlutverkum í IRA
en andstæðingar þeirra em á öðra
máli, segja að McGuinness sé í reynd
einnig meðal ráðamanna hryðju-
verkasamtakanna. Fram hefur kom-
ið að 1972 var hann í sendinefnd IRA
er fór með Gerry Adams, leiðtoga
Sinn Fein, til viðræðna við þáverandi
Reuters
Martin McGuinness, einn af leið-
togum Sinn Fein á Norður-ír-
landi, er nú sagður hafa átt þátt
í að koma af stað mannvígum
„Blóðuga sunnudagsins“ 1972.
innanríkisráðherra Breta, William
Whitelaw, í London.
Sinn Fein sagði í yfirlýsingu að
McGuinness myndi „fagna tækifæri"
til að bera vitni um atburðina í Bogs-
ide-hverfinu í Londonderry. Á hinn
bóginn segja talsmenn rannsóknar-
innar að hann hafi í engu svarað
mörgum tilmælum þeirra um að bera
vitni. Fari svo að hann mæti á fund
með rannsóknarmönnum myndi
McGuinness í fyrsta sinn verða yfir-
heyrður um þátt sinn í starfi IRÁ og
gætu þá fengist miklar upplýsingar
um hryðjuverk IRA síðustu þrjá ára-
tugina.
McGuinness er nánasti samstarfs-
maður Gerrys Adams og var um hríð
ráðherra kennslumála í samsteypu-
stjóm héraðsins. Hún var leyst frá
störfum nýlega vegna ágreinings um
afhendingu vopna IRA.
í opinberu rannsókninni á blóð-
baðinu í Bogside er reynt að grafast
fyrir um orsakir þess að til svo mann-
skæðra átaka kom. Hermennimir
hafa varið sig með því að skotið hafi
verið á þá og þeir goldið í sömu mynt.
Berlín. Morgunblaðið.
BANDARÍSKA líftæknifyrirtækið
Celera Genomies hefur að sögn
forstjóra þess og stofnanda, Craig
Venter, lokið kortlagningu um 99%
alls genamengis mannsins. Ollu
þessi tíðindi um 80% hækkun
hlutabréfaverðs í Celera á fimmtu-
dag og í viðskiptum í kauphöllinni
á Wall Street héldu í gær hlutabréf
í mörgum líftæknifyrirtækjum
áfram að hækka þrátt fyrir þá
verðlækkun sem orðið hefur að
undanförnu á bréfum í hátæknifyr-
irtækjum á Nasdaq-listanum.
Með tilkynningu Venters um
árangur Celera lauk í raun kapp-
hlaupi um að ljúka kortlagningu
erfðamengis mannsins, sem hófst
fyrir alvöru þegar Celera hóf í
september í fyrra að nota ofurtölv-
ur og sérþróaðan vélabúnað til
verksins. Samkeppnin stóð aðal-
lega á milli Celera og Human Gen-
ome Project (Hugo), sem er verk-
efni sem alþjóðlegur hópur vísinda-
manna kemur að og nýtur rausn-
arlegs fjárstuðnings frá stjóm-
völdum í Bandaríkjunum og fleiri
löndum. Byrjað var að vinna að
kortlagningu genamengisins þegar
Human Genome Project var hleypt
af stokkunum fyrir tíu ámm.
Næst á dagskrá Celera er nú að
raða öllum hinum u.þ.b. 100.000
genum mannsins í rétta röð og
skilgreina hlutverk hvers og eins
þeirra.
Fyrirtækið hyggst í komandi
rannsóknum ennfremur einbeita
sér að því að safna upplýsingum
um erfðafræðileg afbrigði. Þá
stendur einnig til að kortleggja
genamengi músa, sem þykir mikil-
vægt þar sem mýs em mikið notað-
ar til læknisfræðilegra tilrauna í
því augnamiði að þróa lyf og lækn-
ingaaðferðir við sjúkdómum í
mönnum.
Göran Persson forsætisráðherra
EMU örugg höfn
fyrir Svía
GÖRAN Persson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, segir að Svíar þurfi á aðild
að Efnahags- og myntbandalagi
Evrópu (EMU) að halda til að girða
fyrir áföll þegar hægir á vexti
sænsks efnahagslífs. „Fyrr eða síðar
mun hagsveiflan hníga,“ sagði Pers-
son í viðtali við fréttamann AFP-
fréttastofunnar. ,Á slíkri stundu er
hættulegt fyrir lítið hagkerfi að
standa eitt síns liðs. Það er megin-
ástæða þess að við viljum leita skjóls
í öruggri höfn, ef svo má segja.“
í síðasta mánuði ákvað yfirstjóm
sænska Jafnaðarmannaflokksins að
beita sér fyrir aðild landsins að
EMU þótt skiptar skoðanir séu um
málið innan ríkisstjórnarinnar.