Morgunblaðið - 08.04.2000, Qupperneq 34
34 I.AUGAUDAOÚR 8. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Spurning um að
velj a og hafna
Þegar flestir vinir Hildar Elínar Ólafs-
dóttur hófu menntaskólanám hleypti hún
heimdraganum og hélt til Hollands, þar sem
hún stundaði dansnám í Konunglega lista-
háskólanum í Haag í þrjú ár. Margrét
Sveinbjörnsdóttir hitti stúlkuna, sem er
nýorðin tvítug og er komin á samning
hjá Rínaróperunni í Þýskalandi.
, Morgunblaðið/Ásdís
Hildur Elín Olafsdóttir bregður á leik fyrir ljósrayndarann.
„SAMKEPPNIN er rosaleg. Við
vorum yfir 100 stelpur sem fórum í
inntökuprófið - en ekki nema tvær
sem fengum vinnu,“ segir Hildur El-
ín Ólafsdóttir, sem hefur dansað við
Rínaróperuna í Diisseldorf og Duis-
burg frá þvi í ágúst síðastliðnum og
hefur þar samning út næsta starfsár.
„Fyrst var ég með svokallaðan
byrjendasamning en svo var ég svo
heppin að það vantaði fólk í ákveðin
hlutverk, þannig að ég fékk mjög
mikið að gera strax á fyrstu vikun-
um. Mér var bókstaflega hent inn á
sviðið í sýningu sem ég hafði aldrei
séð áður. Þannig að ég fékk heilmik-
ið að gera og betri samning í kjöl-
farið. Ég var mjög heppin,“ segir
Hildur, sem er ákveðin í að standa
sig og sýna að hún sé traustsins
verð.
Var „sett“ í danstíma
Hún steig sín fyrstu spor í ball-
ettnum þegar hún var sex ára gömul.
Þá byrjaði hún í danstímum hjá Guð-
björgu Björgvinsdóttur. „Foreldrar
mínir „settu“ mig í danstíma eins og
það er kallað. Eiginlega hafði ég
ekkert gífurlegan áhuga í upphafi en
var þó alls ekki þvinguð," segir Hild-
ur og hlær við tilhugsunina um að
það hafi verið foreldrar hennar sem
ýttu henni af stað út á dansbrautina.
„Mamma og pabbi hafa verið í sam-
kvæmisdönsum og eru mikið dans-
áhugafólk og við systurnar byrjuð-
um saman í ballett. Seinna fann hún
sér önnur áhugamál en ég hélt
áfram."
Þegar Hildur var 13 ára var hún
búin að ákveða að halda áfram frek-
ara dansnámi. Hún vissi af öðrum ís-
lenskum stúlkum sem höfðu farið í
skóla erlendis. „Þá kviknaði hug-
myndin um hvort ég ætti að gera það
líka. Mér fannst svo gaman að dansa
að ég gat ekki hugsað mér að hætta.
Svo þegar kom að menntaskóla gerði
ég mér grein fyrir að ég gæti ekki
stundað dansinn eins og mig langaði
■til. A þessum tíma var Tom Bosma
gestakennari í Listdansskóla ís-
lands en hann var líka kennari í Kon-
unglega listaháskólanum í Haag.
Hann hvatti mig til að fara út og taka
inntökupróf og líka kennararnir
mínir heima. Flestir vinir mínir fóru
í MR og eru að ljúka stúdentsprófi
núna í vor en hjá mér var þetta
spurning um að velja og hafna. Ég
gæti alltaf farið í bóknám seinna.
Akvörðunin var dálítið erfið en samt
frekar skýr, vegna þess að mig lang-
aði virkilega til að gera þetta. Eg
ákvað að láta bóknámið bíða og
freista þess að komast út til frekara
dansnáms. Ég ákvað líka að ef ég
kæmist ekki inn í góðan skóla, myndi
ég frekar vilja einbeita mér að ein-
hverju öðru,“ segir Hildur.
Skemmst er frá því að segja að
veturinn sem hún var í 10. bekk brá
hún sér út til Hollands, tók inntöku-
prófið og fékk skólavist í Konung-
lega listaháskólanum í Haag, þar
sem hún hóf nám haustið 1996 og
lauk því sl. vor með HBO-gráðu í
listdansi. Hún varð ekki fyrir von-
brigðum með vistina þar. „Þetta er
mjög strangur skóli og sá besti í
Hollandi fyrir klassískan ballett,"
segir hún og ber kennurunum vel
söguna.
Fjórir Þjóðverjar í
hópi 55 dansara
Hún bjó hjá hollenskri fjölskyldu
og lagði stund á hollensku í kvöld-
skóla meðfram dansnáminu. Þegar
hún fékk starfið hjá Rínaróperunni
flutti hún til Dússeldorf, þar sem
hún býr í fyrsta sinn ein í íbúð. Hún
segir ekki mikið fara íyrir þýsku-
námi, þar sem af 55 dansara hópi séu
ekki nema fjórir Þjóðverjar. Sam-
skiptamálið í vinnunni sé því enska
en þó segist hún vera farin að skilja
þýskuna ágætlega.
Við Rínaróperuna er dansflokkur,
óperuhópur og hljómsveit og er sýnt
í tveimur húsum, í Dússeldorf og í
Duisburg, sem er um 30 km frá Dús-
seldorf. „Það eru sett upp níu mis-
munandi verk á hveiju leikári og á
þessu hálfa ári sem ég hef verið
þarna erum við þegar búin að
frumsýna sjö. Óperuhúsið í Dússel-
dorf tekur um tólfhundruð manns í
sæti og þar er nánast alltaf uppselt.
Listdansstjórinn heitir Youri Vámos
og hann er líka aðaldanshöfundur
flokksins," segir Hildur. Frá því hún
hóf störf við Rínaróperuna hefur
hún dansað í Carmina Burana, Róm-
eó og Júlíu, Draumi á Jónsmessu-
nótt, Hnotubrjótnum, Þyrnirósu -
Síðustu keisaradótturinni, Óþelló og
U(h)r Instinkt. Á næstunni mun hún
ennfremur taka þátt í söngleiknum
My Fair Lady í Dússeldorf, þar sem
hún kemur til með að „syngja eitt-
hvað smá“ eins og hún orðar það
sjálf.
Fólk vill sjá meira
af nútímadansi
Hildur gerir ráð fyrir að vera í
Þýskalandi næsta árið að minnsta
kosti. „Svo sé ég bara til. Ég væri til
í að spreyta mig meira á nútíma-
dansi í framtíðinni," segir hún. „Ég
fékk mjög stranga klassíska þjálfun í
skólanum í Haag, en þar voru líka
mjög góðir „modern“-tímar og kenn-
arar sem vöktu áhuga minn enn
frekar í átt að nútímadansi. Skólinn
er í samvinnu við Nederlands Dans
Theater, sem er eitt stærsta og
besta nútímadansleikhús í Evrópu,
við lærðum efnisskrána þaðan og
fengum kennara þaðan. Það eru eig-
inlega engir flokkar lengur sem eru
bara með klassískan ballett. Fólk vill
líka sjá meira af nútímadansi núna.
Hann er mjög skapandi og honum
eru engin takmörk sett - það er
endalaust hægt að bæta einhveiju
nýju inn í hann. Vinnan sem ég er í
núna við Rínaróperuna er í rauninni
frekar klassísk, þó að nútímadansinn
fljóti með. Ég fæ að dansa þessa sí-
gildu balletta, eins og Þyrnirósu og
Hnotubrjótinn, og mér finnst það
mjög gott tækifæri," segir Hildur.
Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að
koma heim og dansa með Islenska
dansflokknum vill hún ekki útiloka
neitt. Hún sá á dögunum uppsetn-
ingu Jochens Ulrich á Goðsögnun-
um. „Sú sýning kom mér skemmti-
lega á óvart. Ég hef ekki séð sýningu
hjá dansflokknum síðan ég flutti út
fyrir fjórum árum og hann hefur
breyst mjög mikið síðan. Þau eru að
gera góða hluti og ég væri alveg til í
að dansa með þeim einhvern tíma.“
Kaflaskil fremur en endalok
Nú er það staðreynd að starfsfer-
ill dansara er stuttur, a.m.k. miðað
við aðrar starfsstéttir. Hvernig
skyldi sú framtíðarsýn hugnast Hildi
nú í upphafi ferilsins? „Maður veit
það frá upphafi að dansferillinn er
stuttur og þess vegna er um að gera
að gera sitt besta, njóta þess og ná
sem mestum árangri sem fýrst. Þó
að það sé frekar sorglegt hefur það
líka jákvæðar hliðar, því þá er líka
hægt að gera eitthvað annað í lífinu.
Ég vil gera þetta meðan ég er ung,
en um leið og ég fer að finna að ég
get ekki gert hluti jafnvel og áður
held ég að ég muni frekar vilja hætta
og fara að læra eitthvað annað,“ seg-
ir Hildur og kveðst munu líta á lok
dansferilsins, þegar þar að kemur,
sem kaflaskil í lífinu fremur en enda-
lok. „Sem stendur líður mér mjög vel
í starfínu sem ég er í - þetta er það
sem mig dreymdi um og ég er mjög
heppin að fá þetta tækifæri núna,“
segir hún.
Hvað er að
vera maður?
KVIKMYNDIR
S a ni h T ó i ii
FLAWLESS ★★
Leikstjóm og handrit: Joel
Schumacher. Aðalhlutverk: Robert
De Niro, Philip Seyraour Hoffman,
Daphne Rubin-Vega, Skipp Sudd-
uth og Barry Miller. MGM 1999.
WALT Koontz er öryggisvörður á
eftirlaunum með glæstan feril að
baki. Hann er þó ekki sérlega opinn
maður, og leiðist mjög dragdrottn-
ingin Rusty, sem býr í sama húsi og
hann, auk skarkalans og píku-
skrækjanna sem vinkonum hennar
fylgja. Þegar hann fær hjartaáfall og
lamast að hluta, leitar hann til Rusty
með söngtíma í huga sem gætu
hjálpað honum með talað mál.
Það eru stórleikararnir Robert De
Niro og Philip Seymour Hoffman
sem leika aðalhlutverkin. De Niro
þekkja allir og Hoffman er sérlega
sterkur leikari sem sannar sig betur
með hverju hlutverki sem hann tek-
ur sér fyrir hendur.
Þeir félagar standa sig ágætlega í
þessari kvikmynd, sem reyndar býð-
ur ekki upp á mikið, þar sem pers-
ónur þeirra eru alltof klisjukenndar
og grunnar. Mér finnst of mikil
áhersla lögð á hetjuskap Walts og
því eru ekki gerð nógu skýr skil að
Rusty er kona í karlmannslíkama.
Þama er hins vegar efni í mjög
sterkt drama og miklar tilfinningar.
Svo er píanóið hennar Rusty ramm-
falskt og það finnst mér ekki auka á
trúverðugleikann. De Niro minnir
stundum óneitanlega á persónuna
sem hann lék í rnyndipni Awaken-
ings og Hoffman er eitt handapot,
þótt heildarkarakterinn sé vel skap-
aður hjá þeim báðum.
Af einhveijum furðulegum ástæð-
um hefur Schumacher smeygt
glæpasögu inn í þetta annars mann-
lega drama. Hún þjónar lengst af
engum tilgangi í sögunni og er bara
pirrandi útúrdúr. Hvernig hún gerir
það síðan að lokum er hins vegar fyr-
irsjáanlegt frá upphafi.
Myndin hefði orðið mun áhuga-
verðari og Sehumacher hefði neyðst
til að dýpka persónurnar ef öll mynd-
in, og ekki síst hápunktur hennar,
hefði snúist um mannleg átök.
Það er samt einn punktur sem
kemst ágætlega til skila, og það er
spumingin: Hvað er að vera maður?
Hvor er meiri maður, öryggishetj-
an eða dragdrottningin? Og það er
skemmtilega gert að þessir tveir
menn, sem allir, þ.á m. þeir sjálfir,
álíta gjörólíka, eiga svo margt sam-
eiginlegt að tilfinningalega eru þeir
næstum sama manneskjan. Þeir eru
hégómagjamir og sterkir, en em
báðir sviknir í ástum og láta ganga
yfir sig, þeir em einmana og þeir em
hræddir. Þetta finnst mér skemmti-
leg hugmynd, sem hefði mátt vinna
betur með í mannlegu átökunum sem
vantar.
Sum atriðanna era samt býsna
góð. Bæði sterk og oft fyndin og sæt,
en... mikið hefði nú samt verið gam-
an að sjá þessa sterku gæja takast á
við hlutverk og sögu sem þeir hefðu
skilað frá sér með skínandi glans.
Hildur Loftsdóttir
N^jar bækur
• ÆTTJARÐARLJÓÐ á
atómöld er heiti nýrrar hljóð-
bókar þar sem Matthías
Johannessen flytur fmmort
Ijóð.
Hljóðbókin hefur að geyma
safn nýn-a ljóða úr sam-
nefndri bók sem út kom á
liðnu hausti ásamt ljóðum úr
þremur eldri bókum skálds-
ins, en
þær eru
Borgin
hló, Jörð
úr ægi
og Hólm-
göngu-
Ijóð.
Hljóð-
bókin er
bæði gef-
in út á
geisla-
diski og
snældu.
í
kynningu
segir: „I
yngri jafnt sem eldri ljóðum
Matthíasar er stíll hans
myndrænn og líkingarnar
beinskeyttar. Hér er á ferð
áleitinn og djúphugull skáld-
skapur sem býr yfir mikilli
fegurð en á um leið brýnt er-
indi við samtímann og flutn-
ingur skáldsins á ljóðum sín-
um eykur enn áhrifamátt
þeirra.“
Utgefandi er Vaka-
HelgafeU. Verð: 2.490 kr.
M-2000
nlr ^ írl Lnfllt
Laugardagur 8. apríl
Myndlistarsvning ■
Gallerí i8.
Catherine Yass.
Nýlegt verk sem vak- * ið hefur
mikla athygli er sería af átta ljósa-
kössum með myndum af baðhúsi í
Baden-Baden. Sýningin er ein af
þeim sem eru sameiginlega á dag-
skrá Gallerí i8 og Menningarborg-
arinnar. Hún stendur til 7. maí.
www.i8.is.
Mokka kaffi
Grænlenskir túpilakar.
í tengslum við Grænlenska daga
opnar á Mokkakaffi sýningin Túp-
ilakar. Sýningin stendur til 8. maí.
www.nordice.is.
Fræðasetrið, Garðvegi 1, Sand-
gerði kl. 15
Ævaforn húsagerð á Reykja-
nesi.
Mannlíf við opið haf er yfirskrift
dagskrár sem Fræðasetrið í Sand-
gerði gengst fyrir.
Að þessu sinni flytur Þorvaldur
Friðriksson fyrirlestur um
keltneska húsagerð og fornminjar
undir yfirskriftinni Ævaforn húsa-
gerð á Reykjanesi, hvað segir hún
okkur um uppruna íslendinga?
Dagskráin er hluti af samvinnu-
verkefni Menningarborgar og
sveitarfélaga.
www.sandgerdi.is.
íslenska óperan kl. 14.
Sæbúar - söngleikur
Söngleikurinn Sæbúar er saminn
af Ólafi B. Ólafssyni fyi’ir nemend-
ur í Öskjuhlíðarskóla. Leikstjóri er
Pétur Eggerz og hönnun búninga
annaðist Katrín Þorvaldsdóttir.
Miðasala er í Öskjuhlíðarskóla
og við innganginn í íslensku óper-
unni.
Gallerí Sævars Karls
Norrænar myndskreytingar.
Norrænir myndskreytarar frá
öllum Norðurlandaþjóðunum
kynna afrakstur sinn í Galleríi
Sævars Karls. Sýningin stendur til
14. apríl.
Kringlan, kl. 12.
í kynningum sem Menningar-
borgin stendur fyrir í Kringlunni á
laugardögum fáum við að kynnast
kunnasta dægurlagasöngvara
Grænlands, Rasmus Lyberth.
www.nordice.is.
Dagskrárnar Menningarborgar-
árinu.
www.reykj avik2000.is.
I
;