Morgunblaðið - 08.04.2000, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 35
LISTIR
Finnur Bjarnason gestur á lokatónleikumTríós Reykjavrkur og Hafnarborgar á þessum vetri
Söngur, selló og
slagharpa
Morgunblaðið/Jim Smart
Tríó Reykjavíkur, Peter Máté, Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvar-
an, ásamt gesti sínum, Finni Bjarnasyni tenórsöngvara.
SÍÐUSTU tónleikar vetrarins í tón-
leikaröð Tríós Reykjavíkur og Hafn-
arborgar verða annað kvöld kl. 20. Á
efnisskrá kennir margi'a grasa en
sérstakur gestur tríósins verður
Finnur Bjamason tenórsöngvari.
Tónleikarnir leggjast vel í Finn.
„Það er heiður að fá að syngja með
Tríói Reylqavíkur og feta þar með í
fótspor margra góðra söngvara. Það
hefur verið mjög gaman að æfa með
þessu góða tónlistarfólki og ég hlakka
til tónleikanna.“
Hann segir það með því skemmti-
legra sem hann gerir að syngja með
kammerhópum en því miður gefist
ekki til þess nægur tími. „Ég tók
þessu tækifæri því opnum örmum og
þess má geta að ég fæ annað tækifæri
á kammertónlistarhátíðinni á Kirkju-
bæjarklaustri í sumar. Annars eru
þetta yfirleitt öfgamar í báðar áttir,
annaðhvort heil hljómsveit eða bara
píanó.“
Finnur byrjar á því að syngja tvö
lög úr ljóðaflokki eftir Haydn og önn-
ur tvö úr ljóðaflokki eftir Beethoven.
„Það era engin ósköp til af tónbók-
menntum fyrir rödd og þessa sam-
setningu á hljóðfæram en meðal þess
besta era breskar þjóðlagaútsetning-
ar eftir Beethoven og Haydn. Ég hef
aldrei heyrt þetta á tónleikum og
hygg að þetta sé mjög sjaldan flutt,"
segir Finnur.
Næst syngur hann Þrjá rökkur-
söngva eftir John Speight. „Þetta
ágæta tónskáld okkar var söngkenn-
ari minn og þegar ég hélt burtfarar-
tónleika í Islensku óperunni á sínum
tíma skrifaði hann þetta fyrh- mig. Ég
valdi þrjú ljóð eftir eitt af mínum upp-
áhaldsskáldum, Snorra Hjartarson,
og John tónsetti þau fyrir rödd, píanó
og selló. Þessi fallegu lög hafa ekki
verið flutt síðan en pössuðu vel inn í
efnisskrána nú.“
Loks syngur Finnur nokkur af ást-
sælustu sönglögum Griegs, svona „til
að hygla þessum ágæta frænda okk-
ar“. Hann hefur ekki sungið mikið
eftir Grieg en hlakkar til að glíma við
tónskáldið. „Það era þarna perlur
innan um, eins og Váren og Jeg elsker
dig. Tilvalið efni til að fagna vorinu."
Lög fyrir selló og pianó
Á efnisskrá era einnig nokkur
þekkt lög fyrir selló og píanó sem
Gunnar Kvaran sellóleikari tríósins
segir hafa verið valin með hliðsjón af
sönglögunum. Þar á meðal er Svanur-
inn eftir Saint Saéns. „Svanurinn er
hluti af stærra verki, Hátíð dýranna,
sem samið var fyrir tvö píanó og
hljómsveit. Þegar Saint Saéns lést
var farið að glugga í hans pappíra og
kom þá í ljós að þetta verk hafði hann
samið til að gera góðlátlegt grín að
vinum sínum. Þama era fílar, asnar
og hvaðeina en svanurinn var sjálfs-
mynd tónskáldsins. Hann kemur því
vel út úr þessu," segir Gunnar hlæj-
andi.
Gabriel Fauré samdi mikið fyrir
selló og píanó og á tónleikunum verð-
ur leikið hans frægasta verk fyrir
þessa hljóðfæraskipan, Elegie.
Á efnisskrá er einnig Rondo eftir
Luigi Boccherini. „Hann var geysi-
lega frægur sellóleikari á sinni tíð,
átjándu öld, og samdi mikið af verk-
um fyrir selló, meðal annars tíu kon-
serta, og hafði líka mikla þýðingu
fyrir þróun hljóðfærisins. Rondo er
útsetning á síðasta kaflanum úr
þekktasta strengjakvintett sem
Boccherini samdi fyrir tvær fiðlur,
víólu og tvö selló. Þess má raunar
geta að hann varð fyrstur í sögunni til
að semja kvintett þar sem í voru tvö
selió.“
Þá verður leikið eitt af vinsælustu
lögum Sergeijs Rakhmanínovs,
Vocalise. „Þetta er ein af perlum
Rakhmanínovs og er bæði til fyrir
fiðlu og píanó og selló og píanó. Báðar
útsetningar era mjög fallegar. Þekkt-
ust er Vocalisan þó sennilega í útsetn-
ingu Stokovskíjs fyrir rödd og
strengjasveit."
W.H. Squire á líka verk á efnis-
skránni, Tai'antelle. „Squire var mjög
þekktur sellóleikari í Bretlandi á síð-
ari hluta mtjándu aldar og samdi mik-
ið af smálögum fyrir selló og þetta er
eitt af þeim þekktustu," segir Gunn-
ar.
Peter Máté, píanóleikari tríósins,
mun síðan flytja verkið Sonata per
pianoforte eftir John Speight. „Þetta
er verk í ijóram köflum sem samið
var að minni beiðni fyrir tveimur ár-
um og framflutt í febrúar síðastliðn-
um í Salnum. Sónatan er í gömlu
formi en með nýstárlegum hætti, eins
og tónskáldið segir sjálft," segir Peter
og bætir við að það sé mikilvægt bæði
fyrir flytjanda og höfund að verkið sé
flutt aftur svo skömmu eftir fram-
flutning. „Það hjálpar manni að kynn-
ast verkinu betur.“
Njrjar bækur
• ÓTROÐNAR slóðir - Leiðbein-
ingar um þróunarstarf er eftir Guð-
rúnu Kristinsdóttur dósent við
Kennaraháskólann. Þetta er hand-
bók fyrir kennara þar sem leiðbeint
er um þróunarstarf og getur hún
einnig nýst skyldum starfsstéttum,
segir í fréttatilkynningu.
Þróunarstarf fer víða fram í skól-
um enda hefur mönnum lengi verið
Ijós þörfin á símenntun og breyting-
um í skólastarfi. Á síðari áram hefur
einstaklingum, kennarahópum og
skólum fjölgað sem vinna að þróun-
arverkefnum.
í ritinu er leiðbeint um hvemig
fylgja má eftir hugmynd að breyt-
ingum, gera vinnuáætlun, standa að
framkvæmd verkefna, leggja á þau
mat, gera skýrslu og miðla reynslu
af nýbreytnistarfinu til annarra.
Guðrún Kristinsdóttir er dósent
við Kennaraháskóla Islands. Hún
hefur víðtæka reynslu af ráðgjöf við
einstaklinga, stofnanir og stjórnend-
ur og hefur m.a. haft með höndum
ráðgjöf við þróunarstarf á vegum
endurmenntunardeildar Kennara-
háskóla íslands.
Útgefandi er Rannsóknarstofnun
Kennaraháskóla íslands. Ritið er33
bls.
• HEIMSPEKI og börn er eftir
bandaríska heimspekinginn Gareth
B. Matthews í þýðingu Skúla Páls-
sonar.
Bókin er ætluð foreldrum, kenn-
uram og öðram sem vinna með börn-
um og lýsir höfundurinn heimspeki-
legum samtölum við þau.
Fyrst er lýst hæfileika barna til að
undrast, en hann er undirrót vís-
indalegrar hugsunar. Höfundurinn
sýnir hvemig leikgleði barna getur
komið fram í heimspekilegri sam-
ræðu, hvemig þau hafa yndi af tví-
ræðni, þversögnum og afstæðum
hugtökum. Sérstakur kafli er helg-
aður Piaget, þeim sálfræðingi sem
einna mest áhrif hefur haft á hug-
myndir fræðimana og uppeldisstétta
um vitsmunalegan þroska barna og
setur Matthews fram ákveðna gagn-
rýni á Piaget, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Gareth Matthews er bandarískur
prófessor í heimspeki sem hefur sér-
stakan áhuga á heimspekilegri hugs-
un barna. Hann hefur fjallað um
barnabækur í tímaritið Thinking og
hefur að auki skrifað tvær bækur
um svipað efni, Samræður við börn
og Heimspeki bemskunnar.
Útgefandi erSóleyehf. Bókin er
134 bls. IÐNÚ sér um dreifingu.
Af hverju ekta
fjórhjóladrifsjeppa?
Jimny er ódýrasti alvöru jeppinn á
markaðnum og eins og aðrir jeppar
frá SUZUKI er hann grindarbyggður
og með hátt og lágt drif. Grindarbygg-
ing Jimny gefur honum ótvíræða kosti
umfram jepplinga með sídrifi, dregur
t.d. úr veghljóði og gerir það mjög
einfalt að hækka hann upp.
Með Jimny færð þú ekta jeppa á
verði smábíls.Auk þess er rekstrar-
kostnaðurinn líka eins og á fólksbíl,
hann eyðir litlu, tryggingar eru ódýrar
og bifreiðaskattur lágur miðað við
aðra alvöru jeppa. Þetta telur allt.
Jimny - ekta jeppi
TEGUND: VERÐ
Jimny JLX 1.3 1.459.000 KR.
Sjálfskipting 130.000 KR.
SUZUKIBILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is
Ólafur J. Kolbeins
Sölufulltrúi
IRJLL sn
iní
jtil
Éjju
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson,
Grænukinn 20, simi 555 15 50. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. Isafjörður: Bilagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95.
Keflavfk: BG bllakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrlsmýri 5, simi 482 37 00.