Morgunblaðið - 08.04.2000, Side 40

Morgunblaðið - 08.04.2000, Side 40
40 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 41 Vísindavefur Háskóla íslands Hvað er vitað um hraða sjónskynjunar? MORGUNBLAÐIÐ www.opinnhaskoli2000.hi.is VISINDI Svör Vísindavefsins snerta á margan hátt það sem efst er á baugi í samfélaginu á hverjum tíma. Til dæmis barst vefnum í þessari viku svar eðlisfræð- ings við spurningu um áhrif frá raftækjum eins og farsímum eða örbylgjuofnum á fólk. Annar eðlisfræðingur svarar spurningunni um beislun kjarna- samrunans sem hefur lengi verið á dagskrá í orkumál- um jarðarbúa. Læknir svarar spurningu um blóðflokka manna og hvernig þeir hafi orðið til. Næringarfræðingur gerir grein fyrir áhrifum mismunandi fæðutegunda á húðsjúkdóminn sóra (psoriasis). Þá fræðumst við um Iff í geimnum með eða án vatns, um fjölda fisktegunda, um sykursýki í börnum og fullorðnum, um elstu reikistjörnuna og um þá áleitnu spurningu hvort geimurinn sé endalaus eða hvort eitthvað sé á bak við hann. Áhugasamir lesendur eru hvattir til að heimsækja vefsetrið, http://www.visindavefur.hi.is, og lesa þar svörin við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum. Sjónskyiyun er flókið fyrirbrigði sem er erfítt að meta og mæla. Hvað er vitað um hraða sjónskynjunar? SVAR: Sjónskynjun er flókið fyrirbrigði sem er erfitt að meta og mæla. Vís- indamenn innan lífeðlisfræði og sál- arfræði hafa unnið mikið starf á þessu sviði en ljóst er að enn er margt óljóst um hvernig mynd er unnin úr umhverfí okkar, það er að segja því sem við sjáum. Mynd af því sem við horfum á er varpað á sjónhimnuna gegnum horn- himnu og augastein, sem brjóta Ijós- ið líkt og linsa á myndavél. Sjón- himnan (fílman í myndavélinni) tekur við Ijósinu og breytir því í taugaboð. Margar taugagerðir í sjónhimnunni umbreyta síðan boð- unum og flytja þau til taugahnoða- fruma (ganghon cells) sem flytja þau til svæðis í heilanum er kallast „corpus geniculatum laterale“. Þar eru boðin flutt til svæðis í hnakka- blaði heilans (lobus occipitalis), sem er ýmist kallað „svæði 17“ eða sjón- börkur. Þaðan flytjast boðin til að- lægra svæða þar sem upplýsingarn- ar eru unnar enn frekar. Því verður sjálfsagt aldrei unnt að svara til hlítar spumingunni um hversu langur tími líður milli þess að við sjáum eitthvað og heilinn túlkar það. Þessi tími er háður mörgum breytum eins og birtustigi (fjöldi ljósskammta sem fer inn í augað), stærð þess sem við horfum á og fjar- lægð frá auganu, gerð áreitis (stafir, mynd), fyrri þekkingu á áreiti (kunn- ugt/ókunnugt) og fleira og fleira. Hins vegar er Ijóst að við skynjum sum áreiti sem vara aðeins í 10 milli- sekúndur og bil á milli mismunandi áreita sem við skynjum getur farið allt niður í 10 millisekúndur (milli- sekúnda er einn þúsundasti partur úr sekúndu). Heilinn er miklu fljót- ari að vinna úr skynáreiti sem hann þekkir. Þar eru andlit til dæmis í sérflokki. Ef einstaklingi er sýnd röð af andlitum sem hann þekkir ekki tekur allnokkurn tíma að vinna úr þeirri sjónheild sem er samsett úr augum, nefi, munni og svo framveg- is. Ef þekkt andlit er sýnt tekur að- eins brot af þessum tíma að þekkja viðkomandi. Heilinn er leikinn í að stytta sér leið. Ef áreitin eru mjög lík þarf heilinn lengri tíma til að greina mismuninn. Því virðast myndskeið sem við horf- um á í sjónvarpi eða á breiðtjaldi samfellt, þótt myndimar séu „að- eins“ 24 á sekúndu. Ef ein myndanna er ólík öllum hinum myndunum get- ur heilinn skynjað þá mynd jafnvel þótt við verðum ekki vör við það. Það kallast neðanmarkaskynjun (sublim- inal sensation). Fyrir nokkrum áratugum var mikill áhugi á því að auglýsa ýmsar vörur á þennan hátt, það er með því að sýna mynd af vörunni brot úr sek- úndu, þannig að áhorfandinn varð ekki var við það, en varð samt fyrir áhrifum frá auglýsingunni. Þetta var fljótlega bannað þar sem talið var að þetta yrði hugsanlega notað í vafa- sömum tilgangi. Hins vegar hafa verið þróaðar aðferðir til að kenna til dæmis tungumál á þennan hátt með því að nýta hæfileika heilans til að grípa ólík endurtekin áreiti. Leiðin frá því sem maður sér til viðbragðs tekur að meðaltali 160-170 millisekúndur. Þetta er þó ákaflega misjafnt og viðbragðsflýtir fólks er mjög mismunandi. Atvinnu- íþróttamaður sýnir til dæmis miklu fljótari viðbrögð við áreiti en ein- staklingur sem engar íþróttii' stund- ar og auðvitað hafa ýmiss konar ytri aðstæður, svo sem sjúkdómar, áhrif áviðbragðsflýtinn. Hraðsjá (tachist- oscope) kallast tæki sem er notað við að mæla viðbragðsflýti. Hún getur sýnt leifturmyndir með stillanlegri tímalengd. Með slíkum tækjum hef- ur viðbragðsflýtir atvinnumanna í íþróttum mælst allt niður í 30 milli- sekúndur. Atvinnuboxarinn gamli, Joe Frazier, gat rotað andstæðing sinn á 60 millisekúndum! Jóhannes Kári Kristinsson augnlæknir í Durham, N orður-Karóh'nu. Eru til íslensk fyrirtæki sem búa við skrifræðisskipulag (bureaucracy) og hefur vegnað vel? Hverjir eru helstu kostir skrifræðis? SVAR: Segja má að sérhvert fyrirtæki hafi einhver skrifræðiseinkenni í skipulagi sínu. Það á bæði við um ís- lensk fyiirtæki og erlend. I bókum um skipulagsheildir, til dæmis bók Richards L. Dafts, Organization Theoryand Design, er upplýst að fé- lagsfræðingurinn Max Weber hafi fyrstur manna farið að skoða skipu- lega hvort bæta mætti árangur af starfsemi skipulagsheilda með skrif- ræðisskipulagi. í bók Dafts eru eftirfarandi ein- kenni á skrifræðisskipulagi rakin til Webers: 1. Reglur og vinnulýsingar 2. Sérhæfing og verkaskipting 3. Stigveldi (valdastigi) 4. Fagþekking 5. Afmörkuð störf 6. Skrifleg boðskipti Það þarf ekki viðamikla athugun til að sjá að þessi einkenni eru al- geng í skipulagi fyrirtækja og stofn- ana, einkum þar sem notast er við svokallað starfaskipulag, sjá nánari umfjöllun í bókinni Skipulag fyrir- tækja. Helstu kostir mikils skrifræðis eru þeir að starfsemi skipulags- heilda verður fyrirsjáanleg og starf- skröftum er beint þangað sem þeir nýtast best. Áherslan er á lóðrétta valdbraut, það er samband yfir- manns og undirmanna. Starfs- mannaval fer fram á grundvelli fag- þekkingar og færni. Litið er framhjá persónu viðkomandi, fjölskyldu- böndum og hagsmunatengslum. Skrifleg fyrirmæli og skráð sam- skipti auðvelda yfirfærslu þekkingai- milli einstaklinga og framvindu venjubundinnar stai’fsemi. Þessir kostir geta skilað skipu- lagsheild ávinningi, einkum skil- virkni og góðri nýtingu aðfanga, ef starfsemin fer fram í stöðugu, fyrir- sjáanlegu og einföldu umhverfi. Það er vegna þess að skipulag með mikil skrifræðiseinkenni er afar fastmótað og starfsemin verður eins vélræn og hægt er í skipulagsheild, samanber hugmyndir Henry Mintzberg um „vélrænt skipulag", (machine organ- ization) í bókinni The Structuring of Organizations og umræðu Gareth Morgan um svipað efni (the mechan- istic organization) í bókinni Images of Organizations. Lykilspurningin er því ekki hvort til sé íslenskt fyrirtæki sem býr við skrifræðisskipulag heldur hvort til sé íslenskt fyrirtæki með mikil skrif- ræðiseinkenni. Svarið við þeirri spurningu er líklega jákvætt. Hvort slíku fyrirtæki vegni vel veltur fyrst og fremst á því hvort það býr við ein- falt, fyrirsjáanlegt og stöðugt um- hverfi. Hins vegar er það einnig lykil- atriði að færa má rök fyrir því að þeim fyrirtækjum og stofnunum sem búa við stöðugt, fyrirsjáanlegt og einfalt umhverfi fari mjög fækkandi og það er mikið vafamál hvort vél- rænt og ósveigjanlegt skipulag sé til þess fallið að færa skipulagsheildum ávinning í því viðskiptaumhverfi sem ríkir í dag. Runólfur Smári Steinþórsson, dósent við viðskipta- og, hagfræðideild Háskóla íslands. Sjá heimildaskrá á vefsíðu. Hefur aukinn aldur og hægari likamsstarfsemi áhrif á hvernig menn skynja hraða tímans? SVAR: I stuttu máli má segja að skynjun fólks á hraða tímans sé mjög breyti- leg, bæði eftir aldri, virkni og öðrum aðstæðum. Við vitum til dæmis að til er aldrað fólk sem er ekki síður frískt og nýtur ekki síður lífsins en margir sem yngri eru. Hjá hverjum og einum verða þó ákveðnar ald- urstengdar breytingar sem hægja á Mig dreymdi dal Draumstafir Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson FRAM að þessu höfum við farið um bjart láglendi þar sem gul þokuslæð- an lýsti upp eða huldi á víxl fomar mannvistarleifar. Sfingsinn sem við fórum hjá rétt í þessu reisti sig skyndilega og rétti okkur sitt hvora vatnskrukkuna að dreypa á en sam- lagaðist jafnharðan fyrri mynd sinni svo við vorum ekki viss um bragðið en tilfinningin sem eftir sat minnti á fjarhrif. Þegar innar dró urðu hest- amir rólegri og fóru fetið því nú hurfu öll skil og það sem sýndist skógur gat tekið sig til þegar minnst varði og svifið upp eins og póstkort með kveðju frá Kanada. Vestari kanturinn virtist gullinn þar sem hann bar við sjóndeildarhringinn en þá sneri hann sér við og vísaðist vera speglun sjálfsins í þriðja auganu, hugmyndinni. Séð úr austri virtist mynd okkar flöt en hestamir eðlileg- ir, samt ragguðu þeir eins og maður sem stígur ölduna. Fleiri höggmynd- ir urðu á vegi okkar og flestar sýnd- ust egypskar að upprana en tál- myndir þó, samt skar ein sig úr umhverfínu fyrir sérstætt útht því inn í hana hvarf allt sem fór hjá án þess að söknuður eða tregi fylgdi. Þetta var líklega eilífðin sem okkur hafði verið kennt að væri án vísbend- inga enda hafði hún ekkert fastmót- að yfirbragð. A mörkum þess óræða við svæði sem líktist dimmu húsa- sundi áðum við áður en við kvöddum efsta og annað lag draumsins R.E.M. (Rapid Eye Movement) og héldum inn í myrkrið. Bréf„Oggu“ Kæri draumráðandi Mig langar að biðja þig að ráða í draum sem móður mína dreymdi síðastliðið sumar, hún hefur oft minnst á þennan draum sem er svona: Við mamma voram að labba saman og sáum hús sem okkur lang- aði að skoða, timburhús á einni hæð. Það vora engin herbergi, en sól og birta inni, við töluðum um að gaman væri að eiga heima í svona húsi. Okk- ur leið mjög vel og var fallegt allt um kring. Mig dreymdi í janúar 99. Kerti með mörgum örmum eða öngum eins og tré. Mig langaði í svona kerti, fannst eins og það væri austurlenskt. Þama vora tvær stelp- ur, önnur dökk (taílensk?). Pabbinn var Ijós, hann var í pilsi og brúnum sokkum, mjög snyrtilegur. Hann var dálítið fjarlægur. Dreymt fyrii' nokkram vikum. Ég gekk inn í stórt timburhús, þar var snjáður gamall dúkur á gólfinu, hann hafði verið fallegui- en var al- veg uppurinn. Ég kraup til að skoða hann og var hrifin. Síðan gekk ég um og horfði á útidymar og sá langan gang, horfði eftir honum og sá þá að gangurinn breyttist í sal þar sem hátt var til lofts. Ég sá þá að þetta var kirkja með altari, en frekar tóm- leg eða látlaus að innan. Ráðning Gegnum tíðina er hús skjól, vemd, staður sem maður hverfur til og er einn með sjálfum sér í, laus frá ytra umhverfi og fólki, sjálfráðm-. Draumurinn hefur tekið þetta tákn sem ímynd fyrir sjálfið, meðvitandi sem ómeðvitandi og líkamann sem áþreifanlegar umbúðir þess. Draum- urinn skiptir húsinu frá risi/höfði og niður í kjallara eftir hHðstæðum skil- greiningum en bætir við ýmsum öðr- um táknum tO að auka eða draga úr vægi viðkomandi salarkynna. I fyrsta drauminum er það tim- burhús á einni hæð sem vísar þá tO sérstaks eiginleika og efnið er nátt- úralegt/hlýlegt. Það ásamt birtunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.