Morgunblaðið - 08.04.2000, Page 41
I
MORGUNBLAÐIÐ VIK m fD LAUGARDAGUR 8. APRIL 2000 41
hreyfingum og viðbrögðum.
Þannig nær eldra fólk ekki sömu
hámarkshjartsláttartíðni við
áreynslu og yngra fólk. Vöðvasam-
dráttur verður hægari og stafar það
meðal annars af því að fækkun verð-
ur á einni af tveimur tegundum
vöðvaþráða, snörpu tegundinni.
Taugaþræðir eru umvafðir efni sem
kallast myelín. Myelín sér til þess að
hraða flutningi taugaboða. Ef myelín
verður fyrir hrömun, eins og gerist
gjaman með hækkandi aldri, hægir
á taugaleiðni.
Af þessu leiðir að aldraðir ganga
hægar og hlaupa hægar en yngra
fólk. Til að mynda er stór hluti aldr-
aðra svo hægur í hreyfingum að
hann kemst ekki yfir götu á grænu
Ijósi, þótt að frískir séu. Síðan em
margir eldri borgarar með sjúkdóma
og á lyfjum sem hægja enn á við-
brögðum. Þessi viðbragðsseinkun
kemur einnig fram í því hvemig fólk
bregst við byltum. Um sextugt nær
fólk að rétta út höndina við byltu og
verjast þannig, en þeir sem eru
óheppnir brotna á úlnlið. Þeir sem
eru 15 árum eldri ná ekki að setja
höndina jafn langt og geta því brotn-
að á upphandlegg. Þeir sem em enn
eldri eða meira lasburða ná alls ekki
að bera fyrir sig höndina og brotna
því eða merjast á mjöðm.
Einnig verða margvíslegar breyt-
ingar í miðtaugakerfi aldraðra, þó að
þeir sé frískir. Taugafmmum í mið-
taugakerfi fækkar og þéttni á ýms-
um af boðefnum heilans minnkar.
Við þetta hægir á allri úrvinnslu heil-
ans.
Mikill breytiieiki er milli aldraðra
einstaklinga. Mjög frískt eldra fólk,
sem þjálfar sig líkamlega og viðheld-
ur andlegu atgervi með lestri, tján-
ingu og hvers konar virkni, getur
verið betur á sig komið en margur sá
sem yngri er. En jafnvel þetta frísk-
asta eldra fólk hefur þó óumdeilan-
lega ákveðnar aldurstengdar breyt-
ingar sem hægja á tauga- og
vöðvaviðbrögðum.
Hvemig skynja menn hraða tím-
ans með hækkandi aldri? í því er
mikill breytileiki meðal aldraðra og
vaxandi með hækkandi aldri. Böm
upplifa tímann þannig að hann sé
lengur að líða en þeir sem fullorðnir
era. Frísku og önnum köfnu fóki á
miðjum aldri finnst tíminn fljúga
áfram. Hver tímaeining hjá ungri
manneskju er stærra hlutfall af æv-
inni en sama tímaeining hjá eldra
fólki og kann það að skýra upp-
lifunina að nokkra leyti.
Hins vegar kann upplifunin einnig
að tengjast þeim verkefnum sem
manneskjan tekur sér fyrir hendur.
Þegar komið er á eftirlaun setjast
sumir í helgan stein í orðsins fyllstu
merkingu, en aðrir taka upp marg-
vísleg áhugamál. Þeir sem fylla tíma
sinn með viðfangsefnum tjá sig
gjaman um að tíminn líði hratt, en
þeir sem sitja í iðjuleysi kvarta oft
um það hve tíminn sé lengi að líða.
inni, líðan ykkar og fegurðinni sem
virðist allt um kring vísar til trúar-
legs innsæis.
Annar draumurinn er einnig
tengdur trúarlegum táknum. Marg-
arma kertinu (alþjóðlegt), austrinu
sem uppruna trúar, stúlkunni dökku
sem tengingu og pabbanum sem ím-
ynd klerks.
Þriðji draumurinn líkist fyrsta
nema hvað þar era skoðuð spor
genginna kynslóða og farið inn gang
tímans til að skynja stuðning þess
við kirkju og helgihald.
Þegar draumamir þrír era skoð-
aðir kemur í ljós að þessar vanga-
veltur um trú og helgihald eiga sér
langan aðdraganda og þú ert meir
og meir að ná tökum á óljósum hug-
renningum þínum um hvað sé raun-
veruleg trú, hvaðan sá raunveruleiki
sé sprottinn og hvert leiðin liggi nú
við trúarleg tímamót.
•Þeirlesendursem viljx fá dmumn sfna birta
og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingnr-
degi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni
til birtingar til:
Draumstafír
Morgunblaðið
Kringlunni 1
103 Reykjavfk
eða á heimasíðu Draumalandsins
http://www.dreamland.is
Andleg líðan spilar hér einnig inn í.
Þeir sem era daprir og niðurdregnir
upplifa tímann þannig að hann sé
lengi að líða, öfugt við þá sem era
virkir eða jafnvel ofvirkir.
Tíminn er afstæður og erfitt að
skilja tímann og upplifa hann. Það
getur því verið gagnlegt að tala ann-
ars vegar um tíma alheimsins frá
„Miklahvelli" til okkar dags, stjarn-
fræðilegan tíma, og hins vegar tím-
ann eins og við upplifum hann sem
manneskjur. Samhengi tíma og ald-
urs hefúr verið manneskjunni hug-
leikið allt frá fyrstu skráðu heimild-
um. I austrænum hefðum hafa
kenningar um líffræði elllinar og
tímann tengst heimspekilegum
kenningum um lífið. Þetta kemur vel
fram í taóisma þar sem áhersla er
lögð á það að hramleiki ellinnar sé
ekki óumflýjanlegur og sé á ábyrgð
einstaklingsins.
I búddisma sem þróaðist fyrst- á
Indlandi og barst síðan yfir til Kína
og flestra annarra Asíulanda era
aðrar hugmyndir ríkjandi um ellina
og tímann. Samkvæmt kenningum
búddisma er lífið þjáning, þar sem
elli, hrumleiki og dauði eru all-
sráðandi. Til þess að draga úr þján-
ingum lífsins þarf manneskjan að
vera sérstaklega meðvituð eða íhug-
ul í þessu lífi og hinu næsta. Þá mun
hún loks komast að því að þjáningin
er skynvilla og komast á stig tíma-
lausrar visku sem er ótrafluð af elli-
nni.
Hippokrates, faðir vestrænnar
læknisfræði, talaði um lífið sem fjög-
ur þrep: barnæsku, unglingsár, full-
orðinsár og elli. Hvert stig ævinnar
svaraði til eins af fjóram líkamsvess-
um, sem vora um aldir grandvöllur
læknisfræðilegrar hugsunar á Vest-
urlöndum. Samsvöranin við fjórar
árstíðir er augljós. Fyrir siðaskiptin
er líklegt að lífaldur hafi skipt litlu
máli af því að fæstir vissu hversu
gamlir þeir vora. Eftir siðaskiptin
komu fram ný hugtök og tíminn var
eitt slíkt mikilvægt hugtak. Þá var
farið að virða tímann sem mikilvæga
mannlega eign og það hvernig fólk
verði tímanum réð því hvort það
teldist lifa góðu og happadrjúgu lífi
eða ekki. Jafnframt varð tíminn erki-
óvinur mannsins og hver klukku-
stund minnti manninn á að lífið er
endanlegt. Kapphlaupið við tímann
hófst og er það mikill streituvaldur í
nútímasamfélagi.
Nú hefur tekist að lengja líf
ávaxtaflugu um 40% með því að
breyta erfðavísum sem skrá fyrir
virkni afoxunarkerfisins, en það
hindrar að vefir hrömi við það að
súrefni gangi í samband við þá.
Einnig hefur tekist að greina gen í
litlum ormi (C. elegans), sem ákveð-
ur tímalengd þá sem ormurinn getur
legið í dvala, en það er leið ormsins
til að veijast óhagstæðum lífsskil-
yrðum. Með því að hafa áhrif á lengd
dvalans mátti lengja líf ormsins. Ef
það tekst að greina langlífisgen í
mönnum og hafa áhrif á þau til líf-
slengingar mun upplifun mannsins á
tímanum enn breytast. Sú upplifun
mun samt alltaf vera breytileg milli
einstaklinga og eftir æviskeiðum og
tengjast meðal annars andlegri líðan
og virkni einstaklingsins á efstu ár-
um.
Pálmi V. Jónsson
læknir, dósent við læknadeild
Háskóla íslands
Sjá heimildaskrá á vefsíðu.